Tíminn - 24.07.1948, Side 3
162. Mað
3
TÍMINN, laugardaginn 24. júii 1948.
Sálræn.
áhrif stríðsins á börn
og unglinga
Efíii* J«rj£©ia Ea’e-ilal FohIspii
Höfundur þessarar greinar,
Jörgen Egedal Poulsen, er f.
5. nóv. 1921 í Hróarskeldu.
Kennaraprófi lauk hann ár-
ið 1944 á kennaraskólanum í
Jonstrup. Ári síðar tók hann
stúdentspróf í Kaupmanna-
höfn.
í júlímánuði árið 1945 tók
hann að sér stjórn búða, sem
stofnunin „Red barnet“
(bjargið barninu) hafði kom
ið á fót handa hollenzkum
börnum. Búðum þessum
stjórnaði hann til nóvember-
loka sama ár, þá fór hann
til Hollands. í maí 1946 tók
Poulsen að sér að stjórna
búðum með pólskum drengj-
um á vegum sömu stofnun-
ar, síðar fór hann til Póllands
til þess að kynna sér hag
pólskra barna.
„Red barnet“ fékk Poulsen
til þess að ferðast um Dan-
mörku og halda fyrirlestra
um starfsemi sína. Erindi
það sem hér birtist hélt
Poulsen nýlega í sálarfræði-
nemadeild Hafnai'háskóla,
en þar lauk Poulsen cand.
psych. prófi í vor.
Sálræn áhrif stríðsins
á börn og unglinga.
Stríð hafa oft verið köll-
uð „tímabil fjöldarannsókn-
anna.“* Á þessum tímum er
minna tillit tekið til hins
mannlega en ella og tilraun-
ir sem allir myndu skirrast
við að gera á friðartímum
eru gerðar, oft á grimmileg-
an hátt. Síðan stríðinu lauk
hafa vísindin með ýmsu móti
leitast við að varpa ljósi yfir
þann árangur, sem náðist
með þessum tilraunum og
staðfesta þær tilgátur, sem
gerðar voru.
Sálarfræðin hefir úr miklu
efni að vinna frá striðsárun-
um og skal nú bent á nokk-
ur vandamál, sem ráðstefn-
ur sálsýkifræðinga og geðs-
munalækna hafa fjallað um
undanfarin þrjú ár.
A. Hvernig hefir aðlögun-
■arhæfni manna verið gagn-
vart breyttum líkamlegum
skilyrðum. Hvernig andsvara
menn sulti, svefnleysi, sóða-
.skap o. s. frv.
B. Hvaða andsvör hefir hið
breytta mat á gildi manna
vakið hjá einstaklingunum.
C. Hvaða sálræna þýðingu
læfir það er líkamlegum þörf
um ekki er fullnægt á löngu
tímabili.
D. Hvaða áhrif hefir það á
'einstaklinginn og fjöldann,
•er ákveðnum þörfum verður
•ekki fullnægt.
E. Á hvaða hátt og að
hversu miklu leyti varð hálf-
þroskaður æskulýður fyrir
skakkaföllum, að hve miklu
leyti hefir hið breytta um-
hverfi eyðilagt æskuna. —
Hversu haldgóð var sú
reynsla sem æskulýðurinn
hafði, er stríðið skall á, á
sviði athafna- og tilfinnga-
lífsins. Var hún máttarstólpi,
.sem þoldi hina sálrænu kúg-
um.
F. Hvaða áhrif hefir stríð-
ið haft á minnstu börnin,
•sem fyrst minnast tilveru
sinnar meðal brunarústa og
•sprengjugíga. Reynsluheim-
ur þeixra var og verður allt
annar en fyrri kynslóða. Þau
Jörgen Egctlal Paulsen
þekkja ekki siðmenninguna.
G. Hefir sálræirt og líkam-
legt ástand mæðranna á
stríösárunum haft áhrif á
börnin?
Við skulum vera varkár
með að draga ályktanir
á grunni þekkingar okkar á
norrænum börnum. Saga
þjóöanna, siðir og venjur
mynda sérstök þjóöarein-
kenni. Lönd eins og Hollaiid
og Bandaríkin ala oftast
sjálfstæða séreðliskennda
manngerð, hinn fædda verzl-
unarmann, arfþega vald-
anna.
í Austur-Evrópu eru ein-
kenni æskunnar allt önnur,
hún kýs helzt að lúta ein-
hverju sterkara valdi en
hún á sjálf yfir að ráða. Or-
sakirnar til þessa má að
nokkru leyti finna í sögu
þessara þjóða. Pólland hefir
t. d. löngum verið kúgað peð
á stórpólitísku taflborði stór-
veldanna. Kynslóð eftir kyn-
slóð hefir barist fyrir tilveru
sinni og engu öðru. 150 her-
námsár virðast hafa gert
Pólverja að letingjum. Eftir
skiptingu landsins 1772—93
—95, hvöttu forvígismenn-
irnir þjóðina til að vinna sem
minnst, þar eð hvert ofunnið
handtak kom óvinunum að
gagni. Meðan þrjár—fjórar
kynslóðir Pólverja fæddust
— lifðu og dóu — varð verk-
hysknin að vana. Unga kyn-
slóðin er vön óstundvísi og
seinlæti og þekkir ekki skipu
lagsþróun Vestur-Evrópu.
Er við höfum gert okkur
þetta ljóst, ásamt þeirri stað
reynd að hexnámið var fram-
kvæmt á mismunandi hátt
eftir því um hvaða þjóð var
að ræða getum við hafið
skilgreiningu og reynt að
finna orsakir og áhrif þeirra
á barnssálirnar.
Anna Freud fjallar í bók
sinni „Children in Wartime."
(Börn á ófriðartímum) um
áhrif stríðsins á smábörn á
aldrinum 0—6 ára. Efninu er
safnað í London á árunum
1940—42 meðan loftárásirnar
á borgina voru sem mestar.
Þessi börn hafa þó í raun og
veru haft litið af stríðinu að
segja, þau þekkja lítið ann-
að en skyndiflutning, loft-
árásir og fjarveru föðursins.
Reynsluheimur barna á
aldrinum 0—3,ára er svo lít-
ill, að þau skilja að mjög
litlu leyti þaö, sem gerist.
Einkennandi er að andsvör
barnanna fara eftir andsvör-
um foreldranna, verði for-
eldrarnir óttaslegin verða
börnin það oftast líka. Með-
an á loftárásum stóð léku
börnin sér oft að gullunum
sínum eða lifðu í hugmynda-
heiminum. Fengju þau að
vera í friði fyrir taugaóstyxk-
um aðstandendum, hafði
árásarhættan engin áhrif á
þau.
Sálræn þróun barnsins
birtist í andsvörum þess við
loftárásum. í Póllandi var
mér oft sagt, að ef börn
hefðu verið ein út af fyrir
sig þegar loftárásir voru
gerðar, hefðu þau æpt gleði-
óp þegar þau sáu hús hrynja
til grunna, hræöslumerki
sýndu þau alls ekki.
í dag leika pólsk börn
sér í rústum borganna á
sama hátt og norræn börn á
leikvöllum.
Samhljóða skýrslur hvaðan
æfa úr Evrópu sýna, að
skyndiflutningar fóru verst
með börnin, upplausn fjöl-
skyldunnar hafði meiri áhrif
en vöntun efniskenndra
gæða.
Reynslan sýnir að móðirin
er hinn öruggi depill í til-
veru barnsins. Þessum and-
svörum hefir veriö veitt at-
hygli á ýmsum aldursskeið-
um. .
0—V2 árs. Barnið verður
órólegt ef skipt er um um-
hverfi; að nokkrum dögum
liðnum er þó fóstran komin
í móður stað og hin síðar
nefnda gleymist með öllu.
V2—3 ára. Ef barnið er tek-
ið frá móðurinni kemur
líkamleg röskun fram á
löngu tímabili, einkum svefn
leysi og meltingarörðugleik-
ar. Fóstran getur komið í
móður stað hvað líkamlegar
þarfif snertir en ekki sálræn-
ar. Þráin eftir móðurínni get
ur leitt til örvinglunar, sem
líkist örvinglun ungabarns,
sem ekki fær mat á réttum
tíma. Komið getur það fyrir
að barnið fullnægi ekki frum
þörfum sínum, svo sem
svefni, sulti og hægðum. Ef
langur tími líður í fóstrinu
getur barnið algerlega þurrk
að út mynd móðurinnar,
komi það í gamla umhverfið
á ný þekkir það allt nema
móður sína, hún hefir valdið
því vonbrigðum.
3—5 ára. Á þessum aldri er
barnið orðið sjálfstæðari fjöl
skyldumeðlimur og sýnir
sjaldan tilfinningar sínar á
sama hátt og yngri börn.
Börn á þessum aldri skilja
betur hvað er að gerast.
Heimþrá þeirra er sterk, en
þau éru oftast þæg og eftir-
lát, þótt þau virðist gripin
sektartilfinningu, sem þau
skilja ekki sjálf.
Oft hafa þessir skyndi-
flutningar orðið þess vald-
andi, að hhm innri friður
barnsins hefir horfið, það
finnur ekki hugsvölun í
neinu og kemst ekki í náið
samband við neina.
Andsvör lítilla barna
gagnvart dauðanum eru at-
hyglisverð. Börnin höfðu
nokkurn veginn ljósa hug-
mynd um hvað vígstöðvalíf
(Framhald a, 6. slðu)
Á Hrebavatnsslóhum
Eftir Yigfús ^iúlmundsMim
Núverandi formaður stjórn
ar Hótel Hreðavatns h.f.
skrifaði grein nýlega i Tím-
ann, sem hann kallaöi: „Svar
til mannsins milli milljón-
a.nna“ og sá maður á að vera
undirritaður. Tilefnið virðist
aðllega lítill, léttskrifaður
greinarstúfur, sem ég átti
ekki einn staf í og vissi ekk-
ert um fyrri en ég las hann
eins og hver annar lesandi
Tímans. Það veit Daníel, en
hann hefir kosið að fá sér
einn dans við skuggann sinn.
Aðeins eitt raunverulegt
yiðtal við mig hefir birzt í
Tímanum í tilefni af starfi
mínu og framkvæmdum á
Hreðavatnsslóðum frá fyrstu
tíð og var það rétt eftir að
ég reisti nýja ökálann. Það
tók Guðni Þórðarson blaða-
maður. Var þar allt rétt
hermt frá. i
Annars er þessi grein Daní-
els svo ósönn og rætin, að
það væri illa varið rúmi Tím-
ans að fara að hrekja hana
fyrir lið. Ég fór og taldi sam-
an hve oft hann segir beint
ósatt í greininni, fyrir utan
rangfærslur og rætni, og er
a. m. k. sextán sinnum. Vísa
Hannesar um stúlkuna rifj-
ast upp við lestur greinar
Daníels:
„Það er ei nema eitt hægt að
segja
um þessa fádæma snót:
Skelfileg, lifandi, óttaleg ó-
sköp
er það hvað skepnan er Ijót.“
Þótt auðvitað ætti ekki að
gegna ritsmíðum eins og
þessu umrædda afkvæmi
embættismannsins á Hreða-
vatni, þá skal þó í tilefni
þess rifjuð upp örfá atriði.
Eins og mörgum er kunn-
ugt reisti ég veitingaskála á
landareign Herðavatnsjarð-
ar fyrir rúmlega 15 árum —
mest sem tilraun, hvort slík-
ur skáli þrifist hér á landi.
Fyrstu árin var reksturinn
lítill og stundum tap á hon-
um. Brátt fór hann samt að
aukast, þegar ég fór að dvelja
þarna á sumrum, sem ég hefi
jafnan gert síðan.
Landleigan fyrir blettinn,
sem skálinn gat rúmlega
staöið á, var umsamin 200 kr.
á ári og var það sem svaraði
um 20 dilkaverðum eins og
þá var verðlag í landinu.
(Þetta segir D. mjög væga
leigu). Ætli mörgum bóndan-
um þætti þetta ekki ssémi-
legt, hefðu þeir svona leigu
upp úr örlítilli smáflöt og
ennþá minni hraunrima í
landi sínu? Til samanburðar
þessu skal ég geta þess að
Þórður bóndi á Brekku lán-
aði mér margfalt stærra
land úr jörð sinni, þar sem
er sízt verra skálastæði, fyr-
ir 400 krónur á ári (nútíðar-
krónur) í 50 ár og bjargaði
m. a. þar með fyrir sveit sína
að missa ekki hæsta gjald-
anda hreppsins alfarinn í
burtu.
Óhappiö mitt var að fá
ekki land strax hjá Þórði, úr
því ég vildi gera þessa tilraun
í Hreðavatnshverfinu. Er
það svo mikill skaði fyrir
mig, að bezt er að hugsa ekki
um hann né nefna.
Eftir að viðskiptin fóru að
aukast og ég varð elskari að
þessum slóöum, vildi ég reyna
að fá tryggan leigusamning,
eða blett keyptan, einkum ti’.
þess að ég gæti byggt meira.
og betur og prýtt staðinn,
En það reyndist mér öxðugt.
Ég bjó út hvað eftir ánnað
„uppkast“ að samningi og
einu sinni rétt fyrir stríð,
voru gerðar ýmsar breyting-
ar af Hreðavatnsmönnum á.
uppkastinu, og mér lofað þar
í 10 ára samningi, en vegna,
ýmsra agnúa og undandrátt-
ar varð þó ekki úr samning-
um. Bletturinn, sem ég átt:.
að fá var svo lítill að ekk .
rúmaðist þar sæmilega rúm-
gott bílastæði né byggingar
og leigan átti að hækka upp.'
í 500 kr. á ári (sem ég fói
að borga nokkru seimu
samningslaust). Með 10 ár&
leigu á landi er tæplega hægv
að laga vel um sig í fram-
tíðinni. Hitt um rýmileg kjör:
og framlengingu samnings er
auðvitað fleipur eitt hjá
Daníel.
Sannleikurinn er sá, að
þegar ég og starfsfólk mitv
vorum búin að gera Hreða-
vatnsskála vinsælan og fjol-
sóttan, virtist brenna gróða-
ímyndun og gróðalöngun svo
sterk í ýmsum, er mynduðu.
Hótel Hreðavatn h.f., að ég
varð að fara hvað sem hver
segir nú.
Máske má segja, að þao
hafi verið að einhverju leyt:.
mér að kenna, t. d. gert minr.i
litla skála of vinsælan.
En Kristján bóndi á Hreða
vatni var jafnan greiðvikinn
og ágætur nágranni, og það
er slúður hjá D. að ég níð;.
hann niður. Hefi t. d. hvat
eftir annað minnst hans hlý-
lega á prenti. Og ég héld
alltaf að Kristjáni hefði ver-
ið kærast að ég hefði fengið
að vera lengur á mínurr.
gamla stað, þótt hann lét;.
undan áróðri annarra mannx
að lokum.
í þrettán sumur var búið
að venja æ fleiri og fleiri a£'
koma í gamla skálann minn,
þrátt fyrir slæma aðstöðu
þar á margan hátt. Nú á,
þriðja sumri hinna nýju eig-
enda eru þeir búnir að vénja
flesta af að koma þar (þrátV
fyrir gott starfsfólk í sumar).
nema á sín al'ræmdu laugar-
dagskvölda-„böll,“ þar sem.
alúðarfullir tilburðir eru ti„
að raka saman fé til eigir..
ágóða á veikleika meðbræðr-
anna.
Skála mínum náði HóteJ.
Hreðavatn h.f., eftir svokall-
að „mat“ hvað eftir annaö.
fyrir 18 þús. og 800 krónur.
Sýnist það vera heldur þægi-
legt verð á heilu veitingahús:.
eins og vérðlag er nú, þótt D,
kalli það fulla borgun tiJ.
mín. En auðvitað segja þess:,
kjarakaup lítið fyrir félag.
sem stjórnað hefir verið-frs.
fyrstu tið af óvenjulegv.
fálmi, ráðleysi og ódugnaði
En á þvi mun Daníel þó hafx
átt litla eða enga sök; þótx
hann virðist nú ætla að fars
að „ganga i drullen“ fyrir fé-
lagið. Þótt ýmsir ágætir
menn hafi eignast J.hiuta-
bréf“ í þessu „göíuga“. fyrir-
tæki með- ýmsu móti, þia haú.
flestir þeirra ekkert skipt séi'
af því á neinn hávt.
Þó að deilur þessar okkar
á milli séu staöbundnar, sem.
blaðamál, þá skiptir þó ai-
(Framhald a; 6. síðu) __, jj