Tíminn - 28.08.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMINIV, migvlkwdagiim 28. ágúst 1946 155. blað GUÐBRANDUR MAGNUSSON: Togaravökulög sveitafólksins Það er að ganga fram af sér fólkið, sem eftir er í sveitinni. Og ekki verður bjargað með lagasetningu um tiltekinn hvíld- artíma á sólarhring. Því um síður getur það tryggt sér með samningum 8 stunda vinnudag og hálfan annan hvíldardag í viku hverri. Veldur þessu annars vegar fólksfækkunin í sveitunum, en hins vegar hin óhjákvæmilegu daglegu störf. En fram úr keyrir þegar þurkakaflar koma í óvissri tið, þá er hvíldarlaust unnið 14—18 klst. í áölarhring. En afköst sveitafólksins bera þá einnig vott um stritið, þótt þau megi að sjálfsögðu að nokkru eigna hinum ýmsu hjálpartækjum, sem komin eru til sögu. Hlutfallstala framleiðslu kindakjöts á mann, sem bjó í sveit árið 1942, var 281, á móti 100 um aldamót. Með sama hætti var mjólkur- framleiðslan sama ár 224, kartöflur og rófur 420 og egg 2448, allt gegn 100 árið 1901. Með öðrum orðum, þótt fólk- inu hafi stórfækkað í sveitun- um, þá hefir framleiðsla þess meir en tvöfaldazt á kjöti, allt að tvöfaldast á mjólk, meir en þre- faldast á garðávöxtum og tvítug- faldast á eggjum síðan 1901. Samhliða þessari framleiðslu- aukningu og þrátt fyrir sífækk- andi starfshendur hefir sveita- fólkið unnið að því, að koma yf- ir sjálft sig fénaðinn og heyin viðhlítandi húsakosti. Þetta er þá orðið þeirra starf sem í sveitunum búa, það sem af er öldinni. Þess vegna er það me'ir en hart þótt framfarir hafi orðið miklar við sjávarsíðuna, að iitið sé niður á fólkið, sem þetta hefir afrekað, svo sem því miður eru dæmi til í málgögnum sumra stjórnmálaf lokka. En því um verra er, ef þetta fólk er að verða svo þrekað og beygt, að það sjálft sé farið að verða haldið einhvers konar vanmáttarkenndum, en þetta má meðal annars marka af síð- „Bráðabirgðaákvæði þau, sem nú eru í jarðræktarlögunum, eru að svo komnu nægileg tíu ára áætlun,“ sögðu þessir herrar í nefndaráliti sínu. Og hvert er svo þetta bráða- birgðaákvæði, sem nægja skyldi fram til 1954? Það er ákvæði um að þúfnasléttun í túni skuli styrkt meira en áður var. Fyrir nýrækt sáu þessir menn og flokkar þeirra enga þörf, að minnsta kosti ekki næstu tíu árin! Þrátt fyrir þetta hyllir nú undir stóra hluti í íslenzkum landbúnaði. Það eru góðar horfur á að bændur séu að verða óháðir tíð- arfari um heyaflatímann. Koma hér til þrjú atriði: 1. Súrheysverkunin, sem að vísu er gamalt úrræði, nokkuð erfitt, og því miður ekki nægi- lega útbreitt. En um það vitna reyndir bændur, að enginn sé sá fóðurbætir til, sem komið geti í stað súrheys handa mjólkur- peningi, ef það þrýtur á gjafa- tíma. 2. Sé unnt að ná heyi gras- þurru upp í sæti, er reynsla fengin fyrir því, að yfirbreiðsl- ur verja heyið eyðileggingu, hverju sem rignir. 3. En merkasta úrræðið verð- ur súgþurrkunin. Hún er að vísu enn á tilraunastigi, en athugull bóndi, sem komið hefir á hjá sér súgþurrkun, ályktar á þessa lund: Takist að bjarga grasinu með að kalla öllu því næringar- efni sem það hefir á jörðinni, þá sparar það fóðurbætiskaup að svo miklu leyti, að það hlýtur að borga sig að leggja í kostnað við þessa framkvæmd. Jafn- framt telur þessi sami bóndi, að með fáanlegum hjálpar- tækjum megi þá ljúka hey- skapnum á hálfu skemmri tíma en nú á sér stað, en þó með mun minna likamlegu erfiði en til þessa. En það verður að vera hægt að hita loftið, sem blásið er í gegnum heystálið, til þess að aðferðin verði örugg, hvað sem tíðarfari líður. En undirstaðan er, að hægt sé að heyja á vél- tæku landi, mælti hinn athug- uli bóndi. Ég, sém þetta rita, er nýkom- inn austan úr sveit. Var þar eins konar matvinnungur í sumarleyfi við heyskaparvinnu í nokkra daga. Auk súgþurrkunarinnar, sem ég kynnti mér hjá Ágústi Jóns- syni í Sigluvík, sá ég nýja áburð- ardreifarann hans Kristins Þor- steinssonar í Miðkoti. Jörðin hans er engjarýr, en tún hálent og vel ræktað rís upp úr þýfðri jafnlendri mýrinni umhverfis. Kristinn hafði fengið síbreiðu- gras eftir húsdýraáburð á venju- legum túnaslætti. En hann hafði keypt sér áburðardreifara og til- búinn áburð, borið á milli slátta, og fyrir 20 ágúst var hann aftur sama túninu. Vakti það athygli mína hvað háin er jafnsprott- in og ólík því sem á sér stað, þegar tilbúna áburðinum er dreift með hendi. Þætti mér ekki ótrúlegt þótt Kristinn fengi áburðardreifarann sinn að mestu borgaðan þegar á þessu sumri. Og það er ég viss um, að Kristinn fær jafnan héreftir tvær uppskerurnar af túninu sínu, nái hann á annað borð í tilbúna áburðinn, sakir þess hversu þetta nýja tæki vinnur vel. En tvær uppskerur af töðu- gresi árlega, þótt kosta þurfi áburð milli slátta, er takmark sem sérhver bóndi ætti að stefna að. En heyöflun á véltæku landi er höfuðskilyrðið. Þá koma hjálpartækin fyrst að notum. Áburðardreifari, vélknúin sláttuvél, snúningstæki, rakstr- arvél, heyvagnar og heyhleðslu- tæki, inndráttarútbúnaður í hlöðu, súgþurrkun og súrheys- hlaða. En þessi tæki ásamt mjaltavélum og öðrum nýtízku rafknúnum heimilistækjum, geta ein gilt sem togaravökulög fyrir sveitafólkið, og lyft af því drápsokinu, sem það á nú við að búa. En undirstaðan er jarðrækt- (Framhald á 4. síðu). LOKUÐ Eftir dr. Þessi bók er ferðaþættir höf- undarins sjálfs, konu hans og nokkurra annarra manna burt úr Þýzkalandi og heim á leið í stríðslokin. Það eru ekki reyf- arakennd ævintýri og furðuleg fyrirbæri sem gefa frásögninni gildi, því að hún er látlaus, blátt áfram og eðlileg. En°hér er sagt frá viðleitni fólks, sem átti allt sitt í hættu og horfðist daglega í augu við dauðann og ýms önnur vandræði. Stríðsbækur á íslenzku eru nú orðnar svo margar, að það þarf helzt sérfræðing til að gera grein fyrir þeim öllum. Þær eru misjafnar að gæðum, enda á þann veg til þeirra stofnað. En ég ætla að þessi bók hafi sér- stöðu á meðal þeirra. Lokuð sund segja ekki frá kúgun og ofbeldi hernámsþjóð- ar í framandi landi eða hryðju- verkum og^ grimmd innan lok- aðra svæða í fangabúðum. Þau segja frá „frjálsum borgurum" í Þýzkalandi. Yfirvöld landsins eru þeim ekki fjandsamleg. Síð- ur en svo. Stjórnarvöldin eru þeim í sjálfu sér vinveitt. Það er stríðið, — bæöi innrásarherir bandamanna og óskapnaðurinn heima fyrir, sem lokar flestum sundum fyrir þessu fólki. Frásagnir þessarar bókar vekja enga samúð með stjórn- endum Þýzkalands, sem glata fjölda mannslífa vegna- von- lausrar varnar og baráttu, eftir að þjóð þeirra er í raun og veru sigruð. Ekki mun ég þó dæma þá hart fyrir þá sök, því að það má enn þykja eftirsóknar- verður og loflegur manndómur að halda uppi vörnum, þó að komið sýnist í óefni, og á það alls staðar við. Þar með er ekki reynt að verja styrjaldir, en vel megum við sjá það sem gott er og kemur fram í þeim. Og það er auðvitað engin fremd feða hetjuskapur að senda aðra út í dauða og hörmungar en hlífa sjálfum sér. Hitt er svo annað mál að bók Matthíasar á ekki að ræða stjórnmál Þýzka- lands eða tiidrög stríðsins. Það er annað verkefni. Þessi bók segir frá erfiðleikum, vandræð- um og hörmungum hversdags- legra manna í Þýzkalandi þeg- Viðskiptasambönd milli írlands og íslands Miðv.dayur 28. áyúst Þegar Morgunbl. ber sannleikamim vitni „Það er engin leið að komast fram hjá þeirri staðreynd, að ef íslenzki verzlunarflotinn á að halda áfram að vera til, þá verður hann að vera fær um að taka upp samkeppni við ann- arra þjóða skip á vöruflutning- um til og frá íslandi.“ Þessi orð stóðu í Mbl. sl. laug- ardag, í grein eftir Pétur Björnsson skipstjóra. Hann ræðir þar siglingamálin og dýrtíðina og bendir m. a. á það, að mánaðarkaup skipshafnar- innar á Selfossi var 53 þús. kr. en á Brúarfossi 78 þús. kr. þeg- ar mánaðarkaup á einu leigu- skipinu, — Anne, — var 17 þúsundir. Pétur skipstjóri segir líka, að ef Eimskipafélag íslands hefði aðeins haft sínum eigin skipum á að skipa, væri það orðið gjald- þrota. Hann gerir sér grein fyr- ir þvi, að ýmsum muni miður falla, að hann tali um þetta og því segir hann: „En þá vil ég svara því til, að mér hafi einlægt reynzt heilla- vænlegra að horfast í augu við staðreyndirnar, og reyna að finna leið út úr vandræðunum, heldur en að stinga höfðinu nið- ur í sandinn.“ Þarna fékk Mbl. og flokkur þess áminningu frá heiðarleg- um og hreinskilnum manni. Kannske það verði nú farið að horfast í augu við staðreynd- irnar. Það væri fróðlegt að vita hvað menn hugsa sér í siglingamál- unum. Er það ekki ennþá stolt og metnaður íslendinga, að þeirra skip annist flutninga að landinu og frá? Halda menn að það sé til lengdar hægt að leigja útlend skip og gera þau út með gróða til að mæta hallanum af skipum okkar sjálfra? Pétur Björnsson nefnir dæmi um það að íslenzku flutninga- skipin muni þurfa til þess að bera sig 2 y2—3 krónur í flutn- ingsgjald fyrir hverja eina, sem útlend skip taka. Hann veit því að þau eru hvergi nærri sam- keppnisfær. Tilaga hans er þessi: „Á meðan núverandi dýrtíð- arfargan gerir íslenzku kaup- skipin óhæf til þess að taka upp samkeppni í siglingum við aðrar þjóðir,“ sé aðeins þeim fyrir- tækjum, sem reka íslenzk kaup- skip leyft að taka útlend skip á leigu til almennra flutninga og innflutningsleyfi verði bundin því skilyrði, að flutt sé með ís- lenzkum skipum. Það er eðlilegt, að mönnum detti slíkt í hug, en fljótséð er hitt, að hér er um að ræða þung- an skatt á íslenzka neytendur. Ætli það væri ekki vert að reyna að minnka „núverandi dýrtíðarfargan?“ Þetta dæmi með flutninga- skipin er ekki neitt sérstakt af- brigði. Þetta er reglan, sem á við um flest, að byrðum dýrtíð- arinnar á einni grein, er velt yfir á almenning. Nú bendir margt til að augu manna séu að opnast fyrir þessu, og er það vel farið. Nógu lengi hefir höfðinu verið „stungið í sandinn" og hlustað á glepjandi kjaftæði um skiptingu stríðsgróða og blessaða dýrtið, sem gerði alla ríka. Nú fer þeim, sem mest hafa masað um slíkt að verða órótt. ustu alþingiskosningum, þar sem það allmargt kyssir á vönd sinna eigin böðla. Sveitafólkið hefir barizt mik- illi baráttu. Það hefir unnið mikla sigra. En það á örðugan hjalla framundan, hjalla sem það verður að komast yfir. Það verður að geta tekið allan heyskap á véltæku og ræktuðu landi. Þegar Framsóknarflokkurinn 1943 bar fram frumvarp um ný jarðræktarlög þess efnis, að þessu yrði, með hjálp hins op- inbera, komið í verk á næstu tíu árum, þá sameinuðust allir hin- ir st j órnmálaf lokkarnir gegn þessari lagasetningu og vísuðu henni frá, samkvæmt tillögu fulltrúa sinna í landbúnaðar- nefnd Efri deildar, þeirra Krist- ins E. Andréssonar fulltrúa Sósíalistaflokksins, Haraldar Guðmundssonar fulltrúa Al- þýðuflokksins, og Eiríks Einars- sonar — þingmanns Ámesinga — fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þeir vita það að þeim sem bera byrðar verðbólgunnar í húsa- leigu, flutningsgjöldum og öðru er bráðum nóg boðið. Og þá fer fram uppgjör, sem meðal ann- ars verður pólitískt uppgjör. James Coniially M. A.: Niðurlag. Þá læt ég útrætt um mat- vælin, sem eru aðalútflutnings- vara írlands. Þar í landi eru líka framleidd húsgögn úr viði, en af honum er þar nóg. Flest þeirra eru smíðuð úr eik eða beyki og eru mjög nýtízk í snið- um, afar lík-þeim húsgögnum, sem hér eru framleidd. List- munir úr tré, t. d. kertastjakar og blómaker með keltneskum myndum, gætu orðið vinsælir hér. Leirker og skrautmunir úr postulíni eru framleidd mjög ó- dýrt á írlandi, sökum þess að vinnulaun eru þar lág — laun iðnverkamanns eru að meðal- tali 100 kr. á viku. Ullarfatnað- ur er mjög ódýr þar, miklu ó- dýrari en á íslandi. Á írlandi er hægt að fá karlmannspeysu fyrir 30 kr. og kvenpeysu fyrir 15 kr. En hvaða vörur gæti ísland flutt til írlands, ef svo færi, að írskar vörur yrðu fluttar hing- að? ísland er landbúnaðarland og þarf því ekki að flytja inn neinar fæðutegundir. Við höf- um nægan fisk til eigin þarfa og dálítið fram yfir til útflutn- ings. Sú eina fisktegund, sem skortur er á, er lax. Að vísu eru m'argar laxár I írlandi, en laxinn úr þeim nægir þó ekki eftirspurn þriggja *milljóna manna. Hann er afar eftirsótt vara og mundi því niðursoðinn lax frá íslandi vera okkur kær- kominn. — En írsk húsmóðir myndi varla vilja greiða meira en sem svarar 3 krónum fyrir dósina, vegna þess að allt ann- að er svo ódýrt. Vinnulaun eru svo lág þar, að nauðsynlegt er að halda verðlaginu niðri. Launin eru helmingi lægri þar en í Englandi. Margir enskir rit- höfundar láta t. d. prenta bæk- ur sínar í írlandi vegna þess að vinnan við prentunina er þar ódýrari. Við gætum því flutt ódýrar bækur til íslands. Bóka- útgáfa ein í Dublin gefur t. d. út sígild verk enskra rithöfunda, t. d. Dickens, Thackerays, Dean Swift og margra annarra og kostar eintakið aðeins 3 krónur íslenzkar. ★ Ef ísland gæti ekki flutt okk- ur mikið af vörum í staðinn, gæti það borgað okkur í krónum, og gætum við síðan haft skipti á þeim og enskum pundum. En við sækjumst lítið eftir að fá meira af enskum pundum; við eigum þegar of mikið af þeim, meira en við getum ráðstafað. Síðast liðið ár gaf de Valera ýmsum löndum í Evrópu 33 millj. sterlingspunda (78 millj. króna) til matvælakaupa. Æskilegt væri, að þið gætuð greidd fyrir vörurnar með doll- urum, því að þeirra þarfnast írlendingar mjög nú sem stend- ur. Við viljum eignast dollara- innistæðu, og í þeim tilgangi leyfum við amerískum flugfé- lögum afnot af hinum stóra flugvelli okkar við Shannon. Allar amerískar flugvélar, sem fljúga frá New York til Parísar, Genfar, Rómaborgar og Kairo lenda á Shannon-flugvellinum til þess að taka þar benzín. Amerískir ferðamenn sækja SUND Matthías Jónasson. ar vígsvél Nazismans er að hrynja í rúst. Ég mæli með þessari bók við lesendur Tímans, vegna þess, að ég treysti henni til að vekja mannlegar kenndir og verja menn fyrir ofstæki og grimmd. Það væru ánægjulegir ávextir af böli og þrautum þeirrar lífs- reynslu, sem hún er sprottin af. En því skrifa ég þessi orð, að mér ofbýður sá áróður, sem hingað hefir náð, og boðar grimmd og hatur, sem blóð- hundum einum er samboðið. Ég hef fátt undrast í seinni tíð eins mikið og það, að íslenzkir menntamenn og rithöfundar skyldu láta blinda sig og leiða til slíkra fólskuverka. En það kalla ég fólksuverk að halda uppi þeim áróðri, að öll þýzka þjóðin sé sek og þurfi hegningar við. Það verði blátt áfram að svelta og kvelja hvern þýzkan borgara og leggja píslir á allt það fólk, — jafnvel svo að fjöldi kvenna og barna sé svelt I hel. Þetta sé nauðsyn fyrir frið og menningu heimsins. Þetta er kynþáttahatur og of- stæki alveg samskonar því, sem framkallaði Gyðingaofsóknir Nazista. Bók Matthíasar Jónassonar sýnir okkur þýzkt fólk, sem átti engan þátt í sekt Nazism- ans og var honum alltaf and- stætt. Auk þess kann hún að segja okkur frá öðru góðu fólki, sem að sönnu á þá sök að hafa stutt stjórn Hitlers, en í raun réttri aðeins af blindni. Og get- um við kastað þungum steini á það, þegar við sjáum að það er jarðvegur fyrir frgfekorn ofstæk- isins og illgresi þess sprettur jafnvel hér á meðal okkar, þrátt fyrir sólskin hins vest- ræna lýðræðis og frjálsra um- ræðna? Mér finnst ekki. Stjórn Þýzkalands hafði þó öll áróðurs- tækin og öllum þykir gaman að heyra lof um sig og sína, — land sitt og þjóð. Hitt er annað mál, að því fer fjarri að þessar frásagnir séu fallnar til þess að vekja samúð með stjórn Hitlers eða bera í bætifláka fyrir hana. Það er öðru nær. (Framhald á 4. síöu). mjög hingað, og flestir amerísku hermennirnir úr setuliðinu í Evrópu koma nú til Dublin í stað þess aö fara til Lundúna eða Parísar, vegna þess að í þessari nýju „París norðurhvels- ins“ er nægur matur og nógar skemmtanir. Við höfum orðið að neita þessum hermönnum um landvistarleyfi hvað eftir annað, því að aðsóknin er svo mikil. En bezt er fyrir þá, sem vilja verzla við íra, að hafa ameríska dollara handbæra eða eitthvað annað, sem skortir þar, séu dollararnir ekki fyrir hendi. Við höfum nægan fisk og nóg af landbúnaðarafurðum til eigin þarfa, en við gætum vissulega haft not fyrir íslenzkt síldar- mél til skeppnufóðurs og áburð, sem búinn er til úr fiskbeinum. Ég held, að íslendingar hafi áð- ur fyrr flutt síldarmjöl til ír- lands. ★ Ég vona, að þessi grein komi íslenzkum kaupmönnum að ein- hverjum notum, því að æskilegt væri, að þau menningar- og ætt- arbönd, sem tengja ísland og ír- land, mættu styrkjast í fram- tíðinni með verzlunarskiptum, er auka myndu velmegun og gagnkvæma velvild beggja þjóð- anna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.