Tíminn - 18.09.1946, Blaðsíða 1
l' RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
* EDDTJE 'SI. Lindargðtu 9 A
| Slmar 2353 og 4378
) APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OO AUGLÝSINGASKRIPSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu BA
Síml 2323
169. blað
„fSLAND ER FAGURT LAND OG
TlFTSLAGIÐ HEILNÆMT’’
Viðtal við dönsku listakonuna Hedvig Collin
Dönsk Iistakona, Hedvig Collin, hefir að undanförnu sýnt mál-
verk og myndskreyttar bækur í bakhúsi Menntaskólans. Collin
segir í þessu viðtali frá kynnum sínum af ýmsum þjóðum, o fl.
Gráhærð og góðlátleg kona
situr við lítið borð í bakhúsi |
Menntaskólans og málar mynd ,
af barni, þegar tíðindamaður |
blaðsins kemur og biður leyfis
til að líta á sýningu hennar.
Hedvig Collin er strax fús til
að leiðbeina mér. Hún er í ágætu
skapi. Ef til vill er hún það
alltaf, en daginn áður hafði for-
seti íslands komið í heimsókn
listakonunni að óvöru, og hafði
það glatt hana mjög. „Forsetinn
ykkar er svo ljúfmannlegur,“
sagði Collin. „Ég var ekkert
feimin við hann.“
Á sýningunni eru 43 málverk,
þar af 8 íslenzk. Meðal málverk-
anna getur að líta málverk frá
Norðurlöndum, Frakklandi,
Tékkóslóvakíu, Grikklandi og
víðs vegar að úr Ameríku. Sá,
sem þetta ritar er ekki dómbær
á málaralist, en frá sjónarmiði
venjulegs áhorfanda er sá
kostur á málverkunum, að
hverjum manni má vera ljóst
hvað þau eiga að tákna, en á
þvi vill stundum vera misbrest-
ur hjá nýmóðins málurum.
Hefir myndskreytt
tvær ísl. bækur.
— Þér hafið myndskreytt
margar bækur?
— Já, eitthvað 50 alls, þar á
meðal 2 íslenzkar.
— Hvaða bækur eru það?
— Ragnars saga loðbrókar og
Hrólfs saga Kraka. Hrólfs sögu
hefi ég endursagt fyrir börn á
ensku. Bókaútgáfan Heims-
kringla ætlar nú að gefa út
þessar sögur með teikningum
mínum. Ennfremur bókina Wind
Island, sem gerist á Fanö. Wind
Island lýsir leikjum barna og
ævi sjómanna á Fanö.
Þekktasta bókin, sem ég hefi
myndskr^tt er Bibi og Ole. Hún
Hafnfirðingar unnu
Vestmannaeyinga
Um seinustu helgi háðu Hafn-
firðingar og Vestmanneyingar
bæjakeppni í frjálsum íþrótt-
um. Leikar fóru þannig, að
Hafnfirðingar unnu keppn'ina
með 12548 stigum, en Vest-
mannaeyingar hlutu 12261 stig.
Bæir þesir hafa þrisvar áður
háð slíka keppni og er þetta í
fyrsta sinn, er Hafnfirðingar
vinna keppnina. Eitt nýtt ís-
landsmet var sett á mótinu.
Var það í 4X100 m. boðhlaupi
á 44,4 sek. og sett af sveit
Hafnfirðinga, en óvíst er, hvort
met þetta verður staðfest.
Fjögur tundurdufl
gerð óvirk
í byrjun þessa mánaðar gerði
Skarphéðinn Gíslason í Horna-
firði óvirk 3 segulmögnuð brezk
tundurdufl, sem nýlega rak á
land þar eystra. Voru 2 á Breiða-
bólstaðarfjöru og 1 á Borgar-
hafnarfjöru. — Þá hefir Har-
aldur Guðjónsson frá Reykja-
vík, nýlega gert óvirkt brezkt
segulmagnað tundurdufl, sem
festist á skerl hjá Stokkseyri.
hefir verið þýdd á 22 tungumál.
— Hvar' hafið þér lært að
mála?
— Fyrst á Kunst Akademiet
í Kaupmannahöfn og síðan á
L’ ecob Nationale Des Beaux
Arts í París.
— Hversu víða hafið þér ferð-
ast?
— Ég hefi farið um alla Ev-
rópu, Rússland, Persíu og mik-
inn hluta Ameríku.
— Og hvar líkar yður bezt?
— Næst föðurlandi mínu kann
ég bezt við mig í Frakklandi, en
það stafar ef til vill af því, að
þar á, ég skyldmenni og ég tala
frönsku. Mér líkar vel að vera
á íslandi, en hljómfagra málið
ykkar er erfitt.
íslenzk víkingsmanngerð.
— Hafið þér ferðast víða um
landjð?
— Ég hefi ferðast bæði norð-
an og sunnanlands. Ég hefi at-
hugað íslenzkar manngerðir.
Ég kom að Fagraskógi. Því
miður hitti ég ekki þjóðskáldið
Davíð Stefánsson, en aftur á
móti bróður hans Stefán Stef-
ánsson. Stefán er glæsilegur
maður. Ég ætla að gera hann að
fyrirmynd norræns víkings.
(Framhald á 4. síðuj
Hreyfill hefir fengið
nýtt símanúraer
Bifreiðastöð Hreyfils hefir nú
alls 175 bifreiðar á bifreiðastöð
sinni. Vegna hinnar miklu
aukningar bifreiða á stöðinni og
sívaxandi viðskipta, hefir stöð-
in ^jigan veginn getað látið
viðskiptamönnum sínum í té
viðunandi símaþjónustu með
þeim tveim símum, sem hún
hefir haft til þessa.
Stöðin hefir nú fengið nýtt
símanúmer, 6633, og þar með
fleiri línur, og væntir Bifreiða-
stöð Hreyfils þess, að með því
sé að fullu bætt úr símakosti
stöðvarinnar.
Þá hefir stöðin tekið í notkuií
nýtt merki á bifreiðar sínar.
ísl. tónlistarmaður
getur sér frægðarorð
vestan hafs
Hingað til lands hafa borizt
fregnir um það, að íslenzkur
maður, Einar Markússon að
nafni, er undanfarin ár hefir
stundað píanóleik í Bandaríkj-
unum, hafi leikið á kvikmynd
tvö stórverk á pianó. Voru það
verk eftir 'Chopin og Liszt. Er
hér um að ræða litla kvikmynd,
tónleikamynd. Hefir frammi-
staða Einars vakið mikla at-
hygli og hans verið sérstaklega
getið í dómum um myndina.
Einar hefir getið sér gott orð
fyrir leik sinn, þar sem hann
hefir komið fram, en hann hef-
ir leikið víða opnberlega, í út-
varp og á skemmtistöðum á
vesturströnd Bandaríkjanna.
Göngur og réttir eru nú framundan um allt land. Þúsundum saman
fara menn að smala fé og eru 1—8 daga í þeim leitarferðum. MeS létt-
an hug og léttan fót kanna leitarmenn fjöll og öræfi. Hvarvetna er
þeirra beðið með eftirvæntingu og tilhlökkun. Ungir og gamlir hlakka til
að sjá féð sitt aftur, hvort sem það er bara eitt lítið lamb eða heil
hjörð.
Hér á myndinni sést einn af hinum rösku f jallgöngumönnum með
mal sinn á baki og förunautinn sinn trygga og góða, — smalahundinn
sinn. —
Bjferja á Hvalfjörö næsta sumar
Billelðin styttist þá um liálfs annars tíma ferð
Undirbúningur er nú hafinn við Hvalfjörð, vegna bílferjanna,
sem fyrirhugað er að nota til flutnings yfir fjörðinn. Eins og
kunnugt er, voru tvö innrásarskip keypt hingað til landsins í vor,
sem nota á sem bílferjur á Hvalfjörð. f sumar hafa skipin verið
notuð við hafnargerðina á Akranesi, en það var eins og kunnugt
er Akranesbær, sem keypti ferjurnar í Englandi.
Vaxandi dýrtíð og
versnandi afkoma
Mjólkurverð «g kjötverð hækkar, en hlutur
bænda engu betri en áðnr.
Endalaust sígur á ógæfuhlið. Verðlagsnefnd Búnaðarráðs
hefir ákveðið 13 aura verðhækkun á nýmjólk, og er útsöluverð
hennar þá kr. 1,83. Þetta verðlag mun vera miðað við það, að rík-
íssjóður haldi áfram að greiða mjólkurbúunum 22 aura á hvern
mjólkurlftra, sem þau fá til meðferðar.
Það var fyrst í gærkvöldi að verðlagsnefnd gaf út tilkynningu
um kjötverðið og er skýrt frá því á öðrum stað í blaðinu. Allt
til þessa hefir verið bannað að selja kjöt á Akureyri, þó að
slátrun hafi staðið þar yfir í hálfa þriðju viku og búið sé að
slátra 15 þúsundum fjár.
Öllum munu þykja þetta
dapurlegar fréttir og kvíðvæn-
legar. Neytendum finnst mikið
að greiða nærri 2 krónur fyrir
hvern mjólkurlítra og bændum
er það engin gleði að vera háð-
ir þvílíkri dýrtíð. Og engan
skyldi þetta verðlag gera undr-
andi, þegar þess er gáð, að það
eitt mun kosta 40 aura, að
mjólka hvern mjólkurlítra. Hitt
er þó verst við þetta mál, að
þrátt fyrir þetta háa söluverð
og niðurgreiðslu úr ríkissjóði,
eru bændur lakar launaðir en
aðrar starfsstéttir þjóðfélagsins.
Er nú ekki komið nógu langt
til þess að menn skilji, að hér
þarf eitthvað að gera? Og finna
menn ekki, að það á að vera á
annan hátt en þann að taka
einn þátt dýrtíðarmálanna út
úr og leggja þunga verðbólgu og
óstjórnar á eina stétt sérstak-
lega?
Er ekki mælirinn orðinn full-
ur?
KJÖTVERÐIÐ NÚ
Til lesenda
OFEIGS
Yfirstjórn vita- og hafnar-
mála hefir að undanförnu und-
irbúið lendingarbætur þær, er
gera þarf við Hvalfjörð vegna
ferjanna og liggja nú fyrir að
mestu uppdrættir og áætlanir
um verkið. Vinna er hafin fyrir
nokkru að lendingarbótum við
Katanes á Hvalfjarðarströnd,
en þar er ákveðið að lendingar-
staður ferjunnar veröi að norð-
anverðu. Að Sunnanverðu verð-
ur lendingarstaðurinn annað
hvort á Hvalfjarðareyri, eða í
Maríuhöfn. En skammt er milli
þessara staða.
Lendingarbæturnar, sem gera
þarf eru all mikil mannvirki.
Það þarf að byggja bryggjur,
sem ferjurnar geta lagzt að,
hvernig sem stendur á sjó, en
mesti munur flóðs og fjöru mun
vera þarna um 4 metrar. Eiga
bifreiðarnar að geta ekið um
borð í ferjuna, hvernig sem
stendur á sjó og mun ekki ætl-
azt til að farþegar fari úr þeim
á leiðinni, enda er ekkert rúm-
eftir fyrir farþega, er ferjan er
hlaðin bifreiðum. Leiðin yfir
fjörðinn þama er líka stutt og
ekki talið líklegt að ferjan verði
lengur en 10—15 mín. á leið-
inni.
Áætlað hefir verið að lénd-
ingarbæturnar einar kosti ekki
minna en 800 þúsund kr.
Við það að hægt verður að
fara yfir Hvalfjörð á bílferj-
unni mun landleiðin styttast
um 50 km. og losna menn þá
við að fara lang versta kaflann
af Hvalfjarðarveginum, sem bil-
ar eru venjulega ekki skemur en
hálfa aðra klukkustund að fara.
Verður því hin mesta samgöngu-
bót að bílferjunum yfir Hval-
fjörð, ef vel tekst með rekstur
þeirra.
Auk þeirra lendingarbóta, er
gera þarf og vikið hefir verið
að hér að framan, þarf að gera
all niikla vegi að lendingar-
stöðunum til að koma þeim I
þjóðvegasamband, og mun
væntanlega verða hafizt handa
um þær framkvæmdir á næst-
unni, að því er vegamálastjóri
hefir tjáð tíðindam. blaðsins.
Sjávarútvegssýningin
hefir verið fjölsótt og er nú
gestatalan kominn nokkuð á
tuttugasta þúsundið. í kvöld
klukkan níu mun Lúðrasveit
Reykjavíkur leika á sýningunni
undir stjórn Landsky Otto.
LOKS ÁKVEÐIÐ
Verðlagsnefnd hefir nú loks
ákveðið verð á kjötinu. Var í
gærkvöldi birt í útvarpinu
verðið, sem nefndin hefir á-
kveðið. En samkvæmt þeirri til-
kynningu verður smásöluverð á
1. fl. dilkakjöti kr. 11,85 kilóið.
Heildsöluverðið á sama verð-
flokki er kr. 10,40. í fyrsta verð-
flokki er 1. og 2. fl. dilkakjöts
og geldfjárkjöts. 2. verðflokkur
verður í heildsölu kr. 8,50. t
honum er 3. fl. dilkakjöts. 3.
verðflokkur er í heildsölu kr. 7
kílóið og er í honum Ær il. og
Hrútar, 4. verðflokkur kostar
kr. 5,50 í heildsölu og er í hon-
um 2. fl. ærkjöts. Síðar verður
nánar rætt um hið nýja kjöt-
verð hér í blaðinu.
Ég sé að því hefir verið hald-
ið fram í Ófeigi í vor, að ég
hafi einhverntíma skrifað mikil
ósannindi um Þingeyinga. Þótt
ég taki mér létt rógsyrði Ófeigs,
finnst mér ástæðulaust að liggja
undir þessu illmæli, eftir að á-
byrgðarmaður þess er kominn
til landsins og lýsi því þessi
ummæli Ófeigs tilhæfulaus ó-
sannindi.
Taki Ófeigur þann kostinn að
birta einhverjar slúðursagnir
illmæli sínu til styrktar, mun
ég gera hlut hans og hans
manna því verri, sem þau orð
verða fleiri, en væntanlega
velur hann þann kostinn, sem
vænstur er, að þegja um þetta
framvegis.
14. september 1946
Halldór Kristjánsson,
Kirkjubóli.
Rottueyðingin geng-
ur að óskum
Rottueyðingin í bænum
gengur mjög að óskum, og hefir
nú þegar borið allverulegan ár-
angur.
t Reykjavík er um það bll
lokið við tvær yfirferðir af
þrem.
Efni það, sem notað var í
fyrstu tveim umferðum, var
með öllu ósaknæmt fyrir menn
og dýr, önnur en rottur og mýs.
Hins vegar er eitur það, sem
notað verður í þriðju umferð-
inni, hættulegt fyrir menn og
dýr, ef ekki er gætt fyllstu
varúðar við meðferð þess.
Þess er þó vænzt, að eitur
þetta þurfi ekki að nota nema
á tiltölulega fáum stöðum, þar
sem erfiðast reynist að útrýma
rottunum með öðru móti. Að
sjálfsögðu munu eyðingar-
mennirnir ekki koma eitrinu
fyrir, án þess að láta viðkom-
andi ibúa eða húsráðendur vita,
hvar eitrið er látið.
Daginn eftir að eitrað hefir
verið munu eyðingarmennirn-
ir koma aftur og taka burtu það
af eitrinu, sem eftir kann að
verða.
Bandaríkjamenn gefa Dönum bíla
Bandarfski Rauði Krossinn hefir gefið danska Rauða Krossinum 75 flutningabíla. Nokkuð af þessum bílun
sést á myndinni er tekin var við h&tiðlega athöfn er Dönum var afhentgjöfin á hallartorginu við Amalien
borg.