Tíminn - 29.05.1948, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, láugardaginn 29. maí 1948.
117. blað
í clag:.
Sólin kom upp kl. 3.31. Sólarlag
kl. 23.19. Árdegisflóð kl. 10.40. Síö-
degisflóð kl. 23.05.
í nótt.
Næturakstur annast B. S.R.' Sími
17.20 Næturlæknir er í læknavarð-
s'tofunni í Austurbæjarskólanum,
sími 5030. Næturvörður er í Reykja
víkur <f;póteki sími 1700.
j
Útvarpið í kvöld.
Fastir liðir eins og venjulega. Kl.
20.30 . Útvarpstríóiö: Einleikur og
trió. 20.45 Leikrit: „Kain og Abel“
eftir Helge Rode íLeikstjóri Harald
ur Björnsson). 21.15 Hljómleikar:
„Vökumaður, hvað líður nóttunni?"
— kantata eftir Karl O. Runólfs-
son við samnefnt ljóð eftir Daví'o
Stefánsson frá Fagraskógi (Söng-
íélagið Harpa og Symfóníuhljóm- j
sveit Reykjavíkur flytja verið, undir j
stjórn dr. Urbantschitsch. Einsöngv
árar: Birgir Halldórsson og Ólafur
Magnúúson frá Mosfelli.) 22.00
Fréttir. 22.05 Danslög (plötur). —
(22.30 Veðurfregnir). 24.00 Dagskrár
iok.
Hvar eru skipin?
Skip S. í. S.
Hvassafell er á leið frá Hamborg
til Álaborgar. Varg fór frá Gdynia
í gær áleiðis til Fáskrúðsfjarðar.
Ríkisskip.
Esja er á Akureyri. Herðubreið
er væntanlegt til Vestmannaeyja
kl. 11 í dag á noröurleið. Skjald-
breið fór kl. 24 í nótt vestur um
land og norður. Súöin er í Reykja-
vík. Þyrill er í Hvalfirði.
Úr ýmsum áttum
Tímaritið Úrval.
2. hefti Úrvals þ. á. er nýkomið út.
Þaö flytur meðal annars þessar
greinar: „Myndir barna og áhrif
þeirra á nútímalist," „Um erfið-
leika í samlífi hjóna“, „Börnum
kennt með leikum", „Lenin og
Troski í London," „Rottan", smá-
saga eftir Aksel Sandemose, „Þekk
ing nútímans grafin í jörðu“.
„Kvikmyndaeftirlitið í ýmsijua lönd
um“, „Karlmannsföt framtfðarinn-
ar“, „Börnin sálgreina sig sjálf“,
„Hve skarpur ertu?“, „Dæmissagan
um tö’.urnar", „Drengur eða
stúlka"? „Ný aöferö til geymslu á'
matvælum", „Dóttir hirðingjans",!
smásaga eftir Saroyan, „TSvintýrar .
legar tölur“, „Vitgrannir fuglar,“ j
„Hús hituð upp meö köldu vatni“,:
„Ég kenndi dóttúr minni að lifa“,
„Breyting á tímatalinu?" og bókin
„Anna og Síamskonungur“.
Embættispróf við Hóskóla
Islands.
í lögfræði luku prófi Eggert
Jónsson, sem hlaut 1. einkun 189’i
stig, Gei.v Hallgrímsson hlaut 1.
eink 223% stig, Gfsli Einarsson
blaut II. eink. betri 174% stig og
Guðmundur Ágústsson hlaut I.
eink. 236% stig.
Embættisprófi i guðfræði luku
Hermann Gunnarson með I. eink.
137% stig og Þórárinn Þór meö II.
eink. betri 117% stig.
Frá Heklu
Flugvélin Hek’.a kom til Kaup-
mannahafnar kl. 6.30 í gærkveldi
með 42 farþega. Hingað er hún
væntan’.eg í ltvöld milli kl. 5—6.
5—6.
Leiðrétting
í frásögn blaðsins af fjársöfnun
til styrktar för íslendinga á Olym- j
pfuleikjanna í sumar slæddist sú
meinlega villa inn í frásögnina!
aó búiö væri að safna fimm þúsund
króna fjárnpphæö í Þingeyjar-
sýs’.u til styrktar för Sigurðar Jóns
sonar á leikina. En þetta er ekki i
rétt, eins og nærri má geta. Hið
rétta er að afrek Sigurð'ar á Sund-
mótinu í vetur varð til þess aö
þessi fjársöfnun fór af stað. en
hún er til styrktar þátttöku íslands
í leikjunum.
íþróttakepni K. R. ,
Keppnin við brezku frjálsíþrótta-
mennina fimm hefst kl. 5 á morg-
un á íþróttayellinum.
Fjallabúi keœur til byggða
Afghanistan er lantl æviforn-
ar meningar. Það liggur á há-
sléttu að baki mikilla fjallgarð'a
inni á íiieginiandi Asíu. gegn-
skorið djúpum dölum og mikl-
um fljótum. íbúar lar.dsis eru
12 milljónir og aðalatvinnuveg-
ur þeirra er jaröraskt og kvik-
fjárrækt ý hinum djúpu og frjó
sömu dölum. Flatarmál lands-
ins er 650 þús. ferkm. Margir
helztu verzlunarvegir og sögu-
lcgar þjóSflutningalciðir hinnar
ir.iklu Asíu liggja um landiö.
Þar eru spor Alexanders, mikla,
Gengl'ins Khan og Tasneriands.
Ilelztu útflutningsvörnr landsins
eru feldir og löð'skinn, ull og
niargs konar ávextir og Imelur.
En Afghanistan hefir fram til
þessa verið næi lokað l:\nd.
Það reynir þó um þessar mundir
að brjóta af sér híekki ahla-
gamallar einangrunar og hefir
nýlcga sent fulltrúa í höfuðstöðv
ar S. Þ., Lake Success. FulUrúi
sá heitir Abdul Hair.id Aziz.
Fáni landsins er svartur, rauður
og grænn með skjaldamerki í
miðju.
Tjarnar bíó —
BRÆÐURNiR
Maður ,er nefndur J. Arthur
Rank frá Norðhumbralandi. sem
fer til kirkju hvern sunnudag og
stendur þar að' auki oftlega upp í
Hvítasunnusöfnuði til að vitna. Sá
stjórnar nær því allri kvikmynda-
gerð Breta og fórnar þannig alltaf
einhverju af kristilegu blóði sínu á
altari listaguðsins. í Bandaríkjun-
um myndi kristilegt blóð hans frem
ur renna til peningaguðsins. Taka
ber fram, að maðurinn er stór-
auðugur. Nú hefir hans hátign
Rank sent afar ókristilega mynd
út af örkinni, sem er víða ábóta-
vant — að mínum dómi — þó aö ;
þeir Pontus og Pílatus lofi hana á '
hvert reipi og leggi yfir hana bless- i
un sína. Leikurinn er að vísu þokka j
legur. en þó hvergi framúrskarandi.
Markmið myndarinnar er að gera
hnefaleika og morð að einhverju
frumlegu stundargamni, sem gæti
boríð af bardagaaðferðum kúrek-
anna í öldurhúsum Texas-fylkis.
Að vísu hefir slíkt teldzt bærilega,
en myndin er þó þróttlítil. Ungfrú
Patrieia Roc hyggur auðsýnilega
sjálfa sig svo aölaöandi, að hún
getur vart gengið og hvað þá he’.d-
ur hlaupió fyrir lamandi fögnuði.
Stgr. Sig.
*
Eiga Islendingar að manna erlendan
veiðiflota?
Frá því var nýlega sk.'rt í einu
af dagblöðum bæjarins, að íslenzki
togarinn Drangey, sem er einn af
elöri togurum .íslendihga tíg hét
áður Egill SkallagFÍmsson, hefði
verið seldur til Svíbjcðar. Er það
hlutafélag í Gautaborg, sem kauþir
togaráftn, og veröuf hanh stærsti
togari, sem Svíar eiga. Togarirm
liefir veriö skirður upp og heitir
nú Grimsö (Grímseyl og er út-
gerðarféálag hans saimiefnt. Á-
höfn togarans er 30 menn og verð
ur hún að hálfu ísienzk og að
hálfu sænsk;
Það er í raun og veru ekkert
athugavert við það, að gamall tog-
ari sé seldur úr landi, því að það
mun hafg. verið' ákvörðun stjórnar-
valdanna að eldri og úreltu togar-
arnir yröu seldir. þegar nýir og
fullkomnari togarar kæmu til
landsins. Hitt kemur inönnum kyn-
legar fyrir sjónir, þegar íslenzkir
sjómenn verða gömlu skipunu
íamferða til er’.endu húsbænd-
anna.
Nýju, íslenzku slýpin eiga að
geta boðiö hinum vönu íslenzku
togarasjómönnum betri aöbúð,
drýgri aflahlut og meira öryggi.
Það mætti því virðast fullkomið á-
hyggjuefni, að 15 íslenzkir sægarp-
ar skuli.fara með gamla og úrelta
togaranum, þegar hann er seldur,
í staö þess að taka skiprúm á hin-
um nýju og fullkomari veiðiskip-
um, sem koma í stað hinna gömlu.
og slíkt hlýtur að eiga sér einhverj
ar dýpri orsakir. Geta íslendingar
ekki boöið þeim slík kjör á nýju
skipunum, aö þeir kjósi heldur
starf á þeim cn stunda veiðar á
þeim gömlu i þjónustu erlendra
húsbænda? Ef svo er, hlj'tur eitt-
hvp.u að vcra bogið viö útgerðina
íslenzku eða þau ?:jör, sem sjó-
niömiunuro eru boðin.
Hið mikla átak íslendinga undan
íarin ár aö eignast ný og betri
veiöiskip, hefir haft i för með sér
mikla aukningu veiðiflotans og sú
aukning hefir aftur orsakað*til-
iinnanlega vöntun' öugandi sjó-
manna, svo að oít hefir horft til
vandræða og veiðiskp ekki komizt
á veiðar af þeim sökum. Stjórnar
i völdin hafa og tíðum að því vikiö,
að nauðsyn gæti boriö til að tak-
marka opinberar íramkvremdir,
svo sem byggingar og fleira til þess
aö vinnuafl drægist ekki um of
frá framleiðslunni, og þá einkum
sjósókninni, sem gefur íslending-
um mestar útflutningstekjur.
Það viriðist því fullkomið á-
hyggjuefni fyrir íslenzk stjórnar-
völd, ef mikil brögð yrðu að því,
að. islenzkir sjómenn réðust á er-
lend veiðiskip, meðan hörgull er
á dugandi sjómönnum hér heima.
Orsakir slíks fyrirbæris væri full-
komin ástæöa til að rannsaka nán-
ar, og láta síðan fylgja þær aögerö
ir í má'.inu, að íslenzkir sjómenn
mættu betur una á nýjum islenzk-
um veiðiskipum, er gæfu þeim góð-
an hlut við aðdrætti í íslenzkt þjóð
arbú en að sigla gömlum, erlend-
um ryðkláfum til auðgunar út-
leridum mönnum.
A. K.
FélagsSíf
Ferðafélag íslands
Ráðgerir að fara tvær skemmti-
ferðir yfir næstu lielgi. Aðra ferö-
ina göngu- og. skíðaferö á Eyja-
fjallajökul. EkTð austur að Stóru-
Mörk á laugardaginn ,kl. 3 síðd.
og gist þar í tjöldum. Mat, viðlegu-
útbúnað cg tjöld þarf aö hafa með
sér. Snemma á sunnudagsmorgun
gengið á EyjafjallaJ^kul (1666 m.).
Hin ferðin er gönguferð um Heið-
mörk. Lagt af stao kl. 1,30 á sunnu
daginn og ekið að Silungapolli;
gengið um Mörkina, Búrfellsgjá
skoöuð. — Gengið til Hafnarfjarð-
ar og ekið til Reykjavíkur. — Far-
miðar seldir til hádegis á laugar-
dag.
B. í. F. Farfuglar
Ferðir um helgina:
I. Ferð i Raufarliólshellir. II.
Ferð að Reykjanesvita cg um Kefla
víkurflugvöll. III. Vinnuferð í Heið
arból.
Farmiöar seldir að V. R. íkvöld
kl. 9-10.
Nefndin
Ódýrar anglýsingar
Ðasaskasr
sveitamssðiir \
ógiftur, 37 ára, óskar eftir at-
vinnu við landbúnað á íslandi.
Er vanur meiriháttar bústjórn.
Box 8791, Polacks Annonce-
bureau, Köbenhavn.
Martaflaa.
Á meðan kartöfluútsæðið er að
spíra og verið er að setja niður
1 garðana er skynsamlegt að
kynna scr ræktun og meðferð á
kartöflum. Bókin Kartaflan með
litprentuðum myndum fæst enn.
Búnaðarfélag íslands.
Keld IsorS og
heitur veizlssusaíur
sendur út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR
ANSLEIKUR
í samkomusal Nýju Mjólkurstöðvarinnar
í kvöld kl. 9.
GLÍMUFÉLAGIB ÁRHANN.
Eldri dansarnir í G. T.-húsinu
i kvöld klukkan 9. — Húsinu
H lokaö kl. 10.30.
— Aögöngumiðasala kl. 4—6. — Sími 3355. —
Nýju og gömlu dansarnir í G. T,-
húsinu sunnudagskvöld kl. 9. —
Húsinu lokað kl. 10.30.
y
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6,30. Sími 3555
gömlu dansarnir að Röðli á sunnu-
dagskvöld kl. 9—1. Aðgöngumiða-
pantanir í síma 5327. Sala hefst kl.
8. Lokað klukkan 10.30.
S- K.T
m
iiiiiiiiiiinuiiiiuiimiiiiiiuiiiiiimiiiiiiiuiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiniiiiiiiiiiiiiiiiiuiij*
1 Þriðju og fjórðu |
| nemendahljómleikar I
i Tónlistarskólans |
1 verða í Tripolibíó í dag kl. 3 e. h. og á morgun kl. 3 e. h. |
| Aögöngumiðar á kr. 5,00, hjá Eymundsson, Lárusi f
i Blöndal, Bækur og ritföng og við innganginn.
iiiiiiiiiiimiimiimmm n iiiiiimiiimmmim m iiiimiiiimmmmiimmimiiiiiiimimmmmimmiiiiiiim iiiiiiÚi
mmmmmmmmmmmimmmmmmmiiimiiimmmimimmmmmmmmmiimiiiiiimmmmiimmmimr
| .Patapressa vor verður lokuð vegna hreingerninga
Í 2. júní.
Vinsamlega sækið sem mest af hreinsuðum fötum
1 áður.
Kron
ijiiiiiiiiiiijmimmmiimiimmmmmmiiiiiiiiiiiiiiiijimiiiMiiimimmiiiiiimiiiiimmmmimiimmiiiiiiimuiiit
ÚTBREIÐiÐ TÍMANN
l|l|IIIMMIII|||||||||||||||l|l|||||ll|||l||||i|ii||l||l!|l|ll'