Tíminn - 19.02.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.02.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munið að koma i flokksskrifstofuna 4 I REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu við Lindargötu * i Sími 6066 19. FEBR. 1947 34. blað Qskudagurinn er fjársöfnunar- dagur Rauöa Krossins Marteinstungukirkja 50 árp. Styð jum þ jóðuýta starfsemi þessa félagsskapar Frá því að Rauði Krossinn. tók til starfa árið -1924, hefir hann évallt einu sinni á ári — á öskudaginn — snúið sér til þjóðarinnar i því skyni að fá fjárhagslega aðstoð og fulltingi fyrir starfsemi sína. Þetta gerir hann einnig nú. Á síðastliðnu sumri var Mar- teinstungukirkja í Rangárvalla- prófastsdæmi 50 ára. Var kirkj- an byggð jarðskjálftasumarið 1896. Sunnudaginn 1. sept. s. 1. fór Aðstoð almennings. Rauði Kross íslands er fátæk og ung stofnun, sem tæplega enn hefir náð þeirri aðstöðu, sem samsvarandi félög hafa í öðrum löndum. Einu sinni á ári, á öskudaginn, hefir hann snúið sér tf. þjóðarinnar og heitið á hana til stuðnings og fulltingis, og þetta hefir' eigi brugðizt, sízt á hinum síðari árum. Fé- lagatala Rauða Kross íslands hefir farið ört vaxandi og merkjasalan hefir margfaldazt. Og nú er öskudagurinn kom- inn. Merki Rauða Kross íslands munu verða seld í dag nálega um land allt. Börnin, sem til yðar kunna að koma og bjóða merki hans, eru mörg meðlimir í unglingadeildum hans. Þau hafa kynnst hugsjónum Rauða Krossins og bjóða fram fórnar- lund sína. Rauði Kross íslands hefir á undanförnum árum unnið marg þætt menningar- og mannúðar- starf. Má þar minna á, að hann hefir látið nauðstöddum ís- lendingum og öðru nauðliðandi íþróttanefnd ríkisins (Framhald af 1. slOu) dal við Reykjavík.isem er mjög þýðingarmikill fyrir íþróttalifið í landinu. Meðal annarra leik- vanga, sem verið er að gera eða í ráði að byrja á, eru margir íþróttavellir, sem eiga að vera miðstöð íþróttalífsins í hlutað- eigandi héruðum. Til skíðaskála og skíðabrauta er talið, að þurfi um 50 þúsund krónur. Hér er um að ræða 5 skíðaskála norðan lands og sunn an og tvær skíðabrautir. Loks er talið, að' þurfi 160 þúsund krónur til íþróttahúsa, áhaldakaupa og íþróttakennslu. íþróttahfinu mikill hnekkir búinn, ef ekki fœst meira fé. Sjái þing og stjórn sér hins vegar ekki fært að auka fram- lög sín til íþróttasjóðs frá því, sem ætlað er í fjárlagafrum- varpinu, er sýnt, að það hlýtur að bitna þunglega á íþrótta- framkvæmdum í landinu og hefta stórlega þá blómgun, sem verið hefir á íslenzku íþróttalífi undanfarin ár og að verulegu leyti er íþróttalöggjöfinni og styrkveitingum íþróttanefndar úr íþróttasjóði að þakka. 2 ný íslandsmet (Framhald af 1. síðu) 1. Lilja Auðunsdóttir, Æ, 7:45,0 mín. og 2. Guðrún Gestsdóttir, Æ, 8:23,7 mín. 4x50 m. bringusund. 1. Ægir 2:22,0 mín. (ísl.m.), 2. KR 2:22,3 mín. og 3. Ármann 2:28,3 mín. (Fyrra íslandsmetið, sem Ár- mann átti var 2:24,1 mín.) í sveit Ægis voru: Ingvar Jónas- son, Lárus Þórarinsson, Guðm. Jónsson og Hörður Jóhannesson. 100 m. bringusund drengja. 1. Georg Franklinsson Æ, 1:28,6 mín„ 2. Guðjón Þórarinsson, Á, 1:36,5 mín. og 3. Tómas Jónas- son, UMFÖ, 1:38,2 mín. 3x50 m. þrísund drengja. — 1. Ármann 1:57,9 mín og 2. Ægir 2:02,6 mín. Sigurgeir Sigurðsson sýndi kafsund og synti í kafi þar til kraftar hans voru að fullu þrotnir og hann sökk til botns. Köfuðu tveir sundmenn eftir honum, og varð honum ekki meint af. í sundleikskeppninni milli Olympíufaranna 1936 og liðs Ægls 1947 töpuðu þeir fyrr- nefndu með 0:5. fólki í té mjög mikla hjálp, beitt sér fyrir fjársöfn'un til handa þjáðum þjóðum í Mið- Evrópu, annast mest af sjúkra- flutningum innan lands, efnt til námskeiða í hjálp í viðlög- um, komið upp sjúkraskýli handa sjómönnum í Sandgerði, gengist fyrir sumardvöl kaup- staða barna í sveitum, gefið út gott og nytsamt tímarit og haft með höndum ýms fleiri verkefni, sem þjóðin er í þakkarskuld við þennan félagsskap fyrir. Sumardvalarheimili í smíðum að Laugarási. Nú hyggst félagið sjálft að koma upp og reka myndarlegt sumardvalarheim^li handa börn um. Hefir því verið valinn stað- ur að Laugarási í Biskupstung- um, og er nú sem ákafast unnið að byggingu þess. Er ætlazt til, að þetta heimili geti tekið til starfa næsta sumar og rúmi um 100 börn. \ HLAÐAFLI Á HORNAFIRÐI Saltleysi vofir yfir og margir bátar af Aust- fjörðum bíða bundnir sökum manneklu Ágætur afli hefir verið hjá Hornafjarðarbátum undan- farna daga og má heita, að sjór hafi verið sóttur stanz- laust síðastl. hálfan mánuð. Koma bátarnir að landi sökkhlaðnir á hverjum degi. Aflinn er yfirleitt jafn hjá bátunum og fiskurinn, sem veiðist, stór 'Og fallegur. Samkvæmt viðtali, sem tið- indamaður blaðsins átti við Björn Guðmundsson kaupfé- lagsstóra í Hornafirði í gær, hefir aflazt þar mjög vel nú að unlanförn.u^og heita má, að bát- arnir komi sökkhlaðnir að landi á hverjum degi. Bátar þeir, sem gerðir eru út frá Hornafirði, eru yfirleitt litlir, eða 16—24 smál. og hefir afli þeirrg, oftast verið upp undir 30 skippund og róðri og varla minni en 15. Annars er aflinn hjá bátunum yfirleitt jafn og fiskurinn vænn. Frá Hornafirði ganga nú 13 bátar til róðra. Aflinn er allur saltaður, þar sem ekkert hraðfrystihús fyrir fisk er á staðnum. Það veldur sjómönnum miklum áhyggjum, hve illa gengu'r að útvega salt, þar sem lítið er til af því í land- inu og svo að segja engar salt- birgðir til í Hornafirði. Að und- anförnu hefir tekizt að fá lítið eitt af salti frá Reykjíivík og frá höfnum norðanlands, en nú lít- ur út fjrir algjört saltleysi, haldist gæftir og afli áfram. Liggur þá ekki annað fyrir en að útgerðin verði að stöðvast, þrátf fyrir hinn góða afla. Upphaflega var búist vjð, að fleiri bátar stunduðu sjó frá Hornafirði í vetur, en af því verður líklega ekki, þar sem menn fást ekki á þá báta. Samkomudagur reglu legs þings 1947 Samkomudagur reglulegs al- þingis 1947 hefir verið ákveðinn 1. október i síðasta lagi. fram hátíðamessa í kirkjunni í tilefni af afmælinu. Kirkjan var skreytt að innan og íslenzkir fánar blökktu sitt hvoru megin við sáluhliðið, sem einnig var skreytt. Um skreytinguna sáu nokkrar konur úr sókninni, er þótti mjög smekklega gerð. Ræður fluttu við guðsþjónust- una feðgarnir í Fellsmúla, séra Ragnar Ófeigsson, núverandi sóknarprestur, og séra Ófeigur heitinn Vigfússon, fyrrverandi prófastur, 81 árs að aldri. Séra Ófi/Iá'ur vigði kirkjuna fyrir 50 árum og mun það fágætt/ að prestar gegni prestsverkum í hálfa öld. Undruðust. viðstaddir kirkjugestir, sem voru á annað hundrað, hvað séra Ófeigur tón- aði vel við þetta tækifæri, svo að unun þótti á,áð hlýða. Söngstjórn annaðist Kjartan Jóhannesson, hinn vinsæli org- anleikari um Ámes- og Rangár- vallasýslur. i Að lokinni guðsþjónustu flutti A. J. Johnson, fyrrverandi bankagjaldkeri í Reykjavík, mjög fróðlegt erinli um uppruna og sögu Marteinstungukirkju á liðnum öldum. Að erindinu loknu afhenti A. J. Johnson formanni sóknar- Þrír norðlenzkir skíðamenn á Nore- í vetur á að fara fram í Noregi alþjóðlegt skíðamót, sem kennt er við Norefjall, sem er um 85 kílómetra norðvestur frá Osló. Á móti þessu fer einvörðungu fram tvíkeppni í bruni og svigi. Fer brunkeppnin fram þar á fjallinu 4j. marz á 800 metra hárri braut, en svigkeppnin verður háð í nágrenni Osló- borgar 6. marz. Þrír íslendingar munu taka þátt í þessu skíðamóti. Eru það Ásgrímur Stefánsson frá Siglu- firði, Guðmundur Guðmuiv^son frá Akureyri og Haraldur Páls- son frá Siglufirði. — Tveir hinir fyrstnefndu eru meðal kunnustu skíðamanna hér á landi. Fulltrúi Skíðasambands ís- lands á Norefjalismótinu og svo og Holmenkollenmótinu og far- arstjóri íslenzku skíðamann- anna verður Erik Eylands. Nær 300 námsmenn sækja um styrk Menntamálaráði hafa að þessu sinni borizt umsóknir frá 295 námsmönnum. Menntamálaráði hefir aldrei fyrr - borizt svo margár styrkbeiðnir. í fyrra voru þær nær 280 og voru þá fleirfc en nokkru sinni áður. Vafasamt er hins .vegar, að menntamálaráð hafi svo mikið fé handa á milli, að það geti veitt fjölda nýrra námsnaanna styrki, svo að verulegp nepii. Á þessu stigi verður þó ekkj sagt um það til fulls, því að þingið hefir ekki enn afgreitt fjárlög ársins 1947. Fyrr en því er lokið getur menntamálaráð ekki út- hlutað námsstyrkjunum. nefndar eftirtaldar gjafir til kirkjunnar: Frá A. J. Johnson og konu hans, frú Elínu Johnson, ljósa- hjálmur 12 kerta, kirkjusöng- bók og eitt þúsund kr. í pen- ingum. Frá Sigurði Kristjánssyni og konu hans, frú Sveinlaugu Halldórsdóttur í Hafnarjfirði, eitt þúsund kr. í pe»ningum. Frá frú Kristínu Kristjáns- dóttur og manni hennar, Guð- laugi Einarssyni í Hafnarfirði, tvö hundruð kr. í peningum. Einnig gáfu frú Guðrún Kristjánsdóttir og maður henn- ar, Gunnar EinarsSon í Mar- teinstungu, fimm hundruð kr. í peningum. Gunnar hefir verið fjárhaldsmaður kirkjunnar frá 1919 til þessa dags, og rækt það með prýði og sóma. Gefendurnir tóku það fram, að fé þessu skyldi varið til að endurbæta og prýða Marteins- tungukirkju. Allar þessar gjafir eru kirkj- unni gefnar til minningar um foreldra og tengdaforeldra gefendanna. Ólöfu JSigurðar- dóttur og Kristján Jónsson, sem bæði eru látin. Kristján heit- inn var kirkjubóndi í Marteins- tungu í 34 ár og lét sér mjög annt um velgengni kirkjunnar alla tíð, meðal annars með því að útvega að gjöf mjög fagra altaristöflu í kirkjuna, á þann hátt að skrifa bréf til hennar hátignar, Lovísu drottningar, Frlðriks konungs áttunda í Dan- mörku. Formaður ^óknarnefndar, Bened. Guðjónsson, þakkaði er- indi og höfðinglegar gjafir fyr- ir hönd safnaðarins. Auk þeirra gjafa, sem nú hafa verið taldar, bárust kirkjunni gjafir frá ýmsum fleirum, sem ég víl hér með þakka; sérstak- lega hið góða hugarþel,' sem á bak við allar þessar gjafir býr. Að lijkum drukku allir kaffi, sem viðstaddir voru, og það var sameiginlígt álit allra, að þessi dagur hefði verið mjög ánægju- legur gleðidagur. 25. nóv. 1946. Bened. Guðjónsson. Nýjustu rógsögu (Framhald cf 1. síðu) engin skilríki fyrir því í stjórn- árráðinu og þáv. utanríkismála- ráðherra, Vilhjálmur Þór, kann- aðist ekki heldur við þaðj Eng- inn utanríkisnefndarmaður nema E. O. kannáðist heldur við að minnzt hefði verið á málið í nefndinni á þeim tíma og ekkert sæist heldur um það í fundargerðum nefnarinnar. — Væri það þó ótrúlegt, að ekkert hefði verið bókað um slíkt stór- mál, ef á það hefði verið minnzt. Hins vegar hefðu Bretar farið fram á það löngu eftir lýðveld- isstofnunina eða í október 1944, að framlengdir væru fyrri samn- ingar, sem giltu milli konungs- ríkisins íslands og landa Breta- konungs, unz nýir samningar hefðu verið gerðir. Þetta lagði Vilhjálmur Þór fyrir utanrikis- málanefnd 20. október. Stjórn Ólafs Thors tók síðan við mál- inu og var gengið frá því í jan- úar 1945 á þann veg, að fallist var á óskir Breta, enda var það í samræmi við alþjóðavenjur. Voru allir flokkar sammála um það. Einar Olgeirsson fór mjög halloka í þeim umræðum, sem urðu eftir þessa skýrslu utan- ríkismálaráðherra, en vildi þó (jatnla Síé Loftsktp i hernaði (This Man’s Navy) Stórfengleg og spennandi amer- ísk kvikmynd. Wallace Beery Tom Drake , James Gleason Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12- ára fá ekki aðgang. Thjja Bíó (við Shúlfítnötu) Innau fangelsis- múranna (Within these Walls) Spennandi og tfel leikin mynd. Aðalhlutverk: Thomas Mitcheli Edward Ryan Mary Anderson Aukamynd: Fréttir frá Grikklandi (March of Time) Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. Tjarhatbíc Mr. Emmanuel ÁhrifamikiJ ensk mynd um æv- intýri Englendings í Þýzkalandi fyrir ófriðinn. Felix Aylmer Greta Gynt • I Walter Rilla Sýning kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. ÞAKKA INNILEGA mér auðsýnda vináttu og heiður, með gjöfum heillaskeytum og blómum á 75 ára afmæli mínu þann 12. þ. m. Sérstaklega þakka ég þó Kirkjukór Selfosskirkj u fyrir samsæti, sem kórinn hélt mér, ásamt öðrum heiðri. — Guð launi ykkur öllum. Grund á Selfossi. JASON STEINÞÓRSSON. Jörðin Bjargshóll í Fr.-Torfastaðahreppi í V.-Hún., fæst til ábúðar í næstu fardögum. Umsóknir sendist fyrir 1. apríl n. k. JÓNATAN DANÍELSSYNI, BJARGSHÓLI, sem gefur allar nánari upplýsingar. Sími um Hvammst. AÐALFUNDUR Breiðfirðingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð fimmtu- daginn 20. febr. kl 8.30 DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf Lagabreytingar. Að loknum fundi verð- ur spiluð félagsvist. — Félagar, fjölmennið stundvíslega og sýnið skírteini við innganginn. STJÓRNIN. o o O o O O o < > O O <» <» o o o o o O ekki fullkomlega viðurkenna rangmæli sitt. í Þjóðviljanum í gær er svo bætt gráu ofan á svart, því að þar er því haldið fram, að Vilhjálmur Þór hafi verið búinn að gefa Bretum lof- orð um framlengingu samning- anna fynir lýðveldistökuna og hafi hann því kalLað jsaman „dularfullan skyndifund“ 20. okt. 1944 til að afgreiða málið áður en hann léti af ráðherra- störfum. Eins og skýrsla utan- ríkismálaráðherrans ber með sér, eru sjíkar fullyrðingar aug- ljós ósannindi. Framkoma sósíalista í þessum málum er næsta góð sönnun fyrir því, hve langt þeir ganga í ófrægingum sínum um brezku stjórnina og brezku þjóðina. Fyrst er spunninn upp reifari um skilyrði Breta, en þegar hann hefir verið gerður að engu, er búinn til annar i;eifari um undirmál af hendi Vilhjálms Þór. í upphaflega reifaranum er sagt, að hann hafi lagt málið strax fyrir utanríkismálanefnd, skirrzt við að gerast margsaga, hafi farfð bak við nefndina og þingið, unz hann var að láta a/ ráðherrastörfum. Það er ekki skirrst við að gerast margsaga, ef auðið er með því móti að halda ósannindunum lengur á loft. Það er áreiðanlegt, að íslenzka þjóðin fordæmir þessa fram- komu. Hún vill ekki launa hina drengilegu framkomu Breta í sambandi við lýðveldistökuna með rógburði og Gróusögum. Henni er það líka ljóst, að allt aðrar ástæður en umhyggja fyrir íslenzkuih hagsmunum stjórna slíkum málflutningi. Þjóðviljinn mun ekki heldur hljóta neinar þakkir fyrir róg- sögur um Vilhjálm Þór i þessu sambandi, því að það var ekki sízt að þhkka hinu rösklega og drengilega Starfi hans sem ut- anríkismálaráðherra, að stór- veldin viðurkenndu lýðveldis- stofnunina fyrir franj. Verður það ágæta starf hans seint fullþakkað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.