Tíminn - 03.12.1946, Qupperneq 1

Tíminn - 03.12.1946, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN8SON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Slmar 2363 og 4371 PRENTSMIÐJAN EDDA hS. t rTSTJORASKRlFSTOFUR EDEUI 31 Llrrt Jifötu » a Slmar 2353 m 4STí \FGRETÐSLA ÍNNHEIM'' • >G AUGLÝSINOASF •ST' \ »IDnUHUSI m? t.i iftrertn. 30. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 3. des. 1946 222. blað Nokkrar áiyktanir Flokksþingi Framsóknarmanna lýkur í dag flokksþingsins SJÖ ARA PRINSESSA í gær voru kosnir aðalmenn Skattamál. Áttunda flokksþing Framsóknarmanna ákveður þannig stefnu flokksins' í skattamálum: 1) Vegna hins gerbreytta fjárhagsástands í landinu og þeirrar fjármálaóreiðu, er nú ríkir, verði öll skattalöggjöfin tekin til gagngerðar endurskoðunar. 2) Allsherjar eignakönnun verði látin fram fara til þess að skapa réttmætan grundvöll skattaálagningar framvegis og til að afla skatttekna af stórgróða stríðsáranna. 3) Skattalöggjöfin miði að því, að þjóðfélagsþegnarnir geti liennar vegna verið efnalega sjálfstæðir, en komi á hinn bóginn í veg fyrir óeðlilega auðsöfnun. 4) Eigi séu lagðir stighækkandi skattar á félög, sem starfa til almenningsheilla og öllum er heimil þátttaka í. 5) Samvinnufélögum og félögum, sem stunda nauðsynlega framleiðslustarfsemi, séu heimilaðar meiri skattfrjálsar afskriftir af mannvirkjum og nauðsynlegum tækjum til atvinnurekstrar en nú er gert. 6) Skattaálagningu á hlutafélög verði hagað á þann hátt að komið verði í veg fyrir að rekstri sé skipt niður á smáfélög til þess að komast hjá eðlilegu skattgjaldi. Afnumin verði varasjóðshlunn- indi hlutafélaga, sem ekki reka nauðsynlega framleiðslustarfsemi. 8) Tekið sé fyllsta tillit til að sveitarsjóðirnir þurfa að nota sömu álögustofna og ríkissjóður til að standa undir sívaxandi út- gjöldum. Rýmkað sé um tékjuöflunarleiðir sýslufélaga til fram- kvæmda stærri verkefnum, t. d. í samgöngumálum. 9) Sérstök áherzla verði lögð á að tryggja rétt skattaframtöl, en skattþegnar látnir njóta þess í lækkuðum skattstiga, ef vel tekst framkvæmd endurskoðaðra skattalaga. Raforkumál. Þessi mynd var tekin af Irene Emma Elisabeth Hollandsprinsessu 5. ágúst í sumar, en þá átti hún 7 ára afmæli. — Sést hún hér á myndinni (til vinstri í neðsta þrepinu) þar sem hún stendur úti fyrri höllinni Soestdijk, en þar tók hún á móti heiliaskum mannf jöldans. Flokksþing Framsóknarmanna lítur svo á, að framtíð íslenzkra byggða í sveitum og við sjó, sé nú mjög undir því komin, að kostur verði nægilegrar, ódýrrar raforku til hvers konar iðnað- ar og heimilisnota. Til þess að ná þessu marki sem allra fyrst skorar flokksþingið á Alþingi og ríkisstjórn: A. Að halda áfram og hraða rannsókn á skilyrðum til virkj- unar í fallvötnum landsins og hvernig auðveldast sé og hag- kvæmast að fullnægja raforkuþörf landsmanna. B. Að breyta raforkulöggjöfinni á yfirstandandi Alþingi í það horf, að grundvallarstefnan í málniu verði sú, að ríkið eitt reisi og reki allar meiriháttar orkustöðvar, leggi aðalorkuveitur (há- spennulínur) og byggi aðalskiptistöðvar (háspennuskiptistöðv- ar), og raforkan verði seld við sama verði til almennings, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli, og fé lagt fram úr i:íkissjóði til þess að svo megi verða, enda er þetta í samræmi við yfirlýsta stefnu Alþingis 1942 og í samræmi við stefnu ýmissa menning- arþjóða. C. Að hraða framkvæmdum svo sem ástæður leyfa, og sé þess stranglega gætt strax í byrjun, að auðvelt sé að stækka raf- orkukerfi, til þess að fullnægt sé raforkuþörf þjóðarinnar í framtíðinni. D. Að gera ráðstafanir nú þegar af hálfu ríkisins til þess að tryggja innflutning hvers konar hentugra og vandaðra raf- magnstækja til vinnusparnaðar og vinnuléttis á heimilunum, sem seld séu við sannvirði, jafnframt því, að tryggð sé réttlát tíreifing þeirra. Byggingamál. 8. þing Framsóknarflokksins háð í Reykjavík 28. nóv. til 3. des. gerir eftirfarandi ályktun: Komið hefir í ljós, að stuðningur sá, sem lögum um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum er ætlað að veita, er allsendis ófullnægjandi, einkuin. um öflun lánsfjár. Telur flokksþingið því, að nauðsyn beri til að gera betri skipan á þessum málum með nýrri löggjöf um byggingar íbúðar- húsa. Sé sú löggjöf byggð á þeirri stefnu, að skipulega sé unnið að því að tryggja öllum landsmönnum viðunandi húsnæði og skal ríkisvaldið í því skyni styðja byggingasamvinnufélög með útvegun lánsfjár og öðrum ráðstöfunum. í þessu skyni sé stofn- aður sérstakur byggingalánasjóður með verulegu framlagi úr rík- issjóði. Úr þeim sjóði skal veita byggingasamvinnufélögum lán með hagkvæmum kjörum, svo og þeim, sem í dreifbýli búa, en geta eígi fengið lán hjá byggingarlánastofnunum landbúnaðarins vegna þess, að þeir hafa eigi jarðnæði. Þá verði og gerðar ráðstafanir til að auka það fjármagn, sem byggingasjóður verkamannabústaða hefir til umráða. Auk fjárhagslegs stuðnings sé byggingafélögum séð fyrir að- stoð, svo sem ókeypis teikningum og umsjón fagmanna með fram- kvæmd verksins. Ennfremur sé þeim tryggður rétturinn til inn- flutnings á byggingarefni. Þá geri hið opinbera ráðstafanir til þess, þar sem því verður við komið, að byggingafélög og aðrir geti fengið við kostnaðarverði steypu og steypuefni, Meðan skort- ur er á vinnuafli og byggingarefni, sé tryggt að fyrir gangi byggingar íbúðarhúsa og nauðsynlegar byggingar í þágu at- vinnuveganna.Jafnhliða verði með opinberri íhlutun séð svo um, að íbúðarhúsnæði sé ekki selt með óhæfilegum hagnaði. Samtök byggingafélaga þeirra, er starfa á samvinnugrund- velli og sett hafa sér það markmið, með samtökum sínum, að lækka byggjngarkostnaðinn, með sameiginlegum innkaupum fyrir íélögin og skipulögðum byggingaframkvéemdum, ber rikinu að styðja, einkum með því að tryggja samtökunum rekstursfé og aðra. starfsaðstöðu. Nýbýlastjórn sé tryggður réttur til innflutnings á efnivöru þeirri, er þarí til byggingaframkvæmda í sveitum landsins. Ályktun stúdentaráðs um flugvallarmálið Á fundi sínum 29. nóvember 1946 samþykkti Stúdentaráð Háskóla íslands svohljóðandi á- lyktun: „Stúdentaráð Háskóla íslands lýsir yfir, að það álítur að segja beri upp samningi þeim, sem ísland nýverið gerði við Banda- ríki Norður-Ameríku, um rekst- ur Keflavíkurflugvallarins, svo fljótt sem uppsagnarákvæði hans leyfa. Telur ráðið, að íslendingar geti ekki unað því lengur en nú er nauðsynlegt, að menn ráðnir af erlendum stjórnarvöldum annist svo mikilvæg störf fyrir bá, sem hluttaka í rekstri þessa flugvallar er. Ráðið álítur, að slíkt ástand geti skaðað hagsmuni og sjálf- stæði íslands, enda ósamboðið fullvalda þjóð til frambúðar. Leyfir ráðið sér að beina þeim tilmælum til hins háa Alþingis og ríkisstj órnar að virina mark- visst að því, að íslendingar verði sem bezt undir það búnir að annast þennan flugvallarrekst- ur, strax og þeim gefst kostur á því samkvæmt uppsagnará- kvæðum samningsins.“ Orðuveitingar Forseti íslands sæmdi 1. þ. m. tvo opinbera embættismenn riddarakrosýi Fálkaorðunnar. Voru það þeir Gústav A. Jónas- son skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu og Helgi Ingvarsson yfirlæknir að Vífilsstöðum. Öxnadalsheiði ófær Öxnadalsheiði er nú ófær bifreiðum. Bifreiðar, sem i fyrradag reyndu að komast norður til Akureyrar, urðu að snúa við á Fremri-Kotum í Norðurárdal og bifreiðar, sem reyndu að komast frá Akureyri vestur yfir, snéru við hjá Þverá í Öxnadal, _ Áætlunarbifreiðar á Norður- landsleiðinni aka til Sauðár- króks og til Akureyrar gengur bátur í sambandi við ferðirnar. NÁMSSTYRKIR British Counsil British Council veitir þrjá námsstyrki fyrir skóláárið 1947 til 1948, og verða þeir að þessu sinni veittir kandídötum eða konum og körlum, sem.hafa á- lika mennturi eða þjálfun. Styrk- irnir gilda í eitt ár, en í sér- stökum tilfellum verður tekið til athugunar að veita styrk til árs í viðbót. Síðan striðinu lauk, hefir auk- izt mjög aðsókn að brezkum há- skólum, svo að víða horfir til vandræða sökum þrengsla. Verð- ur því tekið sérstakt tillit til þeirra umsækjenda, er stundað geta nám annars staðar en í há- skólum, og nær þetta til rann- sóknarstarfa, náms í uppeldis- fræðum, verkfræðum, heilbrigð- isfræði o. þ. h. Umsóknareyðublöð og upplýs- ingar lætur skrifstofa British Counsil í té, Laugaveg 34. Um- sóknir skulu sendar fyrir 11. janúar 1947. Maður drukknar Síðastliðinn laugardag vildi það sviplega slys til á Þingeyri, að maður féll út af bryggjunni þar og drukknaði. Maður þessi var Kristófer Eg- ilsson járnsmíðameistari, og var hann um 73 ára að aldri. Kristófer mun hafa verið að fá sér morgungöngu á bryggj- unni, en þar var flughálka og auk þess stormur, svo að líklegt er, að hann hafi runnið til á hálkunni og þá fallið í sjóinn. Ekki mun neinn hafa verið staddur þarna í grennd, þegar slys þetta skeði. Merk kona látin í fyrradag lézt hér í bæ merk kona, Jónína Jónatansdóttir. Hún var ein af brautryðjendum verkalýðshreyfingarinnar meðal reykvískra kvenna. — Er með henni að velli hnigin farsæl atorkukona, er mikið starf hefir innt af höndum. Jónína var gift Flosa Sigurðs- syni trésmíðameistara. í miðstjórn flokksins Flokksþingi Framsóknarflokksins mun ljúka í dag. í gær var lokið afgreiðslu flestra nefndarálita og jafnframt fóru þá fram kosningar á aðalmönnum í miðstjórn. í dag hefst fundur kl. 10 f. h. að Hótel Borg og fer þar fram kosning á varamönnum, en síðan verða tekin fyrir nefndarálit, sem eftir er að afgreiða. í kvöld verður haldið skilnaðarhóf að Hótel Borg og verður þar minnst 30 ára afmælis flokksins. Á laugardaginn stóð fundur frá kl. 2—6 e. h. og voru þar rædd álit allsherjarnefndar, fé- lagsmálanefndar og skipulags- nefndar. Fundarstjóri var Gunnar Grímsson kaupfélags- stjóri. • Á sunnudaginn stóð fundur frá kl. 2—7 e. h. og voru þá rædd álit menntamálanefndar, fjár- hags- og blaðnefndar flokksins og viðbótarálit frá allsherjar- nefnd. Fundarstjóri þá var Karl Kristjánsson oddviti í Húsavík. í gær var fundur allan dag- inn, að frádregnum matarhlé- um, og var honum ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun. Þá voru rædd álit iðnaðarnefndar, landbúnaðarnefndar, fjárhags- og viðskiptanefndar, sjávarút- vegsnefndar og stjórnmála- nefndar. Fundarstjóri var Bjarni Ásgeirsson alþingismaður. í gær fóru einnig fram kosn- ingar á aðalmönnum í miðstjórn flokksins og fóru þær á þessa leið: Reykjavík og grennd: Bjarni Ásgeirsson, Reykjum, Daníel Ágústínusson, Rvík., Eysteinn Jónsson, Reykjavík, Guðbrandur Magnússon, Rvík. Hermann Jónasson, Rvík., Jón Árnason, Reykjavík, Jör. Brynjólfsspn, Skálholti, Ólafur Jóhannesson, Rvík., Páll Zóphóníasson, Rvík., Pálmi Hannesson, Reykjavík, Sigurður Kristinsson, Rvík., Steingr. Steinþórsson, Rvík., Vigfús Guðm.son, Hreðav.sk., Vilhjálmur Þór, Reykjavík, Þórarinn Þórarinsson, Rvík. Úr einstökum kjördæmum hlutu kosningu: Siglufjörður: Jón Kjartansson, Siglufirði. Akureyri: Jakob Frímannsson, Akureyri. Eyj af j arðarsýsla: Einar Árnason, Eyrarlandi. Suður-Þingeyj arsýsla: Björn Sigtryggsson, Brún. Norður-Þingeyj arsýsla: Björn Kristjánsson, Kópaskeri. Norður-Múlasýsla: Björn Kristjánsson, Grófarseli. Suður-Múlasýsla: Benedikt Guttormsson, Eskifirði Austur-Skaptaf ellssýsla: Sigurður Jónsson, Stafafelli. V estur-Skaptaf ellssýsla: Siggeir Lárusson, Kirkjubæjar- klaustri. Vestmannaeyjar: Helgi Benediktsson, Vestmanna- eyjum. Rangárvallasýsla: Sigurþór Ólafsson, Kollabæ. Árnessýsla: Eiríkur Jónsson, Vorsabæ, Af hálfu ungra Framsóknar- manna voru kosnir: Jóhannes Elíasson, stud. jur., Reykjavík, Vilhjálmur Árnason, cand. jur., Reykjavík. Flokksþingsfundir halda enn áfram í dag, og verður rætt um dýrtíðar-, viðskipta- og verzl- uirarmál og áfengismál. Er gert ráð fyrir, að fundarstörfum verði lokið síðdegis. En í kvöld verður hóf að Hótel Borg, og er það lokaþáttur flokksþings- ins að þessu sinni. Gullbringu- og Kjósarsýslu: Danival Danivalsson, Keflavík. Borgarf j arðarsýslu: Jón Hannesson, Deildartungu. Mýrasýsla: Sverrir Gislason, Hvammi. Snæfellsness- og Hnappadalss.: Sigurður Steinþórsson, Stykk- ishólmi. Dalasýsla: Ásgeir Bjarnason, Ásgarði. Barðastrandarsýsla: Jóhann Skaftason, Patreksfirði. Vestur-ísafjarðarsýsla: Jóhannes Davíðsson, Hjarðardal. Norður-ísafjarðarsýsla og ísafjörður: Kristján Jónsson, frá Garðs- stöðum. Strandasýsla: Gunnar Þórðarson, Grænumýr- artungu. Vestur-Húnavatnssýsla: Skúli Guðmundsson, Hvammst. Austur-Húnavatnssýsla: Jens Benediktsson látinn Jens Benediktsson, blaðamað- ur hjá Morgunblaðinu og vara- formaður Blaðamannafélags ís- lands, andaðist í sjúkrahúsi 1. þ. mán. Jens var fæddur 13. ágúst 1910 að Spákonufelli á Skagaströnd, sonur hjónanna Benedikts Frímanns og Jensínu Jensdótt- ur. Hann varð stúdent árið 1931. hvarf brátt frá námi, en innrit- aðist í Háskólann síðar og lauk guðfræðiprófi árið 1942. Var hann þá settur prestur í Hvammi í Laxárdal, en sama ár gerðist hann blaðamaður hjá Morgðunblaðinu og starfaði þar til dauðadags. Jens sá um er- lendar fréttir blaðsins, en ritaði einnig mikið um íþróttamál. Hann var ritstjóri handbókar- innar „Hvar — Hver — Hvað“, sem út kom fyrir skömmu. Þá skrifaði þann og nokkurar smá- sögur. Gunnar Grímsson, Skagaströnd. Skagaf j arðarsýsla: GIsli Magnússon, Eyhildarholti. Jens var kvæntur Guðríði Guðmundsdóttur og lifir hún mann sinn ásamt tveimur dætr- um þeirra hjóna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.