Tíminn - 19.12.1946, Page 1

Tíminn - 19.12.1946, Page 1
RIT8TJÓR1: ÞÓRARINN ÞÓRARINBSON Cjtgepandt : FRAMSÓKN ARFLOKKTTRINN Slmar 33Í3 og 4371 PRENTSNHÐJAN EDDA h.l 30. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 19. des. 1946 RXTSTJÓRASKRIF8TOFDR EDE 'JI' '81. LtcH jpCtu 9 A Slmar 235S og 4371 AFGREIÐSliA, CNNHEIMTA OG AUGLÝSINGA3KKTF8TO F.1 EDDUHÚSI, Líiíd&rvötu S A Siml 232S 334. blað ERLENT YFIRLIT: Hafa Rússar breytt um stefnu í utanríkismálum? Fullyrðingar, sem teknar eru með varfærni. Það, sem er einna mest rætt í heimsblöðunum eftir nýlokið þing sameinuðu þjóðanna og utanríkismálaráðherrafundinn í New York, eru tilslakanir þær, sem Rússar virðast hafa gert á ýmsum sviðum.Fljótt á litið, mætti ’/alda, að Rússar hefðu breytt verulega um stefnu í utanríkismálum, en yfirleitt er þó fullyrð- ingum um það telftð með mikilli varfærni. Tilslakanir þær, sem Rússar gerðu á utanríkismálafundinum, snerta einkum Triestemálið og Dónármálið. Þar féllu Rússar frá kröfum, sem þeir höfðu haldið fast fram, og gengu mjög til samkomulags við vestur- veldin. Á þingi sameinuðu þjóð- anna voru þó frávik þeirra frá fyrri stefnu öllu meira áberandi, þar sem þeir áttu frumkvæði að tillögunni um alþjóðlega af- vopnun og sérstaka eftirlits- nefnd, sem fengi vald til að fylgjast með þvi, að þjóðirnar framfylgdu afvopnunarreglun- um. Hingað til hafa Rússar snúist öndverðir gegn tillögum • um slíkt eftirlit, þegar Banda- ríkjamenn hafa sett það að skil- yrði fyrir því, að þéir opinber- uðu leyndardóminn um fram- leiðslu atomspi’engjunnar. Það hefir einnig vakið mikla athygli í þessu sambandi, að Rússar hafa nýlega minnkað setulið sitt í Þýzkalandi veru- lega, aukið pappírsskammtinn til andstöðublaða kommúnista þar, falið ýmsum andkommún- istum veigamikil embætti og dregið verulega úr ýmsu eftir- liti, t. d. varðandi samgöngur milli hernámssvæðanna. Ef allt væri með felldu, mætti telja þetta merki um breytta utanríkisstefnu Rússa. Þeir, sem vilja hins vegar taka slík- um fullyrðingum með varfærni, benda m. a. á eftirfarandi: 1. Tilslakanir þær, sem Rúss- ar hafa gert, eru enn sem kom- ið er, fyrst og fremst á papp- írnum. Það markar t. d. ekkei’t um raunverulega afstöðu þeirra til afvopnunarmálanna, þótt þeir hafi verið samþykktir til- lögunni, er þing sameinuðu þjóðanna samþykkti. í tillög- unni er eiginlega ekkert sagt til um, hvernig afvopnunin skuli framkvæmd. Öryggisráðinu er ætlað að ganga frá reglunum um það. Það sést fyrst, þegar þar að kemur, hvort Rússum er alvara eða ekki. 2. Bandamenn voru búnir að gera .svo miklar tilslakanir, að Rússar urðu að sýna einhverja tilhliðrunarsemi. Þær tilslak- anir, sem þeir gerðu nú, eru að- eins smávægilegar í samanburði við það, sem hinir eru búnir að gera. 3. Rússar hafa fundið, að þeir voru að skapa sér miklar óvin- sældir með kröfuhörku sinni og óbilgirni. Þeir hafa því talið hyggilegra að sýna nokkra undanlátssemi. Frh. á 4. s // Fjallamenn \\ Viðtal við höfundliiii, Guðmund Einarssou frá Miðdal. Eitt höfuðritið, sem komið hefir út nú fyrir jólin, er Fjalla- menn eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Er það mikii bók og glæsileg, prýdd hundruðum ljósmynda og mynda af teikning- um og málverkum. Átti tíðindamaður Tímans tal við Guðmund af tilefni útkomu þessarar bókar. — Bókin hefir inni afc halda flest, sem ég hefi að segja um okkar fagra land og um slóðir hinna fornxi Væringja, sagði Guðmundur. í haust eru liðin þrjátíu ár síðan ég byrjaði að ferðast á eigin spýtur. 1916 yfir- gaf ég heiðabrúnir æskustöðv- anna, en hafði þá ferðast tvö ár á vegum ungmennafélags- stjórnarinnar viða um land. Það álít ég minn bezta skóla — að ferðast til þess að vinna hug- sjónum fylgi. Lífið hefir verið viðburðaríkt þessi þrjátíu ár. En hins vegar verð ég að viðurkenna, að út- þráin hefir verið óstýrilát og gefið lítinn tíma til starfa. Þessa þrjá úratugi hefi ég átt marga góða félaga. Við vorum sex Fjallamenn, sem byrjuðu í upp- hafi. Nú skipta þeir hundruðum, félagar mínir, heima og erlendis. Bókin Fjallamenn er þeim til- einkuð. Nokkrir þessara félagá^minna eru farnir förina miklu, þótt aldrei hafi hent slys meðal fé- laga minna öll þessi ár. 21 ár ferðaðist ég um ísland á slóðum útilegumannanna og um jöklana, en níu ár hefi ég kannað slóðir Væringjanna og klifið Alpana. Bók þessi, sem ég tileinka fé- lögum mínum, Fjallamönnum, er til orðin af sjálfsdáðum. Á ferðum minum, en þó einkum á veturna, hafði ég gaman af að rifja upp ferðalögin. Þannig hafði safnazt bunki af handrit um í skrifborðsskúffu mína, og stundum hafði ég birt eitt og annað í blöðum og tímaritum. Það var fyrst á stríðsárunum, að mér datt í hug að flokka þetta og hreinskrifa það skársta. Á stríðsárunum átti ég bágt með að ferðast — átti erfitt með að láta aðkomumenn ráða ferðum mínum, en verra þó að ferðast með vegabréf í mínu eigin landi. Það varð mér þess vegna af þreying að rifja upp þrjátíu ára ferðir. En ég leyfi mér að halda því fram, að við, sem höfum ferðast um landið í ald- arfjórðung, höfum notið hinn- ar upprunalegu ferðagleði. Einn- ig er ég sannfærður um, að við megum ekki láta vélarnar ógilda hlutverk hestsins í ferðalögum Við verðum að byggja ferða- menningu okkar á þeim grund- velli — skapa ferðamannaleiðir með bílabrautum og flugvöllum en sjaldséðustu staðina skoðum við af hestbaki eða þá gang andi. Við eigum ekki að byggja fjallahótel handa slæpingjum heldur fjallaskála handa ferða- fólki. Island skipaði sér ekki í sveit með neinu stórveldanna á þingi sameinuðu þjóðanna Ólafur Jóhannesson segir fréttir af störfum þingsins Fulltniar Islamls á þing'i Sameinuðu þjóðanna Fulltrúar Islands á þingi Sameinuðu þjóðanna, talið frá vinstri: Thor Thors sendiherra í Washington, Finnur Jónsson ráðherra, Bjarni Bene- diktsson borgarstjóri og Ólafur Jóhannesson lögfræðingur. Kariakór Reykjavíkur kominii lieim Kórinn hélt 56 samsöngva fyrir nær 100 þúsund áheyrendum För kórsiais hefir orðið g'óð laiidkynniug. Karlakór Reykjavíkur kom heim í gær með tveimur flugvél- um frá Ameríku, eftir mikla sigurför um Bandaríkin. Hefir för kórsins orðið' landi og þjóð til hins mesta sóma og er þýðingar- mikil landkynning. Tíðindamaður blaðsins átti í gær stutt við- tal við Svein Björnsson, formann kórsins, sem þátt tók í förinni. Fulltrúar íslands, er sátu allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna i New York, komu heim í gærmorgun, með sömu flugvélum og Karlakór Reykjavíkur. Tíðindamaður Tímans hitti Ólaf Jó- hannesson lögfræðing að máli í gær og spurði frétta af þinginu, cn hann var, eins og kunnugt er, einn af fjórum fulltrúum ís- iands á þinginu. Kórinn kom á Keflavíkurflug- völlinn kl. 7,30 í gærmorgunn eftir 12 stunda flug frá New York, að frádreginni töf á Ný- fundnalandi. Ferðin gekk eins og bezt verður á kosið og komu allir kórmennirnir heim í einu, nema Stefán Islandi, sem flaug beint til Kaupmannahafnar um Skotland, og Jón Sigurbjörns- son, sem vai'ð eftir vestra og ætlar að leggja þar stund á leik- listarnám. Alls ferðaðist kórinn 21 þús. km. um Bandaríkin í þifreið. Hafði kórinn alltaf sömu þif- reiðina, sem var stór og góð og rúmaði alla söngmennina og farangur þeirra. Alls söng kór- inn fyrir 96500 áheyrendum í 54 borgum. Samsöngvarnir voru þó samtals 56. Fyrsti samsöngurinn var í Newton 7. október, en sá síðasti í New York 15. þ. m. Kórnum var alls staðar ákaf- lega vel tekið og sátu þeir fé- lagarnir veizlur og samkvæmi þriðja hvern dag, eða samtals 18. Alls staðar var vart við mik- inn áhuga fyrir íslandi og ís- Síld í Kollafirði Mikillar síldar hefir orðið vart í Kollafirði og fékk einn bátur héðan úr bænum rúml. 50 tunn- ur síldar í fyrradag. Báturinn sem fékk þessa síld var íslendingur, og fékk hann hana í fjögur net. Voru þau lögð í ‘fyrrakvöld, ásamt 6 öðr- um netum, en þau rifnuðu öll vegna þess hve síldin var mikil. Taldi skipstjórinn, að hann myndi hafa fengið 250—300 tunnur ef netin hefðu ekki rifnað. Síldin, sem veiddist, var falleg og var hún látin í frystihús Ág. Flygerings í Hafnarfirði. lenzkum efnum og er enginn i vafa um það, að fö.r kórsins hafi verið hin þýðingarmesta land- kynning. Blaðadómar voru yfir- leitt mjög lofsamlegir um söng kórsins, einsöngvarana og söng- stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Hefir kórinn með sér hátt á annað hundrað blaðaummæli um söng kórsins. Söngmennirnir stóðu sig allir mjög prýðilega og kom vai’la fyrir að menn gætu ekki tekið þátt í samsöng, vegna forfalla. Fararstjóri kói’sins var Þórhall- ur Ásgeirsson og róma kórmenn mjög fararstjórn hans. Lokun fyrirtækja Verzlanir, bankar, rakarastof- ur og hárgreiðslustofur verða opin, sem hér segir, til jóla: Verzlanir: Ijaugardaginn 21. des: opið til kl. 22 (áður alltaf til 24). Mánudaginn 23. des. (Þorláksmessa): opið til kl. 24. Þriðjudaginn 24. des. (Aðfanga- dagur): opið til kl. 13 (áður til kl. 16). Rakarastofur: Laugardaginn 21. des.: opið til kl. 21. Þorláks- messu: opið til kl. 21 (áður allt- af til 23). Aðfangadag: opið til kl. 15 (áður alltaf til 16). Börn ekki afgreidd síðustu þrjá dag- ana. HáiTgreiðslustofur: Föstudag 20. des.: opið til kl. 20. Laugar- dag 21. des.: opið til kl. 21. Þor- láksmessu: opið til kl. 24. Að- fangadag: opið til kl. 13. Bankarnir: Þorláksmessu I op- ið til kl. 16. Aðfangadag: oplð til kl. 12. Eftir það lokað til föstudags 27. desember. Islenzku fulltrúarnir fóru héð- an flugleiðis til New Yoi’k 6. nóv., en þar var fyrir Thor Thors sendihei’ra og tók á móti hinum þremur fulltrúum að heiman, þeim Ólafi Jóhannessyni, Bjarna Benediktssyni borgarstjói’a og Finni Jónssyni ráðherra. Daginn eftir að fulltrúarnir komu til New York var inntaka íslands og tveggja annarra ríkja, Svíþjóðar og Afghanistan, samþykkt á þingi Bandalagsins, en varð þó ekki að veruleika fyrr en ísland hafði undirritað sátt- mála Sameinuðu þjóðanna, en það gerðist 19. nóv. Þá var ís- landi og hinum tveimur ríkjun- um veitt formlega innganga í bandalagið við hátiðlega athöfn, er fram fór á þinginu. Thor Thors, formaður íslenzku sendi- nefndarinnar, hélt þá ræðu fyrir hönd íslendinga. Að þeirri ræðu lokinni voru islenzku full- trúarnir leiddir til sæta sinna á þinginu og fáni íslands dreginn að hún, meðal fána hinna Sam- einuðu þjóða. Þann tíma, sem leið frá því að fulltrúarnir komu til New York óg gengið var frá inntöku íslands, notuðu þeir til að und- irþúa störf sín á þinginu og kynna sér starfshætti og fyrir- komulag þingsins. Þegar ísland, Svíþjóð og Afg- hanistan voru tekin inn í bandalagið, hélt Spaak, forseti þingsins, ræðu, þar sem hann minntist íslendinga hlýlega. Benti hann á það og lagði á- hei’zlu á, að inntökubeiðnir allra þessara þjóða hefði verið samþykktár samhljóða af öllum þeim aðilum, er fjölluðu um inntökubeiðnirnar. Spaak benti líka á það, að þessi ríki væru þekkt að friðarvilja sínum og traustbyggðu lýðræðisskipu- lagi. Hann taldi inntöku þess- ara ríkja merkan þátt í sögu bandalagsins. Margir fulltrú- anna töluðu við þetta tækifæri og minntust íslands hlýlega. Störfum þingsins er þannig háttað, að það starfar einkum í sex nefndum og á hver þjóð fulltrúa í öllum nefndunum. En nefndirnar eru: stjórnmála- og öryggisnefnd, fjárhags- og við- jskiptanefn(d, félags- og mann- i úðarmálanefnd, verndargæzlu- jnefnd, fjármálanefnd, sem fjall- 1 ar um fjármál bandalagsins, og loks laganefnd. Tókxi íslenzku fulltrúarnir þátt í störfum allra þessara nefnda, nema vernd- argæzlunefndarinnar, þar sem þau mál, er hún fjallar um, skipta ekki íslendinga. Ólafur tók það greinilega fram, að allir íslenzku fulltrú- arnir hefðu verið sammála um, hvernig greiða ætti atkvæði í hinum einstöku deilumálum þingsins. ísland var í hópi þeirra þjóða, sem greiddu at- kvæði eftir því, sem málefni stóðu til, án tillits til þess, hvort Bretar og Bandaríkja- menn eða Rússar sóttu málið eða voru á móti. Annars voru fá- einar þjóðir, sem alltaf greiddu (Framhald á 4. síðu) Ólafur Thors tek- að sér stjórnar- myndun Sú tilkynning- var birt í út- varpi og blöðum í gær, að Ólaf- ur Thors hefði orðið við þeim tilmælum forseta Islands að reyna að mynda nýja stjórn. Hefir forsetinn snúið sér til Ólafs, sem formanns stærsta þingflokksins. Ólafur Thórs neitaði að verða við sams konar tilmæium for- setans í hanst. I>á vildn sósíal- istar ekki heyra hann né sjá. Hann missti samt ekki vonina, og fékk forseta til að skipa tólfmannanefndina, er sitja skyldi að störfum meðan verið væri að srettast við sósíalista. Jafnframt sá hann um, ásamt hægrikrötum, að enginn ár- angur yrði af störfum nefndar- innar. Þar scm Ólafur tekur nú að sér stjórnarmyndun, virðist líklegt, að hann hafi fengið sósíalista til að fara aftur í stjórn með sér. Reynslan mun leiða í ljós, hvorir hafi unnið meira til sáttanna. Svo er að sjá í Þjóðviljanum í gær, að sósíalistar þykist hafa öll ráð Ólafs í hendi sér pg geta sett honum kostina, því að þeir kalla hann þar enn landráða- mann og öðrum álíka nöfnum. Bændur fá ullina greidda fyrir 31. jan. næstkomandi Þrír flokkar sammála í fj/irvcitiiigaiiefnd. Snemma á þessu þingi fluttu fimm þingmenn, Steingrímur Steinþórsson, Páll Zóphóníasson, Pétur Ottesen, Jón Sigurðsson og Halldór Ásgrímsson, þingsá- lykstunartillögu í sameinuðu þingi þes^efnis, að ríkisstjórn- inni verði falið að kaupa óselda ull frá árunum 1943, 1944 og 1945 því verði.að bændur fái sex- mannanefndarverðið fyrir hana, en það var kr. 8.50 fyrir hvert kg. af hreinni ull. í tillögunni var ennfremur lagt til að bænd- ur fengju allt andvirðið fyrir ullarframleiðslu þessara ára greitt fyrir áramót. Tillaga þessi hefir undanfarið verið til athugunar í fjárveit- inganefnd og hefir nú meiri- hluti hennar skilað áliti. Legg- ur hann til, að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu, að bændum verði greitt ullar- verðið fyrir 31. jan. næsta ár. í áliti meirihlutans segir, að nú sé búið að selja meginhluta þessarra ullarbirgða- fyrir verð, sem mun svara til sexmanna- nefndarverðsins. Halli ríkissjóðs (Framhald á 4. síSu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.