Tíminn - 13.11.1946, Síða 3

Tíminn - 13.11.1946, Síða 3
208. folað TÍMIM, migvikttdaglim 18. nóv. 1940 3 Nýjar Ólafur Jóhann Sigurðsson: Við Álftavatn — barnasög- ur með myndum, 3. prent- un. — Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar. — Stærð: 96 bls., 12X18 sm. — Verð: kr. 12.00 heft. Við Álftavatn var fyrsta bók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Hann var aðeins fimmtán ára gamall, er hún varð til. En hún þótti svo góð unglingabók, að hún vakti þegar athygli á hin- um 'unga höfundi — athygli, sem seinni tíminn hefir sannað, að ekki var að ófyrirsynju. Enn í dag á þessi frumsmíð Ólafs Jóhanns sömu hylli að fagna meðal yngstu lesend- anna og upphaflega. Þessari bók mun enn sem fyrr verða vel tekið. Frans G. Bengtsson: Ormur rauði — saga um sæfara í Vesturvegi. — Þýð. Friðrik Ásmunds- son Brekkan. — Bókfells- útgáfan. — Stærð: 280 bls., 15X23 sm. — Verð: kr. 40.00 í bandi, 50,00 í í betra bandi. Ormur rauði eftir sænska rit- höfundinn Frans G. Bengtsson, er ein sú skáldsaga, er mesta sigurför hefir farið um Norður- lönd seinustu ár. Hún gerist um það leyti, sem kristnin er að ryðja sér til rúms á Norður- löndum, og segir þar frá lífi og hugsunarhætti víkinganna, hermdarverkum þeirra og víga- ferlum, veizluglaumi og kven- hylli, gistidvölum í konungs- garði og kynnum af munkum og guðsmönnum. Er þar því skammt sögulegra atburða á milli í bókinni. En sá er munur hér og á Norð- urlöndum, þar sem þessi saga að velja fulltrúa til að tala máli sínu, valdi það fremur þá, sem tóku málstað bæjanna og iðn- aðarins. Þegar þess er gætt hve lítil jörð er ræktuð í landi okkar, og þess jafnframt, hvað er ræktanlegt, þá er málið alls ekki vanzalaust. En þeir, sem fara með völd tala samt um það í dag, að landbúnaðurinn eigi að sjá af fólki til annarrar at-r vinnu. Og hér liggja mýrarnar, — og það er útlit fyrir að svo fái það að haldast. Það er kannske betra að sækja matinn til útlanda? Bæirnir teygja sig eftir æsku- fólkinu, frekar nú en nokkuru sinni fyr. Æskufólkið fer. Fáir eru þeir, sem vilja taka þátt í því að framleiða matinn, en a'llir vilja fá skammtinn sinn og engar refjar, þegar til kem- ur. Hefði sveitafólk fengið vinnu sína greidda, hefði tekið fyrir strauminn frá byggð til bæja. Þá hefði það sýnt sig, að ekki aðeins það land, sem nú er nytjað, kæmist í betri rækt, heldur yrði mikill landauki lagður undir plóginn. Menn skulu ekki halda, að allir fari úr sveitinni af því, að þeir hræðisjr-yinnuna. Þeir fara vegna þess, að þeir sjá engin úrræði til að komast þar af fjárhags- lega. Það ætti að vera metnaðar- mál ríkisvaldsins að styðja landbúnaðinn betur en enn hefir verið gert. — Ef til vill kemur sú tíð, að það sé gott að hafa innlent forðabúr með mat- föng. Eigi lengi að ganga eins og nú horfir, getur landbúnaður- inn farið svo, að það verði ekki létt að koma honum á fót aftur. bækur hefir vakið eindæma athygli, eins og áður er sagt, og selzt bóka mest, að við eigum sjálfir gnægð bókmennta frá pessum öldum vikingalífsins,sem hverju mannsbarni eru að einhverju kunnar, og því varla, að hún þyki jafn nýstárleg hér sem þar. En eigi að síður munu flestir lesa hana sér til óblandinnar á- nægjui, sökum ^itríkrar og hnittilegrar frásagnar og skemmtilegrar túlkunar á hugs- unarhætti hinna fornu víkinga og þess fólks annars, sem kem- ur við sögu í Ormi rauða. Það hefir verið vel ráðið að fela Firlðrik Ásmundssyni Brekkan . þýðingu bókarinnar. Annar hefði tæplega verið bet- ur til þess fallinn. Hann hefir sjálfur skrifað langa og merki- lega skáldsögu, sem gerist á svipuöum tímum á svipuðum slóðum og Ormur rauði, og hefir þess vegna undirstöðugóða þekkingu á því, sem þarna er lýst, og hefir áður tamið sér það málfar, sem fellur bezt að efni slíkrar sögu. J. H. Selma Lagerlöf: Sveinn Elversson. Axel Guð- mundsson þýddi. — H.f. Leiftur gaf út. — Stærð: 200 bls., 16X24 sm. — Verð: kr. 38.00 ób., 40.00 í bandi. Selma Lagerlöf er meðal þeirra fáu, sem lifa, þótt þeir deyi. Vítt um hinn menntaða heim eru sögur hennar lesnar með aðdáun og ánægju, og verð- ur svo sennilega enn um lang- an aldur. Hinar göfugu hugs- anir hennar eiga lífsmagn, sem ekki dvínar eða úreldist, þótt kynslóðir hverfi undir græna torfu. Við íslendingar virðum Selmu Lagerlöf ekki síður en aðrir. Það er talandi tákn um ítök hennar á íslandi, að á þessu ári hafa verið gefnar út ekki færri en þrjár bækur eftir hana í ís- lenzkri þýðingu. Um þá sögu, sem hér getur, mun það sammæli allra, er hana hafa lesið og skyn bera á skáldskap, að tærari og göfugri boðskap til mannanna og óð til lífsins geti varla. Þannig var líka Selma Lagerlöf. Ætli hin- um stríðslamaða heimi væri annað betra læknislyf en jafn- vægi og mildi hennar? Gæti það ekki líka verið hollur sál- arþvottur fyrir þá íslendinga, sem fengið hafa bletti af styrj- aldarrykinu og mannhatrinu í hugskot sín, að lesa Svein El- versson með athygli? (Framhald á 4. síöu) VIÐ ANDLÁTSFREGN Björns Friðrikssonar 3. nóv. 1946. Þögull hjari, fregn ég fæ: Fallinn Hari tryggur. Hvergi vari neinu næ, næðir — stari, hryggur. Ævigrynning skopar skeið, skírir minning drenginn þroska vinning, langa leið lýsir kynning fengin. Hverfur arfur hinztu heim. Hugar þarfur málin fræða, starfa, guðs í geim góða, djarfa sálin. Þökk fyrir liðið allt sem er óðar kliðinn hlýja. Alvalds friður fylgi þér fram á sviðið nýja.' H. Th. ALICE T. HOBART: Yang og yin dagbækur — gegnsýrðar af austurlenzkri lífsspeki. Hann ýtti bókunum frá sér, en sat samt lengi hugsi. Hann gat einhvern veg- inn ekki gleyqat orðum Buchanans. Þau voru eins og fjarlægur ómur djúplægrar heimspeki — grunur um dulda menningu undir yfirborði sjúkdóma og eymdar, sem daglega blasti við hon- um. Var ef til vill þarna að finna skýringuna á þolgæðinu og prautseigjunni, sem skein úr hinum kínversku andlitum? Þessar hugsanir leiddu hann afvega — hann rak þær frá sér. Hvaða gagn gat líka þetta gert honum? Hann var ekki hingað kominn til þess að sökkva sér niður í gamla heimspeki, heldur til þess að ryðja nýjum lækningaaðferðum braut í landi, sem ekki þekkti nein vísindi. Hann var hingað kominn til þess að lina þjáningar og útbreiða þekkingu. Hann tók snöggt viðbragð, hrúgaði dagbókunum á neðstu hilluna og fór síðan að raða bók- um sínum. Hann hafði alltaf verið hreykinn af sinu góða safni læknisfræðilegra bóka, sem hann átti. Þegar hann var búinn að koma þeim fyrir, þar sem honum likaði, fór hann að svipast um eftir kompu, þar sem hann gæti komið sér upp tilraunastofu. Honum virtist herbergið, sem var við hliðina á skrifstofunni, vel nothæft til þess. Það þurfti aðeins að gera dyr á milli þessara tveggja herbergja, og bæta við einum þakglugga, svo að sæmi- lega vinnubjart yrði. Hann sendi léttadreng sjúkrahússinn undir eins eftir smið. IX. UNGU hjónin gátu litlu fórnað heimili sínu, hvort heldur var tíma eða fjármunum. Smám saman eignuðust þau þó húsgögn, og ekki var það sneytt allri fegurð. Húsið var rúmgott og hentugt og stofurnar háar undir loft. Hinir fátæklegu húsmunir gáfu þeim virðulegan blæ. Gólfteppi voguðu þau sér ekki að hugsa um — þau voru of dýr. En öll gólfin voru fægð og gljáð eins og bezt varð á kosið. Sólarljósið speglaðist í þeim á daginn og lampaljósið á kvöldin. Svo til öll hin ódýru stofuhúsgögn voru af kínverskum uppruna: ferhyrnt borð með grönnum, beinum fótum, sem samsvöruðu sér mjög vel, lágir, breiðir stólar með svo þráðbein bök, að slíkt hefði ekki einu sinni fundizt Ameríku á mektardögum Púritananna Og allt var þetta gljáborið að kínverskum hætti, líkt og gólfin, svo að raki ynni ekki á því. Á hinum köldu, hvítkölkuðu veggjum var ekki skraut af neinni gerð — tveir arnar voru eina undantekningin. Yfir arninum dagstofunni hékk kínverska bókfellsrollan, sem strax hafði dregið að sér athygli Peters, er hann heimsótti Díönu í fyrsta skipti. Hún hafði fengið hana að gjöf frá kínverskukennaranum sínum, og fátt var henni jafn kært af munum sinum. Yfir hillunni i borð- stofunni var mynd Peters af heilögum Zenóbíusi — frumstætt málverk, sem skipt var í fjóra reiti, og sást heilagur Zenóbíus þar fjórum sinnum á leið sinni til musterisins, umkringdur af sjúku fólki, sem ákallaði hann og bað hann að lækna sig. Alls staðar var hann í hinni rauðu kápu sinni, sem stakk svo áberandi í stúf við gráma hins þjáða fólks og hvíta veggi húsanna. En mestum tíma og mestum fjármunum höfðu Peter og Díana tórnað fordyrinu. Þau lögðu sig í líma að búa það þannig, að það gæti orðið sómasamlegur gestasalur á kínverska vísu. Þau gerðu sér vonir um að komast í kynni við menntaða Kínverja, þegar fram liðu stundir, en það var því aðeins unnt, að þau gætu tekið á móti gestum að kínverskum sið. Dagstofan og þau húsgögn, sem hún var búin, hlaut að vera Kínverjum, sem lögðu svo mikla áherzlu á samræmi og jafnvægi, til ama og angurs. Úti við hliðarveggina komu þau fyrir kínverskum teborðum og tveimur stólum, og til þess að menntuðum og þroskuðum Kín verjum skyldi ekki finnast salurinn of fátæklegur og ósmekklegur reyndu þau til hins ýtrasta að draga saman fé fyrir munum, sem ekki stóðu að baki því, sem gerðist í húsum göfugra manna Kínverskukennarinn, Wú, haföi liðsinnt þeim og meðal annars valið handa þeim bókfellsrollur og málverk til þess að skreyta veggina með. Fyrst í stað hafði hvorugt þeirra kunnað vel við sig í fordyrinu — það kom þeim ókunnuglega og kuldalega fyrir sjónir. En smám saman lærðu þau að meta hið hnitmiðaða jafn vægi, hina heiðu og virðulegu ró. íbúðin var öðru megin við forsalinn, vinnuherbergin tvö hinu megin. í þeim hvoru um sig var skrifborð og tveir stólar, ætlaðir kennara og nemanda. Hér sátu þau við kínverskunámið og lásu hinar sígildu bókmenntir — Díana af skyldurækni og ástundunar- semi, Peter i skorpum, en ekki af jafn mikilli iðni. Það kom stund- um fyrir, að hann var alveg að gefast upp á lestri þessara bók mennta, sem kennari hans sagði, að ekki hefðu auðgazt um eina einustu blaðsíðu síðustu aldirnar. í huga sínum likti hann þeim við órastórt, útdautt vatn, þar sem aldrei vottaði fyrir lífskviki né vindgára. Þessar bókmenntir voru hættar að fæða af sér nýjar hugsanir og nýjar uppgötvanir. Hvar sást árangur af heilabrotum lærdómsmannanna? Hvar sást áræði og dugur? Hann undraði sig á því, hve Díana gat borið mikla virðingu fyrir þessum bók- menntum og ergði hana með háöslegum athugasemdum. Þessir sömu eiginleikar, sem komu fram við námið, einkenndu líka heimilisstjórn Díönu. Fyrst i stað var hvað eina í röð og reglu og í föstum skorðum. Þessu hafði Peter líka veitt athygli þegar hann heimsótti hana í skála hinna ógiftu kvenna. En þegar íram í sótti fengu þó stofurnar meiri svip af honum, starfselju hans og hirðuleysi — bækur hans lágu á víð og dreif, stólarnir færðir úr stað, penninn og ritföngin gleymdust í borðstofunni sem var eina herbergið, er hitað var upp á hverjum degi. Framan af stóð Diana vel á verði um reglusemina, en brátt lét hún und an síga og brosti aðeins að þessum sporum, sem Peter skildi eftir í húsinu. Peter stríddi henni daglega, og undir niðri þótti henni aðeins vænt um þessa glettni hans. Sjálfri fannst henni oft hún leggja of lítið af mörkum í sambúðinni — hún gerði ekki annað en verma sig við ljósið og ylinn frá orku hans og lífskrafti. í myrkri nætur Fjaðraherfi 9 og 15 fjaðra Samband ísl. samvinnuf élaga Notuð rúmstæði Góð, notuð rúmstæði til sölu, 30—35 stykki stálhús- gögn. Lágt verð. Upplýsingar i síma 6740. \ Þ j óð varnarf élagið j heldur aðalfund sinn í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn |j 13. nóvember klukkan 8,30 síðdegis. DAGSKRÁ samkvæmt félagslögum, og rætt um framtíðarstarfsemi félagsins. Nýjum félögum veitt innganga' á fundinum. Stjórnfn. :: :: H Jóiablabsaugiýsingar Aufflýsendur, sem œtla «ð auglýsa í jjólablaði Tímans, eru vinsamlega beðnir að senda auglýsingarnar sem ullra fgrst. GANGADREGLAR Breidd 91 cm. Verð kr. 21.20 meterinn. Ultíma Bergstaðastræti 28. Lítil grá hryssa með ljósan blett framan á snoppunni, tapaðist í sumar. Finnandi vinsamlegast snúi sér til Flnns Finnssonar, Hvilft, Önundarfirði. UPPELDISSKÚLI SUMARGJAFAR :: Ný deild tekur til starfa 1. febrúar, 1947. Inntöku- skilyrði. Nemandi sé fullra 18 ára og hafi lokið burtfarar- prófi úr gagnfræðaskóla, kvennaskóla eða héraðs- skóla eða hlotið sambærilega menntun. Eiginhandarumsókn ásamt prófskírteini og heil- brigðisvottorði sendist fyrir 30. desember til Val- borgar Sigurðardóttur, Ásvallagötu 28, sem gefur allar nánari upplýsingar um skólann í síma 5890, frá klukkan 6 y2—8 V2 e. h.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.