Tíminn - 12.07.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1946, Blaðsíða 2
2 123. blað Reykjavík, féstttdaginn 12. jáli 1946 Föstudayur 12. jjúlí Richard Beck prófessor: Hin sameiginlega hugsjóna - arfleifð vor Málin, sem „þjóðin tók upp á arma sína” Ólafur Thors hefir skrifað hugvekju um úrslit kosning- anna í Morgunblaðið. Þar kennir margra skrítinna Jull- yrðinga, sem ekki verða þó eltar ólar við að sinni. Greininni lýk- ur svo með þeirri áskorun, að nú verði að snúa sér að lausn þeirra „framfaramála, . sem þjóðin með kosningaúrslitunum hefir tekið upp á sína arma og gert að sínum“. Nánari skilgreining fylgir því svo ekki, hver þessi „framfara- mál“ eru. Lesendurnir eru því jafn ófróðir um það sem áður, hvaða mál það eru, sem Ólafur á við. Eigi Ólafur við það með þessu skrafi sínu að fylgja eigi stjórn- arstefnunni óbreyttri, fer hann að vanda rangt með. Tveir stjórnarflokkanna, Al- þýðuflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn, gengu til kosninga undir því kjörorði, að veruleg breyting þyrfti að verða á stjórnarstefnunni, einkum þó í verzlunarmálum og skattamál- unum. Sjálfstæðisflokkurinn tók Jjessu hins vegar ólíklega og vildi halda öllu sem óbreytt- ustu frá því, sem nú er. Þar sem samanlögð fylgisaukning Al- þýðuflokksins og- Sósíalista- flokksins varð miklu meiri en Sjálfstæðisflokksins, verður ekki litið á þáð öðru vísi en þannig, að það hafi verið úrskuröur kjósendanna um, að sú stór- felda stefnubreyting, sem þessir flokkar lofuðu, ættí að ganga fram. Þau framfaramál, sem því má segja, að „þjóðin hafi tekið upp á arma sína með kosningaúr- slitunum“, eru „nýsköpun verzl- unarinnar“ og „nýsköpun skattamálanna“, sem Alþýðu- flokkurinn og Sósíalistaflokkur- inn lofuðu fyrir kosningarnar. En nú er eftir að sjá, hvort Ól- afur Thors viðurkennir þetta og hvort túlkun hans verður ekki sú, að framfaramálin, sem hann telur þjóðina hafa tekið upp á arma sína, sé að láta allt vera sem óbreyttast frá því, sem það er nú, og þó einkum í verzlun- ar- og skattamálunum. Og nú er að sjá, hvernig forkólfar Al- þýðuflokksins og Sósíalista- flokksins bregðast við því trausti, sem þeim var sýnt í kosningunum, og hvort „ný- sköpunin", sem þeir lofuðu í verzlunarmálum og skattamál- um, verður nokkuð meira en kák og málamyndunarvinna, svo að þeir þurfi ekki að brjóta af sér vinfengi Ólafs Thors og heildsalanna. (Meginmal ræðu á allsherjarmótiþeirra: „Þeir eru frjálsir og lúta norrænna manna í Winnipeg). eigi yfirráðum neins manns, og Á þessari söguríku fagnaðar-þeir leggja lífið í sölurnar fyr- stundu, allsherjarmóti nor- rænna manna á þessum slóðum, hverfa mér í hug ummæli sænska stúdentsins, sem dvalizt hafði víðsvegar á Norðurlönd- um, og komst svo að orði í ljóði, að þá er vér börn Norðurlanda hittumst, getum vér af ríkum skilningi rétt hvert öðru hend- ina og heyrt hjörtun slá. Vér, sem hér erum saman komin, getum vafalaust tekið undir þau orð; enda mun óhætt að segja, að langdvöl margra í vorum hópi utan stranda heimalands- ins hafi glöggvað oss skilning- inn á nákomnum og margþætt- um skyldleika vorum. Vissulega eigum vér, sem nor- rænt blóð rennur i æðum, margt og mikið sameiginlegt. Vér mætumst hér á erlendri grund, sem fólk af sama ætt- stofni en eigi framandi hvert öðru. Vér erum tengd órjúfan- legum böndum blóðs og menn- ingarerfða. Náskyld tungumál, þjóðerni, lífskjör og hugsjónir; allt stuðlar þetta að þvi að glæða oss skilninginn á nánum frændsemisböndum vor í milli. Og hver hliðin sem er á þessum nána skyldleika norrænna þjóða, þjóðernislega og menn- ingarlega, væri verðugt umtals- efni á þessum stað og girnilegt til fróðleiks. En að þessu sinni verða aðeins teknar til meöferð- ar nokkrar þær hugsjónir, sem verið hafa norrænum þjóðum sérstaklega hugstæðar um alda- raðir. Með atburðaríka og þúsund ára gamla sögu þeirra í baksýn, ber ekkert sérkenni þeirra hærra við sögunnar himin held- ur en djúpstæð frelsisást þeirra, óbeygjanlegur 'sjálfstæðisandi þeirra; en það er í rauninni eitt og hið sama og að segja, að nor- rænir menn hafa jafnan átt djúpan skilning á gildi og helgi einstaklingsins. Ummæli sagnritarans forna um Fríslendinga eiga jafn vel heima um norræna frændur ir frelsið, og myndu fremur kjósa dauða heldur en þræl- dómsok“. Landnám norrænna manna á íslandi átti eins og al- kunnugt er, beint og óbeint, rætur sínar í þeirri ákvörðun þeirra að lúta eigi harðstjórn heima fyrir. Þar er því um að ræða sígilt dæmi frelsisástar þeirra. Norrænir menn til forna voru ákveðnir einstaklings- hyggjumenn. „Sjálfur leið þú sjálfan þig“, var mikilsvert boð- orð þeirra og mælisnúra í lífinu. Hið nafnlausa skáld „Háva- mála“ syngur hinum óháða og frjálslundaða manni mikið lof og verðugt: „Bú es betra, an biðja sé, ■> halr es heima hverr; þótt tvær getr eigi % og taugreptan sal, þat es þó betra an bæn.“ 1 Ekkret er djúpstæðara eða dýrlegra í norrænum hugsjóna- arfi vorum heldur en sú ódauö- lega frelsisást, sem brunnið hefir í brjóstum norrænna manna frá alda öðli, og sem íor- feður vorir hafa lagt allt í söl- urnar fyrir, jafnvel lífið sjálft, þegar því var að skipta. Hinn ósigrandi hetjuandi Norður- landabúa, hin forna frelsisást þeirra, er færð í skáldlegan og kröftuglegan búning í þessum ljóðlínum norska skáldsins og hetjunnar, Nordahl Grieg, er sjálfur bjó yfir þeim anda í svo ríkum mæli: „Sú fullvissa er fædd í oss öllum, að frelsið sé líf hvers manns, jafn einfalt og eðlisbundið sem andardráttur hans. Vér fyndum, er áþjánin ægöi, hve andþrengslin sóttu oss heim, sem köfnun í sokknum kafbát. Vér kunnum ei dauða þeim.“ Skal þá horfið að annarri hliö á skapgerð og lífsskoðun nor- rænna manna, er sumum virð- ist kynleg mótsðgn í fari þeirra. Samhliða djúpstæðri frelsisást hafa þeir átt og eiga enn jafn BenecLikt frá Auðnum: SKIPULAG Fyrir fimmtíu árum síðan kom út fyrsta samvinnuritið, sem gefið var út á íslandi, tímarit kaupfélaganna. Útgáfa þess var ákveðin á fundi, sem nokkrir leiðtogar kaupfélaganna ixöfðu haldið í Reykjavík árið áður, en ritstjóri þess var ráðinn Pétur Jónsson frá Gautlöndum. Ekki komu út nema tvö hefti af þessu riti, en vafalaust hefir það þó haft mikla þýðingu, því að það var mjög vel úr garði gert. í fyrra heftinu birtist eftirfarandi ritgerð eftir Benedikt Jónsson frá Auðnum, og lét Þorsteinn Er- lingsson svo ummælt um hana, að hún væri það bezta, sem ritað hefði verið um þau mál á íslandi. Ritgerð þessi á ekki síður er- indi til landsmanna nú en þá, og því finnst Tímanum hlýða, að minnast afmælis hins elzta íslenzka samvinnurits með því að endurprenta hana. En það skulu þessir herrar vita, að svo einfaldlega munu þeir ekki geta sloppið frá þess- um loforðum. Nýsköpun verzl- unarinnar og nýsköpun skatta- málanna voru málin, sem þjóðin tók nú helzt upp á arma sína í kosningunum, og þó á hún vissulega eftir að gera það miklu betur síðar. Svik í þessum mál- um munu hljóta þungan áfellis- dóm og þjóðin á eftir að ganga aftur til kosninga. Þá mun hún geta merkt það, þrátt fyrir skrum og blekkingar stjórnar- liðsins, hverjir hafa staðið bezt á verði í höfuðmálum alþýð- unnar, þegar mest hefir reynt á. „Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðústu vegina jafni; og því stíg ég hiklaust og vonglaður inn í frelsandi framtíðar nafni.“ Nýlega kom út á Englandi bók ein, er vakti mikla eftir- tekt.1) Höfundurinn heldur því fram, meðal annars, að andlegir hæfileikar og þroski einstakling- anna meðal Evrópuþjóða nú á tímum séu í rauninni engu meiri en hjá hálfviltum þjóð- um eða hjá fornaldarþjóðunum. i) Benjamín Kidd: „Social Evolu- tion“ = Pélagsleg framþróun. Annar merkur rithöfundur'-) hefir haldið því fram, að Forn- grikkir hafi haft eins mikla andans yfirburði yfir Evrópu- menn nú á tímum, eins og þeir hafi nú yfir blámönnum. Glad- stone gamli hefir líka komist að þeirri niðurstöðu, að miðalda- menn hafi verið búnir meira andlegu atgervi en nútíma- menn. — Það er ýmislegt, sem bendir til, að þessar skoðanir séu á rökum byggðar. Norður- álfumenn hafi Utið með fyrir- litningu til Japtansmanna og 2) Galton: „Herédítary Genius“ (andans arfur/. sterka virðingu fyrir lögum og réttlæti. Frelsi innan ákvæða landslaganna hefir, með öðrum orðum, verið og er skilningur þeirra á persónulegu sjálfstæði. „Með lögum skal land byggja“, hefir verið kjörorð þeirra. Þau orð eru að vísu eignuð Njáli, hinum vitra íslenzka löggjafa fornaldarinnar. Meginatriðið í þessu sambandi er þó það, að þessi krafa um að byggja á grundvelli laga og réttar virðist hafa verið algeng um öll Norð- urlönd. Alþingi íslendinga, elzta starfandi þjóðþing í heiminum, er lifandi minnismerki virðing- ar norrænna manna fyrir lögum og réttlæti. Lögin frá lýðveldis- tímabilinu íslenzka hafa einnig með réttu verið talin meðal „fegurstu ávaxta“ forn-nor- rænnar menningar„. En þessi virðing fyrir. lögum og réttlæti á, hins vegar, ræt- ur sínar í s kilningi og mati Noröurlandabúa á gildi og helgi einstaklingsins. Sveinn Björns- son, forseti íslands, talaði því í anda írelsis- og réttlætisástar þjóðar sinnar og kynstofns, er hann komst þannig aö orði i ræðu sinni eftir að hann hafði verið kosinn ríkisstjóri fyrir nokkrum árum síðan:. „Vér munum virða réttinn, einnig er aðrir éiga í hlut — en aldrei máttinn án réttar.“ Og þessi djúpstæða norræna réttlætiskend og virðing fyrir lögum, sýnir sig, meðal annars, á undanförnum árum, með öfl- ugri og margháttaðri þátttöku Norðurlandaþjóðanna, sérstak- lega Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur, í alþjóðlegri samvinnu bæði í þjóðabandalaginu og með öðrum hætti. Hér er sannarlega um það blys stórrar hugsjónar að ræða, sem verðugt er að halda á loft og bera fram til nýrra sigra, því aö sú hugsjón miðar að stofnun varanlegs friðar á jörðu hér, grundvölluð- um á alþjóðaréttindum. Gildi þess norræna hugsjóna- arfs vors, sem hér hefir stutt- lega verið gerður að umtalsefni, verður enn auðsærra og dýr- Kínverja, en nú sýnir reynslan, að þegar þeim gefst færi á að læra, þá hafa þeir fullt eins góðar „gáfur“ sem Noröurálfu- menn. Það eru ýmsar líkur til þess, að í sumum viltum þjóðum séu hraustari og betur byggðir heilar, en til eru í nokkurri hauskúpu í Norðurálfunni. En þessir villimannaheilar hafa önnur ytri skilyrði en hjá oss. Þeir hafa annað starf að leysa en vorir heilar. Væri þeim fengið hið sama starf, eru lík- ur til, að’ þeir mundu leysa það eins vel af hendi, sem vorir heilar nú gera. Að námsgáfum eru blámenn ekki eftirbátar hvítra manna. Þá skortir ekki heila, þá skortir að eins skóla. í barnaskólum Bandafylkjanna sýnir reynslan, að svörtu börn- unum gengur námið eins vel og þeim hvítu. En hverjar eru þá orsakir þess, að hinir hvítu Evrópu þjóðflokkar hafa gerst herr- ar“ allra annarra þjóðflokka, hafa hvarvetna haft yfirhönd- ina yfir þeim, og eru kennarar þeirra í allskonar menning og listum? Hvers vegna hafa Norð- urálfumenn einir reist voldug menningarríki, með öllum þeirra undrum og kynjum af vélum og mannvirkjum? Hvers vegna verða gáfaðir Japans- fiítatiangi „Mikil vonbrigði“. Ólafur Thors birti nýlega hug- vekju um kosningaúrslitn í Mbl- Hann minnist þar á „sættina“ við Björn Ólafsson og segir: „Sú sætt var af heilind- um gerð á báða bóga. Það er þýðingarlaust að leyna því, að öllum þeim, er að sáttagerð þessari stóðu, eru það mikil vonbrigði, að kjósendur hafa ekki allir viljað una henni“. Já, Ólafi eru það „mikil von- brigði“, að Björn Ólafsson komst ekki inn í þingið! Og sættin við hann var „af heilindum gerð“, enda þótt útstrikanirnar væru skipulagðar að undirlagi Ólafs og annarra forsprakka flokks- ins! Það verður ekki af Ólafi haft, að ekki myndi öðrum tak- ast betur hlutverk Faríseans. Ólafur og „finun-menn- ingarnir". Ólafur Thors segir í sömu greininni um afstöðu fimm- menninganna: „Sjálfstæðismenn gerðu sér almennt grein fyrir, að þessir mætu menn andæfðu ekki stefnu stjórnarinnar, heldur hinu, að flokkur þeirra gengi til samstarfs við Sameiningarflokk al- þýðu — Sósíalistaflokkinn". Það verður fróðlegt aö sjá, hvernig hinir „mætu menn“ svara þessari frásögn Ólafs. — Þegi þeir við henni, ómerkja þeir allt, sem þeir hafa sagt á framboðsfundunum og víðar stjórnarstefnunni til hnjóðs. Kjósendur geta þá gert sér ljóst, að á orðum þessar „mætu manna“ er ekkert mark takandi, þvi að Ólafur getur notað þá, eins og honum bezt sýnist. mætara í ljósi þess, hvernig umhorfs er nú í heiminum. Minnugir þess, og sameiginlegra hugsjónaerfða vorra, sæmir oss að greiða vora þegnlegu skuld hérlendis með þeim- hætti, að ávaxtanna og áhrifanna af þeirri arfleifð gæti sém bezt í lífi voru og starfi. Hjálparmenn íhaldsins. Blað Kommúnista á Akureyri, Verkamaðurinn, segir svo i for- ustugrein um kosningaúrslitin 6. þ. m.: „Eins og háttað er nú um samvinnu flokkanna í ríkisstjórn, var ákaflegft eðlilegt, að kosningarnar snérust fyrst og fremst um stjórnarstefnuna. — Þess vegna er alveg víst að fjöldi af fólki,^sem stendur nærri Sósíalistaflokknum í skoðunum, hefir í þeim sýslum, sem hörðust og tví- sýnust átök fóru fram milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, talið rétt aS styðja að kjöri Sjálfstæðis- mannsins, í því liggur fylg- isaukning Sjálfstæðis- flokksins fyrst og fremst“. Forkólfar kommúnista hafa svo sem ekki gert það enda- sleppt við flokk burgeisanna. Fyrst auglýsa þeir hann sem framúrskarandi umbótaflokk. Næst skapa þeir forkólfum hans stórfelldustu auösuppsprettur, svo að þeir geta lagt ógrynni fjár í kosningarnar og aflað sér alls þess kjörfylgis, sem hægt er að fá með þeim hætti. Og þeg- ar þetta dugir ekki, láta þeir flokksmenn sína kjósa fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins. En skyldi verkamönnum ekki þykja það dálítið skrítin hags- munabarátta fyrir þá, aö for- kólfar kommúnista skuli þannig vinna aö eflingu burgeisa- flokksins á flestan hátt? íhaldið svíkur alla. Á síöastl. vetri, gerðu Sjálf- stæðismenn sér mjög dátt við Bjarná á Laugarvatni og hét honum miklum stuðningi, ef hann klyfi Framsóknai'flokkinn í Árnessýslu og færi fram á sér- stökum lista. Bjarni gekk í gildruna. Kosningaúrslitin sýna, að svo fullkomlega hefir.íhald- ið brugðist fyrirheitum sínum, að Bjarni virðist ekki hafa fengiö eitt einasta atkvæði frá því. Þannig fer öllum, sem láta táldragast af íhaldinu. menn að læra af Norðurálfubú- um allt það, er að menningu og verklegum framförum lítur? Hinn enski höfundur svarar þessum spurningum og segir, að orsökin sé ein, og hún sé sú, að Norðurálfumenn hafi lært að nota fullkomnast félagslegt skipulag (social organisation); og því næst færir hann rök til þess, að skipulegt félagslíf sé grundvöllur allrar menningar; að án þess géti engin menning átt sér stað, án þess sé ein- staklingurinn aflvana, en að í hagfelldu skipulagi þúsundfald- ist áfl og hæfileikar einstakling- anna, því það geri heilar þjóð- ir að einum lifandi'líkama, og einstaklingana að samvinnandi líffærum. Það, sem einstakling- urinn framkvæmir í skipulegu félagslífi, verður öllum að not- um, og það, sem allir safna verður hverjum einstaklingi til gagns og þroska. Það víkkar og stækkar líf einstaklinganna, svo það verður að þjóðlífi. Það safn- ar krafti úr þúsundum ein- staklinga í hvern einstakling, úr þúsund heilum í einn heila, án þess nokkur missi nokkurs við það, og á sama hátt dreifir það frá einum til allra. Þó til væri þjóðflokkur af tómum spekingum, þá mundi hann án skipulags ekkert megna til móts við þjóðflokk af tómum heimsk- ingjum, er lært hefðu skipulegt félagslif. En skipulagið orkár meiru. Það tengir einnig saman aldir og kynslóðir. Það, sem ein kyn- slóðin vinnur, það erfir hin næsta. Hún þarf því ekki að byrja frá upphafi, að eins halda áfram, þar sem hin næsta hætti. Skipulagið eitt gerir þetta mögulegt; það er sá söfnunar- sjóður, sem varðveitir andans arf um aldur og ævi, það veldur mismuninum á blámönnum 1 Afriku og Parísarbúum- Væri blámönnum kennt skipulag, og þeir frá fæðingu nytu uppeldis í skólunum í París, þá væru þeir vísir til að ná fyrstu eink- unn. Væri blámönnum kennt að nota hraðskeytabyssur Frakka og fallbyssur Krúpps, þá væru þeir vísir til að reka Frakka burt úr París. En blámaöurinn stendur einn gegn öllum, því ekkert skipulag verndar einstaklinginn. Allt, sem hann veit og kann, verður hann á örstuttri einstaklmgs- ævi að læra af sjálfum sér; hann hefir við engum andlegum arfi tekið. Hann einn getur því í sannleika heitið sjálfmennt- aður maður. Meðal menningar- þjóðanna er raunar engin sjálf- menntaður maður til. Þar hefir hver og einn tekið þekkingu (FramhalA á 4. síBu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.