Tíminn - 21.04.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.04.1948, Blaðsíða 3
89. blað 3 TÍMINN, miðvikudaginn 21. apríl 1948. BásGsermaniiliag': s Séra Þorvarior Þorvarössoo] préfastur í Y'ík Þann 9. þ. m. lézt að heim- ili sínu í Vík í Mýrdal einn af merkustu kennimönnum is- lenzku þjóðkirkjunnar, séra Þorvarður Þorvarðsson fyrr- um prestur til Mýrdalsþinga og um skeiö prófastur í Vest_ ur Skaftafellsprófastsdæmi. Séra Þorvarður var fæddur 1. nóv. 1863. Foreldrar: Séra Þorvarður Jónsson prestur og prófastur á Prestbakka á Síðu og Valgerður Bjarnadótt ir,systri Hákonar Bjarnason- ar kaupmanns frá Bíldudal, ér úti varð á Mýrdalssandi 1877, er skip hans strandaði á Bólhraunum. Er sú ætt mjög kunn, með því að börn Hákonar kaup- manns, Lárus hæstaréttar- dómari og systkini hans eru öll löngu landskunn. Séra Þorvarður í Vík lauk stúdentsprófi árið 1894, kand theol. 1897. Þann 28. des. 1898, kvænt- ist hann Elisabetu Þorvarðs- dóttur frá Sandvík í Sand- víkurhreppi, í Árnessýslu. Ári síðar 1899 var hann vígður til prests og settist að á Víðihóli á Hólsfjöllum. Prófastur var hann norður þar á árunum 1903—’07. Mun prestsþjónusta þar nyrðra hafa reynt mjög á þrek og karlmennsku hins unga prests. Vetrarferðir og fang- brögð við norðlenzkar stór- hríðar í hálendustu byggð- um þessa lands. En eigi kvart aði séra Þorvaröur undan erf iði í starfi þá, né síðar, enda lét hann þrátt svo um mælt, að það væri hverjum full- hraustum manni hollt að hafa nóg að starfa og neyta orku sinnar. Mun honum þrek og karl- mennska hafa verið í blóð borin, þvi að sagt var mér, að faðir hans, séra Þorvarð- ur eldri, hafi verið orðlagt karlmenni á sinni tíö. Árið 1907 fær séra Þorvarð- ur veitingu fyrir Mýrdals- þingum og þjónaði því em- bætti í 27 ár, eða til 1934, en naut síðustu árin aðstoðar_ þjónustu séra Jóns sonar síns, sem góðu heilli varð eft- irmaður hans í starfinu. Hér verður nú ekki nánar rakin ætt né æviferill séra Þorvarð- ar, enda mun það gjört ræki- lega af öðrum. — En það er maðurinn sjálfur, , eins og mér virðist hann, sem knýr mig til þess að rita þessi fáu minningarorð. Svo vildi til, þegar séra Þorvarður átti leið um hérað vort, að hann gisti jafnan á heimili for- eldra minna, ef svo bar undir. Má vera að þessu hafi þó ékki ráðið tilviljun ein, því að í þá daga var það ekki'ný- lunda, að gest bæri að garði. Hitt ætla ég, að nokkru hafi hér um valdið, að milli föð- míns og Kristófers á Breiða- bólstað, hálfbróður séra Þor- varðar, hafði verið hin kær- asta vinátta og náið sam- starf í ferðalögum og sjó- volki, en það er önnur saga. Minnist ég nú þess, hversu hugþekkur gestur' séra Þor- varður var, ekki aðeins hús- bændum, heldur heimamönn um öllum, eldri sem yngri. Það leyndi sér ekki, að þessi alúðlegi menntamaður var gjörsamlega laus við allan embættishroka, hræsni eða smjaður, átti þann andlega fjársjóð í fórum sínum, sem honum var bæði ljúft og tamt að deila milli meðbræðr anna, svo að hverjum fannst við sitt hæfi. Einu gilti, hvert umtals- efnið var. íþróttir, hestar, menn og menntir, lands- og héraðsmál, trúmál; allt virt- ist honum jafn hugþekkt, eftir því sem' við átti. Slíkur maður hefði vissulega getað með sanni sagt: „Ekkert mannlegt er mér óviðkom- andi“ Hófsöm glaðværð og gáfu- leg fyndni, samfara góðvild og gjörhygli einkenndu orð- ræður þessa manns, enda mundu flestir hafa getað í nærvist hans sagt: „Hér er oss gott að vera.“ Það gat ekki dulist, að hér var um að ræða listhæfan og listelskan gáfumann, sjáanda, sem í fullu samræmi viö ævistarf sitt og innri hnejgðir lagði sig sérstaklega eftir að skilja andlega þörf og sálræna eig- inleika meðbræðranna. Það vakti eftirtekt ýmsra, ekki síður menntamanna, hversu skýrar myndir séra Þorvarð- ur einatt gat gefið í dánar- minningum af mönnum og konum, sem hann einungis hafði haft skammvinn kynni af, og mætti þess dæmi nefna, sem hér verðúr þó sleppt; en nærri liggur að ætla, að honum muni hafa verið jafnt gefið að þekkja menn af svip og látbragöi sem af orðfæri. — Listræna hæfileika séra Þorvarðar má fyrst og fremst marka af meðferð hans á íslenzkri tungu, sem var að vonum yndi hans og eftirlæti, enda hafði móðurmálið fært hon- um heim marga fagurskap- aða fyndni og margt spaklegt orð á vör, og þannig endur- goldið ást hans. Er mjög eft- ir því að sjá, að fátt mun nú finnast ritaðs máls eftir séra Þorvarð í bundnu máli og óbundnu, því að á hvort tveggja var hann hagur með ágætum. Annað, sem sýnir áhuga hans á listum, var leikstarf- semin. Um eða fyrir 1890 mun hafa orðið hlé á námi hans. Dvaldi hann þá um skeið á Eyrarbakka og beitti sér fyrir sjónleikastarfsemi. Mun hann hafa verið braut- ryðjandi þeirrar listiðkunar í þorpinu og samið sjálfur' leikrit, er nú mun glatað. — Enn er það til marks um list- tækni séra Þorvarðar, að eft_ ir að hann hætti sveitabú- skap í Norður-Hvammi í Mýr dal og fluttlst til Víkur, lagði hann stund á úrsmíði í tómstundum, og þótti vel gef- ast þeim, er nutu verka hans á því sviði. Hafði hann skyggnst inn í þá iðn á skóla- árum sínum hjá úrsmið í Reykjavík. — Víst kom nú þessi hæfni hans í góðar þarfir, enda þótt eigi væri dýrt selt og einatt gefin vinnan. Barnahópuripn óx, og efna hagurinn var þröngur. En indælt var að vera gestur í litla bænum vestast í Vikur- kauptúni, prestssetrinu. — Hvorki prestur sjálfur, kirkj_ an, þjóðin né aðrir aðilar höfðu efni á því, að veita hinum gagnmerka kenni- manni og trúa starfsmanni betri aðbúð í húsakynnum en þessa. Stofan hlaut að vera allt í senn-: Skrifstofa, vinnu- stofa, borðstofa og barnaher- bergi. I ást og í starfi, í meðiæti og mótmælti, í langri sambúð þeirra prestshjónanna, mátti lesa út úr atferli húsmóður- I innar hina frægu játningu húsfreyjunnar á Bergþórs- hvoli: „Ég var ung gefin Njáli, og hefi ég því heitið honum, að eitt skyldi yfir okkur bæði ganga.“ En prests frúin í Vík hafði gefið sig sjálf hinum glæsilega gáfaða og lífsglaða menntamaniri — af ást. Ekki fór séra Þorvarður á mis við sorgir þessa lífs. — Árið 1924 missa þau hjón son sinn, Sigurgeir, afbragð ann_ arra barna að gáfum, téepra 11 ára, sem miklar vonir stóðu um. Árið 1929 missir séra Þorvarður konu sína, aðeins 55 ára að aldri. Það var svöðusár. Voriö 1930 veik- ist Þórður, sonur hans, þá við smíðanám í Reykjavík, og er fluttur á sjúkrahús. Stóð þá yfir Alþingishátíðin, en ekki vék séra Þorvarður frá sjúkrabeði sonar síns. Mundu þó atburðir þeix-ra daga hafa dregiö að sér athygli hins þjóðholia menntamanns, ef öðruvísi hefði á staðið. En aldrei mælti sr. Þor- varður æðruorð. Hér hefir, sem oftar, trúin á æðri mátt komið til styrkt- ar. En auk þess mun séra Þorvarður þegar á unga aldri hafa fengiö allmikla lífs- reynslu við lát foreldra og ástvina, en ekki látið bugast. ■—■ Á skólaárunum mun hann hafa notið fjolbreytts æsku- lífs, sem von var að. Hlýtur hann að hafa verið eftirsótt- ur félagi meðal ungra manna fyrir gáfur, lífsgleði og list- tækni, en um það vildi hann fátt talaA— Sennilegt er, að hin . margþætta lífsreynsla hans frá.býrjun hafi átt sinn þátt í framúi'skarandi sam- úð hans og nærgætni við þá er bágt áttu, ekki sízt við sjúklinga. í slíkum aðstæð- um reyndist hann sá mann- vinuf, að af bar, svo að hug- kvænjni hans á hjálpsemi og nærgætni virtist nærri furðu leg. — í trúarskoðunum var hann víðsýnn og sanngjarn. En í Öilu þessu var hann sama yfixdætislausa prúö_ mennið, og „bæri hann þunga sefans sorg, varð sálin ei margmál, né bar sig á torg.“ Var þetta arfur „feðra vorra,“ eða var þetta áunnin fullkomnun í anda spámanns Atíræðar: Friðbjörn Sigurjónsson i Kcyklt®líi Áttræöur verður í dag Frið björn Sigurjónsson að Reyk- holti i Borgarfirði. Hann er Mývetningur að ætt, sonur Sigurjóns Guðmundssonar og konu hans Friöfinnu Daníels aóttur, sem lengst af bjuggu að Grímsstöðum við Mývatn. Var hann þriðji í röðinni af 10 systkinum. Meöal bræðra hans var Benedikt, þekktast- ur undir nafninu Fjalla- Bensi, og Guðm. S. Hofdal nafnkenndur glímumaður. Snemma fór Friðbjörn að heiman, og réðst í vinnu- mennsku. Dvaldi hann m. a. á Grænavatni og að Gaut- löndum, og þaðan kvæntist hann Önn,u Indriðadóttur, æ.ttaðri úr Reykjadal. Reistu þau síðar bú í Álftagerði og dvöldu þar fram til ársins 1931 er þau fluttust með dótt ir sinni, Þuríði, og manni hennar, Þóri Steinþórssyni, að Reykholti. En þar er Þórir nú skólastjóri. Þessa einka- dóttur sína misstu þau árið 1932. Ég kynntist Friðbirni fyrst eftir að hapn fluttist að Reykholti, og þar höfum við verið samvistum, og á ýmsan hátt samstarfsmenn, í rúm 16 ár. Og þessi kynni mín af honum hafa verið á þann veg, að ég tel hann meðal minna beztu vina. Hann er ins — eða hvort tveggja? Hinir listrænu hæfileikar sr. Þorvarðar, mannúð og gjörhygli þeirra hjóna beggja mun hafa lýst sér ekki hvað sízt í uppeldi barna þeirra, hinna mörgu og mannvæn- legu. Af þeim eru nú á lífi: Þorvarður, aðalféhirðir Landsbankans, Reykjavík, Hjörtur, verzlunarmaður í Vík, Kristján, læknir í Rvík, sr. Jón, prófastur í Vík, Val- gerður, nú við framhaldsnám í Svíþjóð, Svanhildur, frú í Reýkjavík. Með því að fá börnum sín- um slíkt uppeldi, þrátt fyrir örðugan fjárhag, auk ótal góðra verká annarra, hafa þau hjón siglt jarðlífsfleyi sínu heilu hafnar til. Það er trú mín, að séra Þorvarður sé nú kominn heill í höfn þá, er hann helzt mundi kosið hafa. Megi ávallt blessun fylgja honum og ástvinum hahs, „þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir.“ Vík, 19. apríl 1948. Valdimar Jónsson. mikill mannkostamaður, sem þeir geta auðveldlega saan- færst um, er hafa haft tðski- færi til þess að kynnast fjár- gæzlu hans, hvort heldur er vetur eða vor. Er umhyggjan fyrir hinum mállausu vinurn. hans svo frábær, að til mik- illar fyrirmyndar er. Efi að hirðingu sauðfjár hefir hanr.i unnið frá barnæsku og fran. á þennan dag, óg alltaf ai: sérstakri trúmennsku og; kunnáttu. Margir hafa notið hinna miklu mannkosta Friðbjarn- ar síðan haf>,n kom að Reyk ■ holt\* því þar er oft fj öl menni, bæði heimamenn o§: gestir. Hefir hann hver- manns götu viljað greiða, enda þekki ég ekki hjálpfús ■ ari mann. Og þrátt fyrir sim. háa aldur er hann enn glað - ur og reifur, með spaugsyfð . á vörum við hvern sem er óg lieldur andlegum kröftpir: óskertum, þrátt fyrir mikla vanheilsu um mörg undan- farin ár. Ég veit að margir munu nota þrisi merku tímamót í. ævi Friðbjarnar til þess, að þakka honum fyrir allt goti; á undanförnum árum og; óska honum allra heilla á ævikvöldinu. Og ég er einn af þessum mörgu, sem hefi mikiö-að þakka. Þ. G. Sóðar í skraut- höllum Austurbæjar bíó er mikio hús og salarkynni þess giæsi.. leg. En þegar inn í þafr. var gengið sunnudagskvöldið 11; apríl s.l. kl. 9 að kvöldi,'bárti gangar og eins gólfið með- fram bekkjaröðunum þv.i fremur vitni, að þar. h'efði. verið erkisóðar, en ekki sið- að fólk. Allt var lóðrandi í. pappírsrusli, og fram í for- stofuganginum af sígarettu- stubbum líka, eftir þetta fólk, sem alls staðar er ét- andi og jórtrandi og iðka).’ sóðaskapinn, þótt það sé komið í skrauthallir. Ég fer næstum aldrei í bíó, naumast einu sinni á ári, en ánægju gæti ég ekki haft aí: slíkum bíóferðum. Fyrst er nú það, að fullar 15 mínútui' eftir að sýning er hafin, er þetta fólk, sem aldrei getur verið stundvíst að troðast inn og þreifa eftir sætum síni.im, til óþæginda og leiðinda, þeim, sem komnir eru, í tíu mínútna hléinu- gekfe: ég niður í forstofu og hugð'í., að þar mundi vera svalára en í sjálfum salnum. En ekki tók betra við þar. Allt á kaíí í reyk, og svo gaus þessi reykjarsvæla inn í salinn, Menn eru varla staðnir upp úr sætum sínum, er þeir kveikja í vindlingum eða píp.. um sinum. Fyrr má nú vera hollusta við þennan harð- stjóra þeirra, tóbakiö. — Jæja, þið afsakið, góðir háls- ar, en slíkur heimur er ekki fyrir mig, þá vil ég h’eldúr hirða hesta eða roilur í moldarkofum, en umgangast erkisóða í skrauthöllum. Pétur Sigurðsson, t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.