Tíminn - 04.04.1946, Qupperneq 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKN ARFLOICKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA hi.
30. árg.
RITSTJÓRASKRIFC TOFUR:
EDDUHtJSI. Llr.darcötu 9 A
Slmar 2353 og 4378
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI. Lindargötu ö A
Síml 2323
Reykjavík, fimuttudagiim 4. apríl 1946
60. blad
Erlent yfirlit
Hungursneyðin í Þýzkalandi
Mikill matarskortur hefir verið víða í Evrópu á þessum vetri,
en þó hvergi meiri en í Þýzkalandi, einkum þó á hernámssvæði
Breta. Nýlega liefir matarskammturinn þar verið minnkaður nið-
ur i 1000 hitaeiningar á dag, og er jafnvel óttast að minnka þurfi
hann enn meira. í samanburði við þetta getur enska blaðið „The
Observer“ þess, að skammturinn í Belsenfangabúðunum hafi
verið 800 hitaeiníngar á dag.
IRMMAUB:
Rússar setja
skilyrði fyrir
brottflutningi
Öryggisráðið kom aftur
saman til fundar í gær til að
ræða Iranmálið, þar sem lið-
inn var frestur sá, sem stjórn-
um Rússlands og Irans hafði
verið settur til að gefa frek-
ari upplýsingar. Af þeim upp-
lýsingum virðist helzt mega
ráða, að Rússar ætli ekki að
fara með her sinn úr Iran,
nema Iransstjórn hafi áður
fallizt á kröfur þeirra.
í orðsendingu þeirri, sem
Rússar sendu ráðinu, segir, að
frekari afskipti þess af málinu
séu óþörf, þar sem búið sé að
jafna misklíð þá, er uphaflega
varð þess valdandi að það tók
málið til umræðu.
í orðsendingu Irans kom hins
vegar fram, að ekkert samkomu-
lag hefir enn náðst um brott-
flutning rússneska hersins í
Iran. Þvert á móti hafa Rússar
nýlega skýrt irönsku stjórninni
frá því, að herinn verði því að-
eins fluttur á burt, að samkomu-
lag náist um olíumálin og Asser-
bedjan fái sjálfstæði.
Iranska stjórnin tilkynnti
ennfremur, að hún gæti fallizt
á frest, ef tryggt yrði, að rúss-
neski herinn yrði farinn úr
Iran fyrir 6. maí næstkomandi.
Eftir að þessar orðsendingar
höfðu verið lesnar, var fundi
Öryggisráðsins frestað þangað
til selnnipartinn í dag, eftir
beiðni Byrnes. Fulltrúi Rússa
mætti ekki.
ERLENDAR FRÉTTIR
I STUTTU MÁLI
— Bevin mun sjálfur verða
formaður brezku samninga-
nefndarinnar, er fer til viðræðna
vlð Indverja.
— Tito hefir endurnýjað
kröfu Júgóslava um að fá Tri-
este.
— Tiakloris, sem e'r foringl
griskra konungssinna, hefir ver-
ið falin stjórnarmyndun. Sam-
kvæmt seinustu tölum, hafa
56% kjósenda tekið þátt í kosn-
ingunum í Grikklandi á sunnu-
daginn.
— Utanríkismálaráðherrar
flmmveldanna'munu halda fund
í París i lok þessa mánaðar.
— Homma, einn þekktasti
hershöfðingi Japana, var hengd-
ur í Manila í gær. Var hann
dæmdur til dauða fyrir stríðs-
glæpi.
Ástæðan til þess, að matvæla-
skorturinn er mestur á her-
námssvæði Breta, er auðskilin.
Fyrir styrjöldina fullnægði her-
námssvæði Rússa í Þýzkalandi
ekki aðeins matvælaþörf sinni,
heldur flutti út matvæli í all-
stórum stíl. Hernámssvæði
Bandaríkjamanna og Frakka
voru allt að því sjálfum sér nóg í
þessum efnum, en hernáms-
svæði Breta framleiddi aðeins
50% af þeim matvælum, sem
þar var neytt. Þegar þetta bæt-
ist við það, að Bretar eru sú
hernámsþjóðin, sem getur lagt
minnst af mörkum af matvæl-
um, er matarskorturinn á her-
námssvæði þeirra vel skiljan-
legur.
Það má segja Bretum til lofs,
að þeir hafa gert sitt ítrasta til
að reyna að bæta úr matar-
skortinum í Þýzkalandi. Þeir
hafa takmarkað eigin skammt
til þess að geta flutt meiri mat-
væli til Þýzkalands, og Mont-
gomery marskálkur hefir verið
óþreytandi í því að vara við af-
leiðingum hungursneyðar. Við
komum til að frelsa Þjóðverja
undan nazismanum, sagði Man-
chester Guardian nýlega, en ef
við getum ekki látið Þjóðverja
fá annað en hungur í stað hans,
getur farið svo, að við sköpum
enn verri nazisma. Þetta sjónar-
mið virðist mjög stjórna gerðum
Breta i þessum efnum.
Afleiðingar matarskortsins á
hérnámssvæði Breta sjást orð-
ið á margan ömurlegan hátt.
Þannig fara vinnuafköst sí-
minnkandi og 'fólk fellur niður
máttvana á götum úti. Ýmsir
telja ástandið á hernámssvæði
Rússa sízt betra, en þar er erf-
iðara að fylgjast með því, þar
sem Rússar sveipa það hjúpi
leyndarinnar, eins og annað.
í mörgum löndum Evrópu er
ástandið lítt betra en I Þýzka-
landi, einkum í Ítalíu, Ung-
verjalandi og Austurríki.
Það gerir stórum erfiðara að
bæta úr matarskortinum í Ev-
rópu, að hann er jafnvel enn
verri í Austurlöndum, einkum í
Indlandi. Orsök skortsins þar er
að miklu leyti sú, að óvenjulega
miklir þurrkar hafa eyðilagt
uppskeruna í vetur. Verður
því að flytja þangað mörgum
sinnum meira af mjölvöru, ef
afstýra á þar hungurdauða tug-
þúsunda manna. Þar sem korn-
birgðir eru nú með allra minnsta
móti í heiminum, verður lausn
þessara mála ákaflega erfið.
Lík finnst
Nýlega var lík Helga Einars-
áonar sjómanns slætt upp úr
höfninni í Fleetwood. Helgi
heitinn hvarf fyrir nokkru síð-
an af mótorskipinu Eldborg er
það var statt í Fleetwood.
Ráðherrar kommúnista hafa gefið falsvottorð:
Allir ráðherrarnir sammála um að halda
herstöðvamálinu leyndu fyrir þjóðinni
Hraundranga breytt í /istaverk
AHir íslendingar munu kannast við meistarann, sem sést hér á mynd-
inni. Á miðgóunni er hann við vinnu sína úti í Reykjaneshrauni og hefir
fullgert málverk á l'A klst. Úfinn Hraundrangur, sem sést á myndinni,
er órðinn að fögru listaverki.
Sjónarspil á Alþingi:
Ólafur Thors sýnir undirlægju-
hátt sinn viö kommúnista
AH sögulegur atburður gerðist í sameinuðu þingi í fyrradag,
þegar greitt var atkvæði um þingsályktun varðandi hækkun á
afnotagjaldi útvarpsins. Kom þá vel í Ijós hinn mikli undir-
lægjuháttur Ólafs Thors við kommúnista.
Tillaga þessi var upphaflega
flutt í því formi, að hækkun sú,
sem Brynjólfur Bjarnason hefir
fyrirskipað á afnotagjaldi út-
varpsins úr 60 kr. í 100 kr.,
skyldi aðeins ná til straumtækja.
Meirihluti fjárveitinganefndar
breytti tillögunni í það form, að
afnotagjöldin skyldu vera ó-
breytt, eða um 60 kr. Minni-
hlutinn, Gísli Jónsson og kom-
múnistarnir, ^ildu hins vegar
láta hækkunina koma til fram-
kvæmda og lögðu til, að til-
lögum þessum yrði vísað frá,
með dagskrá.
Tillaga þessi hefir oft verið til
umræðu í þinginu, þvi að Bryn-
jólfur hefir haldið fast við
hækkunina. Ólafur Thors hefir
aldrei verið viðstaddur úmræð-
urnar, en hins vegar yar hann
viðstaddur atkvæðagreiðsluna í
fyrradag. Gerðust þar þá fyrst
þau tíðindi, að dagskrártillaga
Gísla og kommúnistanna var
felld. Brynjólfur Bjarnason
gerðist þá svipþungur og hvísl-
aði einhverju að Ólafi. Ólafur
spratt þá óðara á fætur og
kvaddi sér hljóðs, enda þótt um-
ræður eigi ekki að fara fram við
atkvæðagreiðslú. Lýsti hann þá
fyrst, að tillagan væri vitlaus og
krafðist þar næst, að framhaldi
atkvæðagreiðslunnar yrði frest-
að. Þoi;steinn Þorsteinsson, sem
var aðalflutningsmaður frum-
tillögunnar, óskaði þess hins
(Framhald, á 4. síðuj.
Miðstjórnar-
fundurinn
Aðalfundur miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins var settur í gær
kl. 5 síðdegis í Kaupþingssaln-
um. Voru þá mættir 28 mið-
stjórnarmenn og margir gestir
víðs vegar af landinu.
Hermann Jónasson, formaður
flokksins, setti fundinn, en síðan
flutti Eysteinn Jónsson, ritari
flokksins, skýrslu um flokks-
starfsemina og kosningaundir-
búninginn. Að því loknu voru
kosnar nefndir.
Fundurinn heldur áfram í dag
kl^ 4 síðd. í baðstofu iðnaðar-
manna og flytur þá Hermann
Jónasson erindi um stjórnmála-
viðhorfið.
Dauðaslys
í fyrradag vildi það sorglega
slys til í SRP-verksmiðjunni á
Siglufirði, að Þorkell Jónsson,
verkamaður, lentl í flutninga-
bandinu úr geymsluþró verk-
smiðjunnar og slasaðist til bana.
Þorkell var ókvæntur og barn-
laus en hafði fyrir aldraðri móð-
ur að sjá. Hann var 51 árs, dug-
legur og vel látinn.
Ráðherrar Alþýðuflokksins birta yfirlýs-
ingu, sera afsannar vitnisburð
kommúnistaráðherranna
Það er nú uppvíst orðið, að ráðherrar kommúnistaflokksins
hafa gefið algert falsvottorð, þegar þeir gáfu til kynna, að þeir
hefðu krafizt þess í ríkisstjórninni, að skjölin varðandi her-
stöðvamálið yrðu birt, en það verið fellt af hinum ráðherrunum.
Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa nú gefið aðra yfirlýsingu, þar
sem þeir segja, að samþykkt liafi verið með „SAMHLJÓÐA AT-
KVÆÐUM ALLRA RÁÐHERRANNA AÐ BIRTA EKKI ÞESSI
SKJÖL AÐ SVO STÖDDU“. Ráðherrar kommúnista eru þannig
fullkomlega samsekir hinum ráðherrunum um leyndina yfir
herstöðvamálinu, en hafa að því leytinu verri aðstöðu, að þeir
bafa með falsvottorði reynt að koma ábyrgðinni af sér yfir á
samstarfsmenn sína.
Yfirlýsing þeirra Áka Jakobs-
sonar og Brynjólfs Bjarnasonar
um þetta mál, var birt í Þjóð-
viljanum 2. þ. m. og hljóðaði á
þessa leið:
„Út af ummælum, sem einn ræ3u-
manna, fulltrúi frá félagi Framsókn-
arstúdenta, Iét falla á fundi stúdenta í
Reykjavík 31. marz, á þá leið, að það
væri sök ríkisstjórnarinnar allrar, þar
með talið ráðherra Sósíalistaflokksius,
að Skjöl þau, er farið hafa á milli rík-
isstjórna íslands og Bandaríkjanna,
varðandi herstöðvar, hafa ekki verið
birt, viljum við taka fram eftirfar-
ándi:
Það er öllum almcnningi kunnugt,
að Sósíalistaflokkurinn, málgögn hans,
þingmenn og ráðherrar, hafa marg-
sinnis lýst yfir nauðsyn þess og ósk-
að þess eindregið hver á sínum vett-
vangi, að skjöl þau um þetta efni,
sem eru í vörzlu forsætis- og utan-
ríkisráðuneytisips, verði birt. En
meirihluta ríkisstjórnarinnar hefir
allt til þessa ekki þótt tímabært að
verða við þessari kröfu Sósíalista-
flokksins^og fulltrúa hans, og Alþingi
enn enga ályktun gert um málið.
Áki Jakobsson.
Brynjólfur Bjarnason."
Þótt ýmsum þætti þessi yfir-
lýsing talsvert loðin og tor-
tryggileg, var ekki unnt að skilja
þau ummæli, að ráðherrar Sós-
íalistaflokksins hefðu krafizt
.bírtingu skjalanna „á sinum
vettvangi", öðruvísi en þannig,
að þeir hefðu krafizt þess í rík-
isstjórnínni, en meirihluti
stjórnarinnar ekki viljað verða
við því. Þannig var yfirlýsingin
líka túlkuð af kommúnistum hér
í bænum í fyrradag.
En kommúnistum tókst ekki
lengi að fóta sig á þessu fals-
vottorði, því að í Alþýðublaðinu
í gær birtist svohljóðandi yfir-
lýsing frá ráðherrum Alþýðu-
f lokksins:
„Að gefnu tilefni viljum við undir-
ritaðir taka fram það, sem hér fer á
cftir, um birtingu skjala, er farið hafa
á milli ríkisstjórna íslands og Banda-
ríkjanna um herstöðvar á íslandi:
Um miðjan desember síðastliðinn
var samþykkt með samhljóða atkvæð-
um allra ráðherranna, að birta ekki
þessi skjöl að svo stöddu.
Síðan hefir þetta mál ekki verið
borið fram til atkvæðagreiðslu í rík-
isstjórninni, heldur aðeins lauslega
rætt og án þess, að nokkur ákvöröun
hafi vcrið tekin.
Það er því ekki rétt, að um neinn
meiri- eða minnihluta hafi verið að
(Framhald á 4. síðuj.
LEIKFÉLAGIÐ sýnir
frægt sænskt leikrit
Vermlendingar heitir
sænskt leikrit, sem leikfélag-
ið hefir frumsýningu á annað
kvöld. Þetta er alþýðusjón-
leikur, sem var sýndur í fyrsta
sinn i Svíþjóð fyrir réttum
100 árum. Höfundur hans er
F* A. Dahlgren, en Vilhelm
Moberg hefir breytt leiknum
og fært í nútímabúning. Leik-
rit þetta hefir hlotið geysi-
miklar vinsældir í Sviþjóð.
Þorsteinn Ö. Stephensen
hefir þýtt leikritið en Haraldur
Björnsson verður leikstjóri.
Leikendur eru Anna Guð-
mundsdóttir, Guðbjörg Þor-
björnsdóttir, Þóra Borg Einars-
son, Baldvin Halldórsson, Brynj-
ólfur Jóhannesson, Friðrik
Lunddal, Gestur Pálsson, Hauk-
ur Óskarsson, Rúrik Haraldsson,
Valdemar Helgason, og Valur
'Framhald á 4. slðu).
Kona fýnist
Síðastl. sunnudagstnorgun
hvarf húsveyjan að Ásbrekku í
Vatnsdal í Húnavatnssýslu að
heiman frá sér. í gær fannst
lík hennar eftir mikia leit.
Þegar húsbóndinn að Ás-
brekku kom á fætur á ^unnu-
dagsmorguninn kl. 7,30 var hús-
freyjan búin að kveikja upp eld,
en var þó ekki í eldúúsinu.
Maðurinn hélt, að hún hefði
skroppið eitthvað frá og fór því
út til gegninga. Þegar hann
kom aftur frá gegningunum, var
hýn enn ókomin. Fór hann þá til
næsta bæjar, til að leita hennar,
en er hún hafði ekki þangað
komið, var strax hafin víðtæk
leit að henni . Leitinni var svo
haldið áfram á mánudag, en
árangurslaust. Um 100 manns
tóku þátt í leitinni. í gær fannst
svo lík hennar við Vatnsdalsá.
Þau hjónin bjuggu að Ás-
brekku með fjórum börnum sín-
um, það elzta 11 ára gamalt.
Annað heimilisfólk var þar ekki.