Tíminn - 29.05.1948, Blaðsíða 5
117. blað
5
Laugard. 2$. tmaí
Framleiðendnr og
tryggingaríögin
Flokkar þeir, sem fóru meö
völdin á árunum 1944—’46
voru óragir við að leggja
auknar byrðar á framleiðend
ur. Það kom t. d. vel í ljós,
þegar lögin um alþýðutrygg-
ingarnar voru afgreidd á Al-
þingi árið 1946. Þar voru lagð
ar á framleiðendur meiriskyld
ur, en þeim tryggð rninni rétt
indi en launamönnum. Vant-
aði þó ekki, að bent væri á
þetta misrétti fyrirfram.
Framsóknarflokkurinn barð-
ist gegn því af svo miklu
kappi, að hann vildi heldur
una þeirri tryggingalöggjöf,
sem var, árinu lengur, en
rasa svo fyrir ráö fram að
gera bændastétt landsins og
öðrum framleiðendum þann
órétt, sem andstöðuflokkarn-
ir stofnuðu til og knúðu fram.
Þetta var eitt af því, sem
þáverandi stjórnarflokkar
reyndu að nota til að stimpla
Framsóknarflokkinn aftur-
haldsílokk, og má sveitafólk
vel muna þá viðureign, svo
sem líka allir réttlátir íslend-
..ingar, hvar í stétt sem eru.
Samkvæmt almannatrygg-
ingarlögunum var framleið-
endum ekki aðeins ætlað að
gr eiða slysatryggingarg j öld
umfram aðra skattþegna,
heldur var lagður á þá nýr
skattur í 112. grein láganna,
án minnstu tillitis til af-
komu og efnahags. Fyrir i
þessum skatti, sem aðeins
nær til framleiðenda, hafa
aldrei verið færð nein réttlæt
anleg rök. Til viðbótar þessu
voru framleiöendum svo ým-
ist ætlaðar minni bætur en
öðrum eða jafnvel engar bæt
ur, vegna veikinda'og slysa.
Það mun mörgum finnast
vorkunn, þó að verkalýðs-
flokkarnir hafi ekki verið við
kvæmir fyrir því að ganga á
hlut framleiðenda í þesgum
efnum, úr því að Sjálfstæðis-
flokkurinn vildi semja um
slíkt. Hins munu margir hafa
vænzt, að sá flokkur stæði
öðru vísi að málum atvinnu-
lífsins og framleiðslun.nar en
rauh varð á, þar sem nýjar á-
lögur voru lagðar á allan
atvinnurekstur, og jafnframt
var sérhverjum smáatvinnu-
rekenda fenginn minni rétt-
ur en öðrum, bæði um slysa-
bætur og sjúkrahjálp. Þetta
er lærdómsríkt fyrir fram-
leiðslustéttirnaf. Þær töpuðu
þessum samningum, vegna
þess að þær áttu engan 'full-
trúa við samningana. Sjálf-
stæðisflokkurinn var ekki að
hugsa um hag þeirra, en
hann gleymdi ekki að berjast
fyrir ótakmörkuðum inn-
flutningi heildsölunum til
handa.
Síðan Framsóknarflokkur-
inn kom í ríkisstjórn hafa
samstarfsflokkar hans feng-
izt til að endurskoða fyrri af-
stöðu sína. Hefir mikill árang
ur náðst, þar sem ákveðið hef
ir verið að lækka skatt at-
vinnurekenda samlcvæmt
112. grein um helming. Auk
þess mun iðgjald til slysa-
trygginganna lækka að mun,
TÍMINN, laugardaginn 29. maí 1948.
ERLENT YFIZLIT:
! ^
rottvi
ASSSsta^a konmiíuiista reyasisí veiltari í
Flniilaiifli «eai við var bsaizt.
Tíðindasamt hefir verið í finnsk-
um stjórnmálum seinustu dagana,
enda eru nú tæpir tveir mánuðir
þangað til þingkosningar fara þar
fram. Átök stjórnmálaflokkana
hafa eðliiega farið harðnandi af
þeirri ástæðu.
Það, sem mest hefir sett svip á
finnsk stjórnmál seinustu dag-
anna, er brottvikning Leino, for-
ingja kommúnista, úr innanríkis-
ráðherraembættmu. Þykja þeir at-
burðir, sem hafa gerst, í sambandi
við brottvitninguna, leiða í Ijós, að
aðstaða kommúnista í Einnlandi sé
miklu veikari en ætla mætti vegna
nábýlisins við Sovétríkin. Eftir
þessa atburði þykir það t. d. ó-
hugsandi, að kommúnistar geti'
gert byltingu í' Finnlandi, nema
með beinni hjálp Rússa.
Atburðirnir í sambandi við brott
vikningu Leinos eru annars í aðal-
atriðum á þessa leið.
Brottvikningin.
Það varð uppvíst fyrir nokkru,
að á árinu 1945 hefði Leino, sem
þá var orðin innanríkisráðherra,
framsellt rússneskum stjórnarvöld-
um 10 finnska ríkisborgara og 10
rússneska ríkisborgara, án þess að
finnsk stjórnarvöld væru áður lát-
in athuga mál þeirra, eins og lög
standa til. Rússar höfðu gert kröf-
ur um framsal manna þessara og
Leino féllst á þetta tafarlaust.
Þegar uppvíst varð um mál þetta,
var það tekið upp í finnska þing-
inu og samþykkti það vantraust á
Leino fyrir þessa málsmeðferð.
Samkvæmt venju átti Leino þá að
biðjast lr/.snar, en hann sat hins-
vegar sem fastast, eins og sam-
þykkt þingsins kæmi honum ekk-
ert við. Paasikivi forseti taldi sig
hinsvegar ekki getað unað því, að
ráðherra, er þingið hefði lýst van-
þóknun á, sæti áfram í stjórninni.
Hann vék því Leino úr stjórninni,
þegar hann hafði ekki notað sér
þann frest, er hann hafði fengið til
þess að biðjast lausnar.
Jafnframt og Paasikivi vék Leino
úr stjórninni, fól hann Kilpi
menntamálaráðherra að gegna inn
anríkisráðherraembættinu til bráða
birgöa. Kilpi var einn af leiðtog-
um jafnaðarmanna, en gekk úr
flokki þeirra á síöastliðnu ári og
er nú í einum smáflokknum, er hef
ir bandalag við kommúnista. Þrátt
fyrir þessa afstöðu hans, lýst'u and
kommúnistar þvi strax yíir, að þc-ir
gætu sætt sig við hann sem innan
ríkisráðherra, en hann sköraðist
liinsvegar undan að taka við -em-
bættinu, nema þil bráðábirgða.
Mótblástur kommúnista
mistókst.
Strax og' þingið hafði iýst van-
trausti sínu á Leino, hófu kom-
múnistar mikinn viðbúnað. Efnt
var til funda víða um landið, þar
sem þess va,r krafist, að Leino yrði
innanríkisráðherra áfram. Þegar
Leino var samt sem áður látinn
fara, náu kommúnistar að grípa
varð til róttækra ráða. Þeir skor-
uðu á verkamenn að efna til alls-
herjarverkfalls og stofnuðu til fram
kvæmdanefnda í tékkóslóvneskum
stíl. Verkfailstilraunin rann hins-
vegar út í sandinn, þar sem jafn-
aöarmenn ráða Alþýðusambandinu
og skoraði stjórn þess á verka-
rnenn að verða ekki við tilmælum
kommúnista. Eina stéttin, er nokk-
urn veginn hlýddi tilmælum kom-
múnista, voru hafnarverkamenn,
en að ööru leyti kom ekki til verk-
falla að heitið gæti. Framkvæmda-
nefndir kommúnista reyndust einn
ig andvana fæddar. Til beinna upp-
þota kom hvergi, þótt kommúnistar
létu víða ófriðlega á fundum sínum
og hrópuðu þar, að bezt væri að
svara andstæðingunum með vél-
byssunum. Af hálfu stjórnarinnar
var líka mikill viðbúnaður, ef til
óeirða kynni að koma, t. d. var her
inn hafður til' taks.
Þegar kommúnistar sáu, að upp-
þot þeirra myndi ekki bera árang-
ur, féllust þeir á, að Kilpi gegndi
innanríkisráöherraembættinu á-
fram, en Hertta Kuusinen, kona
Leino, fengi sæti í stjórninni, án
sérstakrar stjórnardeildar. Síðan
þetta samkomulag náðist, hefir ver-
ið rólegra' í Finnlandi á yfirborð-
inu, en ýmsir óttast, aö enn geti
komið fyrir óvæntir atburðir fram
að kosningunum.
Hertta Kuusinen.
Hertta Kuusinen, sem nú tekur
sæti í stjórninni, hefir verið talin
aðalforingi finnskra kommúnista
síðan styrjöldinni lauk. Hún er
dóttir Kuusinen þess, sem varð ill-
ræmdur haustið 1939, þegar hann
gerðist oddviti íinnsku leppstjórn-
arinnar, er Rússar settu á laggirnar
í Terijoki. Hún er 44 ára gömul og
Hertta Kuusinc
hefir lengstum dvalið í Bússlandi,
því að íaöir hennar settist þar að
1920 og hefir dvalið þar síðan. Þar
kynntist hún fyrri manni sínum,
sem var landflótta finnskur kom-
múnisti, er kenndi ' byltingarfræði
við háskólann í Leningrád. Hann
er fyrir skömmu kominn til' Finn-
lands. Eftir finnsk-rússnesku styrj-
öldina 1939—40 settist Hertta að í
Finnlandi, en var fangelsuð í' júní
1941, er Finnar gerðust bandamenn
Þjóðverja, og sat síðan í haldi til
stríðsloka. Eftir þau gérðist hún
leiðtoki kommúnista í Finnlandi og
pólitískur ritstjóri aðalblaðs þeirra,
Vapaa Sana. Síðan 1945 hefir hún
CFramliald á 6. síðu)
þar sem reynslan hefir sýnt
að það er miklu hærra en á-
stæða er til.
Það hefir_hins vegar ekki
fengizt leiðrétt, að framleið-
endur nytu sömu sjúkra- og
slysabóta og aðrir lands-
menn, enda þótt ekkert mæli
með því að flokka lands-
menn þannig í tvo hópa, án
minnsta tillits til afkomu og
efnahags. Baráttunni fyrir
þeirri leiðréttingu vexður
hins vegar haldið áfram. £5am
komulag hefir orðið um þaö,
að löggjöfin í heild verði
endurskoðuð strax á þessu
ári. Við þá endurskoðun
munu vitanlega þau sömu
öfl, sem báru sigur úr býtum
árið 1946 segja til sín. En
Framsóknarmenn munu berj
ast ósleitilega fyrir jafnrétti
þegnanna á þessu sviði, eins
og þeir hafa gert. Þeir sætta
sig ekki við sérstaka nef-
skatta é framleiðendur.án til
lits til annars en þess eins,aö
þeir eru framl. Framsóknaf.
menn fallast aldrei á það,
aö allt það fólk, sem rekur
atvinnu á eigin hönd, hvort
sem er smábúskapur eða ann
að, eigi aö búa við minna. ör-
yggi um slysabætur og sjúkra
hjálp en aðrir. Þetta hefir
verið baráttumál og Fram-
sóknarflokkurinn mun sjá
um að það haldi áfram að
vera þaö, þar til réttlát lausn
og jöfnuður hefir náðst..
Það hefir vissul. elcki verið
búið þannigað framleiðslunni
á undanförnum árum, að á-
stæða sé til þess að búa lakar
að framieiðendum en öðriim
á sviöi tryggingamálanna.
Það sem þjóðina vantar ef til
vill mest af öllu, er það að
fleiri fáist til þess að gerast
sjálfstæðir framleiðendur. En
gegn því virtist vera mark-
víst unnið af þeim flokkum,
er fóru með völdin á árunum
1944—’4-G. Framleiðendur
mættu því vel gera sér ljóst,
að þeim flokkum er þeim ekki
hollt að treysta.
R.addir nábúanna
Forustugrein Mbl. i gær er
helguð fólksflóttanum úr
sveitunum. Þar segir m. a.:
.,En það er alveg; óþarfi að
vera undrandi yfir þessari þró-
un. Orsakir hennar ligg.ja í
augum' uppi, í»ær eru fyrst og-
fremst hið gífurlega ósamræmi
í lífskjörum fólksins í sveit-
unum og hinum stærri kaup-
stöðum. En fólk í svcitum er
alveg eins og annað fólk. I»að
þráir aukin lífsþægindi, þess
vegna flytur það til þeirra staða,
sem geta veitt þeim lífsþægind-
in. I»að er þýðingarlaust að
tala við þetta fólk um „tryggð
við sveitina sína“, „trúna á
moldina", „ræktarsemi við óðul
feðranna“ og annað siíkt. I»að
er þýðingarlaust vegna þess að
það er biáber heimska og sýnir
hyldjúpan misskilning á því
vandamáli, sem um er að ræða.
Það eina, sem þýðingu hefir
og cinhver áhrif getur haft til
þess að skapa jafnvægi milii
svcita og sjávarsíðu er að leggja
grundvöll að meira samræmi
í lífskjörum fólksins í kaup-
stöðunum og sveitunum. Það
er eina leiöin til þess að íryggja
þjóðinni að landbúnaður henn-
ar fullnægi þörfum hennar,
þannig að liún þurfi ekki að
eyða miljónum króna í erlendan
gjaldeyri árlcga til þess að
flytja inn garðávexti, smjör.
þurmjólk o. s. frv.
Fólksflutningarnir til kaup-
staðanna cru þannig ekki aðeins
vandamál sveitanna heklur alls
landsins. Þess vegna verður öll
þjóðin að taka þátí í að Ieysa
það.“
Tíminn getur í aðalatriðum
tekið undir það, sem hér er
sagt, enda gætu margir hald-
ið, að þetta væri tekið' upp úr
honum. Svo ákve'ðið er þar
haldið fram þeirri skoðun, er
Tíminn hefir barizt íyrir frá
fyrstu tíð. En nú er að sjá,
hvort þessi ummæli Morgun-
blaðsins eru mælt af heilind-
um eða samkvæmt reg/unni,
að fagurt skal rnæla og flátt
hyg'gja. Það fást nóg mál til
að skera úr því.
Nýtt fyrirkomnlag
á benzínskcmmtun
Þegar skömmtunin var á-
kveðin á síðastl. hausti, var
því lýst yfir af skömmíunar-
yfirvöldunum, að h.ún yrði
fyrst um sinn á einskonar
tilraunastigi. Reynslan yrði
að leiða í Ijós, hvaða endur-
bætur og breytingar þyrfti að
gera á henni.
Sú reyúsla, sem fengin er,
virðist ótvírætt hafa leiít i
ljós, að skömmtunin á einni
vörutegundinni hafi fullkom
lega misheppnast. Hér er átt
við benzínskömmtunina.
Það mun óhætt mega full-
yrða, að benzínskömmtunin,
eins og hún hefir verið fram-
lcvæmd, hafi ekki dregið neitt
úr benzíneyðslunni, en senni-
lega frekar aukið hana, þar
sem ýmsir munu hafa rcynt
að hamstra benzín. Orsakirn
ar til þessa eru þær, að eig-
endur margra vörubíla og
vinnuvéla hafa fengið meira
benzín en þeir hafa notað og
því getað miðlað kunníngjum
sínum eða selt benzín eða
benzínmiða á svórtum mark-
aði. Auk þess hafa skommt-
unaryfirvöldin veitt mjög
ríflegar undanþágur frá
skömmtuninni.
í þeirri mynd, sem bénzín-
skömmtunin er nú, á hún því
engan rétt á sér. Annaðhvort
á því að leggja hana niður
eða taka upp annað fyrir-
komulag. Skömmtun, sem
gerir ekki annað en að auka
skriffinnsku, og skapa svarta
markað, er raunar verri en
óþörf.
Með breyttu fyrirkomulagi
á benzínskömmtuninni virð-
ist vera hægt að ná því
tvennu, að draga úr bénzín-
notkuninni og afla ríkinu
aukinna tekna. Sá skammt-
ur, sem bílar og vinnuvélar
fcngu, væri þá vernlega
lækkaður irá því, sem nú er.
Til viöbótar gætu menn svo
fengið keypta b^nzínmiða og
mætti t. d. hugsa sér, að miði
fyrir benzínlítra yrði seldur
á 2—3 kr. Með þessu móti
yrði aukaeyðsla skattlögð og
| menn hvattir til þess pf f jár-
j hagslegum ástæðum að fara
; sem sparlegast með benzín-
ið. Slíkt aðhald er oftast
bezti liemillinn á eyðsluna.
Jafnframt því, sem þessari
breytingu yrði komið á, ætti
að hætta að veita undanbág-
ur, sem þegar er orðið alltof
mikið af og geta heldur aldrei
leitt til annars en meiri eða
minni spillingar.
Ýmsir kunna að andmæla
lækkun skammtsins til vöru-
bíla og vinnuvéla. Því er til
að svara, að margir þeirra,
sem eiga þessi tæki nú, nota
hvergi nærri allan skammt-
inn og selja því afganginn á
svörtum markaði. Slíkt verð-
ur að fyrirbyggja. Ef menrt,
gera hinsvegar meira en að
nota skammtinn, stafar það
af því, að þeir hafa næga
vinnu fyrir þessi tæki og era
þvl færari um að borga
! hærra benzínverð. Annars
I mun það svo um ýmsa þessa
aðila, að þeir hefðu ekki.
nema gott af því að fá fjár-
hagslegt aðhald, er hvetur þá
til að fara sparlegar me®
benzínið.
Um benzínverðið er þa®
annars að segja, að það ee,
lægra hér en víðast annars-
staðar, sem stafar af því, hve'
(Fraviliald á C. • siðuj