Tíminn - 21.02.1946, Blaðsíða 2
TÍMJCVN, fimmtudágiim 21. febr. 1946
30. blað
Fimmtudafiur 21. febr.
Loddaraleikur Sjálf-
stæðisflokksins af-
hjúpast
Þegar deilt hefir verið á
hina gálausu fjármálastefnu
ríkisstjórnarinnar, hefir venju-
legasta viðkvæðið hjá Sjálf-
stæðismönnum verið eitthvað á
þessa leið: Við viðurkennum, að
mikið sé til í þessu, en við
réðumst samt í stjórnarstarfið í
trausti þess, að verkalýðsflokk-
arnir fengjust þá frekar til að
taka þátt í niðurfærslu, ef
hennar kann að verða þörf.
Öllum meðalgreindum mönn-
um mætti vissulega vera Ijóst,
að niðurfærslunnar er nú ekki
aðeins orðin þörf, heldur er hún
óhjákvæmileg nauðsyn, ef stýra
á hjá fullkomnu fjárhags-
hruni. Vegna stefnu ríkisstjórn-
arinnar hefir allt sigið meira í
ógæfuáttina' síðan hún var
mynduð. Nú er ekki aðeins verð-
' lagi landbúnaðarvara haldið í
skefjum með fjáx-framlögum úr
ríkissjóði, heldur er ríkið einnig
farið að kaupa saltfisk með fyr-
irsjáanlegum halla og' taka á-
byrgð á freðfiskverði og mun þó
hvorugt duga til að tryggja
bátaútveginum sæmilega af-
komu. Nú nægja hinar háu
skattaálögur ekki lengur til að
standa undir útgjöldum ríkis-
sjóðs, heldur eru fjárlögin af-
greidd með tugmiljóna tekju-
’ halla. Þannig mætti lengi nefna
dæmi, er sýna það, að ekkert
nema hrunið getur orðið enda-
lok rikjandi fjárglæfrastefnu.
Það ætti þannig sannarlega
að vera kominn tími til þess fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn að ganga
eftir því fyrirheiti verkalýðs-
flokkanna, að þeir taki þátt í
niðurfærslu ella láti flokkurinn
ekki teyma sig lengra út í ó-
færuna en þegar er orðið. Ef
forkólfar Sjálfstæðisflokksins
hefðu nokkuð meint með áður-
greindum yfirlýsingum sinum,
ættu þeir vissulega að spyrna nú
við fótum og segja: Hingað, ekki
lengra. Nú verðið þið annað
hvort að hjálpa okkur til að
færa niður eða samstarf okkar
er búið.
Þvi væri ekki að neita, að
slík afstaða Sjálfstæðisflokksins
myndi bæta nokkuð fyrir glap-
ræð'i hans hingað til.
En því virðist síður en svo að
heilsa, að afstaða Sjálfstæðisfl.
sé á þessa leið. Svat þeirra við
kauphækkunarkröfum Dags-
brúnar er ekki það.að nú sé mæl-
irinn orðinn fullur og nú verði
slíkur leikur að hætta. Svarið er
að væla sem vesaldarlegast í
forustugreinum Mbl. og segja,
að „nú megi stjórnarsamstarfið
ekki rofna“ (Mbl. 19. þ. m.)!
Með þessu er kommúnistum
sýnt, að forkólfar Sjálfstæðis-
flokksins muni flest til stjórn-
ársamstarfsins vinna, og því sé
þeim óhætt að ganga á lagið.
Öllum þeim mörgu mönnum
í hópi framleiðenda, sparifjár-
eigenda og launþega, sem hafa
trúað því, að tilgangur Sjálf-
stæðisflokksins með stjórnar-
þátttökunni væri að fá verka-
lýðsflokkana til samstarfs um
niðurfærslu á rét'tum tíma,
mætti nú verða ljóst, að slíkt
er fullkomnustu óheilindi. Það
er í allra seinasta lagi að færa
niður nú. Seinna verður það
ekki gert með viðunandi móti.
Með því að berjast ekki fyrir
niðurfærslunni nú, er það eins
Björn Egilsson,
Tökum höndum saman
fi fiíiatiangi
Þann 20. ágúst síðastliðinn
bárust þau tíðindi frá stjórnar-
ráði íslands, að ríkisstjórnin
hefði þá þegar tekið í sínar
hendur með bráðabirgðalögum
æðsta úrskurðarvald til þess að
ákveða kaup og kjör sveita-
fólksins. Þessi lög eru í aðalat-
riðum þannig, að landbúnaðar-
ráðherra skipar 25 manna
nefnd, er nefnist búnaðarráð.
Nefndin skal skipuð bænduxn
eða mönnum, sem á einn eða
annan hátt starfa í þágu land-
búnaðarins. Búnaðarráðið kýs
fjögurra manna nefnd innan
sinna vébanda, er nefnist verð-
lagsnefnd landbúnaðarafurða.
Formaður búnaðarráðs er sjálf-
kjörinn forma'Öur verðlags-
nefndar.
Verðlagsnefndin skal ákveða
verð á framleiðsluvörum bænda.
Bændurnir sjálfir geta ekki
haft nein áhrif á val þessara
manna. Þeir fá ekki einu sinni
að ryðja dóminn, sem er þó
þekkt fyrirbæri úr gömlum ís-
lenzkum lögum. Þessi lagasetn-
ing rikisstjórnarinnar er ekki
fyrsta höggið í þann knérunn að
svipta bændur þeim réttindum,
sem þeim ber, og má í því sam-
bandi nefna yfirráð landbún-
aðarráðheri’a yfir búnaðar-
málasjóði.
Talsmenn ríkisstjórnarinnar
hafa í-eynt að verja þessar að-
gerðir eftir beztu getu. Helztu
atriðin i málsvörn þeirra eru
þessi:
1. Ákvæði dýrtíðarlaganna frá
1943, um verðlag á landbúnað-
arvörum samkvæmt sexmanna-
sáttmálanum féllu niður við
styrjaldarlok í Evrópu.
2. Með búnaðarráðslögunum
er bændum sjálfum fengið í
hendur vald til þess að ákveða
verð á sínum framleiðsluvörum.
3. Stéttarsamtök bænda eru
engin til. Pólitískir áróðurs-
menn frá Búnaðarfélagi ís-
lands og sendlar frá Framsókn-
arflokknum stálu fundinum á
Laugarvatni.
4. Bændur þurfa ekki að ótt-
ast, að hlutur þeirra verði fyrir
borð borinn af núverandi ríkis-
stjórn, þar sem að sérstakur
bændavinur skipar sæti land-
búnaðarráðherra.
„Um fyrsta atriðið eru mjög
skiptar skoðanir. Minnihluti
landbúnaðarnefndar neðri
deildar Alþingis hefir komizt að
þeirri niðurstöðu, að styrjald-
arástand það, sem um er rætt i
dýrtíðarlögunum frá 1943, sé
enn viðvarandi. Það virðist
mjög eðlilegt að álykta þannig.
Flest, sem snertir fjármál og
ijóst og verða má, að Sjálfstæð-
isflokkurinn meinar ekkert með
niðurfærsluskrafi sínu. Til þess
liggja líka þær augljósu ástæð-
ur, það eru heildsalarnir og
stórgróðamennirnir, sem ráða
flokkunum, og niðurfærslan
myndi vitanlega beinast fyrst
og fremst að því að skera nið-
ur milliliðagróðann og gera mik-
ið af stórgróöanum sameign
þjóðarinnar.
Framleiðendur, sparifjáreig-
endur og launþegar, sem hingað
til hafa fylgt Sjálfstæðisflokkn-
um, ættu hér eftir ekki að þurfa
að láta blekkjast af loddaraskap
forkólfa hans. í kosningunum í
vor eiga þeir að snúa baki við
hinum ábyrgðarlausu skrumur-
um, sem stjórna flokknum, og
ljá heilbrigðri viðreisnarstefnu
fylgi sitt með því að efla Fram-
sóknarflokkinn.
viðskipti, er enn óbreytt. Mörg
þau lönd, sem ísland hafði áð-
ur viðskipti við, eru ennþá lok-
uð lönd, vegna þess ástands,
' sem þar ríkir af völdum styrj -
; aldarinnar. Dýrtíðin innanlands
| er enn hin sama og ekki minni.
I
Skömmtun matvæla er ennþá
óbreytt að mestu.
Sú staðhæfing stjórnarliða,
að með búnaðarráðslögunum sé
bændum fengið í hendur vald til
þess að ráða verði á sínum vör-
um, er eitthvert hið mesta
blekkingareykský, er nokkrir
stjórnmálamenn hafa reynt að
hylja sig með. Búnaðarráðs-
mennirnir eru fulltrúar ríkis-
valdsins en ekki bænda. Með
búnaðarráðslögunum hefir rík-
isvaldið. fengið í sínar hendur
allt vald til þess að ákveða
verð á búvörum, en þetta vald
hafði ríkisstjórnin að einum
fimmta samkvæmt eldri lögum.
Það er fullvíst, að ef bændur
hefðu kosið búnaðarráð hefðu
færri þeirra manna, er nú eiga
þar sæti, náð kosningu. Við
skipun búnaðarráðs hefir land-
búnaðarráðherra haft það aðal-
sjónarmið, að yfirgnæfandi
meirihluti ráðsins væri öruggir
stuðningsmenn stjórnarinnar.
Örfáir stjórnarandstæöingar
eiga þar sæti, eins og til að geta
bent á þá þar. Þá hefir þess
verið vandlega gætt, að þeir
bændur innan Sjálfstseðisflokks-
ins, sem eru vafasamir stuðn-
ingsmenn stjórnarinnar, væru
þar ekki. Þar sjást ekki nöfn
Jóns á Reynistaö eða Péturs
Ottesen. En aftur/á móti tókst
að finna nokkra kommúnista í
þessar trúnaðarstöður. Við , út-
varpsumræður um þetta mál
var það skýrt tekið fram af
stjórnarliðum, að ríkisstjórnin
yrði undir öllum kringumstæð-
um að hafa umrætt verðlagsvald
í sínum höndum. Yrði bændum
fengið það, fengju þeir jafn-
framt hluta af ríkisvaldinu í
sínar hendur. Þó gaf landbún-
aðarráðherra þá hátíðlegu yfir-
lýsingu, að hann hvorki vildi
né gæti haft áhrif á störf Bún-
aðarráðs. Það virðist óneitan-
lega nokkurt ósamræmi í þeim
málflutningi.
Jafn skjótt og það var vitað,
að stéttarsamtök bænda voru
að komast á laggirnar, tók rík-
isstjörnin þá ákvörðun að gefa
út bráðabirgðalögin til þess að
geta sagt, að stéttarfélag bænda
hefði ekki verið til, því að hún
óttaðist, að áhrifa stjórnarand-
stöðunnar gætti um of í hinum
nýju bændasamtökum. Með
þessu vildi ríkisstjórnin gefa í
skyn, að hún hefði getað fall-
izt á, að bændur fengju að kjósa
búnaðarráöið. Búnkðarfélag ís-
lands mátti þó ekki koma þar
nærri, því að þar voru of marg-
ir Framsóknarmenn í stjórn.
Framsóknai’menn hafa þó full-
an rétt til að gera kröfur um
viðunandi afurðaverð fyrir hönd
bænda. Þeir hafa alltaf varað
við hættunni af vaxandi dýrtíð.
Ef stefnu þeirra hefði verið
fylgt í dýrtíðarmálunum, hefði
verolag verið svipað hér og í
nágrannalöndunum. Hið háa
verðjöfnunargjald, sem hafði
úrslitaáhrif á kjötverðið síðast-
liðið ár, hefði þá verið óþarft.
En þá var önnur leið opin fyr-
ir stjórnina. Hún var sú að fela
fulltrúum hreppabúnaðarfélag-
anna í búnaðarsamböndunum
að kjósa búnaðajráðið. Hreppa-
búnaðarfélögin, búnaðarsam-
böndin og Búnaðarfélag íslands,
.sem allt myndar eina heild, eru
ekkert annað en stéttarfélög
bænda. Nálega allir bændur
landsins eru í hreppabúnaðar-
félögunum. Búnaðarfélag ís-
lands og deildir þess hafa beint
starfsemi sinni að þeim málum,
er snerta bændur eina. Þessi
starfsemi hefir einkum miðað
að því til þessa að minnka
framleiðslukQStnað landbúnað-
arinssHvað var því eðlilegra en
að þessi félagsskapur léti verð-
lagsmálin til sín taka?
Það kveður oft við þann tón í
stjórnarherbúðunum, að .bænd-
ur þurfi elcki að óttast búnaðar-
ráðslögin, þar sem að Pétur
Magnússon sé landbúnaðarráð-
herra. Það má vafalaust segja
margt gott um Pétur Magnús-
son. Hann er maöur nokkuð við
aldur, og hefir lengi verið rið-
inn við íslenzk stjórnmál. En þó
munu margir líta svo á, að
varla sé hann óskeikull fremur
en sumir aðrir stjórnmálamenn.
Flestum mun í fersku minni, er
hann kallaði sprengiefni á-
burðartegund þá, er hinni vænt-
anlegu áburöarverksmiðj u var
ætlað að framleiða. Tilgangur
hans með þessari upphrópun
virðist hafa verið sá einn að
vekja vantrú bænda á málinu.
En svo hefir farið, að þessi um-
rædcia áburðartegund hefir
reynzt mjög vel eftir því sem
frétzt hefir.
Margt hefir verið rætt um
störf búnaðarráðs og verðlags-
nefndar, og mjög er það að von-
um, að bændur eru gramir yíir
því að fá ekki fullt verð fyrir
vörur sínar samkvæmt sex-
manna-sáttmálanum. En það,
hvort bændur fá fullt verð fyrir
vörur sinar á síðasta ári, er
naumast - mergurinn málsins,
heldur sú réttarskerðing, sem í
iögunum felst. Lög þessi væru
ff'ramhald á 3. síðuj.
Blessuð nýsköpunin.
, l>að veit hver, sem heyrir og sér,
| að hér á voru landi er
farsæl þróun. Allt sem við höfum etið
síðan í október, skal nú skráð
1 á skjöl, sem fara upp í stjórnarráð.
I»að gildir þó, til að byrja með,
bara um ketið.
Af hrút eða gimbur? Hvort var það
hangið, fryst eða spaðsaltað?
Hvar það var keypt. Og hvenær
þetta skeði.
Allt þetta er skylt að skrifa inn
á skýrslublöðin. Og drepgskapinn
setja menn, eins og venjulega,. að veði.
Þær eru svo margar, eyðurnar,
sem útfylla ber, til skýringar.
Hér á að setja aldur,
til dæmis að taka.
En þetta er ekki skattaskrá.
Hér skrifar enginn minna en hann á,
bví að nú ætlar stjórnin að fara
að borga til baka.
Þetta er aðferð, sem efalaust fær
almenningshylli, svo langt
sem hún nær,
og því væri hagkvæmt
að halda lengra á þeim brautum.
Til þr/s að stjórninni takist að fá
traustari grundvöll, þá ætti að skrá
hvað mikið er eldað og borðað
af alls konar grautum.
Sú stefna er heilbrigð og
stuðningsverð,
að stuðla að aukinni skýrslugerð.
Það verður áhrifaríkt,
að í ráðhcrrastöðum
sitja nú ntenn, er sjá um það,
sem okkur skiptir mestu, að
við höfum alltaf birgðir
af eyðublöðum.
S.
Austrænt lýðræði.
Undanfarið hefir blað komm-
únista, Þjóöviljinn, og ríkisút-
varpið, undir yfirstjórn Brynj-
ólfs Bjarnasonar, verið að fræða
íslendinga um hinn mikla sig-
ur Stalins og samhei’ja hans
við nýafstaönar þingkosning-
ar(!!) í Rússlandi.
En eins og vitaö er ráða
kommúnistar í Rússlandi öllu,
þó að í flokki þeirra sé aðéins
1 Vá——2% þjóðarinnar.
Er nógu fróðlegt að sjá, hvern-
ig þeir túlka yfirráð sín í stjórn-
arskrá Sovétríkjanna. Þar seg-
ir svo í 126. grein: „Virkustu og
þi-oskuðustu þegnarnir úr röð-
um verkalýðsins og annarra al-
þýðustétta skipa sér í kommún-
istaflokk Sovétríkjanna, sem er
brjóstfylking alþýðunnar í bar-
áttu hennar fyrir eflingu og
þróun hins sósalístiska skipu-
lags'og mynda forustuna í öll-
; um samtökum alþýðunnar,
jafnt félagslegum, sem opinber-
! um.“
Svo segir aftur um allsherj-
arkosningaréttinn í 141. grein
stjórnarskrárinnar: „Réttur til
framboðs er tryggður félagsleg-
,um samtökúm alþýðunnar“,
þ, e. deildum kommúnista-
flokksins og öðrum þeim fé-
lögum, sem búið er að tryggja
kommúnistum alla forustuna
fyrir. Þeirra einna er rétturinn.
Hvernig eru svo „virkustu og
þroskuðustu þegnarnir“ valdir
yfir í Kommúnistaflokkinn til
þess að drottna yfir öllum
fjöldanum? Halda menn, að
valdhafarnir vilji , þangað
| menn með sjálfstæðar skoðan-
j ir? Nei, auðvitað nógu þæga
menn og auðsveipa. Og svo eru
menn til hér úti á íslandi, sem
glúpna af lotningu fyrir þessu
austræna lýðræði og hrópa út
til þjóðarinnar frá sjálfum há-
; stóli menntamálaráðherrans:
Sjá hinn mikla sigur kommún-
ista í Rússlandi í þingkosning-
unum!
Þótt ýmislegt ipegi finna að
hinu vestræna lýðræði, myndi
mörgum íslendingum tinnast
vera farið að þrengjast um
frelsið, ef engan mætti kjósa
nema Brynjólf, Áka og þeirra
nóta, hvorki til AlþingLs né
annarra trúnaðai’starfa. En
þessa helfjötra frelsisins er
reynt að láta alþýðufólkið færa
sig sjálft í með imynduðum
„kjarabótum" og hósíanna-söng
um austr-ænt lýðræði, sem það
veit ekkert hvað er.
Kári.
EINSTEIN TALAR
Albert Einstein, höfundur afstæðiskenningarinnar, ér venju-
lega talinn meðal mestu vísindamanna heimsins — lifandi og
látinna. Hann er þýzkur Gyðingur og er nú landflótta, enda þótt
hann færði landi sínu heiður og frægð. — Einstein er seztur að
í Bandaríkjunum. Hann er fæddúr 1879, var forstjóri eðlisfræði-
stofnunarinnar Kaiser Wilhelni í Berlín og prófessor í eðlisfræði
við Prússneska akademíið. Hann vann Nóbelsverðlaun í eðlis-
íræði 1921 og var sæmdur copley-orðunni af Konunglega vísinda-
félaginu brezka 1925. — Enda þótt afrek hans í vísindalega þágu
séu ærið mikilfengleg, þá hefir hann lítið skrifað. „Relativity“
var gefið út í enskri þýðingu 1920, og 1929 gaf hann út „Ein
Einheitlichen Feldtheorie“. — í félagi við Sigmund Freud gaf
hann út bók, sem í ensku þýöingunni kallaðist „Why War“ og
var gefin út í Englandi.
Jarðvist okkar er furðulegt
fyrirbrigði. Við komum hér til
stuttrar dvalar, vitum ekki hvers
vegna, stundum að því er virðist
i guðlegum tilgangi. Frá sjónar-
miði daglegs lífs er það samt
eitt, sem við vitum, og það er,
að maöur er hér vegna annarra
manna, umfram allt vegna
þeirra, sem með brosi sínu og
heilbrigði byggja upp hamingju
okkar. Við erum hér einnig fyrir
þær óteljandi, óþekktu sálir, sem
við erum tengd böndum samúð-
arinnar vegna sameiginlegra
örlaga. Mörgum sinnum á dag
finn ég til þess, hversu mikið
mitt andlega og líkamlega líf er
byggt á verkum förunauta
minna, bæði lifandi og látinna,
og hversu einlæglega ég verð að
þjálfa sjálfan mig til þess að
gefa jafnmikið og ég fæ.
Sálarrósemi mín er oft trufluð
af þeirri sektartilfinningu, að ég
hafi fengið ofmikið að láni. Ég
trúi því ekki, að við getum öðlazt
algert frelsi í heimspekilegum
skilningi, Við hrærumst ekki
aðeins vegna ytri þvingunar,
heldur vegna innri .nauðsynjar.
„Maðurinn getur vissulega
það, sem hann vill, en hann veit
ekki, hvað hann vill.“ þessa
kenningu Schopenhauers dx-akk
ég í mig í barnæsku, og hún hef-
ir alltaf friðað mig, þegar ég hefi
verið vitni að eða þjáðst af
miskunnarleysi lífsins. Þessi
sannfæring er ótæmandi uppp-
spretta umburöarlyndis, því að
hún leyfir ekki, að við tökum
sjálí okkur, eða aðra, of alvar-
lega, miklu fremur hvetur hún
til spaugsamrar lífsskoðunar.
Sífelldar vangaveltur vegna
þeirra raka, sem liggja að til-
veru okkar, hvers um sig eða
jlífsins almennt, viröast mér
hreinasti barnaskapur.
j Engu að síður hafa allir á-
I kveðnar hugmyndir, sem marka
j óskir þeirra og dóma.
| Þær hugsjónir, sefn alltaf hafa
fyllt mig lífsgleði,, eru góðleiki,
fegurð og sannleiki.
Ákveðið takmark, að því e»
viðkemur velferð og hamingju,
hefir aldrei þjáð mig. Siðfræði-
(kerfi á þeim grundvelli hæf^r
aðeins sauðahjörðinni.
Án meðvitundarinnar um
samvinnu við skoðanabræður
mína í hinni eilífu leit að því
óhöndlanlega í listum og vís-
indum, myndi líf mitt hafa verið
einskis virði,
Frá því í æsku hefi ég alltaf
haft skömm á hinum almennu
takmörkum, sem mannlegar
ástríður hafa sett sér. Auðæfi
áhrif og vinsældir, munaður, allt
hefir þetta verið hálffyrirlitlegt
í mínum augum.
Ég trúi því, að einfalt og hóf-
látt lííerni sé það bezta fyrir
alla, bæði til líkama og sálar.
Áhugi minn fyrir félagslegu
réttlæti og ábyrgð hefir alltaf
staðiö hjá mér í skrítinni mót-
setningu við athyglisverða vönt-
un á þörfinni fyrir beina þátt-
töku í mannlegum félagsskap.
Ég er eins og hestur, sem vill
vei-a einn á stalli og einn fyrir
æki.
Ég hefi aldrei verið allur
nokkru landi eða ríki, né heldur
vinum xpínum, jafnvel ekki fjöl-
skyldu minni. Þessum böndum
hefir alltaf fylgt óljós fjarlægð-