Tíminn - 22.06.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMIXiV, laiigardaginn 22. Júni 1946 109. blað Lautiardatfur 22. jjúní Þar stoðar hvorki búktal né sjónhverf- ingar Morgunblaðið leggur erfiða þraut fyrir það af fólki, sem fylgt hefir Sjálfstæðisflokknum að málum, er mark tekur á þvi blaði. Dag eftir dag leggur það á borðið hin iskyggilegustu sönnunargögn fyrir þjóðhættu- legu innræti kommúnista, ein- ræðisdraumum þeirra, skilyrðis- lausri þjónkun við erlent stór- veldi og sífelldri viðleitni til þess að koma atvinnuvegunum á kaldan klaka og skapa and- lega „upplausn í landinu. Þeir eru nefndir landráðamenn og meira og minna sterk rök færð fram því til stuðnings, að þessi nafngift fái staðizt. Þeir eru sagðir bíða færis, að ofurselja okkur rússneskri kúgun og inrf- leiða hér stjórnarfar, sem svo sé háttað, að enginn maður megi um frjálst höfuð strjúka, eng- inn hugsa frjálsa hugsun né láta skoðun sína í ljós í ræðu eða riti, nema hún samræmist vilja valdhafanna. En jafnframt berjast ritstjór- ar Morgunblaðsins um á hæl og hnakka við að brýna það fyrir fólki, hversu mikil nauðsyn það sé, að núverandi ríkisstjórn hljóti sem beztan dóm kjósend- anna við þær kosningar, sem standa fyirr dyrum. Eigi að síður er það á hvers manns vitorði, að ráðherrar kommúnista fara með ýms þau mál, sem sízt skyldi, ef það er rétt, sem Morgunblaðið segir um þeirra innsta eðli. Þeir fara með skólamálin í landinu og hæla sér óspart af því, hve vel þeir hafi komið ár sinni fyr- ir borð "á því sviði. Þeir fara með flugmálin, enda þótt það séu fyrst og fremst flugvellirnir og flugsamgöngurnar, sem er- lend stórveldi kynnu að hafa hug á að ná tangarhaldi á, og einnig þessa aðstöðu sína hafa þeir notað sér eftir föngum og meðal annars skipað einn inn- lifaðasta og sanntrúaðasta Moskvu-kommúnista landsins flugmálastjóra. Þeir fara með útvarpsmálin, og ekki þarf að segja neinum, sem á útvarp hlýðir að staðaldri, hvernig þeir hafa notað ríkisútvarpið til þess að flytja stöðugan áróð- ur í fréttaformi og á annan hátt fyrir sig og samherja, hérlendis og erlendis. Getur nú fundizt svo einföld sál í málaliði Morgunblaðs- manna, að það vakni ekki í leynum hugans skrítnar spurn- ingar, þegar hlið við hlið á sömu síðu þessa Sjálfstæðis- málgagns er lýst landráða- stefnu kommúnista og nauðsyn þess að standa nú fast saman um ríkisstjórnina, svo ekki steðji nú að henni nein hætta Sé svo, þá hlýtur hún að vera ákaflega einföld í sinni póli- tísku trú. Hinir munu vera miklu fleiri, sem á annað borð eru ekki hætt- ir að hugsa, er leggja fyrir sjálfa sig spurningar, sem þessa: Er það ekki hreinn voði, að menn, sem eru eins og Morg- unblaðið lýsir kommúnistum, hafi ítök í stjórn landsins — fari þar meira að segja með mörg hin mikilvægustu mál og ráði yfir og misnoti hinar þýð- ingarmestu stofnanir? Eru Sjálfstæðismenn ekki að leika úíÍatiaHgi Siðfræði Jóns Pálmasonar: Heiðra skaltu skálkinnf svo hann skaði þig ekki Þegar Þjóðverjar höfðu her- numið Noreg og sett leppstjórn sína til valda i landinu, gengu erindrekar hinnar harðviguðu leppstjórnar milli manna og sýndu þeim fram á það, að þeir hefðu bezt af að styðja Quisling og ræningjaflokk hans. Ef þeir gerðu það, fengju þeir völd og metnað, auð og önnur þessa heims gæði. En ef þeir ekki beygðu sig í auðmýkt og gengju til starfa fyrir leppstjórnina, þá skyldi að þeim þjarmað á allan hátt, ef þeir þá fengju lífi að halda. Þessir erindrekar reyndu að berja inn í fólkið lífsskoðun þá, sem felst i því að heiðra skálk- inn, svo að hann skaði menn ekki. Norðmenn stóðust þessa raun, og sagan mun'ávallt skipa þeim á fremsta bekk, fyrir þann manndóm. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flókksins, og þó einkum „smal- arnir“, hafa svipaða aðferð í kosningaáróðri sínum úti um byggðir landsins. í hverju blaði ísafoldar eru greinar helgaðar einstökum kjördæmum, þar sem siðfræði Quislinganna norsku er prédik- uð. hér háskalegasta leik, sem get- ur haft hinar voveiflegustu af- leiðingar fyrir frelsi þjóðarinn- ar og heill landsins barna á komandi tímum? Hver er kom- inn til þess að segja, að unnt verði að stemma stigu við uppi- vöðslu kommúnista i landinu, þegar þeir eru búnir að hreiðjra um sig árum saman í valda- aðstöðu og grafa undan við- námi þjóðarinnar, ef látið er fljóta að þeim ósi, sem verða vill? Slíkar spurningar eru aðeins eðlilegt viðbragð hvers hugsandi manns, sem les hugvekjur Morgunblaðsins um háskasemi kommúnista. Menn hljóta að sjá og skilja, að núverandi for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki dregið rökréttar á- lyktanir af þeim staðreyndum, er þeim virðast þó svo augljós- ar, um hættuleg stefnumið kommúnista. Og er þá nema réttmætt, þótt fólkið, sem veitt hefir Sjálfstæðisflokknum brautargengi, reyni að hafa vit fyrir þeim angurgöpum, sem fengið hafa kommúnistum lyklavöldin, og kjósi að þessu sinni þann eina flokk, er ekki hefir hlaðið undir kommúnista og lyft þeim upp í ráðherra- stólana — kjósi Framsóknar- flokkinn? Ekki sízt, þar sem stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- manna hefir vart fætt af sér þá blessun, að mikils væri misst, þótt því yrði fljótlega lokið eftir þessar kosningar. Morgunblaðið getur spreytt sig á því að gefa mönnum skýr- ingar á þessari torræðu gátu, sem það hefir lagt fyrir lesend- ur sína, ef það vill ekki, að hún verði æði mörgum Sjálf- stæðismönnum svo þung raun, að þeir verði að þessu sinni við- skila við sinn gamla flokk og skilji Ólaf Thors eftir liðvana í Glæsivallaveizlu kommúnista. Búktalið og sjónhverfingarn- ar, er Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti á dögunum á kosninga- samkomum í Reykjavík, kemur hér ekki að haldi, því að fólkið krefst rökvísra skýringa. Einkum er þetta áberandi í Austur-Húnavatnssýslu og Strandasýslu. í tveimur síðustu blöðum ísa- foldar hafa komið greinar um alþingiskosninguna í Austur- Húnavatnssýslu. í þeirri seinni, sem er undirrituð Húnvetning- ur, og mun vera eftir Jón for- seta sjálfan, er því óhikað haldið fram, að enginn þingmaður hafi veitt eins vel úr ríkissjóði og fyrrverandi alþm. Austur- Húnvetninga, og af þeim ástæð- um, og því, að hann hafi verið kosinn forseti, beri Austur- Húnvetningum að kjósa hann á ný. Setjum svo, að hann hafi verið eins drjúgur til fjárafla og hann vill vera láta. En hvers konar siðfræði er þá þetta, sem Jón Pálmason boðar? Það eru ekki málefni þjóð- arinnar í heild, sem talað er um. Vegna stefnumála Sjálfstæðis- flokksins þarf ekki að kjósa Jón, enda mun hann því vel kunnug- ur, að fjárglæfrastefna núver- andi ríkisstjórnar á sér fáa for- mælendur. — Nei, það er aðeins vegna þess, að hann telur sig nokkru ötulli að ná bitum úr ríkissjóði en aðra stjórnarliða. Eða innrætið, sem liggur á bak við þá hótun J. P. og smala hans að kjósi Húnvetningar Gunnar Grímsson, þá skuli stjórnarliðið sjá um, að engin fjárveiting fá- ist til héraðsins. Hvers konar menn heldur J. P., að Húnvetningar séu? Hefir hann reynslu fyrir því, að bezt sé að kitla lægstu hvat- ir mannssálarinnar, fégræðg- ina og hégómagirnina — sbr. forseta-umtalið —, þegar afla á kjörfylgis meðal Húnvetninga? Við kjörborðin 30. júni n. k. svara Austur-Húnvetningar því, hvort hótanir og fémútur eru happasælastar til kjörfylgis hjá þeim, og dómur sögunnar um siðferðisþrek okkar fer eftir þeim úrskurði, er við fellum þá sjálfir. Ekki er ólíklegt, að til viðbót- ar siðfræði þeirri, er J. P. boðar okkur Húnvetningum, þá komi ýmsir líka auga á hroka og skammsýni þess manns, er skyndilega hefir komizt í valda- aðstöðu. Það er eins og J. P. haldi, að núverandi stjórnar- samvinna haldist um öll ókom- in ár. Á fundi á slcagaströnd þ. 16. þ. m. fullyrti Jón, að núverandi stjórnarsamvinna héldist eftir næstu kosningar. — Það þurfti að fylgja hótuninni eftir. — En hvað ætli Þorsteinn Dalasýslu- maður, Pétur Ottesen, Jón á Reynistað, Gísli Sveinsson og Björn Ólafsson segi sínum kjós- endum? Ætli þeir lofi sínum kjósendum því sama og J. P.? Það er hætt við, að eitthvað annað syngi i þeirra tálknum. Eða Hannibal hinn vestfirzki og Gylfi Þ. Gísiason, svo að tveir Alþýðuflokksmenn séu nefndir? Enginn veit, hvað ofan á verð- ur eftir kosningar, en allir vita af ísafold, hvert siðalögmál Jóns Pálmasonar er um meðferð rík- isfjár, og allir sjá, að J. P. álítur okkur Austur-Húnvetninga standa á því þroskastigi, að bezt eigi við okkar innræti að heiðra skálkinn, til að njóta mola, er falla af borðum hans. En það er fleira, sem kemur fram 1 greininni í ísafold frá 13. júní, sem sýnir álit J. P. á kjós- endum sínum. Það áiit, að við séum svo aumir að láta okkur vel líka, ef aðeins síldarbræðsla er byggð á Skagaströnd eða brú lofað á Blöndu, þótt öllum fjármálum þjóðarinnar sé siglt í voða og hagsmunum og heiðri bændastéttarinnar og dreif- býlisins yfirleltt misþyrmt á flestan hátt. Jón Pálmason heldur einnig, að við séum svo heimskir, að það megi telja okkur trú um það, að á tveimur árum hafi hann í eigin persónu, og að- eins af J?ví, að hann sat á Al- þingi, fengið höfn og síldar- bræðslu á Skagaströnd, 5 milj. króna framlag til nýbyggingar Höfðakaupstaðar, fyrirheit um brú á Blöndu, mjólkursamlag á Blönduósi, byggingu rafstöðvar, ásamt ríflegu framiagi til vega í sýslunni. Þessu eigum við að kingja sem hreinum sannleika. Mikil má vera þolinmæði Húnvetninga, ef þeir ætla að auka veg Jóns fyrir það álit hans á okkur, sem fram kemur í slíkum skrifum. Skagastrandarhöfn hefir verið í smíðum frá því rétt eftir 1930. Síldarbræðslan var ákveðin á Skagaströnd af öðrum aðilum en Jóni, og áður en núverandi stjórnarsamvinna hófst. Milj- ónaframlagið til nýbyggingar Skagastrandarkauptúns er nú víst ekki ennþá nema bollalegg- ingar Nýbyggingarráðs, sem skipað er einum manni úr hverj- um landsmálaflokki. Brúin á Biöndu er, eftir því sem hann sjálfur segir, aðeins fyrirheit. Kannske það eigi að afturkalla fjárveitinguna, ef hans tign, háttvirtur forseti sameinaðs þings, yrði ekki endurkosinn? Mjólkursamlagið á Bíöndu- ósi er að engu leyti verk Jóns Pálmasonar. Framkvæmdin var ákveðin af aðalfundi S. A. H. vorið 1945, og Jón var alls ekki upphafsmaður tillagnanna. Auðvitað reyndi Jón að hnupla málinu, þegar allir hér- aðsbúar voru orðnir sammála um það, og gerði sig hlægilegan á s. 1. hausti, með því að boða almennan fund um málið, sem þegar hafði verið afgreitt. Fyrirhuguð rafstöðvarbygging mun alls ekki ákveðin ennþá. Blekkingavaðallinn um fram- kvæmdir Jóns er því nærri því eins mikil móðgun við greind héraðsbúa, eins og álit hans virðist vera á skapgerð okkar. Jóni til afsökunar skal það játað, að hann virðist ekki einn um það af frambjóðendum Sjálf stæðisflokksins, að treysta á, að geta or’ðið fékjörinn. í sama blaði ísafoldar og þessi þokkalega grein Jóns er, þá skrifar Kristján Einarsson langa grein, um hvað hann ætli að gera fyrir Strandasýslu, ef hann komist á þing. Þá á Strandasýsla að fá úr ríkissjóði árlega, hvorki meira né minna, að því er manni virðist, en tí- falda þá upphæð, er hún hefir fengjö undanfarandi ár. Það skal ekkl smátt skammt- að smjörið hér við Húnaflóa. Ef allir frambjóðendur stjórn- arflc^tkanna gefa svipuð kosn- ingaloforð, þá er ekki ólíklegt, að meira en 17 millj. króna tekjuhalli verði á fjárlögum árs- ins 1947. Þessir sómamenn virðast lítt muna það, að á árinu 1945 Fráleit ráðstöfun, sem mælist illa fyrir. Sú ráðstöfun að láta Esju taka upp millilandaferðir hefir vakið gífurlega gremju um land allt. Flutníngaþörfin er geysi- leg, og mikil vandræði munu steðja að fólki vegna þessarar furðulegu ákvörðunar. Sam- gönguvandræðin voru ærin fyr- ir, þótt þetta bættist ekki ofan á. Esja var á sínum tíma smíð- uð til þess að leysa samgöngu- örðugleika fólksins í dreifbýl- inu, og hún er þess skip. Það var ein af heillaríkum ákvörð- unar Skúla Guðmundssonar, meðan hann gegndi ráðherra- embætti, að ráðast í Esjukaup- in. Án Esju hefðu margir áreið- anlega verið illa settir á liðnum árum. Nú hefir Emil Jónsson samgöngumálaráðherra ákveðið, að Esja skuli send til Danmerk- ur með fólk, sem vill skemmta sér um sumartímann. Það er grátbrosleg staðreynd fyrir for- mælanda Alþýðuflokksins, sem skrökvaði því í útvarpið á dög- unum, að Framsóknarmenn hefðu verið á móti Esjukaup- unum, enda þótt þeir færu einir með stjórn landsins, þegar þau voru ráðin. Eða átti sú saga að breiða yfir það hneyksli, sem samgöngumálaráðherrann hefir nú gert sig sekan um með þess-- ari ráðstöfun sinni á Esju? I Mannflokkun. í tíð núverandi stjórnar hefir verið tekin upp nýstárleg mann- flokkun. Stjórnarvöldin hafa tekið sér fyrir hendur að skipta landsfólkinu í tvo hópa með misjöfnum rétti. Þetta kemur meðal annars fram í kjötlögun- um og þeirri stefnu í trygginga- málum og rafmagnsmálum, sem varð ofan á á síðasta þingi. For- svaranlegt mætti það téljast, ef hér væri farið eftir efnahag manna — þeir, sem betur væri stæðir, nyti ekki jafngóðra kjara og hinir fátækari. En svo er ekki. Það er ekki það, sem miðað er. Það, sem ríkisstjórnin og hennar menn leggja til grund- minnkuðu erlendu innstæðurn- ar um nálægt 156 milj., fjárlög ársins 1946 afgreidd með 17 millj. króna tekjuhalla og rík- isábyrgð varð að gefa atvinnu- rekendum í báðum aðalvinnu- stéttum þjóðarinnar fyrir at- vinnurekstrinum, auk 200 millj. kr. lántökuheimildar og ákveð- inna ríkisábyrgða í fjárlögum 1946 um 200 millj. kr. .Slíka smámuni er ekki vert að tala um. En hversu lengi getur okkar unga lýðveldi risið undir slíkri fjármálastjórn? Það *er hætt við, að þeir, sem nú telja fyrir öllu, að þingmað- urinn geti fengið úr ríkissjóði sem hæsta fjárveitingu, eða miklast af því, að þingmaður sinn sé forseti — með vissum hlunnindum til áfengiskaupa — vakni við vondan draum, þegar ríkissjóður er tómur, at- vinnuvegirnir stöðvaðir vegna vegna vaxandi verðbólgu og fólkið samanþjappað í fáeinum kaupstöðum atvinnulaust, þrátt fyrir alla nýsköpunina. Þá munu þeir lýðskrumarar fá sinn dóm, sem i fullu ábyrgð- arleysi og algerlega gegn betri vitund hafa nú í frammi hvers konar áróður og blekkingar í því skyni að reyna að afla sjálf- um sér pólitísks stundarávinn- ings. Blönduósi, 18. júní 1946. Hannes Pálsson, Undirfelli. vallar við þessa nýstárlegu flokkun þegnanna, er aðallega tvennt: Hvar á landinu þeir búa og hvort þeir reka einhverja at- vinnu á eigin ábyrgð. Þeim er skipað skör lægra en öðrum. Þeir, sem hafa þrjá menn í vinnu við búskap, smáiðnað. út- gerð eða annað, eru orðnir annars flokks borgarar. Þeir fengu ekki að njóta góðs af kjötlögunum, og raunar enginn, sem átti kind. Þeim er ætlaður óæðri réttur samkvæmt trygg- ingalöggjöfinni, eins og stjórn- arflokkarnir gengu frá henni. Þeir eru til dæmis ekki slysa- tryggðir. Fólkiö, sem býr úti á landinu, á aftur á móti að borga rafmagnið hærra verði, þegar það fær loksins rafmagn. Þetta þykir mörgum að vonum kynlegt réttlæti.. \ ! Ef kjötlagaréttlæti gilti í byggingamálum. Það er ekki óhugsandi, að stjórnarflokkunum kynni að detta í hug að taka þessa mann- flokkun sína upp á fleiri sviðum. Segjum, að þeir vildu í alvöru leysa eitthvað úr húsnæðisvand- ræðunum eða hjálpa einstakl- ingunum til þess að gera það. Gerum ráð fyrir, að rannsókn færi fram í þessu efni og leiddi í ljós, að há vinnulaun stæðu í vegi þess, að menn gætu byggt yfir sig. Síðan yrði gripið til þess úrræðis að greiða úr ríkis- sjóði svo sem helming vinnu- launa við íbúðarbyggingar. Um þetta yrðu gefin út lög, sem á- kvæðu, að þeir, sem sjálfir eru vinnuseljendur, þ. e. launþegar, fengju ekki niðurgreiðslu á vinnulaunum við húsbyggingar. Þeir væru sviptir rétti, sem aðr- ir þegnar nytu. Þetta væri sama og að meina launþegum með öllu að byggja yfir sig. Þetta þættu sennilega harðir kostir.En hér væri á sömu forsendu byggt og þegar bændur voru útilokað- ir frá að njóta góðs af kjötlög- unum. Mörg fleiri dæmi mætti nefna um það, hvernig þessi nýja mannflokkun riklsstjórnar- innar er, og það réttlæti, sem hún er byggð á. • Framboð harmoníkuspilarans. Það er enn umtalsefni margra, hvaða sóma forystulið Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík gerði þingeyskum Sjálfstæðis- mönnum með framboði har- móníkuspilarans. Þykir mörg- um flokksforingjarnir leggja einkennilegt mat á sjálfsvirð- ingu manna í þessu héraði sem fóstrað hefir ýmsa mætustu syni þjóðarinnar. Einkanlega þykir þetta framboð harmóniku- spilarans kynleg ráðstöfun, þar sem vitað er, að vinsæll maður í héraðinu, er lengi hefir verið br j óstvörn Sj álf stæðisf lokksins og frambjóðandi hans, var bú- inn að safna meðmælendum til framboðs. Herðum sóknina Framsóknarmenn í Reykja- vík! Munið það, að takmarkið er: Pálmi Ilannesson á þing. Nú eru síðustu forvöð að hefj- ast handa fyrir alla þá, er vilja vinna og tryggja kosningu Pálma Hannessonar, kosningu fyrsta Framsóknarþingmanns- ins í höfuðborg landsins. Eng- inn má láta sitt eftir liggja, því að kosningin getur oltið á örfá- um atkvæðum. Enginn má láta það dragast úr hömlu að gera alt, sem í hans valdi stendur til þess að stuðla að auknu fylgi Framsóknarfl. 1 bænum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.