Tíminn - 29.05.1948, Side 1

Tíminn - 29.05.1948, Side 1
Rltstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttarltstjóri: Jón Helgason Útgefanái Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Ritstfórnarsimar: 4373 og 2353 Afgreiósla og auglýsinga- simi 2323 Prentsmiójan Edda 32. árg. Reykjavík, laugardaginn 29. maí 1948. 117. blað Bifreiðarnar, sem fluttar ? wu inn g Greinarger^ frá FJárlsagsráðli sasss EíifirriSciIssaiÉlssÍEafiig' Út af þrálátum blaðaskrifum og orða-sveim um það, að ekki sé allí með felldu um bifreiðainnflutning t:l landsins, þar 'sem bifreiðaleyfi séu ekki veitt, esi bó kcmi biffeíðar með flestum skipum frá Ameríku, hefir Fjárhagsráð snúið sér til viðskiptanefndar og fengið frá henni greinargerð dags. 26. þ. m. um mál þetta. Þar segir svc: „Út af fyrirspurn fjárhags- ráðs varðandi innflutning bifreiðá, vill nefndin taka íram eítirfarandi: 14. október s. 1. var sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórn- arinnar bannað í biii að taka til flutnings í skip hingað til landsins aliar bifreiðar, bæði vörubifreiðar og fólksbifreiö- ar. Jafnframt var hafin at- hugun á því hve mikið af ó- notuðum leyfum fyrir bif- reiðum væri í umferð. Athugun þessi leiddi í Ijós. að á tímabilinu frá 1. janúár 1946 til 10. október 1947 voru veitt leyfi fyrir 4367 bifreið- um. Skiptust þær þannig: Frá Ameríku 498 fólksbifreiðar og 1786 vöru- og sendiferöabif- reiðar, svo og jeppabifreiðar, Frá Evrópu 962 fólksbifreiðar (4ra manna) og 1121 vöru- og sendiferðabifreiðar. Af þessari tölu voru ó- komnar til landsins samtals 426 bifreiðar 10. október s. 1. Eftir því sem næst varö komizt, voru ca. 194 bifreiðar af þessari tölu löngu greidd- ar með erlendum gj.aldeyri, en ca. 232 ógreiddar, þaö er að segja, gjaldeyrisandvirði þeirra hafði ekki veriö yfir- fært samkvæmt leyfunum. 20. janúar 1948 aflétti ríkis- stjórnin áður settu flutninga- banni á þeim bifreiðum, sem greiddar höfðu verið með er- lendum gjaldeyri og óskaði jafnframt eftir, að gjaldeyr- is- og innflutningsleyfin fyrir hinum, sem voru ógreiddar, yrðu ekki framlengd að svo stöddu. Samkvæmt þessu heimilaði viðskiptaneínd flutning á þeirri tölu hinna leyfðu bif- reiða, sem greiddar höfðu verið með erlendum gjaldeyri. Bifreiðar þessar hafa verið aö koma til landsins smám sam- an nú að undanförnu, og hafa þær að sjálfsögöu verið tekn- ar til flutnings eftir því hvernig á hefir staðið með rúm í skipum. Samkvæmt athugun, sem fram hefir farið, virðast 57 af þessum bifreiðum enn ókomn ar til landsins og skiptast þær þannig: 49 ókomnar frá Ame- ríku og 8 frá Englandi. Aö setja þann bifreiðainnflutn- *ing, sem hér um ræðir, í sam- band við gjaldeyrisástæðurn- ar nú og gefa í skyn, að þessi innflutningur hafi þýtt gjald- eyriseyðslu á þsssu ári eða síðla á s. 1. ári, er vitanlega á misskilningi byggt. Þessi inn- fiutningur og ýms annar, sem er afléioing eldri ráðstafana, sýnir aðeins, að ekki er auðið að stöðva „viðskiptavélina" á jafn skömmum tíma og stuncfaklukku. í framhaldi af þessu vill nefndin ehn á ný staöfesta, að hún hefir frá því hún tók til starfa, aðeins veitt gjaldeyr- is- og innflutningsleyfi fyrir tveinrur bifreiðum, annarri vegna embættis forseta og hinni vegna Hæstaréttar. I-Iv.ort tveggja eftir. ósk ríkis- stjórnarinnar. Aðeins eitt samskonar leyfi hefir hún framlengt af hinum eldri leyfum.“ Með þessu ætti að vera fengin skýring á þessu fyrir- brigði, að bifreiðar halda á- fram að koma án þess að ný leyfi séu veitt. Munu og fregn- ir af bifreiðainnflutningnum mjög orðum auknar. Til dæm- is stóð í blaði nýlega, að al- mannarómurinn segði, að með Tröllafossi hefðu komið i fyrstu ferð hans 100 „lúxus- bílar“ frá Ameríku, en sann- leikurinn er sá, að þessir bílar voru 25, og þar af 2 ferða- mannabílar um stundarsakir. Munu fleiri slíkar sögur stór- lega ýktar. Þá má og sjá af greinar- gerð þessari, að bifreiðainn- flutningurinn hefir ekki dreg- ið úr möguleikum til annars innflutnings, t. d. landbúnað- arvéla, eftir að fjárhagsráð tók til starfa, enda hafa, það sem af er þessu ári, verið veitt leyfi fyrir landbúnaðar- vélum fyrir um 5 milljónir króna af 6 yz milljón, sem eru ætlaðar til þessara véla á inn- flutningsáætlun ársins. Þrjár tiílögur Öryggisráðið kemur saman an til fundar í dag til þess að ræða þær þrjár tillögur, sem nú liggja fyrir í Palestínu- málinu. Er það tillaga Breta um 4ra vikna vopnahlé, til- laga Rússa um tafarlaust vopnahlé og ný tillaga frá Frökkum. Þetta er Laugaskarð, sundiaug þeirra Hvergerðinga. Hún er stór og við hana byggðir fataklefar. Lárus Rist, súnflkennari, sem flcstum íslentlingum er vel kunnur, hefir lengst af kennt þar sund, og dugn- aði hans og áhuga var það fyrst og fremst aS þakka, að þessi myndarlega Iaug var gerð á sínum tíma. (Ljósm. Guðni Þórðarson). F«5*5b aizsÉiafi* aS6 PiagvoIIaifisa í gj©i* í feocSI bæ jarstjoriia v Brezku íþróttamönnunum var haidið hádegisverðarboð að Hótel Borg í gær. Var hinum brezku gestum þar vel fagnað og margar ræður haldnar þeim til heiðurs. Fyrstu ræðuna flutti Er- lendur Ó. Pétursson formað- ur Knattspyrnufélags Reykja víkur, en i boði þess félags eru íþróttamennirnir hingað komnir eins og kunnugt er. Athyglisvert var það i ræðu Erlendar, að hann benti á það að þessum fimm heims- kunnu brezku íþróttamönn- um hefði ekki verið boðið hingað til keppni með von um að við gætum sigrað þá. En það segir sig sjálft að ís- lenzkir íþróttamenn verða að stefna að því í framtíð að sigra skæða keppinauta. Við getum það ekki enn, en við getum það heldur aldrei, ef við reynum ekki einhvern tíma við okkur sterkari menn. Benidikt Gröndal blaða- maður hélt snjalla ræðu fyr- ir minni Bretanna og einnig töluðu Konráð Gisl’ason, Hall grímur Friðriksson og Bene- dikt Waage, forseti í. S. í. og sæmdi alla Bretana merki í. S. f. Crump fararstjóri Bret- anna þakkaði hinar ágætu móttökur og kvað upp úr um það, að þeim félögum litist mjög vel á sig hér, þó ekki væru þeir búnir að vera nema stutta stund í landinu. Hann minntist á það að brezkir íþróttamenn hefðu kynnzt íslendingum allnáið á Evrópumeistaramótinu í Osló og einnig við komu íslenzkra íþróttamanna til Bretlands. Hann sagði, að íslendingar gætu verið stoltir af því að eiga jafnmarga góða íþrótta- menn og þeir eiga ekki fjöl- mennari þjóö. Eftir miðdegisverðinn var farið í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur til Þingvalla og í kringum Þingva)lavatn nið- ur með Sogi. Fyrsta íþróttakeppnin við Bretana hefst á íþróttavell- inum klukkan fjögur í dag. Kjúklingar fluttir með flugvélum í fyrra var fariö að flytja kjúklinga með' flugvélum hér innaniands og reyndist þao þá mjög vel. Var það fugla- kynbótabúið Hreiður að Reykj um í Mosfellssveit, sem hóf þessa starfsemi, og nú í vor hafa verið fluttir kjúklingar frá búinu með flugvélum vikulega og stundum tvisvar i viku viðs vegar um land, til Vestmannaeyja, Akureyrar, Vestfjarða og víöar. Hefir fuglakynbótabúið látið búa til sérstakar umbúðir fyrir þessa flutninga og hefir kjúkling- ana ekki sakað við ferðalagið. Er þetta i raun og veru eina leiðin til að flytja lifandi kjúklinga svo unga milli fjar- lægra landshluta. Efdur í húsi Vita- málaskrifstofunnar Kl. 1 í gær var slökkviliðið kvatt á vettvang, því að þá hafði komið eldur upp í þak- hæö hússins, sem stendur á horni Seljavegs og Holtsgötu. Er það þrílyft steinhús í eigu vitamáJaskrifstofunnar, sem hefir þar skrifstofu sína, við- gerðaverkstæði og vöru- geymslur. Efsta næðin brann til kaldra kola, en þar var vörugeymsla vitamálaskrif- stofunnar. Þar var fjöldinn allur af hjólböröum, heilmik- ið af seglum og skóflum og ó- tal önnur nýtileg verkfæri. Gereyðilagðist þetta allt eins og það lagði sig. Ekkert tjón hlauzt af á neðri hæðum hússins til allrar hamingju. Nýja Douglas-vél Loftleiða væntanleg á hverri stnndu Hin nýja Douglas-flugvél flugfélagsins Loftleiða er væntanleg hingað á hverri stundu. Þá er síðast fréttist, var hún veöurteppt á Goose Bay á Labrador. Lagoi hún af stað frá New Jersey fyrir fjór- um dögum. Var ferðinni fyrst heitið til flugstöðvar á suðaustur-odda Grænlands, til þess að bæta þar viö ben- zín-forðann, en siðan mun vélin fljúga beint hingað. Áhöfnina skipa 4 menn: Magnús Guömundsson er flugstjóri, Kristinn Ólsen er 1. flugmaður. Axel Thorarensen er siglingafræðingur og Ólaf- ur Jónsson er loftskeytamað- ur. Auk þess er með vélinni Þorleifur Guðmundsson, um- boðsmaður Loftleiða á ísa- firði. Flugvélin rúmar 21 manns í sæti. Er hún 11. flug- vél Loftleiða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.