Tíminn - 05.05.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1946, Blaðsíða 2
Aukablað TlMlM, sunnudaglnn 5. maf 1946 Ankablað stjórnarllðsins, að lakar skuli vera að bœndum búið en öðrum stéttum. Þetta kemur hvað skýr- ast fram I aðförum þess í verð- lagsmálum landbúnaðarins. Loforð og efndir. Eins og ég minntist á áður, byggðist verðlagsákvörðun sex- mannanefndarsáttmálans á því, að bændur bæru svipað úr být- um fyrir störf sín og aðrar vinn- andi stéttir þjóðfélagsins. Og þessi grundvQllur var sam- þykktur samhljóða af fultrúum bænda og neytenda, svo og fræðimanna þeirra er um mál- ið fjölluðu. — Hvernig hefir svo samkomu- lag þetta verið framkvæmt? Þannig, að aðeins einu sinni hefir fullkomlega refjalaust verið að framkvæmd þess stað- ið. Það var haustið 1943, er með herkjum tókst að fá meiri hluta þings til að ábyrgjast uppbætur á útflutningsvörurnar, sem tryggðu, að fyrir þær fengju bændur það verð, sem á þeim var ákvdðið, samkvæmt sátt- málanum. En- það var vitanlegt, að á annan hátt var ekki unnt að tryggja fullkomlega fram- kvæmd laganna. Næsta haust eftir að tilhugalíf núverandi stjórnarflokka byrjaði fyrir al- vöru, neitar svo meirihluti Al- þingis — nánar tiltekið stjórn- arliðið, er síðar varð — algerlega að setjk sams konar tryggingu fyrir útflutninginn, nema því aðeins, að bændur féllu frá þeirri hækkun, sem þeir þá áttu löglegt tilkall/til, 9.4%. Málið var lagt fyrir Búnaðar- þing, sem nú átti úr vöndu að ráða. Það tók þó þann kostinn, sem kunnugt er, að kjósa held- ur lægra verð og útflutnings- uppbæturnar, ásamt sérstakri tryggingu fyrir hönd bænd- anna gegn frekari hækkun framleiðslukostnaðar á árinu. Það er nú komið á daginn, svo að ekki verður um deilt, að með þessum skilyrðum tókst Búnað- arþingi að bjarga fyrir bænd- urna meiri fjármunum en þeim, sem eftir voru gefnir, vegna þess, hvernig þróunin varð 1 verðlagsmálunum. Samt sem áður spöruðu þeir ríkinu og at- vinnulifinu beint og óbeint stór- fé, fyrir þau áhrif, er samþykkt þeirra hafði í baráttunni gegn verðbólgunn. — Þetta launar svo þingmeirihlutinn bændastétt- inni með stjórnarmyndun og stjórnarstefnu, sem brýtur þvert í bága við tilgang tilslökunar- innar — og hagsmuni bænda- stéttarinnar. Og ekki er þessi ■þegnskapur bænda betu/ séður en það, að síðastliðið vor, þegar að ríkisstjórnin fór að gera upp reikningana við mjólkurbúin, var aðgæzlan gagnvart sumum þessara stofnana svo hárná kvæm, að þær sáu sig til þess knúffcir að leita réttar síns fyr- ir dómstólunum. Og enn er lagzt á sömu sveif. Bændur látnir kenna á lagavaldinu. Við fyrsta tækifæri, sem gefst, er svo sexmannanefndar- löggjöfin úr gildi felld —- að margra dómi með mjög hæpn- um lagaskilningi, og bændur þannig sviptir þeirri vernd er í lögunum fólst. Síðan er sett á laggirnar stjórnskipuð nefnd, að því er virðist fyrst og fremst til þess að sjá um, að bændur fái ekki sexmannanefndarverðið. En ríkisstjórnin vissi, að það eitt var krafa þeirra, er þeir töldu sig eiga siðferðilegan rétt til, hvað sem liði þeim lagalega. Nei, verðið var sett 10% neðan við hið rétta sexmannanefndar- 'verð, og auk þess skyldu bænd- ur taka á sig verðafföllin á út- lenda markaðinum. Þegar svo nýskeð, að gengið var frá lögum um ábyrgð ríkis- ins á lágmarksverði fyrir nokkr- ar útflttar sjávarafurðir, flutti Skúli Guðmundsson breytingar- tillögu um, að einnig væri tekin ábyrgð á verði útfluttra land- búnaðarafurða, þannig að tryggt væri, að bændur fengju fyrir þær sexmannanefndarverð. En stjórnarliðið stútaði þeim með jafn mikilli rósemi og það sam- þykkti ábyrgðina fyrir sjávar- útveginn. Á meðan svo þessu fer fram, og eftir að stjórnskipuð nefnd hefir dæmt það rétt að vera, að bændurnir beri úr býtum stór- um lægri tekjur en verkamanna- stéttin, hefir nokkur hluti verkamanna gert verkfall, kraf- izt kauphækkunar og fengið hana með þeim forsendum, að þeir geti ekki lifað mannsæm- andi lífi af þeim tekjum, sem hún hafði. En hvað finnst þess- um herrum sæmandi — svo ég ekki segi mannsæmandi gagn- vart bændunum? Þeir verða að sætta sig við lögþvingaða lækk- un á sínu kaupgjaldi niður fyrir aðra — og halda áfram að lækka að sama skapi og kaupgjald annarra hækkar og þar með framleiðslukostnaðurinn í land- inu. — Ástandið í landbúnaðin- um er líka þannig nú, að engu líkara er en að honum sé byrjað að blæða út. Þetta lýsir sér fyrst og fremst í þvi, að æskufólkið er að þurrkast úr sveitunum jafnóðum og það kemst á legg. Óvildin tll stéttar- samtakaiuia. Það er nú ekki að undra, þótt stjórnarliðinu, ef það telur líf sitt og gengi undir því komið, að því haldizt uppi þessar að- farir gagnvart bændastéttinni, sé lítið gefið um þá hreyfingu, sem hafin er meðal bænda um stofnun öflugs hagsmunafélags- skapar. En sá hugur þeirra lýsir sér á margan veg. Einna gleggst er þó meðferð þeirra á lögunum um búnaðarmálasjóð. — Lög þessi voru samþykkt fyrir rúmu ári. Efni þeirra var það, að lagt skyldi y2% gjald á söluvörur bænda, er leggðist í sérstakan sjóð — búnaðarmálasjóð, er full- trúar bænda á búnaðarþingi fengju til ráðstöfunar. Ríkið skyldi aðstoða við innheimtu gjaldsins hliðstætt því sem það aðstoðar verkamenn um fram- kvæmd orlofslaganna. — Mál þetta var rækilega undirbúið af Búnaðarfélagi íslands — og síðan sent búnaðarsamböndum landsins til umsagna og hlaut þar einróma samþykki. Mark- mið sjóðsins var margs konar því að verkefnin, sem leysa þurfti voru á hverju strái. Eins verkefnis skal hér sérstaklega geti,ð. Búnaðarfélag íslands hafði hvað eftir annað orðið að gerast aðili í stéttarmálum bænda á undanförnum árum, og það beint fyrir tilstuðlan Alþingis stundum. Samt sem áður hefir félagið sætt nokkurri gagnrýni fyrir það, frá ýmsum, að starfa að stéttarmálum bændanna á kostnað rikisins. Forráðamenn félagsins vildu gjarnan firra sig þessu ámæli, og töldu líka eðli- legast, að bændur legðu sjálfir fram þá fjármuni, er nauðsyn- legir væru til þess að sinna þeirra eigin stéttarhagsmunum. — Og þar sem sýnt þótti þegar hér var komið sögu, að þróunin gengi í þá átt, að bændum yrði nauðugur-einn kostur að byggja upp stéttarsamtök fyrir sig svip- að og aðrár stéttir, þótti sjálf- sagt að nokkur hluti búnaðar- málasjóðs félli^ til slíkrar not- kunar, hvernig sem sú starfsemi yrði mótuð, eins og nokkurs kon- ar stéttargjald. Sóknin gegn búnaðar- málasjóðnum. í fyrstu var búnaðarmála- sjóðsfrumvarpinu tekið með mestu velvild í þinginu. Það fór viðstöðulaust í gegn um neðri deild þess, og allt virtist í bezta lagi. Þegar svo til efri deildar kem- ur, - byrjar fyrst mótstaðan. Kommúnistar virðast nú koma auga á, að hér sé hættulegur hlutur á ferðinni. Þeir sjá það nú, og sjá það rétt, að ef bænda- stéttinni eru fengin þessi fjár- ráð í hendur kvaðalaust, þá geti þau orðið henni ærinn styrkur i hagsmuna og félagsmálabaráttu sinni. Gegn því varð að sporna, ef nokkur kostur var á. Þeir virðast hata sjálfstæða bænda- stétt og vilja hana feiga eins og lærifeður þeirra austur í Rússiá, sem byrjuðu á að jafna bænda- stéttina við jörðu, er þeir tóku að ryðja sovétskipulaginu braut í landinu. — Ekki tókst þeim þó að stöðva málið í efri deild og kom það aftur til n. d. lítið breytt — til einnar umræðu. — Nú voru góð ráð dýr, enda gera þeir nú síðustu atlöguna. Málið hafði fengið nær óskipt fylgi allra annarra flokka, og land- búnaðarráðherra lýsti yfir því í umræðum á þinginu í vetur, að sér hefði ekki verið þægð í þeirri breytingu, sem á því var gerð. Þá taka þeir það ráð, sem þeim mun oftar hafa gefizt vel, — að beita hinum pólitísku „fing- urskrúfum" á meðstarfsmenn- ina. — Og herbragðið heppnað- ist. Þingmaður Austur-Húnvetn- inga, J. P., verður til þess, ásamt kommúnistanum Sigurði Guðna- syni, að bera fram tillögu um hið alrsemda þvlngunarákvæði — að setja ráðstöfun fjárins undir eftirlit og samþykki ríkis- stjórnarinnar — og stjórnar- hersingin samþykkir. — Komm- únistar höfðu nú unnið fyrsta- sigurinn í málinu, og gátu nú rólegir raulað fyrir munní sér: Hafðu, bóndi minn, hægt um þig .... En það átti eftir að gerast meira í þessu máli áður en lauk. — Bændur almennt undu þessu hið versta að vera gerðir ómynd- ugir að ráðstöfun þessara félags- gjalda sinna og kröfðust þess, að Alþingi næmi þvingunar- ákvæðið úr lögum. Nokkrir þingmenn verða til að bera fram frumvarp um það á þinginu. Þetta verður kommúnistum kær- komið tilefni til að fullkomna ofbeldið. Aftur eru þeir sendir af stað, þingmaður Austur-Húnvetninga og 1. landskjörinn Sigurður Guðnason, og nú stíga þeir skrefið fullt og bera fram til- lögu um að taka sjóðinn með öllu af heíldarsamtökum bænda stéttarinnar — og búta hann niður á milli sambandanna og fyrirskipa hvernig honum skuli varið. — Þetta mátti víst ekki seinna vera, þvi að nú hafði skapast nýtt viðhorf, frá því að málið var síðast á ferðinni i Þinginu. Bændunum var nú orð- ið l^óst að eina málið sem ríkis- stjórnin virtist skilja í sam- skiptum sínum við stéttir lands- ins, ’/oru sterk og óvægih sam- tök. Stéttarsamband bænda var því stofnað, og það hafði gert ákveðnar kröfur til ríkisvalds- ins um jafnrétti við aðrar stéttir í sínum kaupgjaldsmálum, þ. e. verðlagsmálum landbúnaðarins. Og það var vitað að hvaða fram- búaðarfyrirkomulag sem stétt- arsambandinu yrði sett eftir- leiðis þá væri því ætlaður hluti af búnaðarmálasjóði til starf- semi sinnar. Það var því nauð- synlegt að kæfa þessa hreyfingu þegar í byrjun ef unnt væri. Þess vegna þótti vænlegt ráð að taka þessi fjárráð af heild- arsamtökunum og reyna að egna þeim fyrir elnstaka hópa bænda til þess að freista þess að koma sundrungu inn í samtökin. Ég hefi að vísu ekki trú á að þetta takist — og hygg að hér sem oftar verði skamma stund hönd höggi fegin. — En þessar aðfarir allar eru með endemum — og hefir engin stétt verið beitt slíku ofbeldi af Alþingi eins og bændastéttin I þessu máli — ofan á það, sem á undan var gengið úm setningu búnaðar- ráðslaganna og framkvæmd þeirra. Má það heita stórfurðu- legt, að fást skyldi meiri hluti þingmanna í báðum deildum til slikrar óhæfu. Maður veit ekki, hvort meir skal undrast, brjóst- heilindi þeirra manna, er kom- izt hafa inn á þing vegna kjör- fylgis bænda og leyfa sér slíkar aðfarir, eða fulltrúa verka- mannastéttanna, að þeir skuli dirfast að skapa slíkt fordæmi á Alþingi gagnvart samtökum og réttindum alþýðunnar — bændastéttarinnar. 1 Ljósmóðurstörf Jónasar Jónssonar. En svo eru eftir sjálf undrin í þessu máli. En þau eru það, að sá maður sem undanfarin ár hefir leikið hrópandann á eyði- mörkinni — og ekki þreyzt á að brýna þjóðina á að varast allt samneyti við kommúnista, hátt- virtur þingmaður Suður-Þingey- inga Jónas Jónsson frá Hriflu, að hann skyldi láta dáleiða sig til að gerast eins konar ljósmóð- ir að þessu afkvæmi kommún- istanna. — En fyrir hans aðstoð er þetta nú orðið að lögum. ðskapnaður, sem Sijóðin verður að losna við. Það voru margir, sem þegar í upphafi höfðu litla trú á því að samstarf núverandi stjórnar- flokka yrði mikill gæfuvegur fyrir þjóðina og var ég einn á meðal þeirra. Þó verður það að segjast, að þótt allir stjórnar- flokkarnir séu meira og minna meingallaðir — þá er engum þeirra alls varnað. Og um hina einstöku þingmenn, er það einn- ig vitanlegt, að þeir eru upp og ofan eins ^pg aðrir þegnar hins íslenzka mannfélags — og hafa bæði kosti þeirra og galla. — Það átti því engan veginn að vera útilokað, að af samstarfi þeirra gæti leitt sæmilegt stjórnarfar — ef það tækist að nýta allt það skársta, sem hver þeirra hefði til málanna að leggja. En reynd- in ætlar því miður að verða öll önnur. Hér hefir það gerzt, sem við þekkjum hliðstæður að — t. d. úr dýraríkinu við blöndun ým- issa kynja — að svo illa tekst til, að afkvæmið erfir alla galla for- eldranna, en enga kosti. Og er því þannig farið með afkvæmi stjórnarflokkanna — stjórnar- farið. Þannig hefir það á óskilj- anlegan hátt mótazt jöfnum höndum af hinni purkunarlausu auðhyggju, er gagnsýrir Sjálf- stæðisflokkinn — hinu gagn- rýnislausa móðursjúka laun- þegadekri, sem Alþýðuflokkur- inn er haldinn af, og hinni of- beldiskenn'du upplausnarstarf- semi kommúnistanna. Úr öllu þessu ásamt ýmsum öðrum fylgikvillum, hefir svo myndazt hálfgerður stjórnar- farslegur óskapnaður, sem allir þjóðhollir menn þurfa að taka höndum saman um að loþa þjóð- ina við — í næstu kosningum, ef það ekki getur orðið fyrr. öith líinn áburÉur Verðlag á tilbúnum áburði er ákveðið þannig: Ammoniaksaltpétur .. 100 lbs. kr. 34.00 Brennisteinssúrt Ammoniak .. .. 100 — — 26.50 Ammophos 16/20 .. 100 — — 30 00 Superfosfat ..., \ .. 100 — — 17.00 sama .. 167 — — 27.50 Kalí 60% .. 100 — — 22.50 Brennisteinssúrt Kalí .. 100 — — 24.00 Tröllamjöl .. 100 — — 30.00 Kalksaltpétur 50 kg. — 20.00 Áburðarkalk ... .. 50 — — 13.50 Verðið er hið sama á þeim höfnum, sem skip Eimskipafé- lags íslands og Skipaútgerðar ríkisins koma á. Uppskipun og vörugjald í Reykjavík er kr. 1.50 fyrir hálf- sekk. Reykjavík 1. maí 1946 Áburðarsala ríkisins. ASKRIFTAGJALD TIANS o O w kr. 5.00 á mánuði í Reykjvík og Iiafnar- 11 firði, en kr. 45.00 árgangurinn annars staðar á landinu. Undirritaður smíðar og selur nýrri og fullkomnari gerð af heimilisspunavélum frá 10 þráða stærð. Snældur véiarinnar ganga ailar í baðsmurning og verður vélin hljóðminni og slitnar ekki. Ennfremur er ein snúra sem gengur á allar snældur og vinnzt alveg jafnt á þær og snúran slitnar ekki. Skrifið og leitið upplýsinga hjá Arnfinni Björnssyni Vesturgötu 96, Akranesi. Frystihúsið Herðubreið tilkynnir: Á tímabilinu 1. maí til 1. október hættir vinna hjá oss kl. 12 á hádegi á laugardögum. Þetta eru viðskiptamenn beðnir að athuga og haga pöntunum sinum í samræmi við það. Bíiðar- stúlkur óskast Tvær stúlkur geta fengið atvinnu við verzlunarstörf frá 1. júlí n. k. Æfing í vefnaðarvörubúð æskileg. Umsóknir ásamt launakröfum sendist kaupfélags- stjóranum. KAUPFÉLAG STYKKISHÓLMS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.