Tíminn - 18.04.1946, Side 2

Tíminn - 18.04.1946, Side 2
TfmUMY, flmmtudagtnn 18. april 1946 70. blað Fimtudtifiur 18. apríl VANTRAUSTIÐ Mörgum óbreyttum liðs- mönnum stjórnarflokkanna hefir komið það á óvart, hve illa stjórnarblöðin hafa tekið vantrauststillögu Framsóknar flokksins. Þessir menn höfðu trúað því, að stjórnin væri « framúrskarandi mikil framfara- stjórn og henni hlyti því að Vera kærkomið að fá tækifæri til að ræða afrek sín í áheyrn allrar þjóðarinnar og sýna jafn framt fram á afturhald og böl- sýni stjórnarandstæðinga, sem stjórnarblöðunum er tíðræddast um. Og ekki átti stjórnarflokk- unum að þykja þetta tækifæri síður fýsilegt, þegar þess er gætt, að þeir hafa þrefáldan ræðu- tíma á við stjórnarandstæðinga Það er því ekkert kynlegt, þótt þeir, sem hafa verið trúaðastir af stjórnarliðinu, undrist, hve illa stjórnarblöðunum er við vantraustið. Það er ekkert und- arlegt, þótt þeir séu farnir að leita að svörum við spurning unni um það, sem geti valdiö þessari framkpmu ríkisstjórn arinnar og stuðningsliðs hennar. Slík athugun og umhugsun mun áreiðanlega sýna þeim stjórnarframkvæmdirnar og stjórnarstefnuna í öðru ljósi en hingað til. Þeir munu sjá, að á sviði atvinn^ulífsins hefir stjórn- in unnið það merkilegast að auka dýrtíð og verðbólgu, sem mun verða allri nýsköpun fjötur um fót og jafnvel óyfii'stíganleg ur farartálmi. Þeir muni sjá, að tryggingarmálin . hafa verið framkvæmd þannig, að verðgildi alls sparifjár hefir verið stór- minnkað, en í stað þess. hafa verið sett tryggingalög, sem munu verða lítið meira en papp- írsgagn að óbreyttri fjármála- stefnu. Þeir munu sjá, að ríkis- sjóður er rekinn með stórfelld- um tekjuhalla í stað þess, sem hann ætti nú að geta lagt fyrir stórfé til framkvæmda á kom- andi árum, ef allt væri með felldu. Þeir munu sjá, að heild- salar og aðrir braskarar hafa aldrei haft betri aðstöðu til að raka saman offjár á sama tíma og framleiðendur og launþegar búa við versnandi afkomu. Þeir munu sjá, að stöðugt er seilst dýpra og dýpra ofan í vasa vinnustéttanna með hækkun hvers konar gjalda og falsaðri vísitölu á sama tíma og haldið er hlífiskildi yfir skatt- svikum og rottuholur auðjöfr- anna eru látnar í friði. Og þeir munu sjá meira. Þeir munu sjá, að stjórnin, sem hafði það efst á stefnuskrá að efla frelsi og sjálfstæði landsins, Ieikur nú hættulegan leik með þetta fjöregg þjóðahnnar. Hún reynir að halda því máli leyndu fyrir þjóðinni, sem nú varðar sjálfstæði hennar meira en nokkuð annað. Nokkur hluti hennar reynir jafnframt að nota þetta mál til að spilla Sambúð- inni við vinsamlegt stórveldi. Fyrir þjóðina skiptir það mestu, að haldið sé einarðlega, en jafn- framt drengilega, á slíkum mál- um. Með því að leyna málinu fyrir þjóðinni er verið að skapa jarðveg fyrir skaðlegar æsing- ar og tortryggni. Með því er líka verið að skapa þá háskalegu hefð, að þjóðin sjálf taki ekki þátt í meðferð og lausn þýðing- ármestu frelsismálanna. Þegar þetta og margt fleira er athugað, munu engir geta vefengt, að ekki hafi verið ærin Gestur í bænura: Englaklukkur og endurgreiðslur i. Það er ýmislegt hér í bæn-1 um, sem dregur að sér athygli I okkar aðkomumannanna. Mér1 verður oft litið í búðargluggana eins og öðrum, og þar er sitt- hvað að sjá. En það, sem mér hefir fundizt einna nýstárlegast núna, eru ýmis konar skraut- legir munir frá útlöndum. Það er t. d. borðsilfur, húsgögn og þess háttar. Ég hefi séð gamla stóla með útskornu og flúruðu ; baki. Ekki eru þeir allir ó- skemmdir, en seljast nokkuð' dýrt fyrir því. Ég sé; að sumir ] eiga að kosta alt að því tvö þús- und krónur. Þá eru líka klukk- i urnar, sem víða sjást. Þær eru ; margar fallegar, kassinn skraut- ] legur og flúraður og oft engils- ! mynd eða kvenmanns eða eitt- hvað þess háttar í þokkabót. J Yfir þessu er virðuleiki ellinn- ar og sést það m. a. í því, að ás- inn, sem klukkurnar eru dregn- ar upp á, er ekki gljáfægður, heldur svartur af elli og ryði. Þessar klukkur kosta margar kringum þrjú þúsund og jafnvel upp í fjögur þúsund krónur. Þetta er víst selt sem listaverk. En það, sem víst eru m sögu þessara muna, er þetta, að heldur huga mínum föstum. Það er hitt, sem bak við býr. Þessir munir hafa verið eign efnaðra manna erlendis. Ef til vill ha^fa þeir verið ættargripir og gengið frá kyni til kyns. Vera má, að einhverjir þeirra hafi komið nýlegir í eigu danskra einokunarkaupmanna, sem drógu gróða sinn saman af skorti islenzkrar alþýðu. Það er valt veraldargengið. En það sem víst er um sögu þessara muna er þetta, að þrengingatímar ganga yfir fyrri eigendur og þeir selja glingur og skraut eftir því, sem þeir geta við sig losað. Hér á landi virð-« ist það koma á góðan markað. En trúað gæti ég því, að rífleg umboðslaun rynnu i vasa mili- liðanna. Það er líka mikið af skraut- legu gleri í búðargluggunum í Reykjavík. Það, sem mér þykir athugaverðast við þær skraut- sýningar, er hvað mikið af því er ætlað fyrir vin. Kaupmanna- stéttin hlýtur að hafa fundið mikinp markað fyrir það gling- ur. í stórri glervöruverzlun skein allt og ljómaði af litaskrúði — allir regnbogans litir, silfurtært og logagyllt. Ég spurði af- greiðslustúlku, hvort þar fengist kanna undir vatn eða mjólk: ,,Nei, því miður! Við höfum bara fyrir vín.“ Kunningi minn sagði mér, að Kristsmynd Thorvaldsens hefði verið hér á markaði fyrir jólin í tæplega álnarhæð og kostað sjö til á”tta hundruð krónur. Mér þótti það ærinn peningur og hafði orð á þvi en bætti þó við, að frelsarinn gæti varla kostað minna en glerkýr. Þá sagði kunningi minn: „Jú. Hann er nú varla eins og glerkýr, en svona eins og miðlungs postu- línshundur.“ Ekki dettur mér í hug að hafa kaupmenn fyrir sökum í þessum efnum, þó að mér finnist lítil uppbygging í mörgum varningi þeirra. Þeir flytja inn og útvega það, sem fólkið langar til að eiga og markaður er fyrir. En eitthvað finnst mér þó bogið við aldarfarið, þegar það þykir eft- irsóknarverðara og er fínna að verzla með „vínsett“ og postu- línshunda en að rækta land eða draga fisk úr sjó. Bæði hugsun- arháttur almennings og stjórn- arfarið þarf hér endurskoðunar við. II. Alls staðar er talað um kjöt- styrkinn, þar sem ég kem þessa dagana. Það var nú betra fyrir menn að liggja ekki í inflúenzu, þegar röðin kom að þeim í stafrófinu, því að ef þeir komu ekki sjálfir á stund náðarinnar, töpuðu þeir hinu gullna tæki- færi og öll skýrslugex-ðin varð þeim til einskis, en bara atvinnu bót fyrir starfsmenn ríkisins, samkv. því, sem auglýst var. Annars sagði mér kona í gær, að hún hefði farið eftir styrkn- um í forföllum bónda síns, sem var allfjarri, þegar kallið kom. Hún gekk hiklaust inn, nefnd- ist nafni manns síns, þó að það væri gamalt og gott karlmanns- nafn og fékk endurgreiðsluna fljótt og vel. Hún sagði, að næst- ur á undan sér hefði fengið af- greiðslu mikill maður og karl- mannlegur, sem gekk undir nafninu Jónína, en eitthvað hafði hann þurft að blóta áður en hann náði fénu. Ég veit ekki, hvernig það er, en það er eins og menn geisli i ekki frá sér neinni ánægju yfir þessari stjórnarframkvæmd. Það er líklega orðið ósköp erf- itt að stjórna þessari þjóð og gera til hæfis, fyrst mönnum er ekki einskæfr ánægja að endur- : greiðslunni, þó að þeir verði að flokka kjötið, sem þeir kaupa ] og eta, svo að Pétur Magnússon sjái, að hann sé að gera rétt. Það er betra að hafa rétt við í | nýsköpuninni og það ættu allir nýsköpunarmenn að skilja. Vantrauststillagan og vinnubrögöin á Alþingi ástæða til vantraustsins. Og þá munu menn líka skilja van- stillinguna, serlx vantraustið hefir valdið í stjórnarherbúðun- um. Stjórnin finnur að henni er ekki nóg að hafa þrefaldan ræðutíma og meirihluta í þing- inu. Hún veit4 að málstaðinn brestur,og þess vegna fyllist hún vanstillingu og geig þess, sem íinnur að feigðin hefir merkt sig, þótt takast megi að forðast hana um stundarsakir. Það hefir verið um það talað manna á milli og í blöðum, að Alþing 1945 væri búið að standa 5y2 mánuð eða rúmlega það, þar af hátt á 3ja mánuð á árinu 1946. Nú nýlega sé ég, að stjór.narblöðin telja það vei'a Framsóknarflokknum að kenna, að þingi verður ekki lokið fyrir páska, og að vantrauststillaga sú, sem Framsóknarmenn hafa borið fram, geti ekki haft aðra þýðingu en að lengja þingið. Ég ætla ekki að rökræða það, en tel að það sé nauðsynlegt, að þjóðin viti með vissu fyrir kosningarnar í vor, hverjir það eru meðal núverandi þing- manna — og væntanlegra fram- bjóðenda —:, sem vilja að í stjórn landsins verði lengur þeir óhappamenn, sem þar eru nú. En hvernig er það annars með vinnubrögðin á Alþingi yf- irleitt? Ég kom fyrir stuttu á „pallana“ og var þá fundur í sameinuðu þingi, aðallega at- / kvæðagreiðslur um nokkur mál, sem áður hafði verið frestað. „Herra forseti“, Jón Pá., var ^úinn að bera upp til atkvæða mál eítt, og hafði með skjálf- andi röddu beðið þá „háttvirta þingmenn, sem vildu samþykkja málið, að rétta upp hönd“. Þá stóð upp Einar Olgeirsson alþm., gekk til forsetans og hvíslaði einhverju í eyra hans. „Herra forseti“ leit hálfvandræðalega í kringum sig, en eftir augna- blik kvjiðst hann taka málið „út af dagskrá" samkv. framkom- inni ósk. Þessu næst fór fram atkvæða£^eiðsla um mál, sem enginn ágreiningur virtist vera um. Svo kom þriðja málið, og var víst eittiivað svipað ástatt með það eins og fyrsttalda mál- ið, því þá gekk sami þingmaður, Einar Olg., til forsetans aftur, og „herra forseti“ beygði sig í auðmýkt aftur, fyrir — líklega „framkominni ósk“ E. Olg. — Mér datt í hug: Ekki er undur þótt þingið veröi langdregið með svona löguðum vinnubrögðum. Þessi atvik bæði skeðu á einum hálfum klukkutíma. Eru þessi og þvílík vinnubrögðin að fresta málum aftur og aftur, þó ein- hvei'jir kommúnistar séu ekki viðlátnir þegar atkvæðagreiðsla er byi'juð? í annað sinn kom ég á „pallana" fyrir fáum dögum, ’ og var þá fundur í ‘heðri deild, stóð líkt á þar, eins og áður segir, atkvæðagreiðsla var að Jbyrja um mál, sem frestað hafði verið áður. Pétur Ottesen óskaði nafnakalls við breytingartillögu, sem fyrir lá. Forseti, Barði G., hóf undirbúning til að verða við þeirri ósk, en einhvern veginn atvikaðist það svo, fyrir atbeina einhverra þingmanna, að for- seti sagði, að þessu nafnakalli væri mótmælt, og hann yrði því að taka málið af dagskrá, og fella úrskurð um mótmælin, og ekki gat ég gert að því, að mér kom til hugar, að einhverjir þingmenn vildu vera lausir við að segja já eða nei upphátt um þessa breytingartillögu, (efni hennar vissi ég ekki um). Þarna gerðist svipuð saga, sömu vinnu- brögð, frestun á frestun ofan. Eftir að hafa séð og heyrt þessi vinnubrögð á hinu háa Al- Jþingi — og heyrt um mörg svipuð dæmi —, held ég, að það sé ekki óþarft að þingið lengist um mokkra klukutíma við það þjóðþrifaverk, sem vantrausts- tillagan ætti að verða. — r. Ogæftir í Vestmanna- eyjum í Vestmannaeyjum hefir ver- ið all ógæftasamt að undan- förnu, þar til nú fyrir fjórum dögum að gaf. Vertíðin er fyrir neðan meðallag, og má kenna það ógæftunum, því afli hefir yfirleitt verið góður, þegar gef- ið hefir á sjó. Allir bátar eru nú hættir línuveiðum í Vestmanna- eyjum fyrir rúmri viku og farn- ir að fiska í net. Hafa þeir veitt vel þessa daga sem gefið hefir. /1 CíiatiaHqi Fögnuður, sem er blandinn óhug. Stjórnarliðinu er auðsjáan- lega illa við, að mikið beri á fögnuði þess yfir liðveizlu þeirri, sem Jónas Jónsson reynir að veita því. Þess vegna snýst Mbl. reitt við, þegar Timinn lætur svo ummælt, að stjórnarliðið fagni Jónasi Jónssyni eins og „glötuðum syni“. Það reynir að halda því fr.am, að með þessari samlíkingu hafi Tíminn eigin- lega gefið til kynna, að það sé sama að hafa 'verið í Fram- sóknarflokknum og „að hafa komizt á villigötur í siðfræði og fjármálum.11 Þessi útúrsnúning- ur mun eixgan villa, því að Tím- inn var ekki að lýsa sinni skoð- un, heldur skoðun stjórnarliðs- ins og það telur þann mann vissuléga hafa verið „á villigöt- um í siðfræði og fjármálum," er unnið hefir að bættum hag bænda og annarra vinnandi manna gegn stórgróðavaldi landsins. Vegna þess, að Jónas Jónsson hefir nú yfirgefið bændamálstaðinn, eins og bezt sést á afgreiðslu búnaðarráðs- laganna og búnaðarmálasjóðs- frv. í efri deild,- er honum nú fagnað eins og „glötuðum syni“ í stjórnarherbúðunum. En þótt fögnuður stjórnarliðs- ins yfir J. J. sé verulegur, virðist hann að öðrum þræði allmikið kvíðablandinn. Það er eins og stjórnarliðið hafi hugboð um, að ekki muni mikill liðskostur fylgja honum yfir í stjórnarher- búðirnar. Þvert á móti muni þ?tta spor hans hræða og þeir vei'ða stórum fleiri, sem fara gagntstæða leið. Þetta hugboð stjórnarliðsins mun vissulega verða að veru- leika áður en lýkur. Samkomulagið í flokkunum. Stjórnarblöðin reyna að gera mikið veður út af því, að ágrein- ingur sé í Framsókíiarflokkn- um, og byggja þá dóma sína á framkomu Jónasar Jónssonar. Vitanlega er klofningsstarfsemi hans leiðinleg, þar sem um gamlan og ötulan forvígismahn er að ræða, en áhrif hennar eru hins vegar smávægileg innan flokksins, Sást það glöggt á sein- asta flokksþingi og hefir þeim þó hrakað síðan. Mættu stjórn- arflokkarnir vissulega vel við una, ef þeir væru eins vel sam- stilltir til átaka og Framsóknar- flokkurinn. Sambúðina i Sjálf- stæðisflokknum má vel marka af hinum gerólíku skrifum Mbl. og Vísis um stjórnarsamvinn- una. Samheldnina í kommún- istaflokknum má vel marka á þvi, að Sigfús Sigurhjartarson hefir verið hrakinn frá ritstjórn Þjóðviljans. Mestur hefir ágrein- ingurinn þó verið í Alþýðu- flokknum, þar sem stjórnar- samvinnan var samþykkt í mið- stjó|rninni með eins atkvæðis meirihluta og einn harðsnún- asti stjórnarandstæðingurinn í flokknum var kjörinn annar maður á bæjarstjórnarlistann í Reykjavík, þrátt fyrir öflugustu mótspyrnu flokksforustunnar. Þeir, sem búa í glerhúsi, ættu ekki að vera að kasta grjóti. Dollaraeyffslan og ráffherrar kommúnista. Þann 10. þ. m. birtist svo- hljóðandi. klausa í Þjóðviljan- um: Nú er svo kornið að dollarainn- stæðurnar eru búnar, nema það. sem lagt hefir verið á nýbyggingar- reikning og Nýbyggingarráð ráð- stafar til nýsköpunarframkvæmda. Þetta þýðir, að allar þær marg- háttuðu nauðsynjar, sem við verð- um að kaupa fyrir dollara, verður að kaupa fyrir þá takmörkuðu doll- aratölu, sem við fáum fyrir seldar vörur smátt og smátt. Þetta er alvarleg staðreynd, en þrátt fyrir hana er haldið áfram að leyfa innflutning á aliskonar óþarfa og drasli fyrir dollara. Heildsalar og aðrir braskarar heimta, og yfirmaður utanríkis- viðskiptanna og viðskiptaráðherra, Pétur Magnússon, lætur undan." En það er ekki aðeins Pétur Magnússon, sem hefir látið undan, heldur hafa ráðherrar kommúnista lika gert það. Þeir bera ekki síður ábyrgð á stjórnarstefnunni en Pétur Magnússon. Þjóðviljinp getur ekki firrt þá dómi almennings, með því að reyna að koma á- byrgð þeirra yfir á aðra. Ljótt mál Laugardaginn 6. apríl fóru þeir prófessorarnir Gunnar Thor- oddsen og ísleifur Árnason með flokk lögfræðinema austur að Litla-Hrauni. Hefir það verið venja um nokkur ár, að lög- fræðinemum væri sýnt vinnu- hælið þar. En í þessari feí'ð gerðust leiðinlegir atburðir. Komumenn höfðu áfengi óspart um hönd og einhverjir þeirra gáfu sumum sakamönnunum með sér. Um kvöldið struku svo þrír þeirra og fóru til Reykja- víkur, frömdu fjögur innbrot og 'lentu í ryskingum, en voru allir handteknir. Við yfirheyrslu héldu þeir þvi fram, að áfeng- ið, sem gestirnir úr háskólan- um færðu þeirh, hefði vakið hjá þeim löngun í meira og því hefðu þeir strokið. Dómsmálaráðherra hefir látið rannsaka málið, en ekki hefir Tíminn fengið neina frétt frá honum. En samkvæmt því, sem hann hefir sagt öðrum blöðum, mun framburður fanganna hafa reynzt í'éttur. Það mun almennt þykja einka- Netafiskui'inn er saltaður, en afli togbátanna er hins vegar látinn í ís. mál, hvort menn drekka frá sér ráð og rænu á heimilum sínum eða skemmtiferðum, svo að þeir komist ekki hjálparlaust I rúm- ið. En hitt mun fáum þykja1 hneykslislaust, þegar dómsfra- efni þjóðarinnar koma í fanga- hús akandi í bílum dómsmála- ráðuneytisins og undir stjórn tveggja prófessora og veita föngunum vín. Bæði Morgun- blaðið og Alþýðublaðið telja það hneyksli og trúnaðarbrot, en Þjóðviljinn reynir að gera sem minnst úr skömminni og segir, að stúdentarnir muni hafa verið eitthvað „nestaðir" og að frá- sagnir hinna blaðanna veki slæman grun um, að þau vilji nota þetta tækifæri til þess að ráðast á stúdentana. Þetta mál ætti að geta orðið til þess, eins og margt annað, að opna augu manna fyrir því, að það er jafnan bezt að vera algáður og á þann hátt munu stúdentar og prófessorar bezt bjarga heiöri sínum ög háskól- ans. Alþýðublaðið væntir þess, að nú taki fyrir þessar ferðir. Tíminn vill vænta þess, að hér- með taki fyrir drykkjuskap í svona ferðum. Það er það minnsta, sem má krefjast.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.