Tíminn - 06.07.1948, Qupperneq 4

Tíminn - 06.07.1948, Qupperneq 4
TÍMINN, þriéjudajiun 6. 3ÚlilM8<.;.,utu .;im, * --«! x'MS 146. blað :j: Hvar eru burðarásarnir? Utvarpið og blöðin birtu nýlega fregn frá ríkisstjórn- inni þess efnis, að henni hefði borizt vitneskja um það, að inneignir íslenzkra eínstaklinga og félaga í - Bandaríkjunum hefðu num- ið um 26 millj. króna 30. júní 1947. Jafnframt var þess getið í skýrslu ríkisstjórnarinnar, að erfiðlega kynni að ganga að hafa upp á sundurliðun á því, hverjir væru eigendur þessara fjármuna, en ríkis- ' ktjórnin mundi gera allt sem 'tinnt væri, til þess að komast fyrir það. , Já, sannarlega skulum við, ,^m vonum og óskum, að nú- y$candi ríkisstjórn megi sem r >bezt farnast að bæta úr axar- sköftum fyrirrennara sinna á : ráðherrastólunum, vona það, að þún sýni hina fyllstu rögg -í þessu máli og sleppi þar eng um möguleikum til að kom- ast að sem gleggstri niður- stöðu. Því bæði er það, að á mælikvarða okkar íslendinga -er hér um allverulega fjár- hæð að ræða, og auk þess er sá verknaður, sem hér um ræðir, slíkur, að á honum ber ?kki að taka með neinum vettlingatökum. Þó að ekki sé hægt að nefna nöfn neinna vissra manna í sambandi við eignarrétt þess ,ara fjármuna, getur þó hver sagt sér það sjálfur, að mest- ur hluti þessa fjár hlýtur að vera eign vissrar stéttar í þjóðfélaginu," hinna nýríku stórgróðamanna og braskara, er á undanförnum árum hafa rakað saman og safnað stór- fé, og haft aðstöðu til að flytja það úr landinu. Og um ástæðurnar til þess, að umræddir fjármunir ís- lendinga og ef til vill meira er geymt vestur í Bandaríkj- unum, en ekki í íslenzkum peninga- eða lánstofnunum, þarf enginn að spyrja. Það fé er þangað komið, að mestu leyti, til þess að koma því und an lögboðnum sköttum og á- lögum þjóðfélagsins. Um þessa skýrslu ríkis- stjórnarinnar má það segja, að hún hafi engar nýjungar haft að flytja, heldur aðeins verið staðfesting á því, sem í hámælum hefir verið um ailt land á síðustu missirum, að ýmsir gróðamenn lands- ins hafi reynt eftir megni að kbma verulegum fjárhæðum af eignum sínum út úr land- inu. Og þó að þessi orðróm- ur hafi á máli forsvars- manna fjárplógsmennskunn- ar verið sagður lýgi, illgirni og ofsóknir, hefir alþjóð vit- áír, að þau illyrði voru ekki _annað en staðleysur og vand- ræðavörn þeirra mánna, er tekið höfðu að sér að verja það, sem illt var og óverj- andi. En þar sem með skýrslu- gjöf ríkisstjórnarinnar hefur nú fengizt opinber staðfest- íng á því, að þessi orðrómur væri réttur, er hollt fyrir al- menning að láta hugann nema staðar við þann þegn- skáp, sem að baki umrædds verknaðar liggur, og athuga hann nánar. Þegar þjónustulið stórgróða valdsins hefir uppi áróður sinn í ræðu eða riti, er þunga miðjan í rökfærslum þess jafnan sú, að það sé hin fjar- stæðasta falsspámennska áð vilja í nokkru skerða hár Eftir Kmaí Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. á höfði fésýslumannanna, ó- skert athafnafrelsi til einka- gróða og bættra einstaklings hagsmuna sé hyrningar- steinninn undir almennings- heill og velferð þjóðarheild- arinnár og fjáraflamennirnir séu ,.máttarstólpar þjóðfé- lagsins“ og styrkustu burðar- ásar. Ójá, svo er nú það. En hvernig líta nú þessar rök- semdir út í ljósi þeirra stað- reynda, sem umrædd skýrsla ríkisstjórnarinnar ber með sér? Ætli mönnum kunni ekki að sýnast, að allkynlegir séu þeir máttarstólpar, er krefj- ast forréttindaaðstöðu til að raka saman einkagróða á kostnað almennings í land- inu, og flytja svo þann gróða burtu til þess að sleppa und- an að greiða af honum lög- ákveðnar kvaðir eins og aðr- ir þegnar þjóðfélagsins? Og skyldi ekki ýmsum hugsandi mönnum verða á að efast um, að velferð almennings sé bezt tryggð með skattsviknum milljónagróða, sem falinn er í öðrum álfum og heimshlut- um? Og hversu mundi fara um heill þess þjóðfélags, sem hvergi ætti innan sinna vé- banda stærri eða göfugri þegnskap en þann, er lýsir sér í feluleik síngjörnustu auðjöfra, með sína fjármuni? Það er hætt við, að þegar far ið er að athuga dýrðaróð mál svara stóreignavaldsins um húsbændur sína, út frá þess- um sjónarmiðum, þá láti hann æði hjáróma í eyrum þeirra manna, sem vilja hugsa um skilja. Það er hætt við, að þeim borgurum, er ætíð hafa talið rétt fram til skatts og gjalda allar sínar tekjur og eignir, kunni að sýnast, að ef til vill séu þeir ekki máttarminni burðarásar síns þjóðfélags, heldur en fjárplógsmennirn- ir, sem af sveita annarra hafa rakað saman milljónagróða, til þess svo að skjóta honum út fyrir landsteinana undan klóm stjórnarvalda og skatt- heimtumanna. Það segir gam alt orðtak, að fátt sé svo illt, að ekki megi eitthvað gott af því hljótast. Þjóðin hefir nú fengið nokkra vitneskju um burt- flutning stórgróðavaldsins á fjármunum sínum úr landi, og eru þó sennilega ekki öll kurl þar til grafar komin enn. Slíkur verknaður er til tjóns fyrir ríkið, auk þess sem hann skapar það ranglæti meðal þegnanna um greiðslu skatta og útgjalda, sem ekki á að þola refsingalaust f (Framhald á 6. siðu). Gleymast nú feðra gömul mið Utanbæjarkona, scm hér er á ferð, kom inn til mín núna fyrir helgina, til að vekja athygli mína á því, að'í tiltekinni verzlun hér í bænum fengjust nú lítil kaffi- kanna, rjómakanna, sykurkar og tvenn bollapör fyrir eitt þúsund og níu krónur. Þótti henni þetta að vonum merki!egur hlutur, þegar hörgull er á leirvörum og öðrum nauðsynjum til hversdagslegustu j hluta. Henni fannst þetta líka vera allt annað en heppileg með- t ferð á hinum takmarkaða og tor- j fengna erlenda gjaldeyri. Ekki rengdi cg konuna, en mér var forvitni á að fá að sjá svo dýrlega gripi, og fór ég því í verzl- un þessa að skoða. Ég vissi ekki hvort mér byðust mörg slík tæki- færi síðar. Þetta voru líka allra snotrustu gripir, og þarna var sitt- hvað fleira skemmtilegt. Þar voru t. d. svokölluð mokkapör, en það eru dvergvaxin bollapör, sem kost- uðu eitt hundrað sjötíu og fjórar krónur og áttatíu og fimm aura. Þau voru, eins og pörin, sem kon- an sagði mér frá, úr postulíni með „egta gyllingu," allt „handunnið." Svo fengust þarna líka súpuboliar, en það eru litlar skálar, svipaðar og kaffibolli á hæð, með tveimur hönkum utan á, og fylgir undir- skál hverri. Þetta kostaði nokkuð á tólfta hundraö króna fyrir sex manns. Ég spurði búðarstúlluina hvort þetta væri nýlega komið. Hún sagði, að það væri búið áð vera dálítið. Þetta væri skömmtun og því væri það lítið keypt. — Ekki stóð svo sem á öðru. — Auk þessara muna var þarna gnægð ýmislegra skrautskála úr gleri, af þeirri gerð, að til einskis verða notaðar nema horfa á, og A síðari árum hefir til- færsla fóljcsins í landinu orð- ið mikil, og að vonum vakið ugg hjá mörgum um að ekki væru allir þeir staðir nægj- anlega lífrænir, sem fólkið flyttist til. Á sama tíma hefir fækkað svo í sumum héruðum, að það má heita að við auðn liggi og afkomumöguleikarnir vegna fólksfæðarinnar verða erfiðari frá degi til dags fyrir það fólk, sem enn er þar eftir. Blómlegir útgerðarstaðir á mælikvarða fyrri tíma hafa hrörnað eða lagzt niður og landsfræg fiskimið eru ekki nýtt, nema að litlu leyti, þá frá fjarlægum stöðum. f þessu sambandi verður ekki komizt hjá að minnast á Snæfellsnes framanvert, sem til forna var sá staður, sem ekki aðeins fóstraði það fólk sem þar bjó, heldur var þangað fjölsótt til fanga úr fjarlægum landshlutum vegna hinna dýrmætu fiski- miöa, sem' liggja út frá því. Nú hefir fólki fækkað á síðustu árum á þessum slóð- um vegna þess, að ekki hafa verið sköpuð þau skilyrði í landi, sem nútíma skip og út- gerð krefst. Þó á þetta pláss enn unga dugandi sjómenn, en þeir hafa því miður orðið að flýja í fósturfaðm fjarlægra ver- stöðva, og þaðan tíðum kom- ist á átthagamiðin, sem liggja skammt fyrir framan dyr heimila þeirra. Rætt hefir nú verið á síð- ustu tímum um höfn í Rifi á Snæfellsnesi og sennilegt er af^ innan skamms verði hafnar þar framkvæmdir. Sömuleiðis hafa komið fram eindregnar óskir um vegagerð af þjóðvegi að sunnan fram- an Jökuls til Rifs. Mætti það verða til þess, að um leið og það væri nauð- synleg samgöngubót við væntanlega höfn í Rifi, Sand og fleiri staði, þá gerði það hinar ýmsu fögru og góðu jarðir, sem á þessu svæði, í Staðarsveit og víðar, eru í eyði, byggilegar, og þar risu að nýju blómleg bú. Þessi mál eru því þau stór- mál sem fólkið, sem svæðið byggir, má ekki missa sjón- ar á. Því það er það, sem undir öllum kringumstæðum verður að hafa forgöngu þeirra. Þess vegna, hvort þú ert karl eða kona og, hvar í flokki sem þú stendur, þá eru þetta þín mál, af því þetta eru velferðarmál þjóðar þinn ar. Við viljum auka öryggi sjó- mannanna sem sigla við nes- ið okkar. Við viljum byggja höfn í Rifi og senda þaðan táp- mikla sjómenn á nýjum og góðum skipum tií að ljúka upp þeirri gullkistu, sem for- feður vorir fundu og mátu en verið hefir lokuð um stund. Ágúst Jónsson, Ingjaldshóli. gleðja augað. Kostuðu þær í kring- um 500 krónur hver. En ekki kann ég að- lýsa þessu nánar, svo að gagn sé að. Það er skiljanlegt, að fólk hafi gaman af fallegum leikföngum og glingri, og er það mál út af fyrir sig. Hitt þykir ekki gott, að láta glingrið glepja sig, þegar nauð- ’■ synjar skortir á heimilunum. Mér . sýndist, að vörurnar í hillum og á , borðum þessarar einu búðarliolu, myndu kosta eins mikið og efni í gott og vandað hús og auðvitað veit ég minnst um það, hvað kanrt að vera geymt í kössum og bíða ' eftir því að komast í búðirnar. En ; svo mikið er víst, að glingurvörur (fást jafnan og margar verzlanir j eru reknar með þær einar, svo að ; eitthvað virðist seljast, því að pannars myndu þessar stofnanir smám saman týna tölunni. Nú þarf ekki að spyrja að því, að fólkiö vildi alménnt miklu held- j ur fá góðar, látlausar og vandaðar i hversdagsvörur, ef það mætti ráöa. Sömuleiðis er okkur alltaf sagt, að ; yfirvöldin séu að reyna að tryggja j þeim vörum forgangsrétt í inn- , ílutningnum. Hvernig stendur þá j á þessu? j Eru verzlanirnar svona sólgnar í þennan innflutning, að þær noti leyfi fyrir leirvörum fyrir hand- máluðu postulíni, þar sem litil bollapör kosta 175 kr. hvert? Eða er þeim blátt áfram veitt leyfi fyrir þessum sérstaka inn- flutningi? Almenningur telur, að hér sé j unnið trúnaðarbrot við land og ! þjóð,' og hann vill gjarnan vita ■ hvort það er verzlunarstéttin eða j innflutningsyfirvöldin, sem þar eru sek. Pétur IandshornasirkiH. Þökkum innilega auðsýnda samúð við ándlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, Jéscjís Eggertssoiiar frá Vörðufelii. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegt þakklæti til þeirra, er glöddu mig með heimsóknum og heillaskeytum, sem og gjöfum til okk- ar hjóna á sjötugsafmæli mínu 21. þ. m. Gangi þeim allt til gæfu og blessunar. Kaldrananesi 29. júní 1948. Matth. Helgason. iiniiiiiiiiiii»i»|iiiiiiiiiiiiiiimiiiniim»iii*inminiiiimii«Hniiiiiiiniiii»iii»iiiiniiiiiiHiiiiiii«iii*iiiuiii«ii«iiiiHii»in* 1 AUGLÝSING | | um hámarksverð | Hámarksverð á cítrónum er fyrst um sinn sem hér | | segir: í smásölu kr. 5.10 pr. kg. 1 Söluskattur er innifalinn í veröinu. Verðið er miðað við Reykjavík, annarsstaöar má í | bæta við sannanlegum flutningskostnaði. Auglýsing um hámarksverð á cítrónum dags. 21. § | apríl 1948 er hér með numin úr gildi. Reykjavík, 5. júlí 1948. Verðlagsstjórinn. 8 I S •NmHMramHniimHiHiuiuniitiiiiiHMiiiiiiiiiimiiHHHiiiiiiHiHiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiniiiuiiiiniiiiiiimmiMaNNimiH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.