Tíminn - 07.08.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.08.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! 4 Munið að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 7. ÁGÍJSV 1947 141. blað Nýr togari Sl. sunnudag kom hingað til taæjarins einn af toguvunum, sem byggður er að opinberri til- hlutun í Bretlandi. Heitir hann Akurey. Akurey er eign samnefnds út- gerðarfélags hér í Reykjavík og er byggður í Beverley. Akurey er fyrsti nýsköpunartogarinn, sem þar er byggður fyrir ís- lendinga. Tveir nýir bátar byggðir í Vestm.eyjum Tveir nýir bátar hafa nýlega bætzt í bátaflota Vestmanna- eyja. Bátar þessir hafa báðir verið smíðaðir í Vestmannaeyjum. og eru komnir norður, þar sem þeir eru byrjaðir síldveiða. Amiar heitir Jón Stefánsson, 65 lestir og búinn 190 hestafla vél. Eig- andi hans er Björgvin Jónsson. Hinn báturinn heitir Hátindur og er 45 lestir að stærð, búinn 150 hestafla vél. Eigendur hans eru Magnús Thorberg, póstaf- greiðslumaður og fleiri. Xýja síldarverk- smiSijjan á Siglufirði (Framhald at 1. siðu) mjölskemman á Siglufirði hrundi undan óvenjulegum snjóþyngslum síðastl. vetur. At- hugun verkfræðinga hefir leitt í ljós, að mjög lítið var til henn- ar vandað. Jafnframt hefir það verið áætlað af sérfróðum mönnum, að viðgerð á mjölhús- inu muni a. m. k. kosta 2 milj kr. Lýsisgeymirinn, sem er að sökkva. Hrunda mjölhúsið var þó ekki nema inngangur að öðru verra, Fyrir nokkru fóru menn að veita því athygli, að annar nýi lýsisgeymirinn á Siglufirði var byrjaður að síga, því að ekki hafði verið gengið nógu vel frá undirstöðunni. Geymirinn hafði verið reistur í mýrarfeni og undirstöðuhringur, sem hafði verið byggður undir hann, reyndist ónýtur. í vor var því reynt að styrkja hringinn, en það hefir ekki komið að fullu gagni, því að geymirinn hefir haldið áfram að síga.1 Ein af- leiðing þess hefir m. a. orðið sú, að frárennslislok brotnaði og 40—50 smál. af lýsi runnu út um torg og gatnamót áður en hægt var að stöðva frárennsllð. Hundruð þúsunda kr. hafa farið þar forgörðum, en þó er verra, að viðgerð á geyminum, ef hann verður þá nothæfur, mun að lík- indum kosta margfalda þá upp- hæð. Síldarmjölið ónýtist vegna ofmikillar fitu. Enn eru þó ekki talin öll skakkaföllin hjá nýju síldar- verksmiðjunni á Siglufirði. Mikið af mjölinu, sem hefir ver- ið unnið þar, hefir skemmst vegna ofmikils fituinnihalds. Fituinnihaldið hefir verið frá 12—14%, en má ekki fara yfir 10—11%. Orsök þessa hlýtur að liggja í því að vélarnar séu gall- aðar. Þetta veldur ekki aðeins tapinu, sem hlýzt af því, að mjölið eyðileggst, heldur fer hér jafnframt mikið lýsi forgörðum. Talið er, að tjónið, sem þegar er orðið af þessu, skipti hundr- uðum þús. kr. Þessir miklu gallar, sem eru komnir í ljós hjá Siglufjarðar- verksmiðjunni, stafa vitanlega af því, að þeir menn, sem hafa haft byggingu hennar með höndum, hafa unnið verk sitt illa, enda ekki haft minnsta aðhald af hálfu ríkisstjórnar- innar, sem átti þó að vaka yfir því, að verkið væri vel af hendi leyst. Þótt enn hafi ekki borið á slíkum göllum hjá Skagastrand- arverksmiðjunni, telja kunn- ugir, að þeir eigi eftir að reyn- ast litlu minni þar. Þeir seku. Það er tvímælalaust krafa þjóðarinnar og þó fyrst og fremst þeirra stétta, sem skakkaföllin mæða á, að látin verði fara fram ítarleg rann- sókn á því, hverjir bera höfuð- ábyrgðina á þeim tæknilegu afglöpum, sem hér hafa átt sér stað. Er það byggingarnefndin, eða verkfræðingarnir eða ein- hverjir aðrir þeir, sem störfuðu á vegum hennar eða unnu ákveðin verk fyrir hana? Söku- dólgana verður að draga fram í dagsljósið, því að þeir eiga ekki að vera verðugir trausts framar. Jafnframt mætti læra af þessu, að tími er kominn til þess að setja lagaákvæði um refsingar fyrir verkfræðileg afglöp, svo að skapað sé aðhald með því, að slík vinna verði sæmilega leyst af hendi. Þegar menn eru dæmdir í háar sektir vegna smáþjófnaða, ætti það vissu-. lega að þykja refsivert, þegar menn vegna kæruleysis og hroðvirkni baka þjóðfélaginu tjón, sem getur numið hundruð- um þús. kr. ! Höfuðábyrgðina á þeirri raunalegu eyðslu og afglöpum, l sem hér átti sér stað, ber þó vit- anlega sú ríkisstjórn, sem fór með völd á þessum tíma. Hún átti að vaka yfir því, að þetta verk væri vel af hendi leyst. Hún sveikst um það eins og flest þörf verk og sumum ráðherrum hennar hefir kannske ekki þótt skaði skeður. Frægt er það orðið, þegar einn þeira sagði í gleðisamkomu: Þarna kemur Áki, sem gerir okkpr síldar- verksmiðjueigendur ríka. Af- glöp þau, sem hér hafa orðið, gera einkasíldarverksmiðjueig- endur vissulega ríka, því að gróði þeirra verður því 'meiri, sem ríkisverksmiðjurnar borga lægra síldarverð vegna óstjórn- ar og óhappa. Af ráðherrunum í fyrrv. stjórn er Áki Jakobsson vitanlega sekastur, þar sem þessi mál heyrðu undir hann, en því ber ekki að leyna, að hann var ekki aðeins ráðherra komm- únfsta, heldur einnig studdur af Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum og þessir flokkar héldu áfram að styðja hann, bótt þeir vissu vel um það, sem hér var að gerast. Sumir for- ingjar þeirra vildu meira að segja flest til þess vinna á síð- astl. hausti, að Áki héldi ráð- herratigninni áfram. Þjóðin hefir gott af því að gera sér ljóst, hverjir bera ábyrgð á óstjórn síðustu ára, og hverjir vöruðu við henni og börðust gegn henni, þótt þeir væru rógbornir fyrir það og taldir ahdstæðingar framfar- anna, meðan þjóðin sá ekki í gegnum blekkingarnar. Nú hef- ir reynslan skorið úr og sam- kvæmt því ber þjóðinni að velja sér trúnaðarmenn í framtíðinni. Því lengur, sem hún hreykir mönnum, sem afglöp hafa unn- ið, því meira verður ólán hennar. Sænskir bændur . . . (Framhald af 1. síðu) kaupa það, því að mjög hefir gengið á gjaldeyrisinjieign þeirra að undanförnu. Er því ótrúlegt, að ríkisstjórnín vilji bera ábyrgð á því, að landið verði kornlaust vegna þess, að ekki er orðið við sanngjörnum óskum bænda. En þessi framkoma sænskra bænda sýnir, að bændur geta haft sterka aðstöðu til að knýja fram kröfur sínar, ef þeir hafa samheldni og manndóm til að notfEpra sér hana. Fordæmi sænsfcra bænda á vafalaust eft- ir að verða bændum annarra landa til fyrirmyndar. Hvalveiðistöðin . . . (Framhald af 1. siðu) við bræðsluna, eru af fullkomn- ustu gerð. Segja má, að þær vinni úr öllum hvalnum, þannig að ekkert verður eftir, ef þess er óskað. Fullgerð getur stöðin brætt 5 til 6 hvali á hverjum 12 klúkkustundum. Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Tliomas Ths. Sabroo & Co. A/S 2183/ AöROfc Yíirheyrslur í Moskvn (Framhald af 3. síðu) þá oft þetta tækifæri, sem býðst til þess að lifa. Hann er sann- færður um það, að ákærandi hans viti allt og meira en það, hann viti jafnvel meira en hann sjálfur. Hann fer ósjálfrátt að tala eins og dómarinn óskar helzt, án þess að vita af því sjálfur. Hann blandar saman staðreyndum og öðru, sem hann ímyndar sér. Hann býr til fárán- legar sögur og fer oft með full- yrðingar, sem dómarinn er bú- inn að staglast á í eyru hans að undanförnu. Og þegar fanginn er einu sinni farinn að segja frá, fær hann ekki að hætta. Ha^n verður að halda frásögn sinni áfram stanzlaust dag og nótt, unz hin nauðsynlega játn- ing er fengin af vörum hans. Þessi meðferð missir sjaldan marks, og af því sem einn dóm- arinjj sagði við mig, dreg ég þá ályktun. Hann sagði: „Þér eruð sá fyrsti siðan byltingin var gerð, sem hefir neitað að skrifa undir játningu sína, sem þó verður lögð opinberlega fram fyrir hæstarétt Ráðstjórnar- ríkjanna." SKIPAUTGCHO RIKISINS „ESJA” Hraðferð vestur og norður mánudaginn 11. þ. m. Pantaðir farseðlar óskast sóttir og flutn- ingi skilað í dag. „SÚÐIN” vestur um land 13. þ. m. sam- kvæmt áætlun. Vörumóttaka á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á mánudag. Þríhjól Hlaupahjól Rugguhestar Hjólbörur Bílar, stórir Brúðuvagnar o. fl. Og svo bætti hann við: „En haldið þér annars, að þetta sé skynsamlega gert af yður?“ K. EINARSSON & BJÖRNSSON l nclir kápiiniii (Framhald af 2. síðu) an ættu þeir að athuga, sem halda vilja úreltum skoðunum óg kenningum að fólki. Að endingu vil ég aðeins segja þetta: Ég vona, að þrátt fyrir allt, sé dósentinn mér sammála í því, að skilningur Krists og boðskapur, eins og hann kemur fram í Fjallræð- unni, sé okkur nútímámönnum ennþá nauðsynlegri en skiln- ingur og boðskapur Lúthers er að flestu leyti, og í því trausti rétti ég honum hendina í kveðj uskini. Kerrupokana sem eru búnir til úr íslenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauma. MAGNI H.F. Gjalddagi TÍMANS var 1. júlí. Þeir, sem ekki hafa greitt blaðið, eru áminntir um að gerá það sem fyrst. (jatnla Bíó Ævintýri s j ómaimsins („Adventure") Amerísk stórmynd. Aðalhlutverkin leika: Clark Gable Greer Garson Sýnd kl. 5 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. 7fipdi-Bíó „Jeriko“ (Capitol Buckingham Film) Aðalhlutverk leikur negra- söngvarinn heimsfrægi Paul Robeson Sýnd kl. 9. Vér syngjuni o*> (lönsuin (Thrill of Brazil). Anierísk dans- og söngvamynd. Sýnd kl. 5 og 7. Sími 1182. Wijja Bíó (við Skúlagötu) Árás Indíánanna („Canyon Passage“). Sýnd kl. 9. Börn fá ekki aðgang. Sciðmögnuð söngmær Fjörug og skemmtileg söngva- og gamanmynd. Gloria Jean Kirby Grant Sýnd kl. 5 og 7. Tjamarkíó Meðal fyrirmanna („I Live in Grosvenor Square“) Ástarsaga leikin af enskum og amerískum leikurum. Anna Neagle Rex Harrison Dan Jagger Robert Morley Sýning kl. 5, 7 og 9. g ♦ ♦ I i: :: :: TILKYNNING frá Fjárhagsráði :: « ♦♦ ♦♦ ♦♦ | :: :: :: Skrifstofa Fjárhagsráðs er í Tjarnargötu 4. Síma- númer 1790 (4 línur). Viðtalstími alla virka daga 10—12 f. h., nema laugardaga. Ráðsmeðlimir eru ekki til viðtals um erindi, er fjárhagsráð varða, á öðrum tímum, hvorki heima né annars staðar. Athygli skal vakin á því, að Viðskiptanefnd hefir með höndum veitingu innflutnings- og gjaldeyris- leyfa og ber mönnum að snúa sér beint til hennar um öll erindi því viðvíkjandi. Skrifstofur Viðskipta- nefndar eru á Skólavörðustíg 12 og hefir hún sömu símú og Viðskiptaráð hafði. Reykjavík, 7. ágúst 1947. :l ♦j FJÁRHAGSRÁÐ. I I TILKYNNING frá Fjárhagsráði Með tilvísun til 7. og 8. gr. reglugerðar um fjárhags- ráð þarf leyfi tii hvers konar fjárfestingar einstk- linga, félaga og opinberra aöila, hvort sem er til stofnunar nýs atvinnurekstrar, til aukningar á at- vinnurekstri, húsbygginga, skipakaupa, skapabygg- inga, hafnar-, vega- og brúargerða, rafveitna eða hvers konar annarra framkvæmda og mannvirkja. Þetta gildir einnig um framhald fyrrgreindra fram- kvæmda, sem þegar eru hafnar. Til fjárfestingar telst þó eigi venjulegt viðhald eldri tækja og mannvirkja. Þeir, sem hafa í hyggju að hefja framkvæmdir eða halda áfram framkvæmdum, sem þegar eru hafnar, þess eðlis sem að framan greinir, skulu sækja um leyfi til fjárhagsráðs, eftir núnari fyrirmælum þess. Sérstök umsóknareyðublöð um fjárfestingarleyfi til húsbygginga liggja frammi hjá viðskiptanefnd og fjárhagsráði í Reykjavík, en munu verða send trún- aðarmönnum verðlagsstjóra út á land. Hver sá, er óskar fjárfestingarleyfis, þarf að útfylla sérstök eyðublöð og sé þeim skilað til skrifstofu fjárhagsráðs fyrir 15. ágúst frá Reykjavík og ná- grenni, en 25 ágúst annars staðar af landinu. Reykjavík, 6. ágúst 1947. FJÁRHAGSRÁD.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.