Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 3
237. blað TfMIMN. þrigjudaginii 24. des. 1946 3 grasrækt, hefir hann myndað sér sína eigin skógræktarfræöi og sjálfur sagt fyrir um og einn- ig unnið að, sáningu, útgræðslu og uppeldi trjástofna sinna. Og þar hefir hann komist svo langt, að fullyrða má að fáir íslend- ingar standi honum á sporði um uppeldi og ræktun trjágróðurs. ,,Það er ekki vandameira að rækta birki heldur en gras,“ segir Hermann. Það er líka gaman að sjá hann gæla við hríslurnar sínar, fara um þær höndum og skoða í krók og kring. Engan bónda hefi ég séð um- gangast búfé sitt af meiri um- hyggju en hann trén sín, engan séð horfa meiri aðdáunaraugum á túnið sitt gróa en hann. Það gat ekki hugsast að maður með skaplyndi, iífsvið- horfi og hæfileikum Hermanns Jónassonar kæmist hjá því að taka öflugan þátt í opinberu lífi í þessu landi stjórnmálanna, þegar aldur og þroski leyfði. Og hitt hlaut að koma nokkuð af sjálfu sér, að hann lenti fljót- lega þar í fylkingu, er megin- þorri bændanna í landinu hafði haslað sér völl. Eðli hans og upp- runi hlaut að ráða því. Og það vill svo einkennilega til, að ég held að hann hafi fyrst farið að beita sér opinberlega í stjórn- málum, við undirbúning alþing- iskosninga þingTofsvorið fræga, þegar fyrsta stóra sóknin var hafin af bæjarvaldinu, til að brj óta skarð í þau virki, er sveita fólkið haföi sér til varnar í hinni fornu kjördæmaskipan lands- ins. Því áhlaupi var þó hrundið sem- kunnugt er, með hinum glæsilegasta sigri sveitanna, þó að síðar kæmi á daginn, þar sem annars staðar, að enginn má við margnum til lengdar. Þetta mál var svo tekið upp aftur með auknum krafti við kosningarnar 1942. Þá hafði Hermann Jónasson verið for- sætisráöherra um átta ára skeið. En hann var enn sínum gamla málstað trúr, og vék úr ríkis- stjórninni til að mótmæla þess- ari nýju herferð og barðist nú í fylkingarbrjósti fyrir málstað sveitanna. En nú var mótstaðan lömuð orðin og hið gamla „byggðaváld” var nú aö fullu brotið á bak aftur eins og at- burðir síðustu ára sanna gerst. Hitt skyldi þó enginn ætla, að hlutverki sveitafólksins sé þar með lokið í íslenzkum stjórn- málum. Hitt er sönnu nær, að því sé enn meir þörf en fyrr að geta beitt fyrir mál síii mönnum af gerð og gjörvileik Hermanns Jónassonar. Sem að líkum lætur af því er sagt hefir verið varð Hermann fulltrúi sveitakjördæmis á Al- þingi og hefir verið þau 12 ár sem hann hefir átt þar sæti. Og í ríkisstjórn þeirri er hann veitti forstöðu um átta ára skeið var hann jafnan landbúnaðarráð- herra. Af hinum mörgu málum, sem hann beitti sér fyrir og komu til framkvæmda í ráðherratíð sinni ber landbúnaðarmálin hæst uppi og þá fyrst og fremst afurðasölulöggjöfina. - Það vildi svo vel til, að það málið, sem skjótastrar úrlausn- ar krafðist er stjórn hans tók við völdum voru afurðasölumál landbúnaðarins. Verðhrunið eftir 1930 hafði þá lamað land- búnaðinn svo að hann var að þrotum kominn. Reynt hafði verið að leysa vandann með löggjöfinni um kreppulánasjóð og framkvæmd hennar —, sem þó hefði orðið algerlega ófull- nægjandi bjargráð, ef þar hefði veriö látið sitja við. Erlendu markaðirnir voru óviðunandi, og togstreyta og kapphlaup um innanlandsmarkaðinn orsakaði það, að hver framleiðandi neyddist til að troðast fram fyr- ir annan og. troða á öðrum í von um að bjarga sjálfum sér. Hug- myndin um aukið skipulag var vöknuð. Nokkrar fálmkenndar tilraunir höfðu verið gerðar í einstökum greinum til aö koma nýju og betra skipulagi á málin, en allar höfðu þær strandað á^ innbyrðis togstreytu og skiln- ingsleysi valdhafanna. — Jarð- vegurinn var að verða undirbú- inn, en það vantaði framkvæmd og forustu. Hermann var ekki fyrr setztur í ráðherrastólinn en hann tók þessa forustu. Hann setti afurðalögin með bráða- birgðalögum áður en þing kom saman, og hafði forustu innan ríkisstjórnar og þingmeirihluta um að knýija þau í gegnum þingið. Hér var um algera nýj- ung að ræða í íslenzkri löggjöf, og auk þess mjög viðkvæmt og vandasamt mál. Enda mætti það svo mikilli og margháttaðri and stöðu, að fágætt er um nokkra löggjöf. Með eins atkvæðis meirihluta í báðum deildum varð að knýja málið fram til sigurs og þurfti til þess bæði lagni og festu. Og þetta tókst. En þó var ekki þar með búið. Eftir var að framkvæma löggjöf þessa, og það var ekki minna vandamál, því að ekki var mót blásturinn gegn löggjöfinni minni utan þings en innan, fyrst í stað, og mun flestum enn fullu minni styrinn sem um þau stóð. Skal alveg ósagt látið hver hefðu orðið örlög þessarar merku löggjafar ef ekki hefði verið sú festa í stjórnmálunum á þessu tímabili, að sami maðurinn gat fylgt þeim eftir fyrstu átta árin sem þau voru í gildi. Þegar svo Hermann lét af stjórn 1942, var löggjöfin orðin það rótfest, bijíin að ná þeim vinsældum og viður- kenningu, að við henni varð ekki haggað, og verður ekki haggað héðan af á meðan að félagsfrelsi og aamtök bænda eru ekki að fullu þurrkuð út. Ég hygg, að afurðasölulög- gjöfin frá 1934, hafi nú þegar fært íslenzkum bændum í garð tugi miljóna króna, fraro. yfir það, sem orðið hefði, ef hennar hefði ekki notið við, og muni síðar meir af öllum réttsýnum mönnum verða talin einhver merkasta löggjöf þessara ára í íslenzkri búnaðarsögu. Auk afurðasölúlaganna má einnig minnast á önnur nýmæli í löggjöf landbúnaöarins, sem Hermann Jónasson beitti sér fyrir að koma á í stjórnartíð sinni svo sem lögin um Græn- metisverzlun ríkisins, lögin um Garðyrkjuskóla ríkisins, og húsmæðrafræðsluna o. fl. Það sem nú hefir verið rifjað upp úr stjórnmálalífi Hermanns Jónassonar, sýnir það að hann hefir á þeim vettvangi, ekki síður en annars staðar, verið uppruna sínum og eðli trúr. Það er því býsna skoplegt í eyrum þeirra er þekkja hann, að heyra stjórnmálaandstæðinga hans bera á hann tækifærlssinnað valdabrask. Það er skoplegt, meira að segja, án hliðsjónar af því, hverjir það eru sem oft ast taka sér þau orð í munn. En hér er svo sem ekki ósam ræmi í hlutunum. Þegar Her mann vildi fá landsskák til um ráða, þá var það „gróðabrask. Þegar hann gekk í flokk sveita manna og bauð sig fram í sveita kjördaemi, þá var það ,.valda brask.“ Nú vil ég á engan hátt for taka að Hermann hefði kunnað að græða eitthvað á „mýrlnni' sælu ef hann hefði fengið hana til frambúðar. En það er vegna þess hve hann á í óvfenju rikum mælí þá mikilsverðu búmanns hæfileika, að geta látið fara saman að græða land og græða 3ó. Hitt veit hver maður, að sá er vill ná í land í gróðaskyni eingöngu, leitar fyrst að þeim blettum, sem hafa í sér fólgna vísa verðhækkun, sökum vax- andi aðstreymis landsmanna, eða vegna sérstakrar at.hafna- aðstöðu. En jafnvíst er hitt, að sá er leitar eftir mannaforráðum og völdum þeirra vegna, hlýtur að athuga hvernig straumarnir liggja í þjóðfélaginu, og hvert leiðir fjöldans liggja, á sama hátt og aflamaðurinn athugar fiskigöngur. Og hvort mundi nú vænlegra fyrir ungan og álits- mikinn embættismann í Reykja- vík, sem eingöngu hefði hug á völdum og mannaforráðum, að leita brautargengis, í fámennu sveitahéraði heldur en að beita sér fyrir vagn fjöldans í hinum vaxandi höfuðstað. Hvort myndi álitlegra til frambúðar, að leita fylgis þar sem straumur fólks- ins hefir stefnt á burt, áratug eftir áratug, eða þangað er straumurinn ber fólkið? Ég veit vel, að Hermann Jón- asson á svo mikið til af raunsæi og veraldarvizku að honum er Detta alt ofur ljóst. Og þeim er setta líka full Ijóst mörgum hverjum, sem annast láta sér um að túlka orð hans og athafn- ir á þann hátt sem að framan getur. En þeim er vorkunn mörgum, dó að þeir ekki skilji þessa ráða- breytni Hermanns á annan hátt en þeir túlka hana. Þeim virðist vera það framandi að til séu menn sem hafa unun af að eiga land til að græða það, en ekki einungis til að græða á því. Þeir sjá heldur ekki annað í hinni pólitísku baráttu, en eftirsókn eftir völdum og fé. Þeir skilja ekki að menn geti átt persónu- leg og alþjóðleg hugðarefni ofan við það, sem þeir meta meir. Þess vegna hljóta þessir menn að misskilja Hermann Jónasson. Um tíu alda skeið var íslenzka bændastéttin sama og íslenzka rjóðin. Það var bændastéttin sem varðveitti líf hennar og forna menningu um löng og döpur ár — með baráttu, sem oft mátti virðast vonlaus. Það var hún sem vann að endurreisn lands og þjóðar og sjdlaði arf- inum, landinu og hinni fornu ajóðmenningu, í hendur nýrrar kynslóðar og nýrra þjóðfélags stétta. Synir hennar og dætur byggðu upp nýjar atvinnugrein- ar og nýtt menningarlíf. Ýmsir sem frá bændast*éttinni eru komnir og seztir á aðrar græn- ar greinar, deila á hana af allmiklu yfirlæti. Sveitalífið og sveitafólkið hefir þó jafnan átt því láni að fagna að eiga í hópi þeirra heimanförnu, syni og dætur, sem hafa skilið baráttu þess og gildi þess fyrir hið nýja þjóðfélag, og lagt því það lið er þau máttu. Um langt skeið voru t. d. forustumenn búnaðar- félagssamtakanna í landinu embættismenn í höfuðstaðnum sem voru bundnir sveitalífinu óslitnum rótum, þótt ýmis konar örlög hefðu flutt þá úr stað. Hér væri hægt að rifja upp mörg og merk nöfn látinna manna og lifandi. Slíkir menn hafa ætíð verið og verða ætíð þeim er sveitunum búa og landið erja ómetanlega mikilsverðir sam herjar. Þeir eru baráttu sveita- fólksins ekki minna virði en hermenn á fjarlægum stöðvum eru heimavarnarliði lands síns í hernaði. Einn þessara hermanna í bar áttu sveitafólksins fyrir betri og bjartari framtíð er nú Hermann Jónasson. Bjarni Ásgeirsson. Þingmaður Strandamanna Rúm 100 ár eru nú liðin, síð- an Alþingi var endurreist, Mikil saga hefir gerzt um þá fornhelgu þjóðarstofnun á þessu síðasta aldarskeiði hennar, og djúpvirk hafa orðið áhrif henn- ar á þjóðlíf og þjóðarhag. Mun og jafnan svo verða, að mátt- ugir örlagaþræðir liggi frá þingi til þjóðar. Eru því framtíðar- vonir þjóðarinnar mjög við það bundnar, hversu til tekst um þinghald og þingamannaval. Má jafnvel segja, eins og nú er komið málum, að gæfa þjóðar- innar velti framar öðru á því, að á þingi hennar sitji, að mestum hluta, hollráðir dreng- skaparmenn, og að starfskraft- ar þeirra nýtist sem bezt í hvívetna. Það má lofa svo einn, að lasta ekki annan. Þegar litið er yfir þann hóp fulltrúa, sem Strandasýsla hefir kjörið til Dingsetu um undanfarið aldar- skeið, þá dylst ekki, að þar er valið lið. Væri vel, og þó fram- ar vonum, ef öllum öðrum hér- uöum hefði tekizt þingkjörið svo gæfusamlega. Fyrstu 40 ár- in eftir endurreisn Alþingis voru oeir þingfulltrúar Stranda- sýslu til skiptis, nær óslitið, bræðurnir og bændahöfðingj- arnir Ásgeir og Torfi Einars- synir frá Kollafjarðarnesi. Aðr- látnir þingskörungar, sem fóru með umboð sýslunnar, lengur eða skemur, voru þeir Björn Jónsson ráðherra, Guð- ón Guðlaugsson og Tryggvi Þórhallsson. Má af þessu ráða, að Strandamenn séu og hafi löngum verið vandlátir um val aingmanna sinna og að ekki sé heiglum hent að sækja í greip- ar þeirra það kjörfylgi, sem til sigurs fær dugað. Hermann Jónasson var inn- an við fertugt, þegar Stranda- menn kusu hann fyrst á þing, fyrir 12 árum. Það kom brátt í ljós, að kjósendur höfðu eigi ofmetið hæfileika hans. Þegar eftir kosningar þær var honum falin stjórnarforystan, og hana hafði hann á hendi, sem kunn- íþróttamaður til þess að setja met og sigra 1 kappleikjum. í- þróttalífið hafði verið honum stjórnarforstöðu um langt ára- I þýðingarmeira. Þar hafði æsku- bil á erfiðum tímum, hafa og fjör hans og karlmennska feng- gert hann fastan í sessi sem ið útrás og þjálfun. Kapp hans þingmann Strandamanna. og drengskapur, manndómur og Hermann Jónasson hlaut upp- táp þróaðist við fangbrögð eldi sitt og manndómsþroska við glímunnar og aðrar íþróttir. Þvi svipuð kjör og þau, sem allur þekkti hann uppeldisgildi íþrótt- þorri kjósenda hans á við að anna. Hann vissi hver menn- búa. Að því býr hann í óvenju- ingaráhrif íþróttalífsins geta ríkum mæli, bæði um mótun verið. Og hann vildi gefa öllu skapgerðar sinnar og um val á- æskufólki þjóðarinnar kost á að hugamála sinna. En jafnframt njóta þess, sem hann hafði sjálf hafa margbrotin störf hans í ur notið. Hann vildi gera íþrótt- þágu alþjóðar um langt árabil irnar að föstum lið i uppeldi og aukið þekkingu hans og viðsýni. þjálfun hinna vaxandi kynslóða Strandamenn hafa fundið, að íslands. Hermann skilur kjör þeirra til Hermann Jónasson skipaði hlítar, að þeirra velferðarmál milliþinganefnd til að semja eru hans áhugamál og að hann frumvarp að allsherjarlöggjöf er maður til að vinna að lausn um íþróttamálin og stuðning þeirra af fyllstu einbeitni. Þeg- ríkisins við þau. Hann skyldi ar Hermann ræðir um lands- mjög vera aukinn og mönnum mál og héraðsmál við kjósendur auðveldað að njóta hans. í sína, finnst það glöggt, að hann stað þess, að sérhver fjárstyrk er hinn raunsæi starfsmaður, Lr til íþróttamála og íþrótta- sem sýnir áheyrendum sínum mannvirkja kostaði áður sér- þá virðingu að skírskota til staka samþykkt Alþingis, og var dómgreindar þeirra. Það gæti því mjög undir því kominn, aldrei að honum hvarflað að hversu ,,duglegum“ þingmanni reyna að blekkja kjósendur sína þeir höfðu á að skipa, sem hlut með staðlitlum fyrirheitum og áttu að máli, skyldi nú slíku yfirboðum, þótt slíkt sé þekkt fé úthlutað úr sérstökum sjóði, fyrirbæri i stjórnmálaheimin- sem stjórnað væri af sérstakri um og teljist vænlegt til áhrifa nefnd kjörinna áhugamanna. meðal lítilsigldia manna. Það íþróttalögin eru svo kunn, að mun aldrei hafa borið við, að um þau þarf ekki mjög að fjöl_ Hermann hafi heitið kjósend- yrða Þau hafa markað tíma_ um sínum neinu fram yfir það, mót f alþýðlegu íþróttalífi á sem hann var viss um að geta íslandi. Með þeim var sundið efnt. Hitt er fremur, að efndir gert að skyldunámsgrein í öll- hafi orðið loforðum meiri, og Lm barnaskólum á landinu. jafnvel, að hann hafi hrundið Hafa íslendingar sérstöðu i fram málum, sem andstæðingar þeim efnum jafnffamt var hans höfðu heitið að annast, en | samkvæmt íþróttalögunum ekki reynzt umkomnir að fram- kvæma. stofnað embætti iþróttafulltrúa ríkisins, en hann er eins konar Nú um skeið hefir flokkur sá, I fræðslumalastjðrij sem iþrótta- er nýtur forystu Hermanns malin heyra undir skipti það Framsóknarflokk- | miklu máíi, að vel væri séð fyrir íþróttamálanna, þegar þau voru gerð miklu meiri þáttur í þjóðaruppeldinu. Jónassonar, urinn, verið í stjórnarandstöðu. I framkvæmd Gífurlegt fjármagn hefir á því tímabili verið í umferð í land inu, innflutt fjármagn, ausið úr Þó að lögjöfin sjálf væri mik- auðlindum annarra þjóða, er í|ils virði> var ekki allt fengið styrjöld áttu. A slíkum tímum þar með Það yar að sönnu þykir valdaaðstaðan hæg, enda mikils vert að semja íþrótta_ má þjóðin lengi muna það, að fagrar heyrði hún raddirnar | ugt er, í nær 8 ár, óslitið. Það 'um Þá jarðnesku Paradís, er féll því í hlut hans og sam-. valdhafar hennar hétu að lögin og fá þau samþykkt, en þá var sá vandinn eftir að framkvæma þau, svo að vel færi. Hermann Jónasson reynd- starfsmanna hans í ríkisstjórn stofna til hér á landi. Kjósend- igt giftudrjúgur f þeim efnum. að stýra landi voru út úr brimi og boðum heimskreppunnar miklu. Þegar þeim sjónvillum, sem áróður og dægurþras nú valda, léttir af, mun það verða almennt viðurkennt að ótrú- lega vel hafi þjóð vorri farnast á þessu timabili, eftir því sem öllum aðstæðum var þá háttað. Vel má svo fara, að það tíma- bil verði þá og síðan metið sem varanleg fyrirmynd um það, hversu mikið má gjöra af litl- um efnum. Þeir eiginleikar Hermanns Jónassonar, sem áunnu honum traust til þess að hafa á hendi ur 1 Strandasýslu eru engir eft-|Hann áfti að gkipa formann j. irbátar annarra landsmanna um framfaravilja og framfara þróttanefndar, sem stjórna skyldi íþróttasjóðnum og þar dug. I hinum harðbýlu sveitum|með úrskurði um allar þær þar i nánd, er Kaldbakur ris við fjárbeiðnir og umsóknir> sem sæ, hafa þeir skapað eina hina|honum bærust Hermann fann myndarlegustu menningarbyggð á landi hér. Enn eru þar vak- andi hugir, og starffúsar hend- ur eru þar búnar til nýrra átaka. í þessu héraði nýtur Hermann Jónasson mests trausts állra þeirra, er við stjórnmál fást hér á landi. Jón Guðnason, PrestbcikTca. íþróttamaðurinn Árin 1920 og ’21 var í blaða- fréttum sagt frá ungum lög- fræðinema norðan úr Skaga- firði. Hann tók þá þátt í helztu kappglímum, komst þar í fremstu röð og varð glímukon- ungur 1921. Þessi ungi maður þótti glímumannlega vaxinn, stæltur sem stálfjöður og glíma fallega og drengilega. Maður- inn var Hermann Jónasson. Það var einróma álit blaðanna að konungsglíman á Þingvöll- um 1921 hefði verið tilkomu- mesta kappglíma, sem þá hefði verið háð lengi. Þar hafði Her- mann Jónasson flesta vinninga, þó að Guðmundi Kr. Guð- mundssyni væri dæmd verð- laun fyrir bezta glímu. Þótti sá mann til þess. Arið 1921 glímdi hann til úrslita við Guðmund Kr. Guðmundsson, svo að báðir sigruðu. Nú skipaði Hermann þennan forna leikbróður sinn og keppinaut til að hafa forystu um framkvæmd hinnar nýju iöggjafar. Það mun vera sam- mæli allra, sem til þekkja, að enn sem fyrr hafi báðir sigrað. íþróttalögin hafa orðið vinsæl lög og mér er ekki kunnugt um að nokkrar raddir um hlut- drægni og ójöfnuð hafi komið upp í sambandi við störf íþrótta- dómur raunar álitamál eins og I nefndar. löngum vill verða um einkunnir Hér verða ekki ávextir í- og verðlaunaúrskurði, þar sem þróttalaganna taldir, en hver er keppendur eru tiltölulega sá, sem ekki veit um íþrótta- jafnir. mannvirkin og aðrar fram- Síðan liðu mörg ár. Það fyrn- kvæmdir, sem blátt áfram stafa ist yfir. unnin afrek eins og í- frá þeim? — Sundlaugar, fim- þróttasigra á kappmótum, þó leikahús og iþróttavellir rísa að frækilegir séu og um sinn á upp viðsvegar um land og 15 hvers manns vörum. Hermann kennarar ferðast um til íþrótta- Jónasson varð þjóðkunnur mað- kennslu auk fastra kennara. Og ur af öðrum störfum. Hann árlega koma hundruð æsku- varð lögreglustjóri í Reykjavik, fólks fram á opinberum mótum bæjarfulltrúi og síðan alþingis- og sýningum með vaxandi maður og ráðherra. myndarleik og glæsileik frá ári En það sýndi sig, þegar Her- til árs. mann Jónasson var kominn til valda og orðinn einn mesti á- hrifamaður þjóðarinnar, að hann hafði ekki einungis verið Þeir, sem hlustað hafa á það, að Framsóknarmenn væru kall- aðir óvinir Reykjavíkur, mættu gjarnan hugleiða hverjir drýgst-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.