Tíminn - 28.03.1946, Síða 2
2
TÍMIIVN, fimmtudagiim 28, marz 1946
55. blað
Páll Þorsteinsson:
Laun eftir framleiðslutekjum
Vegna Tímans
Fimtudafiur 28. marz
,Það varð til einskis’
Síðustu árin, sem mennta-
málaráð úthlutað'i skáldastyrkj -
um, var reynt að hafa það að
uppistöðu í pólitískar æsingar.
Úthlutunin var kölluð fjand*
skapur við menntamenn, ofsókn
gegn frumherjum islenzkrar
menningar, árás á lýðræðið og
andlegt frelsi og þar fram eftir
götunum. Það voru kommúnist-
ar, sem stóðu að þeirri sókn.
Þeir létust vera málssvarar
menntamanna, lýðræðisins og
menningarinnar.
Þegar félagi rithöfunda var
fengið úthlutunarvaldið, höfðu
kommúnistar tögl og hagldir í
úthlutunarnefndinni. Sést það
glöggt af því, að einn hinn of-
stækisfyllsti og einstrengingsleg-
asti maður þeirra, Kristinn E.
Andrésson, kunni þar vel við
sig og gerði engan ágreining.
Urðu þá líka allmiklar breyt-
iirgar á úthlutunum og yfirleitt
á þann veg að draga fram þá
menn, sem voru kommúnistar,
en minnka hlut þeirra, sem af-
stöðu tóku gegn þeim. Þessar
ráðstafanir urðu m. a. til þess,
að allmörg beztu skáld þjóðar-
innar fóru úr Rithöfundafélag-
inu, því þeir undu ekki ofríki
kommúnista.
Á þessu ári fékk svo þing-
kjörin nefnd þann vanda að út-
hluta fénu. Fór þá sem við hin
fyrri mannaskiptin, að talsverð
breyting varð á. Þá skeður það,
að safnað er liði til mótmæla, og
þaö af þeirri þykkju, að mót-
mælendur neita að taka við fé
af þessari nefnd. Segja þeir
hispurslaust, að þeir telji sér
misboðið með skömmtuninni og
lýsa fullkomnu vantrausti á
mönnum þeim, sem meta þá
svo lágt.
Þetta er áframhald af póli-
tískri baráttu kommúnista fyrir
því að hafa ráðstöfunarrétt á
þessu fé. Enginn þarf að halda
að þeir tækju því betur, þó að
félagskjörin nefnd úthlutaði
fénu, ef þeirra menn væru þar
í minnihluta. Er það og alkunn-
,ugt að engir eru ósanngjarnari
og öfgafyllri í dómum um skáld-
skap en rithöfundarnir sjálfir,
ef í hart fer á milli þeirra.
Hins vegar eru hér þáttaskil
í bardagaaðferðum. Áður var
reynt að hafa yfir sér hjúp lýð-
ræðisins og svíkja það með kossi
undir nafni sannleikans og þjón-
ustu við menninguna. Hins
vegar var það andleg kúgun og
ánauð að rússneskum hætti, sem
fyrir þeim félögum vakti og ann-
að ekki. Þeir vildu eins og ríkis-
stjórnin í Rússlandi ala vel þá
listamenn, sem studdu flokkinn,
en svelta hina þangað til
þeir hefðu vald til að binda
hendur þeirra. Þetta er líka í
samræmi við það, að Kristinn
Andrésson sagði eitt sinn í
Rétti:
„Sökum sinna raunhæfu sjón-
armiða eru það kommúnistarnir
einir, sem geta lýst veruleikan-
um á sannan og hlutlausan hátt.
Aðrir verða að. dylja eða ganga
duldir sannleikans um hluúna."
Þetta er trúarjátning manns-
ins, sem árum saman hefir þótzt
vera að berjast fyrir andlegu
frelsi og hlutleysi. Og í samræmi
við trúarjátningu hans var út-
hlutun hans. En á eigin verkum
fellur hann, því að þjóðin vill
ekki slíka ráðsmennsku. Og þó
að hann skrifi nú stórorðar
greinar ’um afturhald, þröng-
sýni og kúgun mætti hann vel
Það leikur ekki á tveinj tung-
um, að framleiðslan til lands
og sjávar ber uppi búskap þjóð-
arinnar. Sjávarútvegurinn læt-
ur af mörkum meginhlutann af
þeiifi verðmætum, sem við selj-
um á erlendum markaði. Land-
búnaðurinn fæðir þjóðina að
miklu leyti. Iðnaður er og fram-
leiðslustarfsemi að því leyti, sem
hann breytir ódýrum hráefnum
í verðmætar vörur.
Þó að nauðsynlegt sé, að fram-
leiðendurnir séu sem fjölmenn-
astir, verður ekki hjá því kom-
izt að vinna mörg önnur störf í
hverju þjóðfélagi. Hver starfs-
grein er eins og hjól í þjóðfé-
lagsvélinni. Ef eitt hjólið stöðv-
ast, truflast gangur vélarinnar.
Þetta sannast bezt af því, hvað
verkföll vissra stétta eða starfs-
hópa geta valdið miklum erfið-
leikum og röskun í þjóðfélaginu.
Þeir, sem vinna að fram-
leiðslustörfum sjálfstætt og á
eigin ábyrgð, fá laun af arði
þeim, er atvinnureksturinn gef-
ur. Það breytist oft nokkuð frá
ári til árs, þar sem fraipleiðend-
ur eiga allt sitt und/r sól og
regni. Aðrar stéttir taka aftur á
móti laun sín eftir ákveðnum
taxta, sem bundinn er með lög-
um eða samningum. Það er höf-
uðnauðsyn, að laun þau, sem
greidd eru í landinu, standi í
eðlilegu hlutfalli við tekjur
framleiðenda. Það tryggir bezt,
að jafnvægi haldist um kjör
stéttanna og skapar raunveru-
lega mest öryggi um afkomu
allra, þar sem arðurinnaf fram-
leiðslunni er að jafnaði hið
eina, sem þjóðin hefir til að
skipta og mæta þörfunum.
Eins og nú er háttað, telst
meirihluti kaupgjalds og launa
verðiagsuppbót vegna dýrtíðar-
innar, sem myndazt hefir, síðan
1939. Verðlagsuppbótin er byggð
á verðhækkun nauðsynjavara,
en stendur ekki í sambandi við
i
afkomu atvinnuveganna. Með
þessum hætti hafa launþegar
kjör sín trygg, þótt dýrtíöin
vaxi, að öðru leyti en því, er
varðar alþjóðarhag, en fram-
leiðendur, sem byggja afkomu
sína á sölu afurða á erlendum
markaöi, verða að bera þunga
hennar. Með þessu er stéttun-
um sköpuð ærið misjöfn víg-
staða í hagsmunabaráttunni.
Ýmsir menn hafa fyrir löngu
komið auga á þetta og lagt til,
að ölí laun yröu miðuð við arð
atvinnuveganna, eða bent á, að
svo þyrfti að vera, jafnvel þött
engin sérstök dýrtíð væri fyrir
hendi. Hinn forni landaura-
reikningur er góð fyrirmynd um
það.
Á síðustu árum hefir Skúli
Guðmundsson alþm. öðrum
hugleiða í þessu sambandi orð
Steins Steinars fóstra -síns:
— "Það varð til einskis, veldur
stuttri töf.
Það vinnur aldrei neinn sitt
dauðastríð.
En mótmælendjurnir hafa
tekið upp nýja hernaðartækni.
Þeir setja bara í sig fýlu og
segja: „Okkur er misboðið.“ Það
er eins og þeir ætlist til þess í
örvæntingu sinni, að þjóðin taki
upp þykkjuna fyrir þeirra hönd.
En það kemur áreiðanlega ekki
í koll andlegu frelsi á íslandi,
þó að þessir 7 kommúnistar fari
í fýlu. Þjóðin er búin að fá nógu
úthlutað af frelsi, víðsýni og
hlutleysi þeirra, og því er fýlan
þeirra einkamál.
fremur gerhugsað þetta mál og
flutt það með gilduni rökum á
Alþingi. Veturinn 1942—43 flutti
hann ásamt Gísla Guðmunds-
syni till. til þál. um að fela rík-
isstjórninni að láta gerá full-
komið yfirlit er sýndi *árlegar
heildartekjur þjóðarinnar.
Fékkst sú tillaga samþykkt.
Þegar sýnt var, að yfirlit það,
sem hagstofan gerði samkvæmt
þessu, var ekki í því formi að
geta orðið ðruggur grundvöllur
til að byggja útreikninga launa-
vísitölu á, flutti Sk. G. aftur 1944
till. til þál. um útreikning á
framleiðslutekj um þj óðarinnar,
sem fól í sér fyrirmæli um það,
á hvern hátt þessu skyldi hag-
að. Var sú tillaga einnig sam-
þykkt. Þegar launalögin voru til
afgreiðslu í þinginu í fyrra,
hafði Sk. G. forustu um þetta
mál. Hann lagði til, að launin,
sem skyldu miðuö við tekjur
framleiðenda, yrðu látin taka
blreytingum tii hækkunar eða
lækkunar eftir sérstakri launa-
vfsitölu, sem fúndin væri ár
hvert og byggðist á því, hvaða
breytingar yröu á tekjum þjóð-
arinnar í heild. Þegar sýnt, var.
að fjárhagsnefnd neðri deildar
fékkst ekki til að fylgja þessari
tillögu klauf Sk. G. nefndina
aðallega út af þessu meginatriði
um ákvörðun launanna og lagði
tillöguna fyrir neðri deild. Var
hún felld þar með fjögurra at-
kvæða mun. Tillöguna studdu
aliir þingmenn Fiamsóknar-
fiokksins og fimm Sjálfstæðis-
menn. Þar með var þessu máli
drepið á dreif að sinni, enda ekki
nýtt, að eigi falli tré við fyrsta
högg.
En síðan þetta geröist hefir
fu,lltrúaþing fiskimanna tekið
þetta mál á dagskrá og'tjáð sig
fylgjandi því, enda mun sá hóp-
ur manna fara stækkandi, sem
sér og skilur, að hér er um rétt-
lætismál að ræða.
Allir framleiðendur hljóta að
keppa að því, að framlelðslan
gangi sem bezt. Við það er hag-
ur þeirra bundinn. En það er
fjarri lagi, að þeir einir eigi að
taka á sig skakkaföllin, þegar
út af ber, en. launþegarnir að
hafa sínar tekjur tryggar, með-
an nokkur grfciðslugeta er fyr-
ir hendi. Launþegarnir þurfa og
eiga að hafa sama sjónarmið
um gengi atvinnuveganna og
framleiðendur sjálfir. Atvinnu-
reksturinn er undirstaðan und-
ir hagsæld þjóðfélagsins, sem
launþegarnir jafnt og aðrir eru
bundnir sterkum böndum. Það
er eigi aðeins sanngjarnt, held-
ur sjálfsagt, að skerfur allra
stétta og þá ekki sízt þeirra, sem
bezt eru settar, dragist nokkuö
saman, ef heildartekjur þjóðar-
innar rýrna, og að allir njóti
ávaxtanna, þegar þær aukast.
Launavísitalan yrði ávallt
miðuð við f ramleiðslUtekj ur
þjóðarinnar í heild. Af því leið-
ir, að launþegar eiga minna á
hættu en framleiðendur sjálfir,
þótt þessari reglu yrði fylgt. Ef
ein grein framleiðslunnar verð-
ur fyrir skakkaföllum, bitnar
það algerlega á þeim, sem þá
framleiðslugrein stunda, nema
ríkið skerist sjálft í leikinn til
að rétta hlut þeirra. Hins vegar
geta aðrar greinar framleiðsl-
unnar skilað góðum arði á
sama tíma og jafnað metin
gagnvart launþegunum. Hlutur
launþeganna myndi ekki skerð-
ast að mun, nema verulega
kreppti að atvinnuvegunum í
heild. Hafi launastéttir landsins
trú á því, aö „nýsköpunin,“ sem
núverandi ríkisstjórn hefir á
stefnuskrá sinni, muni lyfta at-
vinnuvegum þjóðarinnar í
hærra veldi, má ætla, að þær
vilji stuðla að því, ásamt fram-
leiðendum, að sá háttur verði
upp tekinn um greiðslu launa,
sem hér er drepið á.
Framsóknarflokkurinn er eini
stjórnmálaflokkurinn, sem hefir
tekið upp barátt-u fyrir þessu
máli og staðið að því óskiptur
á þingi. Nú þurfa allir fram-
leiðendur fyrst og1 fremst að
sameinast um að fylgja þessu
máli fram til sigurs. — En saga
málsins sannar, aö það er bezt
tryggt með því að veita Fram-
sóknarflokknum brautargengi.
í júlí síðastliðnum komu til
framkvæmda ýmsar breytingar
á póstsamgöngum hér í sýsl-
unni. Efalaust hafa þær allar
átt að vera til að flýta fyrir
póstflutningum, og til að gera
mönnum hægra um samgöngur
á landi og sjó. Póstferðum hafði
mörg undanfarin ár verið hag-
að þannig, að póstur frá Króks-
fjarðarnesi fór landveg alla leið,
og póstur frá Patreksfirði voru
látnir mætast á.Brjánslæk með
14 daga' millibili 26 sinnum á ári.
Póstflutningur að vestan komst
því tafarlaust af stað austur og
gagnkvæmt. Að sunnan (um
Stykkishólm og Flatey) kom
póstur hálfsmánaðarlega í nóv-
ember til maí, en vikulega yfir
sumarmánuðina. Ég veit ekki
annað sannara, en að fólk yfir-
leitt hafi verið ánægt með þess-
ar póstsamgöngur.
Breytingin, er gerð var á ferð-
unum, er í stuttu máli sú, að
nú á pósturinn af Patreksfirði
að koma vikulega sumarmán-
uðina, og þá í sambandi við
vikulegar ferðir póstbátsins úr
Stykkishólmi. Þetta var alveg
nauðsynleg breyting, hvað það
snertir að láta þessa pósta mæt-
ast hér. En aftur er mér óskilj-
anlegt, hvernig hægt hefir verið
að sjá þörf á að fjölga ferðunum
af Patreksfirði að Brjánslæk,
þar sem enginn póstflutningur
hefir verið þessa leið, nema fá-
ein bréf, því að enginn sendir
böggla með íandpósti, og um
blöð er ekki að ræða milli þess-
ara staða. Þau eru send með
skipum.
í stað þess að fjölga ferðunum
af Patreksfirði hefði átt að láta
aukapóst ganga frá Brekkuvelli
að Brjánslæk aðra hverja viku,
(þá /viku, sem Patreksfjarðar-
póstur var ekki) í sambandi við
póstbátinn, því að mestallur
póstur, sem báturinn kemur
með, er á Barðaströndina, en
alls ekki á Patreksfjörð eða
norðar. Þessi aukaferð yrði líka
meira en- helmingi ódýrari en
ferðin af Patreksfirði, en kæmi
að sömu notum fyrir almenning.
Þá ætla ég að minnast á póst-
inn úr austursýslunni. Það munu
fáir menn vera hér um slóðir,
sem geta komið auga á, að sú
breyting, sem á þeim ferðum
var ger, hafi verið til bóta frá
því, sem var.
Samband milli vestur- og
austursýslunnar má teljast ger-
Skilvísi með blaðgjöld Tím-
ans hefir farið stórbatnaridi síö-
ustu árin og nú borgar svo að
segja hver einasti kaupandi
Tímans í mörgum héruðum á-
skriftargjaldið skilvíslega. En í
einstaka héruðum er nokkuð á-
fátt í þessum efnum ennþá og
er vonandi að þar veröi bráðlega
einnig hver maður, sem sjái
sóma sinn í því að vera skila-
maður við Tímann. Tíminn hef-
ir alltaf verið að stækka. Fyrst
var hann fjórar litlar síður einu
sinni í viku. Nú er hann fjórar
stórar síður fimm sinnum í viku.
Kemur hann nú út alla daga
vikunnar nema laugardaga og
mánudaga.
Þrátt fyrir þessa aukningu á
lesmáli, ér eitt mesta vanda-
málið með útgáfu Tímans hinar
mörgu og löngu greinar, sem
honum berast. Það er eins og
mörgum mönnum finnist, ef
þeir stinga niður penna, þurfi
samlega rofið vegna þessarar
breytingar, a. m. k. vetrarmán-
uöina. Pósturinn frá Króks-
fjarðarnesi, sem einatt áður var
látinn mæta Patreksfjarðarpósti
hér á Brjánslæk, er nú látinn
fara út á Múlanes, og snúa þar
við sama daginn og Patreks-
fjarðarpóstur kemur að Brjáns-
læk. Afleiðingin af þessu er sú,
að bréf frá Patreksfirði, sem
eiga að fara austur i sýslu, eru
19 daga á leiðinni þangað, og
náttúrlega er sama að segja um
bréf að austan, sem vestur eiga
að fara. Þau eru líka 19 daga
frá Króksfjarðarnesi til Pat-
reksfjarðar.
Hver er svo ástæöan fyrir
þessum breytingum? Varla get-
ur verið um það að ræða, að
þessar ferðir séu ódýrari vegna
breytinganna, því að póstur á
að ganga sjóveg frá Firði að
Brjánslæk, strax eftir komu
austanpósts þangað, og eitthvaff
hlýtur sú ferð að kosta.
Sumir eru að segja, að á sein-
asta áfanganum á póstleiðinni
frá Króksfjarðarnesi að Brjáns-
læk, sé torfæra, sem nefnd hefir
verið Þingmannsheiði. Þorsteinn
skáld Erlingsson hefir gert hana
alræmda með einni ferskeytlu.
Og mér er nær að halda, að
póstmálanefndin hafi haft þessa
vísu ofarlega í huga, þegar hún
samdi tillögur sínar í fyrra-
vetur, því að sú saga gengur
hér vestra, að pósturinn sé lát-
inn fara út á Múlanes til aö
forðast Þin,gmannaheiðinai. O,
jæja, minna mætti nú gagn
gera. Þessa leið fór nú Sumarliði
póstur samt i 30 ár, sumar og
vetur, og meira að segja alla
leið á Bíldudal 15 sinnum á ári.
Og honum hefir víst aldrei kom-
ið til hugar að flýja út á Múla-
nes, heldur fór hann með fjörð-
um, sem kallað er, þegar heiðin
var ófær. Hann var einum degi
lengur fyrir þann krók. — En
hvað myndi krókurinn út á
Múlanes geta tafið póstinn
lengi? Það er nú þegar upplýst,
að hann tefur um 14 daga. En
vilji til frostavetur (og þeir
þurfa ekki að verða mjög harð-
ir), þá getur þetta fyrirkomu-
lag stöðvað póstflutninga milli
austur og vestursýslunnar í
marga mánuði í einu, þótt al-
fært væri flesta daga yfir Þing-
mannaheiði.
Þessi breyting á póstferðun-
um hefir sem sagt ekki komið
þeir helzt að skrifa marga dálka
um það, sem þeim liggur á
hjarta. Þó taka eftirmæla og
minningagreinarnar út yfir
allt. Væru allar slíkar greinar
prentaðar, sem Tímanumi berast,
gæti hann ekkert lesmál flutt
annað.
Það er ágætur siður að
minnast manna á merkisdögum
í lífi þeirra og við andlátið. En
það er bezt að lesendur Tímans
viti það, að það er yfirleitt mjög
örðugt að taka í blaðið lengri
minningargreinar um einstak-
linga heldur en sem svarar ein-
um dálki eða rúmlega það. Það
er eðlilegt að margir ókunnugir
eigi erfitt með að skilja þetta.
En blað, sem þarf að flytja
helztu fréttir erlendar og inn-
lendar, svara fjölda ádeilna úr
öllum áttum og berjast fyrir
framgangi fjölda umbóta- og
framfaramála — þar er rúm-
leysið jafnan fjötur um fót.
Hins vegar eykur það fjölbreytni
blaðsins og gefur því víst gildi,
að sem flestir góðir menn skrifi
í það. Og með því að þjappa
efninu saman 1 sem styztu
máli tekst að birta greinar eftir
miklu fleiri, heldur en þegar ein
grein þekur heilar blaðsíður.
Útgáfukostnaöur Tímans er
nú orðinn mjög hár og til þess
að fá eitthvað upp í hann er
reynt að hafa sem mestar aug-
lýsingar. Þrátt fyrir það verður
blaðgjaldið eitthvað að hækka í
krónutölu, þótt reynt sé að hafa
það eins lágt og kostur er.
Tíminn hefir ekkert fé frá
erlendum stórveldum né nægta-
brunna íslenzkra auðkýfinga
til þess að ausa af. Hann verður
nú eins og jafnan áður að styðj-
ast við vináttu og traust ís-
lenzkra umbótamanna, sem
vilja hafa hann að vopni í bar-
áttunni fyrir því, að á þessu
Iandi geti búið íslenzk menning-
ar þjóð. V. G.
neinum að notum. Glundroði og
óvissa ríkir um ferðirnar, og það
skapar margs konar leiðindi og
tafir. Ég efast ekki um það, að
meining þeirra, sem að þessum
breytingum stóðu, hefir verið
góð. En breyting, sem ekki nær
tilætluðum notum, á ekki að
verða ríkjandi skipulag. Mér
skilst, að það hljóti að vera lág-
markskrafa, að það fé, sem til
þessara ferða er varið, komi að
sem fyllstum notum. Mjög vel
vörðuð og sæmilega rudd heiði,
(þótt hún sé 30 km. milli bæja,
getur engan veginn talizt sá
farartálmi, að nauðsynlegt sé
að eyðileggja póstsamgöngurnar
hennar vegna, sérstaklega þeg-
ar hægt er þá að fara aðra leið
þegar verst er, og ná sama á-
fangastaö. Látum það vera, þó
landpósturinn fari ekki frá
Króksfjarðarnesi til Brjáns-
lækjar, meðan báturinn úr
Flatey fer sínar vikulegu ferðir
að Kinnarstöðum. En ég sé þá
enga þörf á, að hann sé látinn
fara frá Króksfjarðarnesi að
Brekku, því að báturinn ætti
engu að síður að geta annazt
póstflutninga þangað frá Kánn-
arstöðum. En þangað gæti vit-
anlega pósturinn komizt með
áætlunarbílum. Það virðast nafa
verið einkennileg sjónarmið,
sem vakað hafa fyrir þessari
blessuðu milliþinganefnd. Flat-
eyjarbáturinn kemur við á þrem
stöðum frá Kinnarstöðum að
Brekku, og hvers vegna þarf þá
frekar landpóstur að fara um
þessa fáu bæi heldur en á bæina
frá Brekku að Brjánslæk? Þetta
skil ég ekki, og ég efast um að
nokkur maður skilji það.
(Framhald á 4. slOu).
Póstsamgöngur viö norðanverð-
an Breiðafjörð