Tíminn - 30.04.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1948, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fösíudaginn 30. apríl 1948. 96. blaffi ) ’ r í tlag. • Sólaruppkoma kl. 5.05. Sólarlag kl. 21.50. Árdegisflóð kl. 11.10. Síð- degisflóð kl. 23.45. £ nótt. Nœturakstur annast Bifreiðastöð Reykjavíkur, sími 1720. Lækna- vorður er í læknavarðstofunni í Áusturbæjarskólanunr, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Útvarpið í kvöld. Pastir liðir eins og venjulega. KU 20.30 Útvarpsagan: „Jane Eyre“ e'ftir Charlotte Bronte, I. (Ragnar ióhannesson skólastjóri). 21.00 Fíanó-kvartett útvarpsins: Píanó- kvartett í g-moll eftir Mozart (plötuí). 21.15 Erindi Stórstúkunn- ar: Paradís heimskingjans. (Þor- lákur Ófeigsson byggingameistari). 21.40 Tónlistarþáttur (Jón Þórar- insson). 22.00 Préttir. 22.05 Symfón- íákir tónleikar (plötur): a) Píanó- konsert í d-moll K. 466 eftir Mosart b) Symfónía í e-dúr.op. 41. („Júpí- ter-symfónían“) eftir Mozar.t. 23.10 Veðurfregnir. — Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip Esja kom til Norðfjarðar kl. 10 í morgun á suðurleið. Súðin er á Raufarhöfn. Heröubreið fór frá Reykjavík kl. 24 1 gærkveldi til Vestfja.|;a. Skjaldbreið fór frá Stykkishólmi kl. 2 í nótt á leið til Reykjavíkur. Þyrill er í Reykja- vík. Hvanney fór frá Hornafirði kl. 17 í gærdag á leið til Reykja- víkur. Skip Eimskipafélagsins. Brúarfoss er í Reykjavík. Fjall- foss kom til New York 26. apríi frá Reykjavík. Goðafoss fer frá Reykja vík kl. 12.00 á hádegi i dag, til Hull. Lagarfoss kom til Reykjavík- ur í gærmorgun frá Gautaborg. Reykjafoss fór frá Hull í fyrradag til Leith. Selfoss kom til Reykja- víkur í gærkvöldi frá Austfjörðum. Tröllafoss fór írá New York í fyrra dag til Reykjavíkur. Horsa er á Akureyri. Ljmgaa fór frá Leith 26. apríl til Reykjavíkur. Varg kom til Halifax 24. apríl írá Reykjavík. Skip S. í. S. Hvassafell er í London. Vigör er í Irmingham. Elizabeth er á leið til Vopnafjaröar. Speedwell kemur til Hó’mavikur í dag._ Biodd fór frá Gdynia í gær til Álaborgar. Úr ýrtisum áttum Tímaritið Blik. Blik, rit gagnfræðaskólans í Vest majjnaevjmn, er nýkomið út. Þetta er áttundi árgangur, og ritnefnd skipa að þessu sinni Einar V. Bjarnason, Eyjólfur Pálsson og Konráð Eyjólfsson, en ábyrgöar- maður ritsins er Þorsteinn Þ. Víg- lundsson skó’.astjóri. Ritið hefst á erindi eftir skólastjórann, og nefn ist það Glíman við guð. Þá eru stuttar grcinar eða frásögur eftir allmarga nemendur, síðan skáta- þáttur, skýrslur skólans og fleira. Banssýning Rigmor Hanson heldur danssýn- ingu með aðstcð 100 nemenda sinna n. k. sunnudag í Austurbæjar-bíó. Sýnir frúin þar ásamt nemendum sí-num balletdans, spánskan, ítalsk- an, rússneskan og ungverskan. Einn ig verða sýndir gamli og nýir sam- kvæmisdansar. Fundur Áhugamanna Tímans verður í Eddusalnuin n. k. mánudagskvöld kl. 8.30. Allir velunnarar Típians velkomnir meðan húsrúm leyfir. Vordragt af þeirri sídd, sem nú hæfir. Lokunartími sölubúða breytist Prá og með 1. maí breytist lok- unartími sölubúða, þannig að á laugardögum verða sölubúðir opn- ar til kl. 12 á hádegi, en á föstu- dögum verða sölubúðir opnar til kl. 7 eftir hádegi. Veröur lokunar- tíminn þannig til 31. september í haust. Tveir skógarhöggsmenn i Noregi fengu óvænta uppbót á sykur- skammtinn sinn núna um daginn. Þeir höfðu fel’.t grenitré og fundu þá í því býflugnabú 5-6 kg. af hunangi. Spilaraenn heiðraðir Bridgefélag Reykjavíkur efnir í kvöld til samsætis til heiðurs spilamönnunum, sem heima eiga utan Reykjayík- ur. Haildór Sigfússon skattstjóri íertugnr; Halldór Sigfússon skatt- stjóri í Reykjavík er feftugur j á- sunnudaginn kemur. Hann er fæddur að Kraunastöðum . í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- I sýslu 2. maí 1908, sonur Sig- i fúsar hreppstjóra þar. Hann ■ stundaði nám í Samvinnu- skólanum og síðar við Pit- mans College í London. Hann starfaði sem endurskoðandi hjá lögregluskrifstofunni í Reykjavík og hjá Landsbank- anum sumarið 1934, en var þá settur skattstjóri og hefir gegnt því embætti síðan. Halldór hefir reynzt hinn nýtasti maður í embættis- störfum sínum. Hann er greindur maður, vinsæil og vinmargur. Fyrstu kvenprestarnir vígðir í Danmörku. Fyrir nokluu voru um það liarðar dellur í Danmörku, hvort leyfa ætti konum að taka prests vígslu. Þeir, sem ekki vildu neita konum um rétt til þess að gerast -þjón.ar í víngarði herrans, unnu sigíir í þessum deilum, og nú fyrir fáum dög- um voru fyrstu konurnar, þrjár talsins, vígðar í Óðinsvéum til prestsembættis. Öllegaard bisk- up framkvæmdi vígsluna, en áð ur höfðu ýmsir danskir biskup- ar neitað að Itoma þar nærri. Margir biaðamenn voru við- staddir þessa athöfn, sem er sögulegur viðburður — ekki sízt eftir það, sem á undan er gengið. Spurningin er Mætti ekki kalla dagblöðin út- burði, þegar þau iiafa verið borin til kaupenda, og þá óburði, áður cn það er gert. Sjóbaðstaður í Fossvogi Þao virðist nú vera að komast skriður á sjóbaðstaðarmálið. Nú hef ir Jón Sigurðsson borgarlæknir borið fram tillögur um sjóbaðstað í Fossvogi og útivistarsvæði til al- menningsnota á Öskjuhlíð. Hefir Jón sent. tillögur sínar bæjar, sem þegar hefir fja’laó' um þær og mun nú leggja þær fyrir bæjar- stjórnarfuiid. Þess verður nú að vænta, að málið verði skjótlega afgreitt og hafnar þær framkvæmdir. er þarf, til þess að sjóbaðstaður geti komið að notum þegar í sumar. Gamli baöstaðurinn í Nauthóls- víkinni átti vinsælduri) að fagna Jijá bæjarbúum á sínum tíma, og þeim var mikil eftirsjá að honum, þegar herinn lagði þetta svæði undir^sig, enda þótt ekkert liefði veriö gert til þess að bæta að- stöðuna til sójbaða og sólbaða þar. Þaö er sannarlega kominn tími til þess að bæta úr þeirri vöntun á sjóbaöstað, sem. hér er, og þá'Jj væri ánægjulégt, ef bæjaryfirvöldin gætu tekið þetta mál myndarlegum tökum og létu gerá eitthvað veru- legt til þess, að fólk mætti njóta baðstaðarins -sem bezt. Það þarf ekki að kvíöa því,' að Reykvík- ingar kynnu ekki að meta slíkt. Og sjóbaðstaður er ekki aðeins til skemmtunar og ánægju — hann yrði einnig heilsu’orunnur. Við höfum sízt af öllú ráð á að van- rækjá það, sem stuðlað getur að aukinni heilbrigði og menningu. Því miöur hefir dregizt, að við eignuðumst sjóbaðstað á nýjan leik. En nú er sem sagt skriöur kominn' á' málið og . allir virðast einhuga. Úr þessu ætti þyí ekki að vera hætta á’ aó það koðni niöur. J. H. Félagslíf K. R. Innanfélagsglíma K. R. í fyrsta flokki fer fram í kvöld. lil. 7.30 í leikfimissal Menntaskólans. Glímudeild K. R. Fjalakötturinn sýnir gamanleikinn Græna lyft- an í kvöld kl. 8. Danssýning Rigmor Hanson hefir listdans- sýningu með 100 nemendum sinum í Austurbæjar bíó á sunnudaginn kl. ’ 1.30. Kappmót 2. leikur Reykjavíkurmótsins í meistaraflokki fer fram á íþrótta- vellinum í kvöld kl. 8. Fundur Tímamenn halda fund í Eddu- hússalnum n. k. mánudagskvöld ki. 8.30. Ödýrar auglýsingar Uaiglissga eöa eldra fólk vantar til þess að bera út Tímann víðsvegar um bæinn. Ailí til assSta sanægjBiMa. ,,. Síujðíjár merkimálningin fyrir- liggjandi. Skrifið. símiö„.:sendið, Verzlun Ingþórs, Seífossi. Sími 27. Mtilsl Og iseiÉMi* veizlBBmatiir sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR Tek sæstgBirkoMur. Upplýsingar í síma 2904. Tgömlu dansarnir að Röðli annað kvöld kl. 9—1. Aðgöngumiðapant- anir í síma 5327. Sala hefst kl. 8. H Lokað lcl. 10.30. gömlu dansarnir að Röðli á sunnu- dagskvöld kl. 9—1. Aðgöngumiða- pantanir í síma 5327. Sala hefst kl. 8. L,okað klukkan 10.30. S.K.T. Nýju og gömlu dansarnir í G. T.- húsinu sunnudagskvöld kl. 9. —• Húsinu lokað kl. 10.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6,30. SK T bb iln 1 m Eldri dansarnir í G. T.-húsinu annað kvöld kl. 9. Húsinu lokað kl. 10.30. — — Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Sími 3355. — Nemcndasamband Samvinnuskólans nsSeskur í Mjólkurstöðvarsalnum í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiuiiiiiiiiimiinuiiiiiiiinniiiiimiiiiiiiiiiiiiiumimuuiuuimiMMiimmiuimiiiiumii Í í.Félagi Framsóknarkvenna mánudaginn 3. maí kl. 8,30 i | í Tjarnarcafé uppi. 1 i Áríðandi mál á dagskrá. 1 Vinsamleg tilmæli stjórnarinnar að sem flestar | 1 félagskonur mæti. | Stjórniu. | luiiimmmmmmmmmmmmmimiimmmmmmmmmi.immmmmmmmmmmmmmmmmmiiisiiiu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.