Tíminn - 27.08.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.08.1946, Blaðsíða 2
2 TtMIIVX. jtrtgjndaglim 27. Agúst 1927 154. blaS Þriðjudagur 27. ágúst Jákvæðar aðgerðir eða óvirkt gaspur Aldrei hefir verið erfiðara að fá húsnæði hér í bænum en ein- mitt nú. Það eru blátt áfram mjög ótrúlegar sögur, sem af því ganga og vitað er um að eru fyllilega sannar. Þrjú herbergi og eldhús eru seld fyrir eitt- hvað á annað hundrað þúsunda. Sé þetta í nýlegum húsum, fer verðið allt að 200 þús., og í gömlum timburhúsum er svona Ibúð seld fyrir 120 þús. eða meira. Nýtt hús með þremur í- búðum, — að sönnu góðum — kostar kannske 750 þús. Þetta er það íbúðaverð, sem algengt er í Reykjavík í ágústmánuði 1946. Ekki er ástandið betra með húsaleigumálin. Það mun nú vera algengt, að fyrir 2 herbergi og eldhús verði menn að greiða 500—800 krónur á mánuði og oft fyrirfram til tveggja ára. Maður með litla fjölskyldu verð- ur ef til vill að snara út 20 þús. kr. til þess að komast undir þak með konu og börn, og eftir tvö ár verður hann máske á göt- unni aftur. Það er því geigvænlegt skarð, sem kemur í tekjur venjulegra manna, þegar þeir borga fyrir það, að fá að vera innan húss í Reykjavík. Þetta er einn ávöxtur fjár- málaóstjórnarinnar hér á landi síðustu árin. Skýringarnar eru í stuttu máli þessar: Það er dýrt að byggja, þegar kaupgjald er orðið svo hátt sem hér og sumir húsagerðarmenn- irnir fá talsvert á annað hundr- að krónur í daglaun. Þeim veitir ekki af því, ef þeir ætla sér að fá húsaskjól undir risi eða í kjallara hússins, en það breytir engu um kostnaðinn. Byggingarefnið er dýrt, þegar það hefir verið flutt hingað fyr- ir taxta íslenzkrar dýrtíðar og farið um hendur byggingarvöru- verzlananna. Ofan á þetta leggja svo bygg- ingarfélögin einatt miklar upp- hæðir. Það er algengt, að hús séu seld fyrir miklu meira en til þeirra hefir verið kostað, þrátt fyrir öll þau ósköp, sem eru raunverulegur tilkostnaður. Gróðamenn auka við sig hús- næði. Þeir láta e. t. v. byggja og búa sjálfir á aðalhæð, en selja kjallara og rishæð fyrir okur- verð. Byggingarefni er notað í stórum stil í ýmislegar bygg- ingar, sem ekki leysa, húsnæð- ismálin á neinn hátt. Þrátt fyrir allt, sem byggt er, sprengir þó frekja og yfirgang- ur gróðamann^nna verðlag á húsnæði svo mjög upp, að það tekur út yfir öll ósköp frá fyrri timum. Svona er það, eftir að tveir verklýðsflokkar hafa verið við völd nærri tvö ár. Það lagar ekki hlutina mikið að fleipra stund- um eitthvað, „sem ekki er eftir hafandi“, eins og Þjóðviljinn segir, ef ekkert er gert. Hér þarf skjótra og gagn- gerðra úrræða við. Framsóknarmenn hafa bent á úrræði. Þeir lögðu til á þingi í vetur, að byggingarfélögum al- mennings yrði tryggður inn- flutningsréttur á nauðsynjum sínum, svo að þau fengju bygg- ingarefni álagningarlaust. Það var drepið. Úti um land er byggingarefni BARÁTTA STJÓRNARSINNA Orðsending til fólks I Barðastrandarsýslu Mér þykir viðeigandi, áður en lengra líður og kosningabarátt- an í vor fyrnist meira, að birta opinberlega nokkrar kosninga- fullyrðingar Gísla Jónssonar. Það eru aðeins tvö dæmi til sýnis. Gísli sagði á 11 framboðs- fundum, að meðal annars væru áhrif „nýsköpunarstjórnarinn- ar“ þau, að allt íslenzkt dilka- kjöt frá síðasta hausti seldist innanlands. selt sem svipuðu verði og hér í Reykjavík eða jafnvel lægra, þrátt fyrir umhleðslu hér, því að þar annast kaupfélögin verzlunina. En stjórnarvöldin binda menn á höndum og fót- um, svo að þeir mega ekki færa viðskipti sín til kaupfélaganna frekar en verið hefir. Ríkisstjórn íslands verndar okrið í bygg- ingarmálunum. Tíminn hefir oft deilt á það, að byggingarefni væri notað til þess að byggja einkahótel út um land fyrir einstaka miljóna- mæringa, sem fara þangað sér til gamans, þegar þeir þreyt- ast á að sitja í lúxusíbúðum sin- um í Reykjavík. Tíminn hefir þráfaldlega kraf- izt þess, að notkun byggingar- efnis væri skipulögð, og auk í- búðarhúsa væri aðeins byggt það, sem nauðsyn krefur. Þá er það ennfremur úrræði að setja húsasölu og húsaleigu undir opinbert eftirlit, til að hindra okur á svörtum markaði. Slíkt hafa aðrar þjóðir gert. Allar þessar umbótatillögur hafa verið drepnar. Þær hafa verið kæfðar með hávaða um það, að kröfur Framsóknar- manna um að minnka dýrtíð og verðbólgu, væru árás á 'kjör alþýðunnar. Sá hávaði er nú orðinn alþýðufólki Reykjavíkur dýr. Það er ekki árás á alþýðuna að lækka verð á brýnustu lífs- nauðsynjum, jafnvel þó að það fylgi, að daglegar tekjur lækki eitthvað að nafni til. Það má ekki dragast, að eitt- hvað jákvætt verði gert í þess- um málum. En á það má líka benda, að önnur hlið snýr að fólkinu sjálfu. Á þessari öld stéttarsamtakanna munu ýmsir spyrja sem svo: Hví láta menn bjóða sér þetta? Hvers vegna kaupa menn-húsnæði til eignar eða leigu með þessum ókjörum? Vitanlega er það eftirspurnin sem ræður að öðrum þræði. Menn vilja allt til vinna að verða í röðum þeirra heppnu, sem komast undir þak. Og þeir, sem eiga peninga, eru margir svo hræddir um hrun krónunn- ar, að þeir vilja ólmir eignast eitthvað tryggara og varan- legra, — jafnvel gamlan hús- skrokk, sem þeir geta fengið með okurverði. Þetta er einn fjármálastjórn ára. Það hjálpar þessum málum, þó að orðhvatur ráðherra gaspri eitthvað, „sem ekki er eftir hafandi" um að skera heildsala og braskara. Hér þarf jákvæðar aðgerðir. Sá mikli fjöldi, sem hér hefir hagsmuna að gæta, hefir mikið vald, ef hann beitir því. Og það er sannarlega öllum fyrir beztu, að því sé beitt, því að ástandið er óþolandi, frá hvaða hlið, sem á það er litið. ávöxturinn af undjBjnfarinna ekki neitt i Nú er verið að flytja út 300 smál. af þessu kjöti og auk þess er taliö, að 500 smál. verði ó- seldar í sláturtíð. — Sumir halda, að Pétur Magnússon ætli að hafa það á markaði í vetur til þess að reikna vísitöluna eft- ir. En hvað sem um það er, þá hefir fullyrðing Gísla verið a. m. k. 300 tonna ósannindi, sjálf- sagt miklu meira. Gísli Jónsson bar á mig ó- sannindi um gjaldeyrismál og hélt því þá fram, að allur ný- sköpunarflotinn væri greiddur og nefndi þar til Eimskipafé- lagsskipin, Svíþjóðarbátana og togarana. Um togarana sagðist hann sjálfur hafa samið, — gert stærsta viðskiptasamning, sem íslendingar hefðu nokkurn- tíma gert, — og allir sem þekktu til milliríkjaviðskipta vissu það, að nú væri enginn samningur gerður án þess að greiðsla færi fram samtímis. Andvirði þessa flota væri því alls ekki talið með innstæðum íslendinga er- lendis. í skýrslu Eimskipafélags ís- lands, þeirri, sem lögð var fram á aðalfundi þess í júní s. I.,. er greinilega sagt, að skip þau fjögur, sem Burmeister og Wain ætla að byggja fyrir það fyrir 26 millj. kr. samtals, séu að lang- mestu leyti ógreidd. Opinberar skýrslur hagstof- unnar sýna, að í júlímánuði voru greiddar 18 milj. kr. fyrir Svíþjóðarbáta og þó er eftir að greiða nokkuð í þeim. Þessar 18 milj. hafa verið íslenzk eign, þegar Gísli sagði mig ljúga því. Ég hefi ekki náð í neinar ná- kvæmar tölur um það hvað margir miljónatugir voru ó- greiddir fyrir togarana, þegar Gísli var að átelja mig. Ég veit þó að þeir voru margir. Það er nú vika síðan Jónas Haralz hagfræðingur, sem er starfsmaður Nýbyggingarráðs, skrifaði um gjaldeyrismálin í stjórnarblaðið Þjóðviljann. Hann heldur því þar fram, að í lok júnímánaðar hafi Nýbygg- ingarreikningur átt ráðstafað en ógreitt hátt á annað hundr- að milj. kr. Þetta hefir ekki verið rengt eða hrakið opinber- lega, enda er Jónas sagður ó- líkur Gísla Jónssyni, vandaður maður og gáfaður, sem hann á kyn til. Það liggur því ljóst fyrir og hverjum skynbærum manni, sem heyrði viðræður okkar Gísla, vorkunnarlaust að sjá það, að þegar Gísli Jónsson var að sneypa mig fyrir vanþekk- ingu og ósannindi, hefir hann sjálfur farið rangt með tölur,svo að nemur nál, 200 miljónum. Ég vil ekki eyða meiru af rúmi Tímans til þessa að sinni. En biðja vil ég fólk í Barðastrand- arsýslu að hugleiða vel þessi at- riði og önnur hliðstæð, sem nóg eru til. Það mun þá hætta að trúa fullyrðingum þingmanns síns, nema það viti annars staðar frá, að þær séu réttar. En hvað á að halda um menn og flokka, sem nota ráð Gísla Jónssonar í baráttu um stjórn- mál? Halldór Kristjánsson. OPNIR VASAR Á vinnustöðvum erlendis, þar sem launamönnum er greitt kaup, er víða auglýsing, sem hljóðar eitthvað á þessa leið: „Gangið ekki með opna vasa“. Þær ástæður liggja til þessar- ar auglýsingar, að vasaþjófar sitja um launamennina og draga peningana með mjúkum hand- tökum úr vösum þeirra, en þeir verða þess ekki varir, fyr en til þeirra þarf að taka. — Hér ér landi er fátt um vasa- þjófa, og þessara auglýsinga þykir því ekki þörf. — En þó er það nú svo, að hinar háu launa- greiðslur eru oftast eða ætíð horfnar úr vösum launamanna, þegar að næsta útborgunardegi kemur, og án þess, að menn viti með hvaða hætti það hefir mátt verða. Þessu er þannig háttað, að fulltrúar verkamanna og annara launamanna hafa, í stað þessa, að vara við „vasaþjófun- um“, rekið pólitík, sem hefir bú- ið til vasaþjófa og gefið þeim aðstöðu til að raka saman fé úr vösum verkamanna. Þessir „vasaþjófar“ eru ekki svo ófín- ir, að þeir bíði við útborgunar- staðina. Þeim hefir verið fengin stór- um betri aðstaða. Þeir láta vinnandi stéttirnar koma til sín og opna vasana. Hvar sem komið er tii að kaupa nauðsynjar, skó, föt, fæði, hús- Kappreiðar Hesta- marmaféL Smára Sunnudaginn 14. júlí s.l. fóru kappreiðar fram á skeiðvellin- um Sandlækjarós, eins og Hesta- mannafélagið Smári hafði áð- ur auglýst. Þar komu 37 hestar til keppni, 35 þeirra úr Gnúp- verja-, Hrunamanna- og Skeiða- hreppi, en Hestamannafélagið Smári tekur yfir þessar þrjár sveitir. Þessi urðu úrslit í úr- slitasprettinum: Af skeiðhestum kom Blesa Sveins á Hrafnkelsstöðum ein að marki og hljóp vegalengdina á 27 sek. Hún hlaut II. verð- laun. Stökkhestar á 250 m. vega- lengd (tryppi til 6 v.) voru 14. I. verðlaun hlaut Blesi Emils í Gröf. Hann rann skeiðið á 20 sek., II. verðlaun Lokka Stein- þórs á Hæli á 20.1 sek., III. verðlaun Toppa Einars á Hæli á 20,3 sek. Á. 300 m. sprettfæri voru reyndir 11 hestar. Úrslit urðu þau að 3 hross komu svo jöfn að marki að eigi varð gerður á þeim sjónarmunur og var tími þeirra 23.5 sek. Þessi hross voru: Bleikur Steindórs í Ási, Þýða Guðmund- næði, húsgögn — yfirleitt allt, sem nöfnum tjáir að nefna — er reitt af verkamanninum ranglega stórfé. Þeir, sem græða á dýrtiðinni, leggja fé þetta fyrir — mtljónir, tugi miljóna — erlendis og nér- lendis. Já, hér eru vasar manna „opnir“ — og þeir, sem sjá um að svo sé, sitja í ráðherrastól- um uppi í stjórnarráði og segj- ast vera fulltrúar verkamanna og annarra manna, sem ekki stunda milliliðastarfsemi. — Og þeir segjast auka dýrtíðina til þess að dreifa stríðsgróðanum. Það láir raunar enginn Pétri og Ólafi. Þeir eru „til þess sett- ir“ ;— eins og bóndinn frá Vík forðum, af hálfu milliliðanna og braskaranna, að halda uppi stjórnarsamstarfi, sem auðgar fáa menn á kostnað fjöldans. En hvað ætla verkamenn og allur fjöldinn að ganga lengi með „opna vasa“ að boði for- vígismanna sinna, til þess að láta ræna sig og fita með því „vasaþjófana?" ar á Þórarinsstöðum og Valur Ingólfs í Fossnesi. — Sjö hestar voru reyndir á 350 m. spretti. I. verðlaun hlaut Sörli Helga í Hvammi, en hann hljóp á 27.4 sek., II. verðlaun Spakur Eiríks í Vorsabæ á 27.4 eða sama tíma. III. verðlaun Stormur Sigríðar Jóhannsdótt- ur á Hamarsheiði á 28 sek. Eins og sjá má á þeim tíma, sem skráður er hér að framan hjá hrossunum í úrslitasprett- unum, voru hlaupin mjög at- hyglisverð og héldu áhorfendum vel vakandi allt sprettfærið, því að hrossin voru mjög jöfn. Sama má segja um flokkahlauppin, að þar mátti vart í milli sjá hross- anna. Og í undanrás mun hafa náðst bezti tíminn, á þessum kappreiðum, er þær stukku 250 m. Lokka og Toppa á Hæli á 19.8 sek. Annars má segja, að tíml hrossanna sé góður þegar allra aðstæðna er gætt: Knaparnir sumir alls óvanir aö sitja hest á kappreiðum, en hjá öðrum mátti sjá ótvíræða framför frá (Framhald á 4. slðu). James Connally M. A.: Viðskiptasambönd milli irlands og islands Hér dvelur um þessar mundir írskur stúdent frá Dublin, James Connally að nafni. Hann hefir skrifað talsvert í blöð, bæði í ís- lenzku blöðin um frland og líf og hætti írsku þjóðarinnar, og írsk blöð um ísland og íslendinga. — Tíminn birtir hér eina grein eftir þennan írska gest, þar sem hann gerir grein fyrir írskri framleiðslu og ræðir hugsanleg viðskipti íslendinga og íra. Síðan ég kom til Reykjavíkur, hafa margir verzlunarfrömuðir þar beðið mig að skrifa blaða- grein um viðskiptasambönd milli írlands og íslands og hugsanleg verzlunarviðskipti þessar tveggja landa. Mér er sönn ánægja að verða við þeirri bón, þar sem ég álít, að þið íslendingar gætuð keypt margt af okkur írum og við aftur á móti keypt margt af ykkur. írland er nú sem stendur á sterlingspundasvæðinu, og gengi írska pundsins er í orði kveðnu hið sama og enska pundsins Þess vegna er hlutfallið milli íslenzku krónunnar og írska pundsins 1:26,9 eða sama og gengi enska pundsins hér, enda þótt velmegun sé nú meiri í ír- landi en Englandi (miðað við mannfjölda). En mögulegt er, að írska stjórnin hætti að miða gengi sinnar myntar við gengi enska pundsins (eins og Kan- adastjórn gerði nýlega) og þá myndi írska pundið sennilega verða meira virði. Á stríðsárunum hefur írland hagnast vel á því að flytja út milljónir smálesta af matvæl- um til Englands. En lítið hefur verið keypt í staðinn, því að nú lætur nærri, að landið/ geti sjálft fullnægt öllum þörfum sínum. Allar nauðsynlegar fæðu- tegundir eru framleiddar á ír- landi, svo sem: kjöt, fiskur, smjör, egg, ávextir og hveiti. Stærsta bruggunarhús heimsins, Guiness,er í Dublin. Enginn syk- ur er fluttur inn, því að hann er framleiddur eftir þörfum úr heimaræktuðum sykurrófum. Á írlandi er líka ræktað tóbak. Allir vindlingar, sem við not- um eru framleiddir úr írsku tó- baki, en í þeim eru 25% af amerísku og tyrknesku tóbaki til bragðbætis. Þegar stríðið skall á, 'gátu Englendingar ekki lengur birgt okkur upp af þeim vörum, sem við vorum áður vanir að flytja inn, svo sem kolum, eldspýtum, reiðhjólum, landbúnaðarvélum o. s. frv. Þess vegna lærðum við sjálfir að framleiða þessar vöru- tegundir eða fundum upp gervi- vörur í stað þeirra. Nú fram- leiðum við sjálfir eldspýtur og þurfum ekki lengur að flytja þær inn. Við framleiðum einnig reiðhjól, málningu, barnavagna, yfirbyggingar á bíla og flug- skrokka ,en ekki vélarnar sjálf- ar. Við erum hættir að flytja inn kol. Verksmiðjuvélar okkar eru nú knúnar með rafmagni úr fossum eða frá raforkustöðv- um, sem eru hitaðar með mó (þessa síðast nefndu hugmynd^ fengum við frá Rússlandi, en þar eru geysistórar raforku- stöðvar, hitaðar með mó). Afleiðing .þessa er sú, að við flytjum nú ekkert að ráði inn í landið frá Englandi, • en flytjum þangað ennþá milljónir smálesta af matvælum á hverju ári. Viö eigum því innistand- andi hundruð milljóna af ensk- um pundum og sú inneign fer stöðugt vaxandi Við eyðum þó dálítilli fjárhæð (máske til ó- nýtis) til þess að kaupa byssur, flugvélar og herskip frá Eng- lendingum handa hinum fá- menna her okkar, flota og flug- her. Ennfremur eyðum við nokkru af þessu fé í viðskiptum við ensk fyrirtæki, sem taka aö sér að byggja stórar fyrirhleðsl- ur og reisa aflstöðvar fyrir okkur. Töluvert af fénu rennur einnig til meginlands Evrópu, en þar kaupum við sitt af hverju, t. d. kaupum við rafmagnsvél- ar ýmis konar frá Sviss, frá Frakklandi kaupum við munað- arvörur eins og vín, koníak og ilmvötn frá París og snepim- þroska Miðjarðarhafsávexti frá Suður-Frakklandi og Spáni. í þessu sambandi má geta þess, að í apríl síðast liðnum höfðu Englendingar varlá efni á því að kaupa appelsínur og sítrónur frá Spáni, til þess að bæta úr C-vítamínskorti barna sinna, en á sama tíma höfðu írar flug- vél í förum milli Suður-Frakk- lands og Dublin og flutti hún jarðarber til Dublin, vegna þess að írsku jarðarberin eru ekki fullþroskuð fyrr en í júní. Nú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.