Tíminn - 06.11.1946, Page 1

Tíminn - 06.11.1946, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN8SON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Simar 33SS og 4371 PRENTSMIÐJAN EDDA HJt. RITSTJÓRASKRIPSTOFOR: EDDXJH 'SI. Iilndargfitu > A Simar 2363 og 4373 AFGREEÐSIiA, INNHETMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSL Lindargötu BA Siml 2323 30. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 6. nóv. 1946. 203. blað Vélbátur ferst út af Hornafirði Fimm menn drukkna. í gærmorgun um kl. 10 vildi það sorglega slys til rétt úti fyrir Hornaf jarðarós, að vélbáturinn Borgey ’ fórst og með honum fimm manns, fjórir karlmenn og ein stúika. Þrír menn af áhöfn skipsins björguðust. ÁRÁS VELDUR VERKFALLI í fyrrakvöld varð íslenzkur verkamaður, sem var að vinnu við uppskipun úr amerísku birgðaskipi í Reykjavík fyrir á- rás Bandaríkjahermanns. Sá, sem fyrir árásinni varð heitir Bjarni Vilhjálmsson og var hann að vinna einn afsíðis frá öðrum, er amerískur hermaður vindur sér að honum og slær hann um- svifalaust í höfuðið, svo Bjarni meiddist alvarlega og særðist á höfði. Er þessi atburður skeði, lögðu allir íslenzkir verkamenn niður vinnu sína við affermingu þess í mótmælaskyni og fékkst enginn maður til að vinna við það í gærmorgunn, fyrr en eftir kl. 9, er íslenzk og amerísk lögregla hafði tekið málið að sér og lof- að að láta sökudólginn sæta ábyrgð. Englandsför Sigurðar Norðdal Sigurður Nordal prófessor er nýkominn heim frá Englandi, en þangað fór hann fyrir rúm- um mánuði í boði British Coun- cil. Sigurður heimsótti ýmsa háskóla í Englandi, þar sem íslenzk fræði .eru stunduð og auk þess athugaði hann mörg söfn íslenzkra bóka við háskól- ana. ERLENDAR FRÉTTIR Kosningar fóru fram til full- trúadeildar og y3 hluta öld- ungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Þátttaka var mikil. Al- mennt er búist við sigri repu- blikana. Fundur utanríkismálaráð- herra stórveldanna hófst í New York í fyrradag. Fyrsta verk- efni hans er að gangg. frá frið- arsamningum við bandamenn Þjóðverja, en síðar verður rætt um framtíð Þýzkalands. Fyrstu viðræðurnar á fundinum virð- ast benda til, að erfitt verði að ná samkomulagi. Þing sameinuðu þjóðanna hefir ákveðið að taka afstöðuna til Spánarstjórnar til meðferð- ar og hefir málið því verið tek- ið af dagskrá öryggisráðsins. Brezka stjórnin hefir ákveðið að leggja fyrir þingið frum- varp um almenna herskyldu í landinu. Er þar lagt til, að herskyldan verði 18 mánuðir í fasta hernum og 4 ár í heima- varnarliðinu. Ghandi hefir lýst því yfir, að hann muni hefja mótmælaföstu gegn óeirðunum í Bengalhér- aði og ekki hika við að svelta sig í hel, ef þær verði ekki látn- ar niður falla. ♦ Snemma í gærmorgunn lagði i Borgey af stað frá Höfn og gekk j vel út yfir grynningarnar, þar ! sem oft er vondur sjór. Er skip- var komið út úr ósnum, austur ! undir svo nefnda Boða, sneri það við, af orsökum, er ekki voru kunnar í gær. Er báturinn var kominn rétt upp undir ósinn, sökk hann á tiltölulega skömm- um tíma, og sáust afdrif skips- ins greinilega úr landi, þrátt fyrir mistur og slæmt skyggni. j Var þá mannaður út bátur til bjargar, er síðan fór á staðinn og tókst að bjarga þremur mönnum. Tveir þeirra höfðu komist í skipsbátinn, en sá þriðji bjargaðist í belti. Var hann hætt kominn og orðinn nær meðvit- undarlaus, er honum var bjarg- að. Fjórir karlmenn og ein stúlka fórust. Þau sem fórust voru: Sigurður Jóhannsson, skip- stjóri, nú til heimilis í Reykja- vík, en hefir lengi að undan- förnu átt heima á Eskifirði. Var hann maður um fimmtugsald- ur og lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Ólafur Sigurðsson, vélstjóri frá Höfn, rúmlega tvitugur, ó- kvæntur. Páll Bjarnason, háseti frá Hofteigi í Hornafirði, ógiftur. Þá fórst matsveinn, sem blað- inu er ekki kunnugt um nafn (Framhald á 4. síðu) Háskólabókasafni berst bókagjöf Börn Guðmundar Hannesson- ar prófessors gáfu í gær Há- skólabókasafninu margvísleg rit eftir föður sinn látinn. Þar eru hér um bil 230. bd. smá og stór um mannfræði og kennslu- greinar þær, sem prófessor Guð- mundur annaðist í háskólan- um, ennfremur um húsagerð, mannfélagsmál, portúgölsk og rússnesk vandamál o. fl. Þessu fylgir sérprentanasafn mikið og einstakt í sinni röð hér á landi, ákaflega verðmætt.. Loks er það ekki ómerkur hlutur, að Há- skólabókasafni er hér með gefið safn blaðaúrklippna með öllum þorra blaðagreina, er eftir Guð- mund Hannesson liggja. Bókagjöfin er þegar komin í hillur Háskólabókasafns, og verður stimpill gerður til að merkja ritin: Úr bókum Guð- mundar Hannessonar. Sala stofnlánadeild- arbréfama í gær seldust bréf stofnlána- deildarinnar fyrir um 450 þús. krónur í Reykjavík og Hafnar- firði. Hefir þá alls frétzt um sölu bréfa fyrir 3,7 milj. króna, frá því hin nýja sókn var hafin fyrir sölu þeirra. Aðalfundor F.U.F. í Flóa Dagrenning, félag ungra Framsóknarmanna í Flóa, heldur aðalfund að Þingborg í Hraungeirðishreppi næstkom- andi sunnudag og hefst hann kl. 2 e. h. Þar verða kosnir -íulltrúar á flokksþingið og rætt um stjórn- málaviðhorfið. Firummælandi verður Daníel Ágústínusson, er- indreki flokksins. Munu ungir Framsóknarmenn í Flóanum fjölmenna á þennan fund. Þjóöviljinn og Morgunbl. lýsa stjórnarstefnunni: „Fjárplógsmaðurinn, okrarinn og skattsvik- arinn hafa verið Ieiddir í hásætið” FRÁ jarðarför per albins. Mynd þessi er frá. hinni fjölmennu jarðarför Per Albins, sem talin er fjöi- mennasta jaríarför, sem fram 'hefir farið á Norðurlöndum. Ráðherramlr úr stjörn hans gengu fyrstir á eftir kistunni. Aðalfundir Framsóknarfélaganna í Árnes og V.-Skaftafellssýslum Gengið frá kosningu flokksþingsfulltrúa. Um síðustu helgi héldu Framsóknarfélögin í Árnes- og Vestur- Skaptafellssýslum aðalf. sína. Á báðum fundunum voru mættir fulltrúar frá miðstjórn Framsóknarflokksins, sem fluttu erindi um stjórnmálaviðhorfið og urðu ítarlegar umræður á eftir. Hér á eftir fer nánari frásögn frá fundunum. „Það er ekki hægt að fá mannafla til að taka fisk upp úr einum togara hér í höfuðstaðnum” f aðalbiöðum stjórnarinnar, Morgunblaðínu og Þjóðviljanum, birtust í gær athyglisverðir vitnisburðir um afleiðingar stjórnar- stefnunnar fyrir atvinnuvegi og fjármál landsmanna. Mbl. upp- lýsir, að svo mikill hörgull sé nú á vinnuafli, að ekki sé hægt að fá fisk tekin upp úr togara, og horfi því ekki glæsilega um rekstur hinna nýju skipa. Þjóðviljinn birtir mjög rækilega og að flestu leyti sanna lýsingu af fjármálaspillingunni og því „sið- lausa og ættjarðarlausa fjármálavaldi“, sem hefir vaxið upp und- ir handarjaðri núv. ríkisstjórnar. Tímanum þykja þessar frásagnir stjórnarblaðanna svo at- hyglisverðar, að hann birtir þær orðréttar hér á eftir: Framsóknarfélag Árnesinga hélt aðalfund sinn að Selfossi Frumsýning á nýju leikriti Jónsmessudraumur á fátækra- heimili heitir næsta leikrit Leik- félags Reykjavikur. En seinasta sýning á leikritinu Tondeleyo var síðastl. sunnudagskvöld. — Jónsmessudraumur á fátækra- heimilinu er sænskt leikrit eftir hið kunna skáld Svía Pár Lager- kvist. Hann hefir skrifað skáld- sögur, smásögur og leikrit og ennfremur ort ljóð. Þetta leik- rit er talið eitthvert bezta leik- ritið, sem eftir hann liggur. — Lagerkvist er íslenzkum lesend- um að nokkru kunnur af smá- sögum, sem þýddar hafa verið eftir hann. Leikritið er í þremur þáttum og annast Lárus Páls- son leikstjórnina, en aðrir leik- arar eru: Gestur Pálsson, Bryn- jólfur Jóhannesson, Jón Aðils, Valdimar Helgason, Gunnþór- unn Halldórsdóttir og Alda Möller. Frumsýningin verður næstkomandi föstudagskvöld. síðastliðinn laugardag og hófst hann kl. 3 síðdegis. Jörundur Brynjólfsson alþm. flutti ítar- legt erhidi um stjórnmálavið- horfið og Bjarni Bjarnason skólastjóri ræddi um starfsemi flokksins í héraðinu. Allmiklar umræður urðu um bæði málin, og tóku þessir til máls: Eiríkur Jónsson oddviti Vorsabæ, Guð- jón Ólafsson bóndi Stóra-Hofi, Gísli Jónsson hreppstjóri Stóru- Reykjum, Daníel Ágústínusson erindreki Framsóknarflokksins og Sæmundur Símonarson frá Selfossi. Hnigu ræður manna að því, að nauðsyn bæri til að efla flokkinn í héraðinu til mikilla átaka og eyða því sundurlyndi, sem gerði þar vart vicj sig á síð- astliðnu vori. Samþykkt var að fela deild- unum heima í hreppunum að kjósa fultrúa á flokksþingið fyrir 18. nóvember næstkom- andi. í stjórn félagsins voru kosnir: Eiríkur Jónsson, Vorsa- bæ, formaður, Emil Ásgeirsson, Gröf, ritari og Guðmundur Guðmundsson, Efri-Brú, gjald- keri. Varastjórn var kjörin: Þorsteinn Sigurðsson, Vatns- (Framhald á 4. síðu) Mbl. lýsir flóttanum frá framleiffslunni. í grein Morgunblaðsins segir svo: „Fyrir skömmu kom hingað togari af saltfiskveiðum, og þurfti að sjálfsögðu að fá menn til þess að taka fiskinn upp úr skipinu. En engan mann var hægt að fá til þeirra hluta. Út- gerðarfélagið sneri sér þá til borgarstjórans og spurðist fyrir um hvort ekki myndi unt að fá menn úr bæjarvinnunni einn dag, til þess að ná fiskinum upp úr skipinu. Var beðið um 40 menn. I Borgarstjórinn tók þessari málaleitan vel og lofaði að stuðla að því, að þessum á- kveðna fjölda verkamanna yrði leyft að hverfa úr bæjarvinn- unni meðan verið væri að af- greiða skipið. Þvínæst lét borgarstjóri þau boð ganga á vinnustöðvarnar, að óskað væri eftir 40 verka- mönnum til þess að afgreiða togarann. Þau eindregnu tilmæli fylgdu frá borgarstjóra, til verkamanna, að þeir sinntu þessu, þvi að brýn nauðsyn væri á, að afgreiða skipið tafarlaust. En hvað skeður? Af þeim hundruðum verkamanna, sem bærinn hefir í sinni þjónustu, urðu það einir 11 — ellefu — sem gáfu sig fram til þess að afgreiða skipið! Þessi saga úr hinu daglega lífi höfuðborgarinnar er lærdóms- rík. Við erum að keppa að því, að efla sem mest fíamleiðsluna. Við verjum hundruðum miljóna króna í kaup á nýjum fisklskip- um, til verksmiðjubygginga og annarra umbóta á sviði sjávar- útvegsins. En svo, einn góðan veðurdag, rekum við okkur á þá staðreynd, að þegar þarf að taka fisk upp úr einum togara hér í höfuðborginni, þá er ekki Flugferðir til Vestmannaeyja Flugfélág íslands hefir tekið upp fastar flugferðir til Vest- mannaeyja. Fyrsta ferðin var farin í fyrradag. Það var Dou- glas Dakota flugvélin, sem ferðina fór. Til Eyja var flogið héðan á 25 mín. og á Vest- mannaeyjaflugvöll var flugvélin sezt eftir 30 mín. flug. Farþeg- ar voru 19. Flugmenn voru Kristján Kristinsson og Hörðux Sigur- jónsson. Flugvellinum í Vestmanna- eyjum at enn ábótavant á margan hátt, og þarf að vinna að endurbótum hans, eins fljótt og hægt er. hægt að fá nægan mannafla til þess að sinna því starfi.“ Ástæðan til þessa atburðar, sem Mbl. segir frá, mætti vera öllum augljós. Stjórnarvöldin hafa ekkert skeytt um að skipu- leggja fjárfestinguna, eins og Framsóknarmenn lögðu til strax á árinu 1943, að gert yrði. Þau hafa ekki viljað leggja þau höft á starfsemi fjárplógs- manna, er af slíkum ráðstöfun- um hefir leitt. Verzlunin og hvers konar braskstarfsemi hef- ir þvi fengið að þenjast út og stórgróðamenn hafa getað reist sumarbústaði og luxushallir eftir vild sinni. Afleiðingarnar koma svo fram í því, að fram- leiðslan býr við sívaxandi verka- fólksskort. Það virtist hins vegar sýna, að þrátt fyrir framangreinda staðreynd, virðist Mbl. hafa lítið lært, þvi að eina leiðin, sem það sér til úrbóta, er að draga úr vegavinnu í sveitum! Höfuðúr- ræðin, eins og að fækka heild- verzlunum, draga úr braskstarf- semi og stöðva byggingu skraut- hýsa og sumarbústaða, nefnir það ekki. Þjóffviljinn lýsir fjár- málaspillingunni. Annar ritstjóri Þjóðviljans, Kristinn E. Andrésson, minnist á undirlægjuháttinn við Banda- ríkin, og segir síðan: „Orsökin til uppgjafar þeirra er hið siðlausa og ætt- jarðarlausa fjármálavald, sem stendur á bak við og þeir eru sýktir af. Hér hefir á síðustu árum skapazt og flætt yfir meiri auður en dæmi eru til í sögu ís-> lands. Fjöldi íslendinga hefir rakað saman miljóna arði á ör- skömmum tíma án fyrirhafnar, með verzlunarbraski, okri og prettum, fjölmargir aðrir smærri upphæðum, en langt fram úr eðlilegum launum fyrir heiðarlegt starf. Hér hefir allt laust og fast gengið kaupum og sölu. Trúin á kaupmennskuna hefir orðið æðsti átrúnaður mikils hluta íslendinga. Fjár- plógsmáðurinn, okrarinn og skattsvikarinn hafa verið leidd- ir í hásætið hjá borgarastétt Reykj avíkur.Stærsti svindlarinn er i hverju samkvæmi mest dýrkaður. Utan um siðspillta fjárglæframenn safnast hirð aðdáenda og betlara. Skattsvik- arar hafa lögfræðinga á laun- um til að telja fram fyrir sig. Fjárglæframennirnir líta á sig sem almáttuga yfirstétt. Trú þeirra og reynsla er að allt megi kaupa fyrir peninga, jafnt fast- eignir, nautnir og listir. Trú þeirra og reynsla(?) er að alla menn sé hægt að kaupa fyrir fé, ef nógu hátt er boðið og beitt (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.