Tíminn - 06.07.1948, Qupperneq 3

Tíminn - 06.07.1948, Qupperneq 3
< • I 146. bla3 TÍMINN, þriðjudaginn 6. júlí 1948. ~3 Frásögn SleiseclSkís GMasonar fa*«i lleftelg'I. Benedikí Gíslason fiá Hofteigi hefir verið á ferð um Norðuriand í vor. Fyrir nokkru kom hann hér íil bæjarins og barst þá ferðalag hans í tal við blaðamann frá Tíman- uni. Hér fer nú á eftir það, sem Benedikt vildi einkum tala um eftir þetta fcrðalag. Tíðarfarið var kalt á Norð- urlandi. Ég kom til Akureyr- ar að kvöldi 14. maí. Ég kom til Akureyrar í fyrra hinn 16. maí og hafði því góðan sam- anburð á gróðurfarinu. í fyrra var jörð crðin sæmi- lega gróin og tún vel græn allsstaðar. Nú mátti heita, að allt land væri grátt og að- eins litur á túnum, og varla þó sums staðar. Jarðabætur. Áhugi á jarðabótum er alls staðar mikill meðal bænda, og víða er verið að undirbúa land til ræktunar. Mest ber á skurðagreftiVenda er hann fyrsta skilyrði til þess, að rækta land. Víða var veriö að undirbúa flög til sáningar. Einna almennast fannst mér það á Svalbarðsströnd. Ilraðfrysta kjötið. Þýðingarmiklar framkvæmd ir virtust mér vera hrað- frystihúsin, sem komin eru víða á þeim slóðum, sem ég hefi ferðast um. Það sést, að hér er farið allt öðruvísi með matinn. Hreinlætið nálega fullkomið, umbúðir af beztu gerð, og geymslan tekur langt fram öðrum geymsluaðferð- um á matvælum.'Hraðfrysta kjötið í ca. 2 kg. stykkjum, innvafið í jgellófanpappír, lít- ur öðruvísi út en hálffrystir kroppar í pokum, enda gæða munurinn mikill og mestur eftir langa geymslu. Hrossakjöt og meðferð þess. Á Norðurlandi er nú fátt fé. Sauofjárpestirnar hafa sópað’ landið, eins og Ackcill- os Rómaborg. Og niðurskurð- urinn nú, með fjárskiptun- nm, er mikill og náði yfir stærra svæði en ætlazt var til, og setja'nú bændur mikla von á hinn nýja fjárstofn, ,en ef það misheppnast og fjár- pestirnar koma aftur annan vetur, þá vita bændur, að ennþá sópar hann þá betur, eins og Achcillus Rómaborg. Það gegnir furðu, hversu hændur á pestarsvæðunum liafa borið af sér hinn mikla vágest: sauðfjárpestirnar. Veldur mestu um það, að fljótt hefir verið gripið til annarra framleiðslugreina, svo sem mjólkursölu, og svo hafa bændur á Norðurlandi, vestan Eyjafjarðar, haft geysimikinn hrossastofn, en á honum vinna engar pestir. Það er þó svo, að of lítið verð ur bændum úr þessari fram- leiðslu. Sala til útlanda á hestum nálega engin, og neyzl an á hrossakjöti innanlands ekki nógu skipulögð, og ■verkuninni í meginatfiðum ábótavant. Hrossasölusam- lag hafa þó Skagfirðingar myndað og selja í gegnum það hross til slátrunar á Ak- ureyri, Ólafsfjörð, Siglufjörð og kannske víðar. En hrossa- kjötið er í litlu verði og nýt- ist ekki til hlýtar, vegna ó- vandaðrar verkunar. Hrossa- kjötið er einn bezti og holl- asti matur, sem íslendingar hafa til manneldis. En það er næmara fýrir meðferðinni en annað kjöt, og þarf að slátra hrossum þannig, að sem skemmstan tíma leiki loft um kjötið. Strax að lok- inni slátrun þarf að útiloka loftið, og má kjötið eigi hanga í gálgum meðan það kólnar. Bezta ráðið til þess er aö setja það í kalt vatn, helzt rennandi, og svo þegar það er að fullu kælt, setja það í loftheldar umbúðir og í frysti eða' salt. Ef kjötið kólnar í lofti, gulnar fitan og af henni myndast hið ógeðs- lega hrossakjötsbragð, sem engir vilja þöla í mal sínum. Sama gildir um mörinn. Það þarf að kæla hann í köldu vatni, og er hann þá nálega hvítur, er upp er tekinn; svo þarf að bræða hann sam- stundis, og er hann þá alger- lega laus við hrossabragðið, og hin bezta feiti til neyzlu, í hvað sem hann er notaður. Gull-ogsiifurbrúðkaup I sláturhúsum, sem ég hefi athugað á þessu svæði, er ( auðvelt að koma fyrir slíkum kæliútbúnaði. Sé.þannig far- ið með hrossakjötið, er á- stæðulítið, að verðmunur á því og öðru kjöti sé eins gíf- ! urlegur og nú er. Því ég stað- j hæfi það, eftir langa reynslu um svona verkun á kjötinu,1 að ef um nokkurn*mun er að ræða, þá er það helzt, að, hrossakjötið er betra en margt annað kjöt, sem nú er á markaði og síðan á mat- J borði manna. Með fullkomnu eftirliti um slátrunina og út- ; búnað við geymslu mundi mega stórbæta um gildi þess- • arar framleiðslu til hags fyr ir bændur. Þurrmjólkin á Blönduósi. Eins og ég d'rap á, þá.hafa' bændur tekið upp margskon- ar nýbreytni í frámleiðslu-' háttum, svo sem mjólkursölu.! Ein merkilegasta nýbreytnin er þurrmjólkurvinnslustöðin á Blönduósi. Það er gaman að sjá svona hreinlegar, ó- brotnar aðferðir við vinnu. Mjólkin er skilin í allmyndar legri skilvindu, og glæsilega gljáandi á svipinn og búið til smjör úr rjómanum. En und- anrennan fer eftir pípum í „pott“ mikinn og í honum snúast 2 valsar 300 stiga heit ir. Það er nú suða, maður minn, og út af völsunum sitt til hvorrar handar kemur svo mjólkin í hvítum þynnum eins og pappír, og niður í rennur, sem mala þynnurnar, og ýta svo valsar mjölinu út í stokka, er síðan liggja í kjallara, þar sem það fer í sínar umbúðir. Engin mistök á vinnslu eða vélum hafa átt sér stað. Var stöðin sett upp að ráði Sveins Tryggvasónar mjólkurfræöings, er valdi vél arnar. Stöðin vinnur úr 7000 —8000 lítrum á dag og hefir þannig undan 800—900 kúa búi. Flytja bændur nú víða úr Húnavatnssýslu mjólk í stöðina og auk þess úr Bæj- arhreppi í Strandasýslu. Lærðir yfirsetumenn Iijá sauðfénu. Ég * hefi gaman af að at- huga lífið í kringum mig á ferðalögum og það ætla ég, að á Norður- og Vesturlandi víða hefðu bændur gagn af því að fá fjármenn austan af Fljótsdalshéraði. Þes.si svokallaða bætta-með ferð á sauöfé er komin svo út í öfgar, að það fer að verða tvísýnt, að hagur verði af þeirri sauðfjárrækt, þar sem j fé sækir enga beit, en krefst! pössunar fram á græn grös: og yfirsetu á sauðburoi, lik- lega bráðum af lærðum mönnum. Margir bændur hafa hug á því að breyta til, um þetta með fjárskiptun- í um. Rafmagnið. Ef Skaftfellingar væru vestan lands og norðan. Það hefir mig undrað á ferðum mínum, hversu lítill áhugi er meðal bænda um notkun rafmagns. Rafmagn- ið er orðið eins nauðsynlegt og vatnið í daglegu lífi manna, og þessi mál er bú- iö að gera að allra handa póli tískum ofsjónarhyllingum með landsfólkinu. En hversu margar stórar rafstöðvar, sem búnar veröa til, að lögum, með landssjóðsstyrk, vita þaö allir, að ekki er hægt að dreifa rafmagninu, vegna kostnaðar, um allt það svæöi, sem þarf að nota rafmagn. Mönnum vex þetta mál í aug um, en ef skaftfellskir raf- listamenn kæmu út um sveit ir Vestur- og Norðurlands, þá yrði þarna mjög viða ljós og suða af rafmagni, nær að kalla strax. Það gjörbreytir heimilum, og fólkinu um leið í Ijóssins engla —gem það er nu að vísu flest fyrir. Menn koma ekki auga á bæjarlæk- inn, þótt þeir séu búnir að vaða í honum alla sína tíð, og hafa ekki komizt í það vin áttusamband við hann að trúa honum til svona mikilla hluta. En lítill lækur getur ýmislegt, þótt hann sé ekki með það yfirlæti að mynda foss. Og það þarf hvorki fjöll né fossa til þess, að bæjar- lækurinn geri þetta lítil- ræði, eða komið þið í Öxna- læk í Ölfusi og sjáið, hvað lækurinn, sem rennur þarna eftir flötu Ölfusinu, gerir innanbæjar. Hvað? 70 ljósa- perur, nokkrir ofnar, tvær eldavélar. Helmingur dyggði á kotunum. Og galdurinn var að leiða lækinn 60 metra í stokk, þangað til hann varð að detta 5 metra niður í túr- bínuna. Og svo hagurinn af verkinu? Jú, það hefir borg- að sig langdrægt, svona á hverjum tveimur árum. Armann Þofgrímsson og Halfdánía Jóhannesdóttir á Hraunkoti í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu héldu gull- brúðkaup sitt 17. júní s.I. Ármann er fæddur 2. jan. 11873 á Hraunkoti. Foreldrar hans voru hjónin Þorgrímur Halldórsson Þorgrímssonar, bónda að Hraunkoti og Guð- rún Jónsdóttir Árnasonar, bónda að Haga í sörnu sveit. Haifdánía er fædd 30. jan. 1879. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Jónsson prests Reykjalins að Þöngía- bakka í Fjörðum í S.-Þing- eyjarsýslu og Guðrún Hall- grímsdóttir, bónda á Hóli í Fjöröum. Ármann og Halfdánja hófu búskap að Hraunkoti árið 1901 — og hafa verið þar sið- an. Níu hin síðustu ár í skjöli sonar síns Björns, sem býr þar myndarbúi. Aðrir synir þeirra eru: Þor- grírnur, bóndi að Presthólum í Norður-Þingeyjarsýslu, og Jóhannes, múrari í Húsavík. Dætur eiga þau tvær: Guð- rúnu, húsfreyju að Sílalæk í Aðaldal og Júlíönu, sem er með foreldrum sínum að Hraunkoti. Áður en Ármann giftist eignaðist hann einn son, Sigurjón, sem ólst upp hjá honúm og konu hans eins og þeirra barn. Sigurjón er nú skrifstofu- maður í Húsavík. Hann er kvæntur Þórhöllu Bjarna- dóttur Þórðarsonar í Húsa- vík. Þau eiga 8 börn. Voru brúðkaupin haldin að Hraunkoti. Margt manná_sat brúðkaupin, því að hvor- tveggja brúðhjónin eru" vin- sæl og vel metin. Gullbrúðhjónin í Hraunkoti Ilalfdánía og- Armann Margar ræður voru þar haldnar, kvæði flutt, mikið sungið og fagnaður góður. Skírð var í veizlu þessari kornung dóttir hjónanna Guðrúnar Ármannsdóttur og Jónasar Andréssonar, bónda að Sílalæk. Hér fylgir mynd af gull- brúðhjónunum. ■■•••- Þau' eru úr hópi kynslóðar, sem háði stranga lífsbaráttu og stundum* tvísýna. En þau eru ein af sigurýeg- Fórurunum og njóta nú sigurs- saman silfurbrúðkaup þeirrains, vel að honum komin og og gullbrúökaup gömlu hjón-hamingjusöm. anna. K. Iv. Sexísig'Hr: Síurla Jónsson bóndi á Fljótsliélisaii. Kaup -- Sala Ef þér þurfið að kaupa eða selja hús, íbúðir, jarðir, skip eða bifreiðar, þá talið fyrst við okkur. Viðtalstími 9—5 álla virka daga. Fasteignasölumiðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530. Sturla Jónsson bóndi Fljóts hólum, Gaulverj abæjarhreppi varð sextugur laugardaginn 26. júní 1948. Hann er fædd- ur á Halldórsstööum í Bárðar dal 26. júni 1888, sonur Jóns bónda þar og í Víðikeri, er hann var einkum kenndur i við, hins nafnkunna Öskju- og Dyngjufjalla-fara, Þor- kelssonar bónda i Víðikeri, Vernharðssonar prests í Reyk holti, Þerkelssonar prests á Stað í Hrútafirði, Guðnason í Húsavík við Steingríms- fjörð, Halidórssonar á Kol- beinsá. Guðnasonar. Er það í þennan ættlegg Stranda- mannakyn með ívali úr Hey- dala- og Vellingsætt. Kona Vernharðs prests í Reykholti var Ragnheiður Einarsdóttir bónda á Svefneyjum, systir Eyjúlfs ,Eyjajarls‘4 Er þar sæ- garpakyn breiðfirzkt. Þor- kell prestur á Stað var kvænt ur Guðbjörgu Vernharðsdótt ur prests í Otrardál, systur Þorláks sýslum., föður Jóns skálds á Bægisá. Fyrsta kona Þorkels í Víðikeri var Hólm- fríður Hallgrímsdóttir bónda í Víðikeri og Vigdísar Einars- dóttur bónda, Belg, Vigfússon ar bónda á Geiteyjarströnd, Ingjaldssonar sterka á Kálfa- strönd. Er af ættboga þeim runnin Mýrarætt og Gaut- lendingakyn í. Þingeyjarsýslu. Móðir Sturlu, Jóhanná Katrín Sigursturludóttir, er nú hátt á níræöisaldri og dvel ur hjá syni sínum á Fljóts- hólum. Faðir hennar, Sigur- sturla, var sonur Erlends bónda á Rauðá, Sturlusonar bónda á Fljótsbakka, Jónsson ar á Stóru-Völlum, Sturlu- 'V-- sonar á Hömrum og kallast þetta Sturluætt í Þingeyjar- sýslu. Kona Erlends bónda á Rauðá var Anna Sigurðar- dóttir, hálfsystir Jóns alþihg- ismanns á Gautlöndum. Moð- ir Jóhönnu var Anha Þórar- insdóttur bónda á Veigastoð- urn, Þórarinssonar og Katrír. ai' Ásmundsdóttur b. Gáúts- stöðum, Pálssonar þönda Sörlastöðum, Ásmundssonar bónda Nési, Gíslasonar bóiHia þar. Af þessum ættlegg var Einar áíþm. í Nesi, sá þjóð- kunni gáfumaður. Af þessari stuttu ættfærslu (Framhald á 6. síðn). J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.