Tíminn - 30.05.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.05.1946, Blaðsíða 1
i RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 23S3 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ RITST J ÓRASKRIFETOFUR: EDDUHÚSI. Lir.dareötu 9 A Símar 2363 og 4373 AEGREIÐSLA, INNJHhlMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Slml 2323 30. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 30. maí 1946 95. blaO íslenzkum kon- um meinað a senda sveltandi mönnum sínum björg Stöðugt má nú heyra hvatningar um aukna aðstoð til þeirra þjóða, sem búa við mestan bjargarskort. Meðal þeirra þjóða, sem eru einna 1 verst staddar í þessum efnum, eru Þjóðverjar. Það er því í fyllsta máta undarlegt, að ís- lenzkar konur, giftar þýzkum mönnum, sem . nú eru í Þýzkalandi, skuli ekki fá að senda mönnum sínum björg í hinu sveltandi landi. En þannig er þessum málum komið nú. Rauði Kross ís- lands treystir sér ekki til að taka við sendingum héðan til Þjóðverja, sem giftir eru ís- lenzkum konum, og hefir orð- ið að neita þeim um að greiða fyrir sendingum til manna þeirra í Þýzkalandi. Tíminn hefir snúið sér til skrifstofu Rauða Krossins og fengið upplýsingar um að þetta er rétt. Er sú ástæða færð fram, að Rauði Krossinn hér verði að sækja það undir vinsemd danska Rauða Krossins, hvort nokkrar sendingar komast héðan til Þýzkalands. En danski Rauði Krossinn hefir sett það skilyrði, fyrir fyrirgreiðslu við sendingar frá íslandi, að þær séu aðeins sendar til íslendinga í Þýzka- landi. Verður sú mannúðarstarf- semi danska Rauða Krossins, að neita að koma björg til hungraðara Þjóðverja, vart skil- in nema á einn veg, að stofnun- in telji ekki allar nauðstaddar þjóðir eiga sama rétt til að njóta mannúðarstarfsemi stofnunar- innar. Það verður að teljast sjálfsagt, að íslenzk stjórnarvöld skerist hér í leikinn, og reyni að hjálpa hinum íslenzku konum til að koma sendingum til manna þeirra. Væri það ekki nema lítil bót fyrir þann ómannúðlega þjösnaskap stjórnarvaldanna að neita þessum mönnum um land- vistarleyfi. jjBarátta Framsóknarflokksins hefir neytt stjórnar- liðið til að vinna að framgangi mikilvægra umbóta Rógurinn um stjórnarandstöðunnar: Gott samkomulag á Parísarfundinum SJÓMANNADAGUR- INN á sunnudaginn Keppt í róðri, suiidi og reiptogi á laugardag Sjómannadagurinn verður næsta sunnudag og efnir sjó- mannadagsráðið til hátíða- • halda þann dag, sem hagað verður svipað og hátíðahöld- um undanfarinna sjómanna- daga, en þetta er 9. sjó- mannadagurinn, sem haldinn er hátíðlegur. Henry Hálf- dánarson formaður sjó- mannadagsráðsins og Guð- mundur Oddsson fram- kvæmdastjóri þess skýrðu blaðamönnum í gær frá til- högun hátíðahaldanna. Á laugardaginn fara fram kappróðrar. Þá verður einnig keppt í stakkasundi, björgunar- sundi og reiptogi. Veðbanki verð- ur starfandi í sambandi við kappróðurinn, sem hefst kl. 3 e. h. Á sunnúdaginn verða fjöl- breytt úti-hátíðahöld, sem að mestu leyti fara fram á Austur- velli að þessu sinni og verða (Framhald á 4. síðuj. Þótt lítið samkoinulag næðist á fundi utanríkismálaráðherranna í París, sem haldinn var nýlega, fór- f jarri því, að ráðherrunum kæmi illa saman utan fundanna. Hér á myndinni sjást þeir Molotoff (á miðri myndinni) og Byrnes (aðeins til hægri) vera að skála við ungar blómarósir í einni af veizlum þeim, er þeim voru haldnar. Er ekki annað sjáanlegt á myndinni en að samkomulagið sé hið bezta. Óánægjan yfir fjármálaspillingunni mun ffjótlega rjúfa stjórnarsamvinnuna og Framsóknarflokkurinn mun þá hafa for- ustuna um viðreisnarstarfið Fyrir nokkru síðan var skýrt frá því hér í blaðinu, að forkólfar stjórnarflekkanna hefðu flestir mikinn áhuga fyrir því að halda stjórnarsamvinnunni áfram. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins vilja halda stjórnarsamvinnunni áfram til þess að geta tryggt heild- sölum og öðrum bröskurum óskerta okurmöguleika. Forkólfar kommúnista vilja lialda stjórnarsamvinnúnni áfram til þess að geta látið verðbóiguna vaxa enn, svo að hrunið, sem þeir telja bezta jarðveginn fyrir byltinguna, verði ekki umflúið. Forkólfar Alþýðuflokksins dindlast svo með, því að þeir þora yfirleitt ekki að hafa aðra aðstöðu í innanlandsmálum en kommúnistar. Ólafur Thors hefir líka mjög ríkulega fullnægt eftirsóttustu skilyrðum þeirra og veitt þeim væn og þægileg embætti. Viöskiptasamn- ingur við Sovét- rikin gerður Þann 28. þ. m. var undirrit- aður i Moskvu viðskiptasamn- ingur milli Sovietríkjanna og íslands. Var samið um sölu á; verulegu magni af saltsíld, fryst- j um fiski, síldarlýsi og nokkru í af þorskalýsi, en frá Rússum i munu íslendingar fá timbur og kol. ' i í íslenzku samninanefndinni voru Pétur Thorsteinsson sendi- fulltrúi íslands í Moskvu, Ár- sæll Sigurðsson, framkvæmdastj. Eggert Kristjánsson, stórkaupm., og Jón Stefánsson, skrifstofu- stjóri Síldarútvegsnefndar. Esja verður látin fara þrjár ferðir til Kaupmannahafnar Skipaútgerðin hcfur rekstur ferðaskrifstofu £ Samgöngumálaráðherra boðaði tíðindamenn útvarps og biaða á fund sinn í gær. Þar skýrði hann þeim frá því að opnuð verði næstu daga ferðaskrifstofa og Esja muni fara þrjár ferðir til Danmerkur í sumar með fjögra vikna millibili. Afli Akranessbátanna Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Allir bátar, sem gerðir voru út á línuveiðar í vetur frá Akra- nesi eru nú hættir veiðum fyrir nokkru. Aflahæsti báturinn varð Egill Skallagrímsson, skipstjóri Ragnar Friðriksson. Aflaði hann 643.165 kg. i'92 róðrum. Sigurfari aflaði 618.875 kg. í 90 róðrum Fylkir aflaði 572.235 kg. 87 róðrum. Svanur aflaði 559.060 kg. í 89 róðrum. Sjöfn aflaði 549.980 kg. í 85 róðrum. Farsæll aflaði 517.010 í 71 róðri. Keilir aflaði 511. 260 kg. í 77 róðrum. Ágústa aflaði 491.120 kg. í 83 róðrum. Haraldur aflaði 475.280 kg. í 80 róörum. Ásbjörn aflaði 461.620 kg. í 79 róðrum. Hrefna aflaði 435.185 kg. í 75 róðrum. Ver aflaði 426.760 kg. i 68 róðr- um. Ármann aflaði 423.540 kg. í 66 róðrum. Ægir aflaði 421.615 kg. í 79 róðrum. Aldan aflaði 405.695 kg. í 66 róðrum. Frigg aflaði 391.650 kg. í 57< róðrum. Víkingur aflaði 373.265 kg. í 69 róðrum. Hermóður aflaði 74.155 kg. í 18 róðrum. Leifur heppni aflaði 62.590 kg. í 17 róörum. Höfrungur aflaði 33.770 kg. í 11 róðrum Þorsteinn aflaði (Framhald á 4. síOu). Flugvélar Loftleiða fóru 990 ferðir síðastliðið ár Félagið á 8 flugvélar Flugfélagið Loftleiðir h. f. hélt aðalfund sinn í Kaupþing- salnum síðast liðinn sunnudag. Formaður félagstjórnarinnar, Kristján Jóh. Kristjánsson, framkvstj. gaf skýrslu um starf- semi félagsins á liðnu ári, og um hag félagsins, sem er mjög góður. Allur rekstur félagsins hafði aukizt stórlega á árinu. Voru farnar 990 flugferðir, sam- tals 194.930 km. Fluttir voru 4327 farþegar, 8969 kg. af pósti og 36.863 kg. af öðrum farangri. Sjúkraflug voru farin samtals 24 á árinu. Flugvélar félagsins hafa lent á 60 stöðum víðsvegar á land- inu, en föstum áætlunarferðum hefir verið haldið uppi til Vest- ur- og Norðurlands. Á árinu voru farnar 168 ferðir til ísa- fjarðar, 55 ferðir til Patreks- fjarðar, 42 ferðir til Siglufjarð- ar, 29 til Þingeyrar, 25 ferðir til Flateyrar, 19 til Borgarness, 16 til Bíldudals og færri til nokk- urra annarra staða. Ein af flug- vélum félagsins annaðist síld- arleit í fyrra sumar bg flaug hún 200 klst. í því skyni. Félagið á nú 8 flugvélar, en Það er Skipaútgerð ríkLsins, sem rekur þessa ferðaskrifstofu fyrst um sinn. Forstöðumaður hennar verður Þorleifur Þórðar- son. Tilgangur skrifstofunnar er að veita ókeypis upplýsingar um ferðir, gististaði o. þ. h. innan- lands og síðan erlendis. Þar munu líka verða seldir farseðlar milli landa að einhverju leyti. Þá mun skrifstofan að öðrum þræði hjálpa til að skipuleggja orlofsferðir launafólks. Gert er ráð fyrir að Esja fari til Kaupmannahafnar 26. júní, 24. júlí og 17. ágúst, en milli þessara utanferða annist skip- ið strandferðir. y Mörgum mun þykja það furðulegt, að Esja er þannig tek- in 4frá strandferðunum, þar sem óneitanlega er mikið verkefni. Að sönnu hefir allt far með þeim skipum, sem verið hafa í förum milli íslands og Danmerkur ver- ið upppantað fram á haust, en fullvíst er hins vegar, að margir, sem þar hafa átt lofað far, ferð- ast loftleiðis. Svo mikið er víst, að með þessari ráðstöfun er illa komið við þarfir fólks í þeim héruð>um, sem ekki eru inni í samgöngukerfi landsins og búa við dýrar og stopular flugsam- göngur. þrjár þeirra eru enn ókomnar til landsins og er hin nýkeypta Skymaster-flugvél ein þeirra. Stjórn félagsins var öll end- urkosin, en hana skipa: Krist- ján Jóh. Kristjánson, forstjóri, Ólafur Bjarnason, skrifstofustj., Alfred Elíasson, flugmaður, Óli J. Ólason, kaupm. og Þorleifur Guðmundsson, afgreiðslumaður, ísafirði. Einræðisandinn skýtur upp kolli. Þessi frásögn Tímans, að for- kólfar stjórnarflokkanna óski eftir áframhaldandi stjórnar- samstarfi, hefir orðið til þess, að einn af rithöfundum Mbl. hefir rekið upp óp mikið. Hann segir m. a., að Framsóknarflokkurinn hafi með þessu lýst yfir gjald- þroti sínu og að þingmenn hans t ætli qið vera þýðingarlausir menn á næsta kjörtímabili. Það sé því ekki til neins að kjósa þá. Þessi túlkun á áðurgreindri frásögn Tímans lýsir mætavel hugarfari einræðisdýrkandans. Þar sem einræðið drottnar, t. d. í Rússlandi, má með nokkrum rétti kalla stjórnarandstöðuna gjaldþrota .og foringja hennar þýðingarlausa menn. í lýðræðis- rikjunum er þessu allt öðru vísi varið. Þar hefir stjórnarand- staðan oftast haft mjög mikil áhrif. Hver heldur t. d. að Churchill sé þýðingarlaus mað- ur? Þannig mætti nefna hundr- uð erlendra dæma um hin þýð- ingarmestu áhrif stjórnarand- stöðunnar í lýðræðisríkjum. Áhrif stjórnarandstæðinga. Dæmi um áhrif stjórnarand- stöðunnar er hins vegar alveg óþarfi að sækja til annara landa, því að þjóðin hefir þau greini- legust fyrir augum frá tíð núv. stjórnar. Ríkisstjórnin hefir hvað eftir annað orðið að beygja sig fyrir sókn Framsóknarflokks- ins. Næstum öll helztu fram- faramálin, sem afgreidd voru á seinasta þingi, voru ávöxtur af baráttu Framsóknarflokksins. Það má t. d. nefna raforkulögin og lögin um strandferðaskipa- kaupin, er stjórnarliðið hafði i svæft fyrir Framsóknarmönnum á þinginu 1944. Það má nefna lögin um aðstoð við íbúðabygg- ingar, sem stjórnarliðið neydd- ist til að samþykkja vegna bar- áttu Framsóknarmanna. Það má nefna lögin um aukið lánsfé til landbúnaðarins, sem stjórnar- liðið neyddist til' að samþykkja gegn vilja sínum af sömu á- stæðu. Það má nefna aukna rík- Isábyrgð varðandi saltfisksöluna, framlög til verbúðabygginga og margt fleira. Það er og líka víst, að stjórnarliðið hefði gengið enn meira á rétt bænda og lækkað afurðaverðið stórlega, ef það hefði ekki óttast mótspyrnu Framsóknarflokksins. Það er því síður en svo, að Framsöknarflokkurinn sé á- hrifalaus og þýðingarlaus, þótt hann sé í stjórnarandstöðu. Hann hefir haft mikil áhrif til gagns fyrir umbjóðendur sína og þessi áhrif aukast vitanlega í sama hlutfalli og fylgi flokksins eykst í kosningunum. St j ór narandstaðan í stjórnarflokkunum. Þetta er þó ekki eina hlið málsins. Þótt forkólfar stjórn- arflokkanna vilji halda stjórn- arsamvinnunni áfram, vill fjöldi liðsmannanna það yfirleitt ekki. Stjórnarandstaðan fer ört vax- andi innan allra stjórnarflokk- anna, eins og framboðin í Reykjavík sýna bezt. Alþýðu- flokkurinn hefir orðið að setja manrg sem er fjandsamlegur fjármálastefnu stjórnarinnar í efsta sæti listans. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir orðið að setja Björn Ólafsson í tiltölulega ör- uggt sæti á listanum eftir að hafa neitað honum um það í fyrstu. Og kjósendur kommún- istaflokksins í Reykjavik hafa hrakið Brynjólf Bjarnason til Vestmannaeyja, því að þeir kenna óvinsældum stjórnarsam- vinnunnar um hrakfarir flokks- ins í bæjarstjórnarkosningun- um í vetur og vilja því ekki hafa ráðherra á framboðslistanum. Alþýðan á ekki samleið með bröskurunum. Þótt forkólfar stjórnarflokk- anna vilji það ekki, bendir þannig flest til þess, að stjórn- arsamvinnan muni fljótlega gliðna. Andstaðan gegn undir- lægjuhætti stjómarinnar við braskarana í verzlunar- og hús- næðismálum vex svo hröðum skrefum. Þegar verðbólgan og dýrtíðin halda áfram að auk- ast og kostur launþega tekur að (Framhald á 4. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.