Tíminn - 29.05.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.05.1948, Blaðsíða 3
117. blað 3 TÍMIXN, laugaröaginn 29. maí 1948. Dáuai'iniiiiiliig': yflrllsEilMatssaifEtStSF aði hér allt fram á ár 1941, í dag er til moldar borinn hér í Reykjavílc einn af at- hafna-höfðingjum þeirrar kynslóðar, sem lifað hefir tvenna tímana, kynslóðar, sem ólst upp við að kalla ó- breytta tækni liðinna alda í atvinnuháttum, en síðan all- ar breytingarnar og umbæt- urnar, sem nú eru komnar til sögu. Hann fæddist að Bakka á Seltjarnarnesi 26. júní 1876, fluttist barn að jaldri með foreldrum sínum Magnúsi Pinnssyni og Ingiríði Jóns- dóttur að Skuld við- Framnes- veg, og þar ólst hann upp, enda voru þeir Jón og Jó- hannes löngum kenndir við þann stað, og kallaðir Skuld- arbræður. Jón Magnússon ólst upp við öll algeng störf til lands og sjávar, var hestasveinn, létta drengur, réri á árabátum, varð háseti á fiskiskútum, vann á hvalveiðastöð sumar- langt vestur á Önundarfirði, um skeið verkamaður hjá Brydesverzlun, verkstjóri við eitt fyrsta fiskþurkunarhús- ið, sem reist var í Reyjrjavík, fiskimatsmaður frá því að tekið var að framkvæma fiski mat, skipaður yfirfiskimats- maður 1920 og gegndi því starfi til ársloka 1946, en hafði áður verið hægri hönd hins nafnkunna fyrirrennara síns, Þorsteins heitins Guð- mundssonar. Ungir brjótast þeir Skuld- arbræður í því, í félagi við Pétur Bjarnason skipstjóra, að eignast fiskiskútuna „Sæ- borgu“, er löngum var með aflasælustu þilskipum, undir skipstjórn Péturs. En áður en skútuöldinni lauk var „Sæborgin" seld, en þeir bræður gjörast þá, ásamt 6 nafnkunnum mönnum öðr- um, stofnendur h.f. Hauks, er lét smíða togarann Ingólf Arnarson, er hingað kom 1912 og var hér stærsta Veiði skipið fram yfir heimsstyrj- öld. (Mun hafa kostaö 180 þús. krónur, 305 ton brúttó.) Hans hæsta söluferð var í ársbyrjun 1916, 3500 sterlings pund. Var þetta metsala til þess tíma. Það sem eftir var þessarar vertíðar, var aflinn saltaður, en um haustiö tók að kalla fyrir ísfisksölur ís- lenzkra togara. Skeði það með þeim hætti, að togarinn „Rán“, fermdur ísfiski á leið til Englands, varð í hafi á vegi þýzks kafbáts, sem hlífði skipinu gegn því, að það sneri heim aftur og skipstjórinn héti því, að sigla ekki með fisk til Bretlands meðan .stríðið stæði. Hauksfélagið keypti togar- ann „Þorstein Ingólfsson" 1915, en báða þessa togara keyptú Frakkar 1917 ásamt mörgum öðrum íslenzkum togurum.. Þegar útgerðarfélagið Hauk ur varð gjaldþrota, í verð- hruninu mikla eftir heims- styrjöldina, með tvo ný- keypta togara og vöruflutn- ingaskip, átti J. M. það traust hjá Landsbankanum, að hann gat ráðist í það, í fé- lagi við Ingimund Jónsson, að koma upp fiskverkunar- stoðinni „Dverg“, sefn starf- en þar var mikil athafna- semi um langt skeiö, meðan aðalútflutningsvaran var salt flskur, og voru þar einatt urn 80 manns í vinnu. Árið 1925 var togarafélag- ið Pylkir stofnað, og urðu þeir Jón og Ingimundur þar meðeigendur frá upphafi, en þetta félag á nú togarann Belgaum og einn af stærri nýju togurunum, Fylki. Samhliða þessari athafna- semi stundaði Jón Magnús- son einnig landbúnað um langt skeið, hafði 5 kýr í fjósi, 20 ær, átti 2 vagnhesta og oftfyít reiðhest; Heyskap- inn þurfti að miklu að sækja upp á Kjalarnes eða upp í Mosfellsheiði, og hófst þessi athafnasemi löngu fyrir öld bifreiðanna. Hinsvegar segir Landeyingur mér frá því, að þegar árið 1920 hafi Jón sent einkabil með sig snemma morguns suður í Hafnar- fjörð, til þess að hann yrði ekki eftir af samferðafnönn- um sínum á leið í verið til Herdísarvíkur. Virðist Jón því snemma hafa kunnað að meta kosti þessa farartækis. Árið 1904 kvæntizt Jón Magnússon bóndadóttur aust an úr Landeyjum, sem haust- ið áður fluttist með föður sínum suður á Garðskaga, en hann tókst á hendur vita- varðarstarfið þar. Þegar þau fella hugi sam- an Jón Magnússon og Ingi- björg ísaksdóttij-, er eins og líf þeirra hefjist í æðra veldi. Þegar sama árið selur Jón sitt litla hús á horni Túngötu og Bræðraborgar- stígs (hús Jafets heitins Sig- urðssonar), kaupir Lindar- brekku og reisir þar stórhýsi á þeirrar tíðar mælikvarða. En þetta heimili hefir frá upphafi verið eitt mesta risnuheimili í Reykjavík frá fyrsta degi. Má geta þess til dæmis, að eitt sinn í innflú- enzufaraldri voru níu að- komumenn rúmliggjandi sam tímis á heimili þeirra hjóna. Og einatt áttu námsmenn úr fjarlægum byggðarlögum og sj úklingar, sem langdvöl- um þurftu aö vera undir læknishendi, athvarf á Lind- arbrekku. Þá var fyrir- greiðsla húsbóndans og úr- ræðasemi hans fyrir gistivini ekki síður rómuð. Ekki naut J. M. skólagöng- unnar í uppvexti sínum, þeg- ar frá er talin barnafræðsla þess tíma, heldur hófst hann fyrir er'fðan manndóm og Fyrsta og merkasta frjálsíþróttamót ársins fer frani á íþróttavellinum í dag kl. 4 síðd., og á morgun kl. 2 síöd. Aðgöngumiðar seldir á íþróttavellinum eftir kl. 1 báða dagana. Keppnisgreinar fyrri daginn eru: lEástökk kriiEglnkast Iísi6í*sÉ«íkk 1ssa gr. IsSasBjs kálEivarp SSIÖ® sta IsoeSIa dreiagir Keppnisgreinar seinnidaginn eru: 2000 sn Itlanp Strísáfltkk sIeg§*pikssÉ sta«í>arstökk 1OO0 iia Itoölilaup sppsíkast 1©@ ieb hlaap 40® ibi — ni 800 Hi — 3000 iii — Fimm heimsfrægir brezkir íþróttamenn m. a. blökkumaðurinn McDonnald Báiley, ásamt flest Qllum beztu íþróttamönnum landsins, taka þátt í mótinu. Forðist þrengslin og kaupið aðgönguraiða tiraanlega «HniiiiiiiiiipiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiimiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiMmiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiuiiiiiipH i Komin eru út þrjú hefti af Sagnablöðum, sem Örn '= I á Steðja hefir safnað og skráð. í heftum þessum kennir f I ' margra grasa. Sagnaþættir,. þjóðsögur, kímnisögur, | | munnmæli, lausavísur og margskonar þjóð'legur fróð- f 1 leikur. Af efni safnsins skal sérstaklega bent á alllang- ,| 1 an þátt af Símoni Dalaskáldi, og fylgir honum síðasta .| I myndin, sem tekin vkr af Símoni. '| i Sagnablöðin eru liður í ritsafninu Skuggsjá, en þar J Í birtist margvíslegur íslenzkur- fróðleikur. Eru Sagna- ,| \ blöðin 3. bindi ritsafns þessa. Áður er komið út fyrsta f Í bindi og 1. hefti. 2. bindis. Eru óútkomin 2.-3. hefti | | þess bindis, en þáu koma væntanlega út á þessu ári, I Í Af fyrstu heftum Skuggsjár er nú lítið orðið til, og ' = | ættu bókamenn ekki að draga lengi úr þessu að afla f i sér þeirra. , ri Sagnablög Arnar á Steðja fást hjá bóksölum. Í Verð kr. 7.00 hvert hefti. | ......................................................... sjaldgæfa skapgerð. Hann var fjörmaður mikill og beindist ’áhugi hans að hag- nýtri athafnaserhi, geðríkur, en kunni' manna bezt að stjórna skapi sínu. Hefir kunnugur lýst því, hversu persónuleiki hans skapaði þöguft _áðhald um mikil og góð ' virinubrögð, þar sem hann átti í hlut, eða stjórn- aði verki. Naut þessa við, þótt ekki væri hann nær- staddur, og þegar hann síð- an. kom á vinnustað, urðu afköstin eins og í kappleik. Ekki var þetta fyrir eftir- rekstur. Hann gat leiðbeint um, hvernig betur mætti haga verki, en eftirrekstri beitti hann aldrei. Kæmu ó- höpp fyrir, sem yllu vinnu- töfum, hélt hann jafnaðar- geði, þótt hárin risu á höfði annarra, sem hlut kunnu aö eiga að máli. Jón Magnússon var einn þeirra manna, sem aldrei bragðaði áfengi. Hann tók mikinn þátt í störfum góð- templara, og í banalegunni vann hann enn fyrir þann félagsskap svo um munaði Hann var einn af stofnend- um verkalýðsfélagsins Dags- brúnar og fyrsti fundurinn til undirbúnings félagsstofn- uninni var haldinn undir hans þaki. Þauhjóninvoru þá einnig frá upphafi stofnend- ur og styrktarmenn fríkirkju safnaðarins í Reykjavík; og í frímúrarareglunni var hann. En mikilvægasti félaginn, sem hann eignaðist á lífsleið inni, er eiginkonan hans, frú Ingibjörg ísaksdóttir. Þegar ástir og samfarir hjóna eru slíkar sem þeirra, veit eng- inn, hvernig til hefði’ tekist ef farist hefðu á mis. Setti þetta svip sinn á heimilið, af- köst þess, höfðingsbrag og góðleik. Jón Magnússon kenndi sjúkleika þess, er leiddi hann til bana, fyrir tæpu árl síðan. Þangað til hafði han'n ekki verið kvellisjúkur. Óraði hann brátt fyrir því, til hvers leiða mundi, þótt líkamlegt mótstöðuafl hans virtist slíkt, að læknar og vinir gerðu til skamms tíma ráö fyrir, því að hann ætti, ef ekki batavon; þá að minnsta kosti langt líf fyrir höndum. Sjálfur leit hann öðru vísi á. En í. þessum við- horfsmun reis þá elskusemi og umönnun frú Ingibjargar í þá hæð, sem gjörir menn- ina mikla. Með sjálfri sér mun hún hafa litið svipað á og sjúkiingurinn, en boðaði. trúna á heilsu og líf, jafn- hliða því sem hún dag og nótt vakti yfir hverri ósk um hjálp og aðstoð og veitti hana með þeirri elskusemi, sem er meira virði en allir læknis- dómar. í þessu speglaðist þá einnig, hversu hún alla tíð hafði verið borin á hönduin af þessum sjaldgæfa manni. Þau hjónin, Jón og Ipg.i- björg, eignuðust þrjú börn. Tvær dætur komust til ald- urs, Margrét Ingiríöur, kona Tómasar Hallgrimsson- ar bankaritara og Gu’^lín Ingiríður, * kona Theódórs læknis Skúlasonar. Barna- börnin eru 8 á lífi, G,M„. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.