Tíminn - 20.01.1948, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriffjudaginn. 20 jan. 1948
1S folaff
^Jrcí ch
ecj,i
i dag:
Sólin kom upp kl. 9.47. Sólarlag
kl. 15.30. Árdegisflóð kl. 11.25. Síð-
degisflóð kl. 23.42.
í nótt:
Næturakstur annast bifreiðastöð-
in Hreyfill, sími 1633. Næturlæknir
er í læknavarðstofunni í Austur-
bæjarskólanum, sími 5030. Nætur-
vörður er í Ingólfs apóteki.
Skipafréttir.
Brúarfoss er í Reykjavík. Lagar-
foss er á leið til Leith frá Gauta-
borg. Selfoss er á Siglufirði. Fjall-
foss ér á leið til Reykjavíkur frá
Siglufirði. Reykjafoss er á leið til
New York. Salmon Knot er á
Siglufirði. Trne Knot er á Siglu-
*'irði Knob Knot er á Siglufirði.
Lyngaa er á leið til Akureyrar frá
ísafirði. Horsa er á Akranesi að
lesta frosinn fisk. Baltara er í
Huli.
Útvarpið.
í'astir'Iiðir eins og venjulega. Kl.
20.ÖÖr: Fréttir. 20.20 Tónleikar:
Kvtettett í D-dúr op. 18 nr. 3 eftir
Beétlioven (plötur). 20.00 Erindi:
ElztUi^kip á Norðurlöndum, III.:
Kjrprrinn og skeiðin (Hans Kuhn
prpífpsor. — Þulur flytur). 21.10
Tónleikar (plötur). 21.15 Smásaga
vikúnnar, „Mjúka hjartað" fetir
Dorothy Parker; þýðing Andrésar
Björnssonar. (Þýðandi les). 21.45
Spurningar og svör um íslenzkt
máLí tBjarni Vilhjálmsson). 22.00
Fréttir.. 22.05 Húsmæðratími (Helga
Sigurffardóttir skólastjóri). 22.15
Djassþáttur (Jón M. Árnason).
22.40 Dagskrárlok.
Farberar með leiguflugvél
Loftleiða s.l. laugardag.
Til Kaupmannahafnar: Tove
Jensen, Örnólfur Örnólfsson, Gunn
ar Eggertsson, Halldóra Guðmunds
son, Annette Belltov, Einar Bein-
teingson, Halldóra Björnsson, Kitty
Beltöv.
Til Prestwick: Jóhann Karl Júl-
íusson, Agnar Thordarson, Valberg
Lárusson, Gillette, Harold Cairns,
Kuz Crzybowiki, Elna M. Helle-
mann; Ólafía Einarsdóttir, Josep
Heiðberg, Þórdís Kalman, Pétur
Daníelsson, Erlingur Þorkelsson,
HaUdór Jónsson, Þorgeir Jónsson,
Sigurður Eiríksson, Ragnar Þórð-
arsöíi^ Hilmar Garðars og frú
Ranhýéíg Garðars.
Til’Stokkhólms: Halidór Sveins-
son, Victor Jakobson, Halla Bergs,
Stefán Ólafsson, Sveinn Ásgeirsson,
Andrés Haraldsson, Kolbeinn Jóns-
soni::Laufey Andrésson. Kristján
Sæmundsson, Gunnar Kristinsson,
tiiu
Lárus- Bjarnason.
ffrfpan.n vann meistaraflokkana
í handknattleik.
„Keppni er nú lokið í hraðkeppni
í .haodknattleik. Keppnin var út-
sráttarkéþpni og urðu úrslitin
þessl: / '
Meistaraflokkur kvenna. Ármann:
Fram 2:0. Ármann: K.R. 3:1
3.-flokkur karla. K.R.: Valur 7:2.
Í.R..:- Víkingur 5:2 K.R.: Ármann
5:4. KB,: Í.R. 4:2.
2. fl. karla. Valur: Ármann 10:3.
Í.ÍL:'K'R. 7:2. Valur: Víkingur 5:3.
VálúrTÍ.R. 4:2.
Méi'staraflokkur karla. Víkingur:
K.R.''Y:5. Frajn: Í.R. 9:9 og 3:1 í
fráóilengdum leik. Ármann: Valur
12:11 eftir þríframlengdan leik.
Fcam;!. Víkingur 10:8. Ármann:
Fram_8:4.
Týndi maðurinn kominn fram.
JVIaðurinn, sem hvarf að heiman
frá sér síðastl. fimmtudagskvöld
og auglýst var eftir á laugardaginn,
er ilú köminn fram. Hafði hann
íarið til kunningja sinna suður í
Fossvogi og dvalið hjá þeim í góðu
yfirlæti;
Slökkviliðið
var'tvisvar kallað út í gær, en
í htarþgt skiptið var um teljandi
eldsyoða að ræða. í fyrra skiptið
var það kallað inn í Kleppsholt,
þar sem kviknað hafði í út frá
olíukyndingu, en búið vav að
slökkva, er liðið kom.
Seinna skiptið var það kallað til
að slökkva í stórum kassa, er kveikt
hafði verið í, þar sem hann stóð
fyrir utan vörugeymslu 'Eimskips.
Tók það skamma stund að slökkva
í kassanum.
Skákmótið.
Búíð er að tefla þrjár umferðir
í skákmótinu. Þriðja umferðin fór
þannig, að Guðmundur Ágústsson
vann Baldur Möller, en Árni Snæ •
var og Eggert Gilfer gerðu jafn-
tefli. Bjarni Magnússon vann Guð-
jón M. Sigurðsson, Kristján Syl-
veríusson vann Sigurgeir Gíslason,
Árni Stefánsson vann Svein Krist-
insson, Jón Ágústsson vann Stein-
grím Guðmundsson, Benóný Bene-
diktsson vann Hjálmar Theódórs-
son.
Húsbruni á Siglufirði
Húsið Aðalgata 7 í Siglu-
firði brann í gær og varð
engu bjargað úr því, svo
skjótt magnaðist eldurinn.
Var það aðeins með naum-
indum, að fólk, sem í húsinu
var, gat forðað sér út, áður
en um seinan var.
Meðal annars var í húsi
þessu bókabúð Hannesar Jón
assonar.
Vinnið ötullega
úíitreiðsln Tíissíjms.
Það skotir ekki
tæknina.
Flestu getur mönnum dottið í
hug að stela. En fáir hafa þó gerzt
eins djarfir til fanga og maður
einn í Gooding i Iowa-ríki í
Bandarikjunum. Hann stal tutt-
ugu smálesta járnbrú. Annar þjóf-
ur vestur i Kalifo ;aíu stendur hon-
um þó lítið að baka. Hann stal
löngum og miklum vegg, sem hlað-
inn var úr múrsteinum.
Tækifærið gríptu segir í vís-
unni. Þjófur einn í New York virð-
ist hafa skilið flestum betur sann-
indi þeirrar lífsspeki. Hann hrifs-
aði hring, sem var þrjú þúsund
dollara virði, af stúlku í bifreið,
þegar hún rétti höndina út um
bílgluggann á vegamótum, til þess
að gefa til kynna, hvert hún ætl-
aði að beygja.
I Atlantic City var mjög þolin-
móður þjófur að verki í sumar.
Hann gróf göng undir girðingu
kolaverzlunar einnar og tíndi út
um þau tíu smálestir af kolum —
mola fyrir mola.
Ræningi einn var hrakinn út úr
bifreiðastöð í Ionia í Michigan,
eftir að hann hafði gert tilraun
til þess að stela peningakassanum.
Tveimur klukkustundum síðar kom
hann aftur með hlaðna skamm-
byssu og kúgaði eigandann til þess
að afhenda sér tvö hundruð doll-
ara. Hann kvaddi með þesum orð-
um: „Þetta ætti að kenna þér
betri siði.“
A förnum vegi
Eg fór um það fáeinum oröum
hér á dögunum, að það verðist ekki
liggja fyrir allálitlegum hópi ís-
lendinga að hafa á hendi ýmis
konar þjónustustörf í almanna-
þágu og gegna þeim þannig, að
skammlaust myndi kallast í nokkru
öðru landi en/okkar.
Ég ætla ekki að fara að endur-
taka hér tilvitnanir, er ég nefndi
um algeng lýti á framkomu ýmsra
aðila, afgreiðslufólks í búðum,
skrifstofufdks, starfsfólks í bönk-
um, embættismanna og fleiri aðilá,
sem samkvæmt lýðræöislegum hug-
myridum eiga að vera þjónar og
fyrirgreiðslumenn almennings, inn-
an þeirra takmarka, er lög og regl-
ur bjóða. mig langar til þess
að bregða upp einu skemmtilegu
dæmi, sem er sótt beint 1 veru-
leikann.
Við höfum öll verið að hugsa um
peninga og önhur slík verðmæti
þessa dagana, og ég er þar engin
úndantekning. Það var því í gær,
að ég lagði leið mína í banka bæj-
arins til þess að ljúka ýmsum er-
indum, er orðin voru aðkallandi. í
einn bankann kom ég þeirra er-
inda að fá skipt í peninga gamalli
ávisun, sem ég hálfgleymdi í vesk-
inu mínu fyrir áramótin.
Ég þarf ekki að kvarta yfir þeirri
afgreiðslu, sem ég hlaut. Bún var
sæmilega greitt og kurteislega í té
látin. En næstur á undan mér var
lítill drengur, á að gizka tólf ára.
Hann mun einnig hafa verið með
ávísun, sem hann skipti fyrir pen-
inga — upphæð, sem nam allmörg-
um hundruöum króna. Hann bað
gjaldkerann að greiða sér hana í
tíu króna seðlum. Drengurinn tek-
ur við seðlabúntinu lítur á það og
sér, að innan um er eitthvað af
fimmtíu króna seðlum.
„Ég bað um tíu króna seðla,"
segir hann af fullri hæversku.
„Eru þetta ekki tíu króna seðl-
ar?“ svaraði gjaldkeri, nepju-
lítið en ekki neitt sérlega hlýlega.
„Jú — þetta,“ svarar drengurinn.
„En hér eru fimmtíu króna seðlar
innan um.“
Og þá var heimamanni nóg
boðið.
Ódýrar auglýsingar
Félagslíf
Stækkanleg borð Nú ef spyrðu, um nýtt hjá mér nægja þessi fáu orð: fyrsta sending ársins er aftur, „tvöföld-stofuborð" Verzlun Ingþórs Selfossi. Sími 27.
•Fundur. Framsóknarfélag Reykjavíkur hefir fund í kvöld í Breiðfirðinga- búð kl. 8.30.
Hljómleikar. Symfóníuhljómsveit Reykjavíkur hefir hljómleika í kvöld kl. 7.15 í Austurbæ j arbíó. Hreingernlngar Sími 5572.
Unglingur óskast til þess að bera Tímann til kaupenda í einu hverfi 1 Austurbænum.
Lcikhúsið. Sýning Leikfélags Reykjavíkur annað kvöld í Iðnó kl. 8.
Ibúð 2—4 herbergi óskast til kaups. Mikil útborgun. Tilboð sendist i afgr. Tímans merkt „íbúð.“
K.R. Aðalfundur glímudeildar í kvöld kl. 8.30 í V.R.-heimilinu.
Augiýsingasími Timans er 2323. — Hringið í þann síma, ef þið viljið fá aug- lýsingu í blaðinu á morgún.
Stúkan Verðandi hefir fund í kvöld kl. 8.30 á venjulegum stað.
, LEIKFELAG REYKJAVIKUR
„Heldurðu, að mér detti í hug
að gera þér það til geðs að fara að
pilla þá úr?“
Þetta vj.r lokasvarið, sem dreng-
urinn fékk. Ef til vill hafa banka-
menn einhverja afsökun, þótt þeir
séu úrillir um þessar mundir, en
það er óafsakanlegt að láta það
bitna á viðskiptavinunum. Og auð-
vitað er mest þörf á lipurð, þegar
mikið er að gera.
Nú kann einhverjum að finnast,
að þetta sé ekki það stórmál, að um
slíkt taki ■ að fárast í blöðum. En
það er á misskilningi byggt. Svör
slík sem þessi fá fjölda margir
borgarar, ungþ- og gamlir, á hverj-
um degi 1 þessum bæ, þegar þeir
þurfa að leita til almenníngsstofn-
ana í einhverjum erindagerðum.
Allt of mörgum opinberum starfs-
mönnum dettur ekki í hug að
gera viðskiptavinunum til geðs, þótt
það ætti einmitt að vera ein af
þeirra sjálfsögðustu skyldum. Ég
hefi sagt það áður og get endur-
tekið það: Ef þessir menn geta
ómögulega samlagað sig betur eðli
síns starfs, þá væri langt um æski-
legra, að þeir hættu og reyndu til
dæmis grjótvinnu, þar sem ekki
er eins brýn þörf á kurteisi.
Þessi framkoma, sem ég hefi hér
nefnt, er ekki aðeins mannlýti og
tákn þess, að menn skilji ekki,
hvað það er að gegna opinberum
þjónustustörfym í nútímaþjóðfé-
lagi. Hún er veigamikil orsök margs
konar ýmigusts og kulda, sem tals-
vert ber á hjá almenningi, í garð
opinberra stofnana yfirleitt. Hún
eitrar frá sér og skapar kergju og
mótþróa. Hún bakar líka mönnum
oft og iðuleu%i margfalda fyrirhöfn,
sem heíði verið óþörf, ef sæmilega
fyrirgreiðsla væri þegar.látin í té.
Stundum getur jafnvel fjártjón
hlotizt af.
Það er kominn tími til þess fyrir
okkur að fara að gera herferð gegn
svona framkomu. Hún er arfur
frá tímum selstöðukaupmannanna
og smækkuð mynd af þvi, þegar
Arv Guðmundsen barði viðskipta-
vini sína í Reykjavíkurbúð fyrir
um það bil tvö hundruð árum.
J. H.
Einu sinni var
Ævintýraleikur í 5 þáttum
eftir Holger Drachmann
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar í dag kl. 3—-7 og á morgun frá kl. 2.
I
Framsóknarvist
FRAMSÓKNARFÉLAGANNA i REYKJAVIK verður i
Nýju mjólkurstöðinni föstudaginn 23. janúar n. k. og
hefst kl. 8.30. —
Til skemmtunar verður, auk vistarinnar, rœða, söng-
ur og dans.
Undanfarið hefir oft verið hringt til að spyrja um
„nœstu vist“, eins og það er orðað. Verður þvi vafa-
laust mikil aðsókn að skemmtuninni. — Þeim, sem cetla
að sœkja skemmtunina, er því vinsamlega bent á að
panta miða sem fyrst í sima 6066.
FUNDUR
FELAG FRAMSCKNARKVENNA I REYKJAVIK
heldur fund á morgun (21. janúar) kl. 8.30 í
Tjarnarkaffi, uppi.
DAGSKRA:
Félagsmál. — Stutt erindi.
Kaffidrykkja.
Kvikmynd.
STJÓRNIN.
Reykvíkingar, félög og fyrirtæki. Tökum að okkur alls
konar veizlur eftir miðjan þennan mánuð. Reynið hina
ágætu veizlusali að Hótel Ritz. Sími 1385.
Ferðamenn utan af landi, sem þurfa að gista í
Reykjavík, ættu að muna eftir að heimsækja okkur.
Hótel Ritz