Tíminn - 24.07.1948, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur i Edduhúsinu
Ritstjórnarsímar:
4373 og 2353
Afgreiðslu- og auglýs-
ingasími 2323
Prentsmiðjan Edda
1
32. árg.
Reykjavík, laugardaginn 24. júlí 1948.
162. blað
Er síldin að koma:
Sjófinn fyrir norðasi
legur
veiðiv'e$HP var nyrSva s g5C>r, imski®
exíví £ugl og' IsváiS á síldssrslóSloisisiBi.
í gær viriust lieldur bainandi síldveiðihorfur fyrir Noráur
landi. Veður var orðiö bjart og sæmilega gott. Fóru skipin
yfirleitt á miðin í gær að leita síldar.
Vzðfa/ við Thorstein Petersen:
Sjómenn á flotanum voru!
yfirleitt bjartsýnir, og virtist!
líta mun betur út með veiði-
skap í gær en aö undanförnu.
Sjórinn hafði þá tekið á sig
annan og sildarlegr isvip.Ylgj
an og kuidinn voru horfin
og kyrrð komin á. Jafnframt
var fuglamergð víðs vegar um
miðin, og getur það bent til
síldarferða. og sums staðar
hefir orðið vart við ferðir
hvala, sem einnig getur bent
á síld. Hvalurinn eltir eins
og kunnugt er sömu átuna
og síldin, én étur ekki síldina,
eins og margir halda.
Þá hafa fregnir borizt af
mikilli síldveiði í reknet und
anfarnar nætur, langt út af
Norðurlahdi. Eru það útlend-
ingar, sem þessa veiði hafa
fengið, því enn sem komið
■iiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiii
I „Skaftíeilingur” j
I leitar síldar í |
| Faxafloa og út af |
| Vestfjörðum j
| Seint í gærdag fór vél- \
| báturinn Skaftfellingur i
| frá Vesímannaeyjum af §
| stað til Norðurlands til i
i síldveiða. Hann fer þó ekki i
í beina leið norður, lieldur |
É leitar hann síldar í Faxa- §
| flóa og út af Vestfjörðum. 1
É Er það Helgi Benediktsson, ]
É útgerðarmaður og eigandi i
| skipsins, sem gengst fyrir i
| þessari síldarleit.
i Skaftfellingur er tuttug i
í asta skipið, sem fer norð- I
| ur á herpinótaveiðar frá i
i Vestmannaeyjum. Varð i
= hann svo síðbúinn vegna i
| þess, að verið var aö skipta j
| um vé! í skipinu.
| Síldarleit Skaftfellings i
| verður hagað þannig, að j
i fyrst verður leitað síldar j
| í Faxaflóa á nokkrum stöð j
| um, og verður tilkynnt j
| strax, ef síídar veröur vart, i
I svo einhverju nemi. Því j
j næst leitar skipið síldar j
| á íeið sinni úti fyrir Vest- 1
I fjörðum, þó að þaðan hafi j
j engar fregnir borizt um j
j síld. Getur vel hugsast, að ]
j liana sé þar að finna. j
j Skipstjóri á Skaftfelliing j
= cr Helgi Bergvinsson.
<M<i»iMmiM»u»»4uHiiMiiiumiiiMi<iiiMMii«miimimiiiii
er stunda engin islenzk skip
reknetaveiöar fyrir Norður-
landi. hvað sem verða kann
síðar í sumar, þegar söltun
fyrir Svíþjóðarmarkað hefst.
Þessi reknetasíld hefir feng-
izt víðs vegar út af Norður-
landi, en þó einna mest norð
vestur af Grímsey.
í gær og fyrradag komu
þrettán skip til Seyðisfjarðar
og lönduðu þar lijá verk-
smiðjunni samtals tvö þús-
und málum, sem þau höfðu
fengið á dögunum í kring
um Langanes.
í gær kom Arnarnes, hið
nýja vélskip ísfirðinga, til
Dagverðareyrar með 1300 mál
sem fengizt hafði í grunnnót
á Vopnafirði, alveg uppi við
landsteina.
Færeyinga skortir fjármagn ti
þess að efla atvinnuvegina
Færeysku skipi
bjargað
S4rs»M«Saði við l.eir-
Isöfii íi Sléttu í fyrri-
nótt.
í fyrrinótt strandaði fær-
eysk skúta Albert Viktor við
Leirhöfn á Sléttu. Þoka var
og sáu skipverjar ekki til
lands.
í gærmorgun fóru skipverj
ar af vélbátnum Narfa frá
Hrísey að reyna að ná skút-
unni á flot og tókst það. Not
uðu þeir til þess nótabáta
skipsins, sem stundar síld-
veiðar fyrir Norðurlandi í
sumar. Tókst þeim að draga
skútuna á flot með nótabát-
unum, en í þeim eru vélar.
Færeyska skútan var nokk-
uð löskuð, brotið stýrið og
leki kominn að skipinu. Var
færeyska skipið tekið aftan í
Narfa, sem dró þaö til Akur-
eyrar, en þangað vár komið í
gærdag.
Færeyska skútan hafði ver
ið á fiskiveiðurn úti fyrir
Vesturiandi að undanförnu og
var búið að fylla skipað af
saltfiski. Var það á heimleið
er óhappið vildi til. í gær var
unnið að því á Akureyri að
athuga skemmdir þær, er
orðið hafa á skipinu, en þær
eru allmikiar. Unnu kafari
og skipasmiðir að þessu.
Frolsi I-síyeyÍKga skilyrði MómSegs aí-
yiiíjiixSífs og vefimegssnar.
Thorstein Petersen, formaður Fólkaflokksins, er sá fær-
cysltur stjórnmálamaður, sem mestur styr hefir staðið uin
seinustu árin. Allt frá þvi Fólkaflokkurinn sigraði í þjóð-
ar atkvæöagreiöslunni um samband eða skilnað við Dan-
mörku og Danakonungur rauf lögþingið, sem hafð'i einsett
sér að framfylgja úrslitum þeirrar atkvæöugreiöslu og
stofna sjálfstætt, færeyskt ríki, hefir hann verið sá maður,
sem hæst hefir borið á í færeysku stjórnmálalífi, í augum
útlendinga að minnsta kasti — jafní þeirra, sem samúð
hafa með færeyskri sjálfstæðisbaráttu, og Iiinna, er líta
hana óhýru auga.
Tíðindamaður Tímans átti
í sumar fárra daga dvöl í Fær
eyjum og átti þá þess kost
að hitta Thorste.n Petersen
að máli. Thorstein Petérsen;
er maður þéttur á velli og |
glæsimenni í framgöngu, og i
hann cr áre.'oanlega einnig
þéttur í lund, eins og Grímur
Thomsen kvað forðum um
bá, sem hann tai.cU kjarna
hins norræna kýnstofns.
Hann er ekki aðeins stjórn-
málamaður. Hann er einnig
forsjáll fjármálamaður með
glögga sýn yfir sambandið
milli blómlegs atvinulífs og
gróandi þjóðlífs og vaxandi
menningar. Hann er banka-
stjóri Sjóvinnubankans í
Tórshavn, athafnamaður á
atvinnusviðinu og norskur
ræðismaður í Færeyjum.
Þjóðaratkvæðagreiðslan
bindandi.
— Lítið þér þannig á, að
þjöðaratkvæðagreiðslan, sem
danska stjórnin lét fara fram
i Færeyjum, um réttarstöðu
Færeyja, sé bindandi, eða
teljið þér, að úrslitum henn-
ar hafi verið hnekkt með því,
er síðan hefir gerzt á stjórn-
málasviöinu? var fyrsta
spurningin, sem tíðindamað-
urinn lagði fyrir Thorstein
Petersen.
— Auðvitað var þjóðarat-
kvæðagreiðslan bindandi að
mínu áliti, og á þeim grund-
velli mun Fólkaflokkurinn
halda áfram baráttu sinni fyr
ir frelsi Færeyinga. Það er
skilyroi þess, að hér verið
blómlegt atvinnuiíf og vel-
megun, að Færeyingar fari
sjáifir með sín mál.
Stóð ekki til boða þátttaka
í stjórninni.
— Fólkaflokkurinn tekur
ekki þátt í hinni nýju, fær-
eysku landsstjórn. Skoraðist
hann undan slíkri þátttöku?
— Fólkaflokknum stóð
ekki slík þátttaka til boða.
Samkvæmt venjulegum, lýð-
ræðisreglum hefði það þó
verið eðlilegt, að til hans
hefði verið leitað í þvi efni,
þar sem hann er.stærsti flokk
urinn í Færeyjum. En til
þess kom ekki. Hinir flokkarn
ir þrír hafa meirihluta í lög-
þinginu, og þeim meirihluta
beittu þeir til þess að mynda
landsstjórn, sem eingöngu er
skipuð mönnum úr þeirra
flokkum.
Þegar fjármagnið stað-
næmdist í Færeyjum.
— Hvað viljið þér segja
mér um álit yðar á færeysku
atvinnulífi og fjármálalífi?
— Ég get bent yöur á, svar
aði Petersen, að fyrir striðið
nam útílutningur okkar Fær-
eyinga 8—11 mil'.'-ónum á ári.
Áiið 1945 var hann kominn
upp í um 40 milljónir króna.
Árið 1947 hefir hann orðiö
6C—70 milljónir króna. Vita-
skuld hefir orðið verðhækk-
un á afurðum okkar; En að
verulegu leyti er þessi aukn-
ing því að þakka, að afi’akst-
ur af starfi og striti Færey-
inga staðnæmd'st í Færeyj-
um á stríðsárunum. Gróðinn
var ekki fluttur jafnóðum úr
•:
landi, eins og áður hafði ver-
ið. Það var ekki lengur hægt.
Það, sem mest hefir háð
færeysku atvinnulífi, er
skortur á fjái-magni. Togara-
útgerð krefst mikils fjár-
magns. En nú er hætt við,
að aftur sæki í sama farið.
Fjármagnið er á nýjan leik
tekið að streyma til Danmerk
ur. Þangað fer mikill verzlún
argróði, sem ætti að falla
Færeyingum sjálfum í skaut,
þangað fara líftryggingaið-
gjöld og margt annað. Og nú
á ao fara að selja hér dönsk
ríkisskuldabréf með eins kon
ar happdrættisfyrirkomulagi.
Færeyingar eiga sem sagt að
lána danska ríkinu, þótt þeir
þyrftu sjálfir í rauninni á
lánsfé að halda til þess að
færa út kvíarnar á atvinpu-
sviðinu, kaupa ný skip og
byggja verksmiöjur og iðnað-
arstöðvar í sambandi við
sjávarútveginn.
Það vár mikið glapræði,
þegar ákveðið var, að fær-
eyska krónan skyldi hafa
sama verðgildi og sú danska,
og þannig komið á beinu sam
(Framhald a 7 síðuj
Frú Brnnborg sýnir
Noregskvikmyndina
Frú Guðrún Brunborg hefir
nú leigt Listamannaskálann
til 1. ágúst næstkomandi til
þess að sýna þar litkvikmynd
ina „Noregur í litum“. Að-
sókn að öllum sýningum frú-
arinnar hefir verið ágæt. í
dag sýnir frúin myndina kl.
7 og 9 síðdegis.
Fyrri sýningin er þó eink-
um ætluð börnum og. yhgra
fólki. Frú Guðrún Brunborg
sagði blaðinu í gær, að hún
hefði saknað mjög barna og
unglinga á sýningum sinum.
Foreldrar ættu að hvetja
börn sín eindregið til þess að
sjá þessa fögru og fræðandi
mynd.
Mestu vorkuldar
Tíðindamaður Tímans hitti
í gær Hannes Jónsson frá
Hleiðargarði í Eyjafirði. Hann
kvað síðasta vor hafa verið
eitt hið kaldasta, er aldfaðir
menn á Norðurlandi minnast,
þegar ekki hefir vei’ið hafis
uppi við ströndina.
Eigi að síður er nú sæmi-
leg spretta í Eyjafirði. Er þáð
fyrst og fremst því að þakka,
að ekki gat heitið, að neinn
klaki væri í jörðu undan vetr
inum, svo að ekki lagði kulda
að gróðrinum neðan frá.