Tíminn - 31.07.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: j
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON j
ÚTGEFANDI: j
FRAMSÓKNARFLOKKURINN j
\
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
30. árg.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDÚH 'SI. Llndaxgötu 8 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A j
Síml 2323 \
136. blað
Heitnsóknir nor-
rænna blaöa-
manna
Síðan samgöngur við Norður-
lönd urðu sæmilega greiðar hef-
ir smátt og smátt lifnað yfir
hinu andlega og menningarlega
sambandi milli íslands og hinna
Norðurlandanna. Er auöséð, hve
sterkar þær taugar eru, sem
tengja Norðurlöndin bróður-
böndum, þrátt fyrir snurður,
sem hlaupið hafa á þráðinn,
eins og til dæmis hefir óneitaix-
lega orðið milli íslendinga og
Dana út af sambandsslitun-
um.
Ýmsir kunnir blaðamenn af
Norðurlöndum heimsækja nú ís-
land og fleiri hafa það í hyggju,
og mjög margir íslenzkir blaða-
menn fara til Norðurlanda í
sumar.
Danskur blaöamaður, er skrif-
ar í Politiken, Den konserva-
tive Generalkorrespondance og
Aarhus Stiftstidende, E. Poupli-
er að nafni, er nú staddur hér
á landi. Hefir hann þegar dval-
ið hér einn mánuð og ferðast
nokkuð um Suðvesturland, en
hyggur nú á lengri ferðir, meðal
annars til Norðurlandsins, þar
sem hann ætlar að kynnast líf-
inu og starfinu í síldveiðistöðv-
unum.
Mun hann sennilega dvelja
hér á landi fram í október.
Pouplier hefir áður ferðast
um Svíþjóð, Noreg og Færeyjar
og skrifað greinar um það, sem
fyrir augu hans bar í þessum
löndum.
Þá er byrjun næsta .mánaðar
von á mjög kunnum sænskum
blaðamanni hingað til lands.
Heitir hann Karl Olav Hed-
ström og vinnur við Stockholms
Tidningen. Nýtur hann styrks
til þessarar ferðar frá Publicist-
klúbbnum, sænska, en slíkan
styrk hljóta ekki nema þeir
blaðamenn, sem skara fram úr.
Maður reynir að ger-
ast laumufarþegi
Fyrir nokkru reyndi maður
að gerast laumufai’þegi með
Dronning Alexandrine, er skip-
ið fór héðan áleiðis til Dan-
merkur. Var hann settur í land
í Færeyjum og fluttur aftur
hingað til lands með næstu ferð.
Um seinustu helgi reyndi sami
maður að strjúka aftur, frá
hælinu í Arnarholti á Kjalar-
nesi. Komst hann þá ekki lengra
en til Reykjavíkur og hafðist
fljótlega upp á honum þar. —
Hafði hann fundið hest skammt
frá Arnarholti og reið af stað
til Reykjavikur, en síðar komst
hann i bifreið til bæjarins.
Lík rekur
Á laugardaginn fundu tvær
telpur, er voru að leika sér í
fjörunni milli Bala og Skers-
eyrar á sunnanverðu Álftanesi,
sjórekið lík. Fóru þær heim til
sín og létu vita af fundinum.
Lögreglunni í Hafnarfirði var
þegar gert aðvart og fór hún
þegar á staðinn og tók líkiö í
sínar vörzlur. Líkið er mjög
skaddað, svo ekki mun reynast
hægt að þekkja það.
Landbúnaðarsýningin í Stokkhólmi —
stærsta landbúnaðarsýning á Norðnrlöndum
Gísli Kristjánsson ritstjóri segir frá
Eins og kunnugt er, héldu Svíar merkilega landbúnaðarsýn-
ingu í vor. Stóð hún yfir 8.—16. júní. Gísli Kristjánsson búfræði,-
kandidat, ritstjóri Freys, var erlendis um það leyti er sýningin
var haldin og fór til Stokkhólms, til að skoða sýninguna. Þar sem
sýning þessi var merkur atburður í landbúnaðarsögu Svía, því
hún var haldin í tilefni af því að 100 ár eru liðið síðan fyrsta
landbúnaðarsýningin var haldin þar í landi, þykir Tímanum rétt
að geta hennar að nokkru. Hefir tíðindamaður blaðsins því snú-
ið sér til Gísla Kristjánssonar og fengið hjá honum eftirfarandi
[ kennisbúningi sveitarinnar eða«'
þá bara í hversdagsfötunum,
vopnuð verkfærum þeim og á-
höldum, sem notuð eru við dag-
legu störfin.
Það verður að teljast óvenju-
leg skrúðganga en tilkomumik-
il, að sjá hundruð eða þúsundir
ungra manna og kvenna fylkja
liði flytjandi með sér verkfærin
sem notuð eru hversdagslega
Eignast íslendingar
Evrópumeistara?
«
Nefnd sú, sem sjá á um þátttöku íslenzkra íþróttamanna f
Evrópumeistaramótinu, hefir að undanförnu verlð að vinna að
undirbúningi sem ljúka þarf, og athuga hvernig ferðum verði
upplýsingar um sýninguna:
Svíar efna til landbúnaðar-
sýninga á hverju ári í hinum
einstöku héruðum, en til stærri
sýninga — landshlutasýninga —
er efnt með ákveðnu millibili og
landssýningar eru við og við.
í ár var landssýning haldin
í Stokkhólmi. Stóð hún í 8 daga,
eða frá 8.—16. júní. Var sér-
staklega vandaö til þessarar
sýningar; fyrst og fremst í til-
efni af því, að 100 ár eru liðin
síðan fyrsta landbúnaðarsýn-
ing var haldi þar í landi.
Þá var hinum Norðurlanda-
þjóðunum boðið tækifæri til að
hafa eitthvaö það á sýningu
þessari, sem gæti gefið Svíum
hugmynd um ástæður landbún-
aðarins utan lands síns. Á sýn-
ingunni var skáli undir hálf-
þaki, er hýsti sýningar Norður-
landa, og yfir honum blöktu
fánarnir hlið viö hlið.
ísland átti þar enga sýningu
og engan fána. Enda þótt ís-
lenzki fáninn blakti eigi yfir
sérdeildunum, var hann þó ekki
öllum gleymdur, því að í röð
þeirra fána framandi þjóða,
sem blöktu við hún á hverjum
degi í þá 8 daga sem sýningin
stóð yfir, var íslenzki fáninn
bæði við inngangsdyr sýningar-
svæðis og við hlið sýningar-
hrings andspænis hinum veg-
legustu sætum áhorfendapalla.
Sýningin opnuð.
Með konunglegri þátttöku og
ræðum konungsins og annarra
tiginna manna, var sýningin
opnuð fyrir almenning, sem
streymt hafði til höfuðborgar-
innar hvaðanæfa af landinu.
Var það sérstaklega hátíðleg
og tigin sjón að líta fylkingar
jeldri og yngri bænda úr öllum
j landshlútum, berand^. fána-
merki landbúnaðai’héraðanna
1 fyrir hverri fylkingu, en fylk-
í ingarnar voru 14 og um 250
manns í hverri. Fylgdu fylking-
! arnar hver á eftir annarri í
jSkrúðgöngu fram fyrir öndvegi
' konunglegra gesta og að því
búnu út af sýningarsvæöinu.
j Þá var einnig farið um sýn-
ingarsvæðið í fylkingum með
, vélar þær, sem notaðar eru í
þágu landbúnaðarins og svo var
I búféð leitt um sýningarhring-
inn, hver tegund fyrir sig og
hver á eftir annarri, hestar af
ýmsum kynjum og ættum, naut-
gripir, öll innlend kyn og nokk-
! ur útlend, sauðfé, geitur, og
meh’a að segja hundar.
Sóliii skein og lýðurinn söng.
Yfir sýningarsvæðinu hreyfðust
600 fánar fyrir léttum blæ.
Blíða sumarsins brosti við gest-
unum.
Færeyingar stofna
flugfélag
Æskulýðurinn,
Á hverjum degi í 8 daga var
eitt eða annað — stundum
j margt — til sýnis í sýningar-
ihringnum. Hver dagur var sér-
staklega helgaður einhverjum
jsérstökum þætti, auk þess sem
allt sýningarsvæðið að sjálf-
1 sögðu stóð opið þeim, sem greitt
heima. Ekkert minnir betur á
þýðingu starfsins og ekkert get-
ur betur túlkað athafnalif dags-
ins en einmitt þetta. Kvenfólk
með hjólbörur, rokka, ullar-
kambá, prjóna eða hrífu, karl-
menn með öxi, orf um öxl,
skóflu í hendi eða þá með sauð
í bandi.
í slíkri skrúðgöngu er lífið og
starfið einkennismerki þess
æskulýðs, sem eitthvað vill og
eitthvað kann.
Til eru í Svíþjóð svonefnd
„byggðaverndarfélög". Hlutverk
þeirra er meðal annars það að
vernda gamlar minjar sveita-
heimilanna og byggðarlagsins.
Þátttaka þessara félaga á sýn-
ingunni gaf sögulegt samhengi
í rás viðburðanna. Þar voru
bornir munir, verkfæri og skart-
gripir, sem notaðir höfðu verið
ættlið eftir ættlið á sama heim-
ilinu, sumir í hundruð ára.
Elzti hluturinn í þessum þætti
var í höndum verkfræðings
nokkurs, sem mætti með fornt
og gult handrit, ættargrip frá
1376, er varðveittur var sem
helgur hlutur á heimilinu. Það
sem var af nýjum toga spunn-
ið, var að sjálfsögðu með ein-
kennum nýja timans, en hinir
eldri munir voru sumir fornir
og misjafniega ásjálegir.
Búfjársýningin.
Búféö gefur nytjar, sem eru
líísixauösynjar þeim þjóðum, er
lifa á norrænu breiddarstigi.
Ræktun búfjárins er nauðsyn-
(Framhald á 4. síðu).
bezt fyrir komið. Tíðindamaður blaðsins hefir snúið sér til Björns
Björnssonar hagfræðings, sem er formaður Oslonefndarinnar, og
fengið hjá honum upplýsingar um þau atriðl, er vitað er um i
þessu sambandi.
Evrópumeistaramótið verður
eins og kunnugt er haldið í Oslo
dagana 22.—25. ágúst Hafa ís-
lendingar fyrir all löngu ákveð- I
ið að taka þátt í mótinu og
senda menn til keppni í nokkr- j
um íþróttagreinum. Er ætlast til;
að íþróttamennirnir fari héðan
með flugvél til Kaupmanna-
hafnar þann 13. ágúst, og það-
an svo daginn eftir sennilega
flugleiðis til Oslo. Er farið
þetta fyrr en mótið á að hefjast
til þess að iþróttamennirnir fái
nokkurn tíma til að venjast um-
hverfinu og breyttu mataræði.
Oslonefndin hafði nokkra í-
þróttamenn á vegum sínum
norður í Reykjaskóla i Hrúta-
firði um vikutíma og komu
þeir aftur til bæjarins síðast-
liðinn fimmtudag. — Æfðu
íþróttamennirnir undir stjórn
sænska iþróttakennarans Ge-
orgs Bergfors, sem verið hefir
að undanförnu kennari Í.R. i
frjálsum íþróttum og skíða-
kennari félagsins síöari hluta
vetrar. íþróttamennirnir, sem
voru fyrir norðan eru: Gunnar
Huseby, Finnbjörn Þorvaldsson,
Skúli Guðmundsson, Kjartan
Jóhannsson, Jóel Sigurðsson,
Jón Ólafsson, Óskar Jónsson og
Oliver Steinn. Auk þess bauð
Osloarnefndin nokkrum efnileg-
um drengjum noröur til æfing-
anna, þeim: Örn og Hauk Clau-
sen, Birni og Vilhjálmi Vil-
mundarsonum, Torfa Bryn-
geirssyni og Ástvaldi Jónssyni.
Einnig voru þar Halldór Lárus-
son Umf. Kjalarnesþ. og Stefán
Sörensson Þing.
Þaö hefir ekki ennþá verið á-
kveöið endanlega hvað margir
fara á Evrópumeistaramótið
héðan, en sennilega verða þeir
9 eða 10. Auk þeirra átta, sem
áður hefir sagt verið, að búið
væri að ákveða, er nú talið lik-
legt, að St. Sörensson bætist í
hópinn fyrir ágætan árangur
sem hann náði í þrístökki, er
hann setti nýtt íslandsmet
(14,09 m.) um daginn, og Björn
Vilmundarson. Hann náði ágæt-
um' árangri í langstökki á
drengjamótum um helgina,
stökk 6,80 metra.
Þessir tveir síöastnefndu í-
þróttamenn eru ungir og efni-
legir, sem mikils má vænta af
í framtíðinni. Viröist ekki nema
sjálfsp,gt og eðlilegt, að þeim sé
báðum gefinn kostur á að reyna
sig við fremstu íþróttamenn í
Evrópu.
Margir munu bíöa með ó-
þreyju, eftir að sjá hvernig 1-
þróttamenn okkar standa slg á
mótinu. Þó má varla búast við
sérstökum áröngrum nema hjá
Gunnari og Finnbirni, en þess.
er vænst, aö þeír verði í
fremstu röð iþróttamanna, er
þarna koma fram. f>ví hefir
jafnvel verið spáð af erlendum
íþróttafrömuðum, að Gunn-
ar sé einna líklegastur til að
verða Evrópumeistari 1 kúlu-
varpi. Vonandi er að svo verði
og væri það hreint ekki svo þýð-
ingarlítið fyrir íslenzku þjóðina
í heild, þar sem hróður hennar
myndi þá stórlega aukast,. sem
íþrótta- og ‘ menningarþjóðar.
Þá yrði för íslenzku íþrótta-
mannaljýðingarmeiri, en þó við
sendum fjölmenna sendinefnd
á einhverja þýðingarlltla ráð-
stefnu úti i heimi.
Færeyingar hafa nú stofnaö
flugfélag og eru þegar búnir að j
taka eina farþegaflugvél á leigu.!
Flaug hún í fyrsta skipti frá
Færeyjum til Danmerkur þ. 13.
þ. m. Með henni voru 15 far-
þegar, þar á meðal stofnendur
flugfélagsins, útgerðarmennirn-
ir Daniel Niclasen og C. Mour-
itzen frá Leeds, sem hefir samiö
við skozka flugfélagið Scottish
Airlines um leigu á flugvélinni.
Landsþingsmaðurinn Poul Nical-
sen var á danska flugvellinum
og bauð farþegana velkomna.
Kvaðst hann vona, að þessi nýja
flugleið mætti verða góður lið-
ur í samvinnunni milli Dan-
merkur og Færeyja.
Ætlunin er sú, að flogið verði
einu sinni í viku á þessari leið.
Fyrsta ferðin var einkum farin
í þeim tilgangi að reyna, hvernig
flugvélinni tækist að taka sig
upp og lenda á flugvellinum,
sem brezka setuliðið lét gera vá
Vogey. Tók ferðin sjö tíma meö
viðkomu í Skotlandi, en fram-
höfðu aðgangseyri.
Æskunni var helgaður sér-
stakur dagur. Æska hvers
byggðarlags mætti fjölmenn
undir fána sínum, klædd ein-
vegis mun verða flogiö beina
leið til Danmerkur. Með flug-
vélinni kom einnig verkfræðing-
ur frá flugferðaeftirliti danska
ríkisins, en hann hefir rannsak-
að flugvöllinn á Vogey. Hann
telur, að vafasamt sé, aö hægt
verði að nota völlinn í sam-
bandi við reglulegar flugferðir
vegna lendingarörðugleika. —
Flugbrautina sjálfa, sem er 1100
m. á lengd telur hann góða, en
hún er umkringd af 300 m. há-
um klettum. Er því ómögulegt
að lenda þar, ef nokkuð er aö
veðri. Verkfræðingurinn álítur
því, að ekki sé hægt að halda
uppi föstum flugferðum frá
Færeyjum, því að þar er veður
mjög óstöðugt, sem kunnugt er.
Segir hann þó, að flugmála-
stjórnin muni láta rannsaka
þetta mál.nánar.
Frá landbúnaðarsýningunni sænsku
Stúlkurnar þrjár eru í sænskum þjóðbúningum, vopnaðar verkfærum þeim, sem notuð hafa verið öld af öld
í baráttu sveitafólksins fyrlr tilverunni. — Hesturinn er verðlaunagripur af belgísku kyni, tröllaukinn að vexti
og afli eins og liann á ætt tll.