Tíminn - 11.10.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARIN8SON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Símar 2383 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA tl.í.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUH'l'SL Llndargötu S A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHKIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu BA
Síml 2323
30. árg
Reykjavík, föstudaglnn 11. okt. 1946
185. blað
FINNAR ERU AÐ SLIGAST UNDIR
SKAÐABÚTAGREIÐSLUM
Frásögn Hjálmtýs Péturssonar kaupmanns
af ástandinu í Flnnlandi.
Það er fremur sjaldan, að íslendingar leggja leið sína til
Finnlands, og þess vegna berst hingað lítið af áreiðanlegum
íréttum af ástandinu í landinu eins og það er í raun og veru,
og það því fremur, sem finnsku blöðin gæta af skiljanlegum á-
stæðum ýtrustu varkárni í öllum frásögnum og draga hulu yfir
bitrasta sannleikann til þess að styggja ekki hinn volduga ná-
granna í austri, Rússana. Tíðindamaður Tímans greip því tæki-
íærið, er hann hitti Hjálmtýr Pétursson, kaupmann, sem er
uýkominn heim frá Finnlandi, þar sem hann dvaldi um skeið í
sumar og ferðaðist allvíða.
UNRRA hefir að undanförnu keypt mikið af kvikfénaði handa megin-
landslöndunum, einkum þó Póllandi og Tékkóslóvakíu. Myndin hér að
ofan er af ensku sauðfé, sem verið er að flytja á vcgum UNRRA til
Tékkóslóvakíu.
Starfsemi fræðsiu- og fé-
lagsmáladeildar S. í. S.
Vlötal vlð ©laf Jóhamiessou framkv.stjóra.
Að gefnu tilefni hefir tíðindamaður Tímans snúið sér til for-
stöðumanns fræðslu- og félagsmáladeildar S. í. S., Ólafs Jó-
hannessonar lögfræðings, og beðið hann um nokkrar upplýs-
ingar um starfsctmi deildarinnar að undanförnu. Gaf hann blað-
Kn attspyrnuförin
til Englands
tókst vel
Islenzklr knattspyrnumenn verða að fá gras-
völl til að geta keppt með góðum árangri
á alþjóðavettvangi.
Ellefu af þeim tuttugu og tveimur knattspyrnumönnum, er
fóru til Englands fyrir þrem vikum síðan, komu heim með flug-
vél frá Prestwick í gær. Hinir bíða næstu flugferðar heim. Eins
og sagt hefir verið frá áður, kepptu íslendingarnir fimm sinn-
um við brezk áhugamannafélög. Unnu þeir einn leik, gerðu eitt
jafntefli en töpuðu þremur. Tíðindamaður blaðsins hitti Hörð
Óskarsson prentara í gær og spurði hann frétta úr förinni, en
hann var einn þessara knattspyrnumanna. Fararstjóri var
Björgvin Schram.
Rússnesku álögurnar.
— Ég get ekki annað sagt en
ástandið í Finnlandi sé mjög
ömurlegt, mælti Hjálmtýr. Þjóð-
in er þrautpínd með skaða-
bótagreiðslum — helmingurinn
af framleiðsluvörum þjóðarinn-
ar gengur beint til Rússa og til
grundvallar er lagt það verðlag
sem var 1938, enda þótt fram-
leiðslukostnaðurinn hafi tvö-
faldazt síðan. En enn þung-
bærari en ella verða þessar á-
lögur sökum þess, að Rússar
tóku af Finnum sum beztu
landbúnaðarhéruðin og skógar-
héruðin, einu höfnina á norður-
ströndinni og fiskimiðin út af
henni, stærstu rafstöðvarnar í
landinu og beztu og nýjustu
skipin.
Óvægileg skipti.
Hangöskaganum, sem þeir
tóku upphaflega, hafa þeir nú
skilað aftur, en tekið i hans
stað Porkalahéraðið, rétt v&
Helsingfors, sem var mjög frjó-
samt. Þar var framleitt mikið
af grænmeti og mjólk handa
höfuðstaðarbúum. 18. september
fyrir tveimur árum fengu íbúar
þessa héraðs, sem voru um
þrjátíu þúsund, tilkynningu um
það, að þeir yrðu að ganga frá
öllu sínu innan tíu daga, yfir-
gefa húsin hrein og fáguð og
skilja lyklana eftir í skránum.
Og svo miskunnarlausir voru
Rússar í þessum skiptum við
Finna, að þeir seildust rétt
norður fyrir járnbrautina milli
Ábo og Helsingfors — nýjustu
og beztu járnbrautina í Finn-
landi — svo að Finnar geta
ekki lengur notað hana. Fyrir
vikið verða lestirnar, sem ganga
milli þessara stærstu borga
landsins, að krækja langt norð-
ur í landið eftir gamalli og
þrautslitinni braut. Á Hangö-
skaganum, sem Finnar endur-
heimtu í staðinn fyrir Porkala-
héraðið, var hihs vegar allt í
rúst eftir hersetuna, mannvirki
eyðilögð og ræktarlönd stór-
skemmd.
450 þúsundir flóttamanna.
í rauninni var það eitt mik-
ið grettistak fyrir Finna, sem
voru mjög aðþrengdir eftir tvær
styrjaldir, að taka við öllu því
fólki, sem flýði Rússa af land-
svæðum þeim, sem þeir tóku,
og sjá því fyrir húsaskjóli, fæði
og atvinnu. Hér var alls um 450
þúsundir manna að ræða. En
það er nú aðeins litið brot af
öllu því, sem af þeim er krafizt.
Mannfall Finna í styrjöldinni
var á annað hundrað þúsund, og
nær hundrað þúsund eru ör-
kumlamenn í sjúkrahúsum og
vmsum hælum og stofnunum.
í Malax, litlu sveitaþorpi, sem
íefir fjögur þúsund íbúa, skoð-
,ði ég í kirkjugarðinum grafir
állinna hermanna. Þar voru í
érstökum reit á annað hundrað
eiði blómum skreytt með hvít-
im krossum. Þarna hvíldi æska
sveitarinnar. Sömu sögu hafa
öll finnsk byggðarlög að segja.
Framleiðslutækin ganga úr sér.
Fram til þessa hafa Finnar
þó staðið í skilum með allt, sem
þeim hefir verið gert að inna
Hjálmtýr Pétursson.
af hendi. En ástandið fer versn-
andi, að því er mér virtist. Öll
dýrmætustu framleiðslutækin,
sem smíðuð eru í landinu, svo
sem skip og vélar, ganga
jafnóðum beint til Rússa, og
þjóðin hefir ekki bolmagn til
þess að endurnýja verkstöðvar
sínar og vinnutæki, svo að allt
gengur úr sér. Þannig verður æ
þyngra fyrir fæti. Þjóðin lítur
fram á veginn með miklum
kvíða. Enn eru fyrir höndum
sex ár með sligandi skaðabóta-
greiðslum — og þar eftir fram-
tíð sem ekki er bjart yfir.
Skortur á öllum sviðum.
Allar nauðsynj avörur eru
skammtaðar, og á skömmtun-
arvörunum er hóflegt verðlag,
t. d. á vefnaðarvörum frá verk-
smiðjum, sem ríkið átti, var
ekki leyfð meiri álagning en
6%. En það, sem skammtað
er, er svo naumt, að það nægir
engum. Afganginn verður fólk
að kaupa á svörtum markaði
(Framhald á 3. síðu).
1 Ríkisstjórnin 1
biðst lausnar
N ICIukkan 6 í gærkvöldi lagði 41
« Ólafur Thors fram lausnar- >>
?> beiðni fyrir ráðuneyti sitt í >2
heild. ;;2
v Það, sem af er vikunni, hafa «
>2 staðið yfir harðar deilur í
22 Sjálfstæðisflokknum um það, ??
z2 hvernig snúast bæri við þessu ?>
t> máli. Vildu fimmmenningarnir >2
>> láta kommúnista fara úr stjórn- 22
>> inni, og létu mannalega, en 22
>2 hafa nú bognáð eins og þeir eru «
22 vanir. 2>
22 Ólafur Thors mun hafa beitt >>
‘;> sér fyrir því, sem nú er orðið >2
« að ráði, 0£ ganga það til, að >2
>> hann væntir þess, að stjórnin N
>> muni sitja öll sem bráðabirgða- 22
>2 stjórn um tíma, þangað til «
22 hann hefir lempað kommúnista. «
inu eftirfarandi upplýsingar:
— Fyrir réttum tveimur ár-
um eða haustið 1944, var sett
á stofn sérstök starfsdeild í
SÍS til að annast um útbreiðslu
fræðslu- og félagsmálastarfsemi
Sambandsins, en eins og kunn-
ugt er, hefir Sambandið og
samvinnufélögin frá öndverðu
rekið ýmis konar útbreiðslu-
og fræðslustarfsemi. Hentugra
þótti að samræma og skýrslu-
leggja þessa starfsemi frá sér-
stakri starfsdeild. Deild þessi
var nefnd fræðslu- og félags-
máladeild SÍS. Starfsemi henn-
ar undanfarin tvö ár hefir
einkum verið fólgin í eftirfar-
andi atriðum: Fyrirlestrum,
kvikmyndasýningum, bókaút-
gáfu, starfrækslu Bréfaskóla
SÍS og öflun bóka um sam-
vinnumál auk ýmis konar fyr-
irgreiðslu á félagslegum vanda-
málum samvinnufélaganna.
Fyrirlestrar hafa verið fluttir
víða um land. Hafa þeir flestir
verið fræðsluerindi um sam-
vinnumál. Fyrirlestrarnir hafa
ýmist verið haldnir í sambandi
við kvikmyndasýningu, aðal-
fundi kaupfélaga eða á öðrum
samkomum samvinnumanna
eða til þeirra hefir verið boðað
sérstaklega. Fyrirlestrarnir hafa
verið fluttir af Ólafi Jóhannes-
syni, Guttormi Óskarssyni og
Magnúsi Gíslasyni frá Eyhild-
arholti í Skagafirði.
Kvikmyndasýningar hafa
einnJ;? verið haldnar víðs vegar
um land. Hefir aðsókn að þeim
verið mjög góð. Aðajlega hafa
verið sýndar íslandskvikmynd
SÍS og mynd frá Aðalfundi SÍS
á Laugum 1942. Ennfremur hafa
verið sýndar nokkrar fræðslu-
myndir, er upplýsingadeild ame-
ríska sendiráðsins lánaði. í
sumar hafa einnig verið sýndar
sænskar fræðslumyndir, er
Kooperativa Förbundet hefir
lánað.
Út hafa verið gefin nokkur
smárit um samvinnumál. —
Upplag þeirra hefir verið all-
stórt en er samt að mestu
uppgengið. Af hálfu deildarinn-
ar hafa ennfremur verið ritaðar
allmargar fræðandi greinar í
blöð. Undirbúin hefir verið
útgáfa stærri bóka um sam-
vinnumál.
Bréfaskóli SÍS var stofnaður
fyrir nokkrum árum. Hefir
hann verið rekinn með líku
(Framhald á 4. síSu)
Kepptu fimm leiki.
Héðan fóru knattspyrnu-
mennirnir í tvennu lagi, 18
flugu beina leið til Englands, en
7 fóru degi seinna með flugvél
til Parísar og biðu þar í fjóra
daga, unz þeir komust með
járnbrautarlest til Lundúna.
Fyrsti leikurinn var í Lund-
únum og töpuðu íslendingar
með 2:1. Annar leikurinn fór
einnig fram í Lundúnum og
töpuðu íslendingar þá enn með
3:2. Þriðji leikurinn var í Ox-
ford og varð hann jafntefli, 1:1.
Var það mjög skemmtilegur
leikur, og fannst íslendingun-
um, að þeir hefðu átt að vinna
þann leik. Fjórði leikurinn var
við mjög sterkt lið, sem ekki er
talið gefa atvinnuliðunum eftir,
en það er úrval úr brezku á-
hugamannafélögunum. Sá leik-
ur var skemmtilegur og mátti
heita, að íslendingar stæðu sig
vel gegn þessu sterka liði, en
leiknum töpuðu þeir með 5:3.
Fimmta og seinasta leikinn
unnu íslendingarnir með 3:2.
íslendingunum vel tekið.
íslenzku knattspyrnumenn-
irnir eru mjög hrifnir af mót-
tökunum í Englandi og róma
hina íþróttalegu framkomu
Breiðdælir byggja
veglegt samkomuhús
Þann 22. f. m. var vígt nýtt
íþrótta- og samkomuhús að
Heydölum í Breiðdal. Var það
ungmennafélag sveitarinnar,
sem gekkst fyrir byggingunni.
Samkomuhús þetta mun vera
eitt hið myndarlegasta í sveit
hér á landi, samkomusalurinn
er 7x16 m. og 4,80 m. á hæð.
Auk þess er svo eldhús, geymsla
og snyrtiherbergi o. fl.
leikmanna og áhorfenda. Það er
eftirtektarvert, að enginn mað-
ur varð að hiytta leik vegna
meiðsla í ölluríi þeim leikjum,
er íslendingarnir kepptu í Eng-
landi. Þess verður þó að gæta,
að slysahætta er miklu minni
á grasvöllum en malarvöllum.
Áhorfendurnir ,klöppuðu al-
veg eins, ef íslendingarnir
sýndu fallegan leik eða gerðu
mark, og samlandar þeirra ættu
í hlut.
í boði hjá borgarstjóra
Lundúna.
Er íslendingar höfðu leikið
fyrsta leikinn í Lundúnum var
(Framhald á 4. síSu)
Reglulegt Alþingi
sett í gær
Reglulegt Alþingi, sem verður
fjárlagaþingið 1946, var sett í
gær af forseta íslands eftir að
þingmenn höfðu verið viðstadd-
ir guðsþjónustu í dómkirkjunni,
þar sem séra Bjarni Jónsson
prédikaði. Aukaþinginu, sem
hafði setið undanfarið, var slit-
ið í gær.
Kl. 6 í gær fóru fram kosning-
ar á forsetum og riturum í sam-
einuðu þingi og deildum. í for-
setakosningunum höfðu Sjálf-
stæðismenn og jafijaðarmenn
bandalag og eru því allir for-
setarnir úr þeirra hópi.
Úrslit kosninganna urðu
þessi:
í sameinuðu þingi var Jón
Pálmason kosinn forseti, en
Stefán Jóhann Stefánsson og
Gunnar Thoroddsen varaforset-
ar. Ritarar voru kosnir Skúli
Guðmundsson og Sigurður
Kristjánsson.
í efri deild var Þorsteinn
Þorsteinsson kosinn forseti, en
Guðmundur f. Guðmundsson
og Gísli Jónsson varaforsetar.
Ritarar voru kosnir Bernharð
Stefánsson og Eiríkur Einarsson.
í neðri deild var Barði Guð-
mundsson kosinn forseti, en
Garðar Þorsteinsson og Sigurð-
ur Bjarnason varaforsetar. Rit-
arar voru kosnir Páll Þorsteins-
son og Ingólfur Jónsson.
Jóhannes Nordal
Iátinn
Jóhannes Nordal, fyrrverandi
íshússtjóri, faðir Sigurðar Nor-
dals prófessors, lézt hér í bæn-
um nýlega 96 ára að aldri.
Jóhannes Nordal hafði fóta-
vist þar til nú fyrir rúmum
hálfum mánuði.
Danir eru nú um þessar mundir að gera kvikmynd eftir hinni kunnu skáldsögu Martin Andersen Nexö, „Dette
Menneskebarn", en sú saga mun vera einna þekktust af skáldsögum þess höfundar. Myndirnar eru af kvik-
mynduninni og til vinstri handar sést höfundurinn sjálfur vera að leiðbeina viff töku myndarinnar. —