Tíminn - 07.09.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.09.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMINX, laiigardagiim 7. sept. 1946 162. blað 4 ííiatiaHqi í straumi lífsins Laugurdayur 7. sept. „Frjáls verzlun”- Fyrir nokkru síðan skýrði Tíminn frá því, að hrossakjöt tvöfaldaðist í verði eða meira en það í meðferð kaupmanna í Reykjavík. Þótti mörgum furðu- legt að heyra þetta, en óhætt er að bæta því við, að svipaðir verzlunarhættir munu eiga sér stað um nautakjötið hjá ýmsum þeim, sem hafa það með hönd- um. Það eru tvær ástæður f/rir því, að svona hlutir eiga sér stað. í fyrsta lagi er dýrtíðin það mikil, að mikill kostnaður hleðst á hverja ögn, sem verzl- að er með og kemst undir þann taxta, sem ,gil^ir á vinnu- markaði verzlananna, húsaleigu og annað, sem til þessa heyrir og þarf. Hin ástæðan er sú, að skipulagsleysið og eftirlitsleysið er svo mikið, að ofan á þennan kostnað, sem er óhjákvæmileg afleiðing hinnar almennu verð- bólgu, er hlaðið óhæfilegri á- lagningu og verzlunargróða. Er það fljótséð, að nautakjöt og hrossakjöt, sem hvorki flutn- ingskostnaður né frystigjald leggst á, eftir að bændur selja það, þarf ekki að hækka jafn mikið að tiltölu og kindakjöt, sem kemur á markaðinn allt I einu og frysting, geymsla og flutningskostnaður leggst á, þó að sleppt sé útflutningi. Dæmi þessara daga um hina „frjálsu“ sölu á kjötmarkaðin- um sýna það, að bæði fram- leiðendur og neytendur eru fé- flettir. Gróði verzlananna bitn- ar fyrst og fremst á frajnleið- endum, þegar framboð er mikið, en ef skortur er á vöirunni leggst þetta „frelsi“ þyngst á neytendurna. Það er hér eins og víðar, að samstarf fólksins er því fyrir beztu og getur tekið fyrir ó- þarfan gróða tiltölulega fárra milliliða. Skipuleg verzlunar- samtök framleiðenda og neyt- enda eiga að leysa þetta mál, en til þess eiga þau^að njóta vinsamlegs stuðnings löggjafar og ríkisvalds. Þannig getur nokkuð af skatti þeim, sem kaupmenn leggja nú á menn frá eigin brjó^ti, orðið kyrr í hönd- um neytendanna, en annar hluti hans runnið til bænda sem hækkun á afurðaverði. Þetta lag, eða ólag öllu held- ur, sem er nú á verzlun með nautakjöt og hrossakjöt, sýnir mönnum hvernig vera myndi ástatt, ef það væri eins „frjáls- legt“ með sölu á kindakjöti. Eft- ir því munu engir óska, sem þar eiga hagsmuna að gæta, nema kjötkaupmennirnir, en þeirra hagsmunir eru ekki hags- munir almennings. Það er að vissu leyti gott að hafa þetta hvort við annars hlið til samanburðar, skipulagið, sem ríkisstjórn sú, er mynduð var 1934 beitti sér fyrir og skipulagsleysið, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefir lengstum elskað og dáð. Þeir, sem nú undrast og býsn- ast yfir verzlunarháttum með hið „frjálsa" kjöt, — sumir ekki alveg lausir við þykkju og gremju, — geta séð það, að af- urðasölulögin eru þeim til góðs, hvort sem þeir eru bændur eða almennir neytendur. Það eru milliliðirnir einir, sem hafa á- stæðu til að þakka Sjálfstæðis- flokknum fyrir baráttuna í þessum málum. — En þeir mega lika þakka vel. Vísir sér rautt. Vísir bregzt illa við þegar hann heyrir talað um svika- laust eignauppgjör og talar í því sambandi um rauðu flokk- ana. Af því tilefni má gjarnan spyrja hann eftir flokkalitum í Danmörku. Þar voru allir þing- flokkar fylgjandi eignauppgjöri og einir tveir þingmenn á móti því. Það var nú allt Vísisliðið í danska þinginu þá. Annars er það dálítið merki- legt í þessu sambandi, að oað er eins og sumir framámenn í Sjálfstæðisflokknum þoli vel að heyra talað um eignauppgjör. Þeir hafa svo sem fyrri verið með róttækri og góðri löggjöf. En ef sagt er að eignauppgjör- ið eigi að vera svikaiaust, þá er þeim boðið meira en þeir þola. Þá sjá þeir rautt. Læknisráð í Mbl. Fyrrverandi alþm. Sjálfstæð- Isflokksins, Bjarni Snæbjörns- son læknir, hefir nýlega gert dýrtíðarmálin áð umræðuefni í Mbl. Sýnast honum horfur skuggalegar að mörgu leyti og les hispurslaust yfir þeim pólit- ískum spekúlöntum, sem geri hróp að þeim, sem segja sann- leikann, og stimpli þá sem svartsýna afturhaldsmenn. Síð- an kemur læknirinn með ráð sín við dýrtíðinni, og er það í skemmstu máli, að hætta að greiða öllum launamönnum fulla verðlagsuppbót, en láta hluta af launum'þeirra -renna til hins opinbera og verja því fé til að borga dýrtíðina niður. Launamenn eiga hins vegar að fá merki í stað peninga og telja þau fram á skattaskýrslu, en greiða þó ekki skatt af þeim, en þess er hvergi getið, hvort þeir eigi nokkurntíma að fá þau greidd. Þeir, sem hafa rakað saman stórfé undanfarið eiga ekkert á sig að leggja samkvæmt þessu læknisráði, en bara njóta þess, að hver og ein af þeirra mörgu krónum sé gerð dýrmætari. Allir hundsuðu hirðisbréfið. Mat bænda í Sjálfstæðis- flokknum á Jóni Pá má meðal annars marka af því, að enginn þeirra flokksbræðra hans, sem sæti áttu á aðalfundi Stéttar- sambands bænda, fór að ráðum hans að láta þann félagsskap afskiptalausan. Jón Pá var nýbúinn að senda út hirðisbréf sitt í þeim tilgangi að sundra bændastéttinni og særði þar skoðanabræður sína í stjórnmálum við flokkslegar tilfinningar þeirra, og bað þá að eiga ekkert samstarf við Framsóknarmenn um stéttar- málefni. Enginn þeirra Sjálf- stæðismanna, sem bændur höfðu trúað fyrir stéttarmál- efnum sínum, gegndu þessu neyðarkalli Jóns, en létu það allir sem vind um eyru þjóta. Einmana ýlustrá. Goluþytu,tinn úr kverkum En þess mega menn gæta í sambandi við þetta allt, að öll þjónusta og verzlun hér á landi er dýr og hlýtur að vera það, vegnaverðbólgunnar. Eftir mörg- um leiðum er tekið af tekjum manna í hft verðbólgunnar. Hjá því verður ekki komizt, meðan dýrtíðin er slík sem hún er nú. Það eru syndagjöld liðinna ára, en þó að undau þeim verði ekki komizt í dag, er ástæðulaust að hlaða öðru verra ofan á, svo sem óþörfum milliliðagróða. Jóns Pálmasonar gerir hér hvorki til né frá. Bændastétt- in gerir sér grein fyrir því, að þrátt íyrir allt, sem skoðanir eru skiptar um, eru stéttarmál- efnin svo mikilvæg, að þau eiga að sameina alla sanna bændur, og því hljóta þau að gera það. Þess vegna stendur nú bændastéttin íslenzka ein- huga um mál sín. Hvað skyldi það þá gera til, þó að langt í baksýn sameinaðrar stéttar standi einangraðir ó- happamenn og reyni raddfæri sín út í auðnina? Þeir geta ekki orðið neitt annað en eins konar ýlustrá, þar til þeir taka upp aðra jákvæðari og betri hætti. í hverfleikans straumi. Mbl. birti nýlega grein, sem Jón Pálmason hefir skrifað 8. ágúst. Sumt í þeirri grein er ef til vill orðið úrelt, þegar það er prentað, því að dýrtíðarmálin eru ekki alltaf rædd í sömu tóntegund í blöðum Sjálfstæð- isflokksins. Það er eins og með hattatízkuna hjá kvenfólkinu, að það er ekki alveg víst, að það, sem var nýjasta tízka fyrir ein- um mánuði, sé lengur í móð. Varanleg sjálfsblekking. Sumt í grein Jóns Pá. er var- anlegt, svo sem sú ímyndun, að ríkisstjórnin og stefna hennar hafi aukið fylgi sitt í kosning- unum. Þrátt fyrir það, að Al- þýðuflokkurinn var eini stjórn- arflokkurinn, sem eitthvað vann á, og það væri beinlínis vegna þess, að hann bauð fram hreina og heiðarlega stjórnarandstæð- inga málefnalega, halda stjórn- arsinnar dauðahaldi í þá sjálfs- blekkingu, að það sé sig*ur stjórnarinnar. Þrátt fyrir það, að Sjálfstæðismenn, sem voru í framboði sem opinberir og yfir- lýstir stjórnarandstæðingar, stöðvuðu að þessu sinni straum- inn frá Sjálfstæðisflokknum, svo að nemur þúsundum atkvæða, kallar Jón Pálmason það sigur ríkisstjórnarinnar og traust við hana. Lega Tyrklands er þannig, að innanríkismál þjóðarinnar geta haft mikla þýðingu fyrir þann heimsfrið, sem þjóðirnar leitast við að skapa. Það er því full ástæða til að kynna mann- inn, seip hefir tekið við forsæt- isráðherraembættinu í Tyrk- landi af Saracoglu — hinn 57 ára Recep Peker. Þróunarbraut hans hefir ver- ið eins og búast mátti við af tyrkneskum stjórnmálamanni. Þegar á tímum súltansins var hann þekktur liðsforingi, og í fyrri heimsstyrjöldinni var hann orðinn hershöfðingjaráðsfor- ingi á Kákasusvígstöðvunum, en var áður en stríðinu lauk gerður prófessor við herskólann í Harkiyl 1 Miklagarði. Það er staðreynd, sem sýnir, að hann er duglegur fræðimaður. Eins og margir herforingjar þeirra tíma, studdi hann þjóð- Hann hefir fjörugt ímyndun- arafl. Skyldi honum vera ofgott að lifa í sælli vímu sjálfsblekking- ar um sigra og traust meðan grundvöllur stjórnarsamstarfs- ins og persónulegs frama hans sjálfs er að liðast 1 sundur? Draumasælan. Þegar Jón Pá. hefir vaggað sér lengi í draumasælu sjálfs- blekkingarinnar um málefna- lega sigra innanlands, hækkar hann flugið og fjarlægist veru- leikann enn meira, ef hægt er. Fer hann þá að gera sér vonir um það, að íslendingar muni hafa úrslitaáhrif á friðarsamn- ingana. Ekki er gott að skýra þessa drauma Jóns með náttúr- legum hætti og mun ýmsum Húnvetningum finnast draum- ar hans stórir, hvort sem þeir líta mjög upp til hans þeirra vegna eða ekki. En veruleikinn er nú sá, að þó að Sigurður frá Vigur gangi um í París með blaðamanna- skírteini frá Mbl, mun friðar- ráðstefnan ganga sinn gang fyrir því, eins og ekkert sé. En Jón Pálmason er sæll i sínum draumum. Brostnar vonir. Benedikt Gíslason frá Hof- teigi kom sem áhugamaður á fund Stéttarsambands bænda og fékk að taka þar til máls. Hann lýsti þar fögrum vonum, sem hann hafði tengt við Bún- aðarráð, en það hefði nú verið tekið og gert að undirlægju Reykjavíkurvaldsins og nefndi hann síðan ýms dæmi um yfir- sjónir þess og glappaskot. Kvað hann nú ekki um annað að ræða fyrir bændur, en að mynda öflugt stéttarsamband, því að þeir hefðu ekki á annað að treysta en samtök og styrk sjálfra sín. Þannig bresta nú vonir þeirra, sem einhverjar hafa bundið við Pétur Magnússon og þjóna hans fyrir bændanna hönd. ernishreyfingu Kemals Pasha og gegndi ýmsum trúnaöarstöð- um í hernum í frelsisstriðinu i Anatólíu. Þá var hann ekki í sérstak- lega nánu sambandi við Kemal, en það komst hann þegar fund- um þeirra bar saman 1923 og Peker varð meðlimur þjóðráðs- ins. Það er ekkert leyndarmál, að grundvöllur vináttunnar var þolni Pekers í pókerspili, en það gat Kemal Atatúrk spilað svo sólarhringum skipti. Landinu verður að stjórna. Peker hafði eigi alllítil áhrif á stjórn tyrkneska þjóðráðsins. Það hefir verið mikið rætt hvort Tyrkland Kemals ætti að teljast hreint einræðisland, og það er enn ágætt viðfangsefni fyrir pólitíska fræðimenn. Kemal vakti margar nætur yfir stjórnarskránni. Honum fundust andstöðunefndirnar, Kossavalsinn. í Lundúnaborg er i uppsiglingu nýr dans, sem miklar líkur þykja til, að verði vinsæll. Hann er nefndur kossa- vals og dregur nafn sitt af því, að dansendurnir kyssast með vissu milli- bili. Samkvæmt lögmálum þessa nýja vals má þó bjargast við aðrar að- gerðir, ef daman kinokar sér við að framfylgja reglunum út í yztu æsar. Það er þó sagt, að ensku stúlkurnar kjósi yfirleitt að fylgja réttri forskrift. Búizt er við því, að kossavalsinn nái skjótri útbreiðslu viða um lönd. „Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu," sagði borgar- skáldið okkar. Ætli hann hafi ekki hitt naglann á höfuðið? Gjöf, sem var tekin aftur. Prófessorsfrú ein í Kaupmannahöfn, sem mikið hefir látið þjóðfélagsmál til sín taka, lenti nýlega 1 klónum ó yfirvöldunum vegna hjálpsemi sinn- ar. Tvær konur höfðu trúað henni fyrir leyndarmálum sínum. Önnur þeirra var ung stúlka, sem var van- fær og mjög uggandi vegna óhapps síns. Hitt var gift kona, sem ekki gat átt barn vegna aðgerðar, er fram- kvæmd hafði verið á henni fyrr á árum, en þorði ekki að segja manni sínum sannleikann af ótta við reiði hans, heldur tjáði honum, að nú væri hún með barni. Prúin var flutt í fæðingarstofnun til rannsóknar og svo hittist á, að hún hlaut rúm við hliðina á ungu stúlkunni óhamingjusömu. Þær sögðu hvor annarri sögu sína og urðu ásátt- ar um það, að gifta konan skyldi taka við barni stúlkunnar. Þar með gat vandi beggja leyst á heppilegan hátt. Um svipað leyti kom prófessorsfrú- in í fæðingarstofnunina í opinber- um erindagerðum. Konurnar tvær tjáðu henni ráðagerð sína og báðu hana ásjár. Henni virtist sem þeim, að þetta væri snjallræði, og við fljótlega íhugun sá hún ekki, að þetta þyrfti að hafa vond eftirköst. Hún tók því að sér að koma þessu í kring. Stúlkan ól síðan barn sitt, og það var þegar eftir fæðinguna fengið í hendur barnlausu frúnni, sem ann- aðist það af móðurlegri umhyggju. Allt virtist í bezta lagi. En svo kom babb í bátinn. Unga stúlkan hafði nefnilega verið búin að gera kröfu um framfærslueyri á hendur barnsföðurnum áður en hún fór í fæðingarstofnunina. Og einn góðan veðurdag var henni skipað að mæta til yfirheyrslu hjá hlutaðeig- andi embættismönnum. Menn vildu vita, hvað orðið hefði um barnið, vegna meðlagsins, sem barnsföðurn- um skyldi gert að greiða. Þetta hefði þó getað bjargazt, ef embættismenn- irnir hefðu ekki jafnframt heimtað skýrslur og vottorð frá fæðingar- deildinni. En þá kom í ljós, að hér sem hann ásamt Raur og Re- fel hafði stofnað 1919, mynda ágætan grundvöll, en þær áttu þá ítök um allt landið. Það var ekki laust, við áhrif frá fyrir- Recep Peker. komulagi bolsévikka, þegar hon- um flaug í hug að mynda úr þeim þjóðlegan flokk og með þetta hjálpaði Recep Peker hon- um. Úr þessum nefndum myndað- ist 1923 hinn svokallaði repu- blikanski þjóðflokkur, eða Þjóðflokkurinn, sem hefir völd- in enn þann dag í dag. Flokkur- inn átti að mynda grundvöll- inn undir héraða- og ríkisstjórn. Fullur fjörs og áhuga ferð- aðist Kemal sjálfur úr einum stað í annan og skýrði nefnd- unum hlutverk þeirra. var ekki allt með felldu. Prekari rannsókn var fyrirskipuð — og allt komst upp. Prófessorsfrúin greiðvikna var dæmd í 1000 króna sekt, en frúin, sem barnið þáði, og nú varð aftur barn- laus óbyrja sem áður, hlaut skilorðs- bundinn fangelsisdóm. Og í þokkabót hefir eiginmaðurinn krafizt skilnaðar vegna þeirra svika, sem konan beitti hann. En það var einmitt af ótta við skilnað, sem vesalings konan hafði gripið til þessa úrræðis. Lögin og dómararnir láta ekki að sér hæða. Leyndardómsfullt atvik. Snemma í ágústmánuði gerðist sá einkennilegí atburðiu-, að laxar og geddur söfnuðust hópum saman upp að bökkum Sáveárinnar við Gauta- borg, ráku trjónm-nar upp úr vatninu og glenntu sundur skoltana. Drengir, sem þarna voru að leikjum sínum, hlupu út í ána og tóku fiskana með berum höndunum. Einn drengurinn handsamaði þarna þrjátíu punda lax. Enginn hefir getað skýrt, hvað vald- ið hafi þessu undri. Helzt hallast menn þó að þeirri tilgátu, að vatnið í ánni hafi eitrazt með einhverjum hætti, og það hafi valdið hinni kyn- legu háttsemi þessara fiska, sem ann- ars eru sprækari en svo, að þeir láti smádrengi grípa sig með höndunum. Dæmisaga. Hjúkrunarkonur í Kaupmanna- hafnarsjúkrahúsunum kröfðust ný- lega bættra launakjara. Varð úr þessu allhörð deila. Hjúkrunarkonurnar festu upp í sjúkrahúsunum áskoranii- og hvatningarorð til þeirra, sem deigari voru í baráttunni. Ein áskorunln var á þessa leið: Mimiist músanna. Það voru einu sinni tvær litlar mýs, sem duttu niöur i rjómaskál. Önnur músin brölti dálítið, en gafst svo upp og sökk til botns, þar sem hún beiö bana með aumkunarverðum hætti. Hin músin sagði: „Nei, ég gefst ekki upp“. Og hún brauzt um, og hún tifaði með fótunum og iðaði halanum alla nótt- ina. Og hvað gerðist? Þegar dagur rann og sólin kom upp, sat þessi hug- prúða mús á fallegri smjörklípu. Lær- ið af þessu: Gefizt ekki upp. Öllum getur fatazt. Churchill hélt ræðu í Metz á Frakk- landi í sumar. Þá bar það við, að hann mundi ekki, hvernig hann átti að segja ártalið 1883 á frönsku, bað um aðstoð, en sagði svo ártalið að lokum á ensku. Og hver veit nema fólk hér verði innan skamms vottar að þessum at- burði, því að atburðurinn var kvik- myndaður og settur inn í franska fréttamynd og þykir hin bezta skemmtun víða um lönd. Þjóðin og Þjóðflokkurinn. Saman eigum við að skapa það Tyrkland, sem við höfum fórnað blóði til að vinna, á svo föstum grundvelli, að það fái staðizt alla óvini bæði utan- lands og innan. Frá þessum degi eruð þið Þjóðflokkurinn. Látið alla góða Tyrki ganga í sam- tökin. Það eruð þið, þjóðin og Þjóðflokkurinn, sem eigið að stjórna Tyrklandi. Auðvitað má kalla þetta ein- ræði, en það er þó ekki hægt að lesa stefnuskrá flokksins, sem er í 72 liðum, án þess að verða var við undiröldu lýðræðisins. Tákn hins nýja flokks urðu 6 örvar, sem ganga eins og sólar- geislar út frá miðdepli. Þetta tákn varð seinna fyrirmynd fal- angistanna á Spáni. Hver ör táknar eitt aðalatriði í stefnu- skrá flokksins. Það yrði of langt mál að skýra frá allri stefnuskránni, en það er gaman að sjá hversu mörg smáatriði Kamal og Pe- ker hafa tekið með. í 1. grein er t. d. talað um eins alvarlegt málefni eins og nauðsyn þess að halda trúar- brögðum og pólitík algerlega aðskildum. f 24. grein stend- ur: Við teljum ferðamanna- skrifstofuna meðal til þess að auka þekkingu og ást útlend- inga á landinu okkar og styrkja (Framliald á 3. síöu). JÖRGEN BAST: Hinn nýi forsætisráðherra Tyrkja Eins og kunnugt er hafa Rússar gert kröfur á hendur Tyrkjum um ítök í landi þeirra og hernaðaraðstöðu við Hellusund. Þess- um kröfum hafa Tyrkir harðneitað, en Rússar sitja við sinn keip, og endurtka kröfurnar og bera jafnframt ýmsar sakir á Tyrki. Stjórnmálamenn um allan heim fylgjast vel með þessum átökum. Sennilegt er, að íslenzkur almenningur hafi gaman af að vita nokkur skil á stjórnmálaástandinu í Tyrklandi og þeim manni, sem þar er forsætisráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.