Tíminn - 23.08.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.08.1946, Blaðsíða 3
152. blalS TÍMINN, föstMdafglun 23. ágást 1946 3 Rit um Vestfirði Vestfirðingafélagið i Reykja- vik hefir hafizt handa um að gefa út rit um átthaga félags- manna sinna, Vestfirði. Eiga rit þau að fjalla um náttúru, menn- ingu og sögu Vestfjarða. Árni Friðriksson fiskifræðingur og Ólafur Lárusson prófessor eru ritstjórar þessa verks. Hér er stofnað til merkilegrar bókmenntastarfsemi og munu alir sem unna fróðleik um sögu og náttúru lands og þjóðar fagna því. Sérstaklega hlýtur þetta þó að koma við okkur Vestfirðinga sjálfa. Félagið hefir ráðið Árna Frið- riksson til að skrifa um dýralíf Vestfjarða, Björn Guðmundsson á Núpi héraðslýsingu, Ólaf Lár- usson um landnám á Vestfjörð- um, Jón Jóhannesson um Sturl- ungaöldina þar vestra og Gils Guðmundsson atvinnusögu Vestfjarða. Auk þess er ráðgert að gefa út gamlar sýslu- og sóknalýs- ingar, sem aldrei hafa á prent komið. Þá er að geta þess, að auk þessara ráðagerða, er nú þegar komið út fyrsta rit félagsins. Það heitir Gróður, og er eftir Steindór Steindórsson frá Hlöð- um. Þetta er snoturt kver, 92 bls. prýtt nokkrum myndum og kortum. Svo segir í formálan- um: „Má treysta því fyllilega, að í riti þessu er. allt það, er vér vitum nú bezt um gróður á Vest- fjörðum." Ég er ekki grasafræðingur og því lítt umkominn að dæma um þessa bók fræðilega. Þó leynist mér ekki, að mín sveit hefir verið illa könnuð, enda getur höfundur þess ekki, að neinn grasafræðingur hafi kom- ið í Önundarfjörð, nema Stef- án Stefánsson og Baldur John- sen mjög lauslega. Virðist mér á því yfirliti, sem Steindór gef- ur um könnunarferðir um Vest- fjarðakjálkann, að fleiri svæði hafi orðið útundan. Ég tel það tvímælalaust mið- ur farið, að bók þessi er gefin út án þess að afla frekari gagna. Ég hygg, að vandalaust hefði verið að fylla í ýmsar þær eyð- datt mér allt i einu i hug vísu- erindi eftir sænska stórskáldið Verner von Heidenstam, og ég svaraði bóndanum með að hafa það yfir. En þar sem ég treysti mér ekki til þess að snúa því svo vel fari á íslenzku, læt ég mér nægja að þýða innihaldið, sem er á þessa leið:.Landið mitt er þakið lyngi og grjóti, en á svo fallegan hátt, að ég þarf ekki að ljúga því, að steinarnir séu úr gulli og perlum til þess að geta elskað þá. Ég mun lengi minnast svips hins sænska bónda, er ég hafði þulið þetta erindi. Hann roðn- aði og bliknaði á víxl eins og honum hefði verið gefið utan- undir langt inn í sálina. En þegar ég seinna fékk að vita, að ég var staddur í ;>Nárke“, heimabyggð skáldsins Verner von Heidenstam, skildi ég betur áhrifin af svari mínu. En því er skemmst frá að segja, að þegar bóndinn hafði jafnað sig, var mér boðið inn i stofu, og meðan ég sat þar að velreiddri máltíð, fór hann út um allar trissur og sótti nágrannafólk sitt. Fyrr en varði var orðið troðfullt í stof- unni, og nú varð ég að segja fréttir frá íslandi. Þannig hélt ég alveg óviðbúinn fyrsta fyrir- lesturinn minn um ísland, og þegar ég kvaddi bóndann, sagði hann við mig: „Þér verðið að ur, sem í bókinni er. Ættu menn að treysta því, að hún væri ýt- arleg, væri beinast að álykta, að sumar þær sveitir, sem bezt eru grónar, væru eyðilegar. En sjálfsagt eru þær upplýsingar, sem bókin gefur, ábyggilegar, svo langt sem þær ná. Þó að ég sé þunnur í grasa- fræðinni lærði ég ungur að þekkja hófsóley, hvítsmára og snarrót í túninu heima. Ég veit það með vissu, að það hefði ver- ið hægt víða um Vestfirði að ná til manna, sem þekkja margar algengustu jurtir í nágrenni sínu. Með því að gera það, hefði bókin orðið fyllri og ýtarlegri. En þó að eyður séu tilfinnan- legar í þann fróðleik, sem bók þessi veitir, er hér hafizt handa um útgáfustarfsemi, sem von- andi kemur til með að fylla með sæmd margar eyður, sem nú eru i raðir heimildarrita um íslenzk fræði. Halldór Kristjánsson. HÉRAÐSMÓT SKARPHÉÐINS var háð að Þjórsártúni sunnu- daginn 23. júní s. 1. Keppendur voru 60 frá 11 fé- lögum, og er það meiri þátttaka en nokkru sinni áður. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: Hástökk: Árni Guðmundsson, 164 m., U. M. F. Samhyggð. Skúli Gunnlaugsson, 1.58 m., U. M. F. Hrunamanna. Matthias Guðmundsson, 1.54 m., U. M. F. Selfoss. Langstökk: Þorbjörn Pétursson, 6.29 m., U. M. F. Laugdæla. Jóhannes Guðmundsson, 6.24 m., U. M. F. Samhyggð. Skúli Gunnlaugsson, 6.19 m., U. M. F. Hrunamanna. Þrístökk: Oddur Helgason, 13.30 m., U. M. F. Selfoss. (Framhald á 4. slðu). fyrirgefa, að við þekkjum svo lítið til íslands hér. En þér ætt- uð að fræða fleiri um landið yðar, því ég heyri, að ísiand er ekki aðeins föðurland yðar, heldur líka óskalandið fjar- læga.“ Nú veit ég ekki, hvort það voru þessi orð, sem urðu þess valdandi, að ég byrjaði á fyrir- lestrum um ísland, en að minnsta kosti fann ég og skildi að slíkrar starfsemi væri þörf, því að hugmyndir manna um ísland hjá nágrannaþjóðum vorum virtust mér harla fáránlegar á mörgum sviðum. Til að byrja með var það meira af vilja en getu að ég tók mér þessháttar starf á hendur. Ég var svo fá- tækur, að ég gat ekki ferðast öðruvísi en á hjólhesti, og ég gat ekki keypt mér filmu eða skuggamyndavél til að sýna fall- egar og fullkomnar myndir frá landinu. En smám saman rættist úr þessu, og þegar ég fór heim í vor, hafði ég flutt fyrirlestra um ísland í meira en 600 þorp- um og bæjum í Danmörku og Svíþjóð, þó einkum Danmörku. Það skeði ekki sjaldan, þegar ég sýndi myndir að heiman, að ein- hver meðal áheyrendanna lét upphátt undrun sína í ljós yfir stórfelldleik og fegurð landsins. Og stundum voru landar við- (Framhald á 4. síOu). HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Wijdeveld gat ekki sofnað .... Hettý og Sjoerd. Dóttir hans ljómaði bókstaflega af hamingju — hann hefir aldrei fyrr séð hana slíka. Þannig geta allir hlutir snúizt á betra veg — þannig geta gamlar vonir vaknað til lífs á ný og öðlast fyllingu. Hann hefir séð börnin sín \faxa upp hvert af öðru — séð þau leitast við að höndla hamingjuna eftir hinum ólíkustu leiðum — séð sum þeirra bíða skipbrot á smánarlegum villigötum. En hann getur einnig glaðzt yfirs því, að önnur hafa leitað í rétta átt og fundið það, sem þau kepptu eftir. Og hann getur verið rólegur — þau ganga gæfuveg — þau munu ekki missa úr greip- um sér þá lífshamingju, sem þau hafa öðlazt. * Lestin brunar áfram i næturmyrkrinu .... Luxemburg — Metz — Strassburg .... Wijdeveld hvílir í mjórri rekkju í svefnvagn- inum .... Það logar ljós í klefa hans — skyldi hann koma á vettvang i tæka tíð? Spurningin brennur í huga hans. Hann fékk í gær símskeyti frá Lugano: „Madame Wijde- \ e 1 d gravement malade pheumonie — Gar- otti médeci n.“ Lúsía er nú orðin fimmtíu og þriggja ára gömul — hjartað hefir alltaf verið fremur veilt .... Ef hún deyr .... Ef til vill er það sælla fyrir hana að deyja en lifa. Hún er orðin svo beisk í lund í seinni tíð. Bréfin frá henni eru lítið ann- að en ásakanir og kvartanir. Hún talar um, að hún sé orðin gömul og ljót, kvíði komandi dögum, enginn reyni að létta henni byrðína, sem hún ber. Wijdeveld sezt upp í rekkjunni. Klukkan er sex að morgni. Hann á enn tólf klukkustunda ferðalag fyrir höndum. Einu sinni hefir hann farið þessa leið áður við áþekkar kring- úmstæður — þegar Karel dó. Einu sinni áður hefir hann þeyst svona áfram nótt og dag til þess að lina sorg hennar og þjáningu .... En árangurslaust í það sinn — hvað verður nú? Hann leggst út af aftur, dapur í huga \... Lestin brunar á- fram í náttmyrkrinu. Höfum fyrirlljggjandl hinar ágætu SYLVIA skilvindur I eftirtöldum stærðum: 65 litra 100 — 185 Samband ísi. samvinnufélaga William T. Stead: Bláa eyjan Reynsla nýliða handan við tjaldið er komin út í annarri útgáfu. Kabloona livíti maðurinn. 4= Bifreið — til gistihússins — fljótt. „Það er konan mín — frú Wijdeveld.“ „Mig tekur það sárt .... í morgun klukkan sex. En ég skal vísa yður leiðina ... Inn í lyftuna — inn í herbergi hennar. Þar liggur Lúsia — dauðableik, hrukkótt og gamalleg — með hendurnar krosslagðir á brjóstinu. „Ég skal láta lækninn koma til yðar ....“ Hurðinni er hall- að að stöfum, hægt og gætilega .... * Hin heimsfræga ferðasaga mannfræðingsins Contran de Ponchins, á að vera til hjá öllum bóka- mönnum. Kvendáðir bókin, sem eiginmaðurinn sendir konunni sinni í sumarbústaðinn. Fæst hjá bóksölum. Þetta er ekki Lúsía, sem hann sér fyrir sér — ekki glæsikon- an, sem hann hefir unnað og þráð — fögur, tíguleg, stolt. Hann sér tæpast votta fyrir fyrirmennskubragnum, sem einkenndi hana. Hér sér hann aðeins gamla konu með beiskjudrætti í stirðnuðu og innföllnu andlitinu. Úti á götunni dunar fótatak vegfarenda, bifreið öskrar, og það ýlfrar í sporvagni. Svo verður hljótt aftur .... Hann horfir á hina látnu konu, sem hann hefir ekki séð árum saman — hend- urnar eru krosslagðar, og hárið er þó fagurgreitt .... Allt i einu eru dyrnar opnaðar. „Garotti læknir .... Því miður komið þér of seint. Frúin svaf mjög vært í gær, en þegar hún vaknaði, skrifaði hún bréf til yð- ar — og bað mig að fá yður það. Undir morguninn gaf hún upp öndina.“ Wijdeveld rífur í skyndi upp bréfið, sem læknirinn réttir honum. Það var skrifað með blýanti — vart læsilegt. „Wijdeveld. — Ég skrifa þetta bréf til vonar og vara — ef ég skyldi deyja. Ég sálast hér ein og yfirgefin — hér um bil jafn fá- tæk og ég var í æsku. Börnin skrifa mér aldrei — ekki einu sinni Maríanna .... Karel er dáinn .... Ég vil ógjarna, að mín hinzta kveðja til þín verði ásakanir — en ég vil, að þú skiljir það, að ég hefi verið beitt órétti í lífinu. Allt hefir brugðizt mér — og ég er fegin, að þessu er bráðum lokið .... Lúsía van Aeften der Haer.“ Hann er hugsi, þegar hann brýtur bréfið saman og stingur því í vasa sinn. Svona ósanngjörn gat hún þá verið fram á síðustu stund. „Já, læknir — jarðarförin. Eigum við ekki að tala um hana einhvers staðar annars staðar?“ * Jólin fara í hönd — jól með sama svipmóti og siðustu ellefu árin. Það standa blóm á skrifborðinu hans í skrifstofunni í Rotterdam. Ilminn leggur um allt herbergið .... „Jæja — klukkan er orðin ellefu, og nú hættum við vinnu. Látið starfsfólkið vita, að nú megi það fara heim. Og flýtið ykk- ur nú. Ég hefi beðið Jakob að koma hingað með bifreiðina — svo sækjum við konur ykkar og höldum beina leið heim .... Við Maríönnu tölum við klukkan nákvæmlega tvö“. * Villidýrin öskra úti í frumskóginum. Annars er þögn og myrk- ur i hinu seiðmagnaða hitabeltislandi. Þjónustufólkið gengur hljóðlega um marmaragólf hallarinnar. „Finnst þér ekki hálfkalt, Maríanna? Það hefir rignt svo mik- ið. Eigum við ekki að kveikja á arninum?1 „Jú — gerðu það, Jules. Og viltu ekki p a i t? Eða þá eitt glas af ávaxtavíni? Þú hefir átt svo annríkt í dag — þú hlýtur að vera sárþreyttur." „jú — ávaxtavín, það vil ég gjarna.“ Og hann klappar sam- an höndunum. Þannig er kallað á þjóninn. „Opinn arinn — austur í Indíum. Það verðum við að segja pabba.“ bóraétgAfa gibjOas ó. gi bjOassoaar. • »0—inirMMn— u—in — „ smnmm u — n — n —»n — miim u — u — uu — u — o — u^u — Orðsending Ég hefi nokkra stóra og trausta vörubíla í flutningum milli Reykjavíkur og þeirra kaupstaða landsins og héraða, sem eru í góðu vegasambandi. Afgreiðslu bílanna annast, fyrir mína hönd, Bifreiða- stöð íslands, simi 1540 (þrjár línur). Reykjavik, 22. ágúst 1946. G. S. Ilofdal. TÍMANN vantar unglinga til að bera út blaðið í eftirtalin liverfl: / } ; Lindargötu ÞÍUjt(liOÍli»tl‘MtÍ Afgreiðsla Tímans Simi 2823. Lindargötu 9A. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.