Tíminn - 24.07.1948, Page 4
4
TÍMINN, laugardaginn 24. júlí 1948.
162. blað
Á MataH9i
Vondi maðurinn
tekur mig!
Það veldur nú þungum á-
hyggjum og miklum heila-
brotum meðal íhaldsmanna
og kommúnista, hverjir skrifi
sú'mt' af lesmáli Tímans. Sér-
staklega er umtal í blöðum
þeirra um svokallaða -svart-
dáH?g blaðsins, sem ýmsir góð
ir. menn hafa skrifað í. Er
ekki laust við að gaman sé
að sumu í þeim getraunum.
Skal hér fæst af því rakið,
eii í fyrradag hefir Mbl. feng-
ið eitt af hræðsluflogum
þéim, sem þjá það mjög í
seinni tíð. Það er eitt af ein-
kenrium þess hjartasjúkdóms,
að. i köstunum sér það Her-
mann Jónasson allt í kring-
um; sig. Fullyrðir blaðið svo
í óráðinu, að Hermann skrifi
þessa svörtu dálka í Tímann.
Þessi mikla hræðsla blaðs-
ns við Hermann Jónasson er
út af fyrir sig athyglisverð.
Þó að það eigni öðrum þessi
verk milli floganna, segi t. d.
áð sálmaskáldið skrifi þau,
gleymist það allt í krampa-
flogum hinnar pólitísku skelf
ingar. Þá er það Hermann
Jónasson. sem sækir að því,
— hræðilega vondur og hræði
légá máttugur maður.
Það er stóri, vondi maður-
inn,' sem tekur góðu börnin
íhaldsins, og kippir undan
því stólunum.
TilbrigSi í mál-
flutningi.
Það er ekki venjulegt að
kommúnistar vægi höfuðskelj
um sínum að stangast við
staðreyndir. Þó hefir nýlega
sést eitt dæmi um það, að
takmörk eru líka til í þeim
éfnum.
Nýlega var í Tímanum
minnst á þá kenningu þeirra,
að við yrðum að koma þannig
fram í utanríkismálum, að
það væri Rússum vel að skapi,
ef við ættum að halda við-
skiptum við lönd þeirra.
Blað þeirra bregzt þannig
við þessu, að það kallar þetta
vitlaús skrif Tímans, og vitn-
ar riú til þess, að Rússar
hafi, gert mikinn viðskipta-
samning við Bjarna Bene-
diktsspn. Bendir það til þess,
að biaðið sé á leið að éta
ofap; í sig eldri ummæli um
þessinefni, og er þar raunar
miklu magni að kyngja. Hitt
er annað mál, að ýmislegt
bendir til, að í stað hinnar
gömul kenningar, að Rússar
vildu ekki verzla við okkur
vegna vonzku ríkisstjórnar-
innar, eigi nú að fara að
boða, að ríkisstjórn íslands
hafi ekki viljað selja Rússum
neitt, þó að þeir hafi reynt
að tróða upp á okkur dollur-
unum og er þá framförin
engin, þó að tilbrigði séu í
málflutningi.
Ef einhver kommúnisti.
Mbl. segir, að Tíminn verji
smyglarann á Tröllafossi og
spyr hvað komi Hermanni
Jónassyni til að „vaða fram
á ritvöllinn“ í þeim erindum
að verja „ef einhver kommún
isti verður sér til minnkunn-
ar.“
Mbl. þykist í þessu sam-
bandi vera blað tollgæzlunn-
ar. Tíminn er hins vegar ekki
alveg viss um að blaðið sé
jafn skörulegt og ákveðið,
þegar önnur tegund yfirgangs
manna á hlut að máli, en
látum það liggja milli hluta
að sinni. Væntanlega vill
þetta einlæga blað tollgæzl-
unnar hlutast til um það,
að framvegis verði svona mál
tekin fyrir, áður en þeir, sem
sýna tollvörðunum mótþróa
eru sigldir á haf út eftir
margra daga viðdvöl í höfuð-
borginni.
Svo skal Mbl. sagt það á-
kveðið, að Tíminn telur lög
og rétt eiga að ná jafnt til
manna, hvað sem líöur skoð-
unum og flokksböndum. Fín-
ustu menn í Sjálfstæðisflokkn
um og sjómenn, sem fylgja
kommúnistum eiga þar ó-
skilið mál. Það er ekki víst,
að það séu neitt meiri land-
ráð, að smygla inn tóbaki
silki og stálþráðstæki, heldur
en blátt áfram innkaupa-
reikningana og höfuðfötum.
Tíminn mun aldrei skamm
ast sín fyrir það, að vilja
láta menn standa undir lög-
um og rétti, þó að þeir séu
kommúnistar. Honum er það
viðurstyggð, þegar sagt er.
Því ertu að verja hann? Þetta
er bara einhver kommúnisti!
Og kommúnista er. skylt að
ofsækja og láta •varnarlausa.
Þorir Valtýr að segja satt.
M&i. segir meðal annars um
afstöðu Tímans til smyglar-
ans á Tröllafossi:
„Því má hann ekki óum-
talað, gera sínar tilraunir, til
að smygla því í land, sem
horium sýnist,'segir í svart-
dálkinum, án þess að verið
sé að gera veður út af því?“
.. Þorir nú Valtýr Stefánsson
að birta orðrétt og óbrengluð
þau ummœli Timans, sem
hann endursegir svo og eignar
Hermanni Jónassyni rang-
lega? Geri hann það, skulu
lesendur hans dæma sjálfir
um gáfur og dómgreind þessa
manns. Að öðrum kosti ættu
þeir að bera endúrsögn hans
sariian við ummæli Tímans
og draga þár af sínar álykt-
anir um sómatilfinningu og
ráðvendni manneskjunnar. —
En hitt skyldu þeir þó muna,
að þeim vesalingi er vorkunn,
sem gengið hefir á mála til
aö ve'rja óverjandi málstað,
þó að hann sogist niður í
dýki blekkinga og falsana í
örvæntingarfullri viðleitni til
að finna eitthvað það, sem
verða mætti vonlausum mál-
stað til liðs. Hitt vita les-
endur Tímans, að blaðið er
langt frá því, að hafa af-
sakað smyglarana í Trölla-
fossi.
Huggunarorff til Vísis.
Visir ályktar í fyrradag á
þá leið, að geri Framsóknar-
menn sér ekki allt að góðu
í stjórnarsamstarfinu, sé það
af því, aö þeir vilji mynda
stjórn með kommúnistum.
Vísi skal hér með sagt, að
allir leiðtogar Framsóknar-
manna eru hjartanlega sam-
mála um það, að það sé neyð-
arúrræöi að þurfa að laga
stj órnarhætti eftir vild komm
únista eða stórgróðamanna,
og vinna því einlæglega að
því, að þess þurfi ekki. Og
innan Framsóknarflokksins
er enginn ágreiningur um
það, að bezt verði að því
unnið á þann hátt, að berj-
ast hreint og drengilega fyrir
alhliða umbótamálum, svo
að þeir, sem vonsviknir eru
á fylgi við Sjálfstæðisflokk-
inn og kommúnista gangi þar
til samstarfs. Þannig mun
Framsóknarflokkurinn leggja
grundvöll að þjóðlegri um-
bótastjórn, sem hvorki Kvöld
úlfsmenn, kommúnistar né
verzlunarráð segi fyrir verk-
um.
Fræffsluerindi mannsins
á öfuga endanum.
J. P. skrifaði fyrir nokkru
grein í blaðið ísafold, en ekki
hefir hún hlotið inngöngu í
Moggann. Þar segir svo:
„Annars er vert að minna
þá mörgu menn, sem þykjast
vera milliflokkamenn á það,
hvað þeir segja þar með.
Segjum, að þeir hver um sig
þykist hafa jafna fætur og
hallast jafn mikið í báðar
áttir. Þá er sá maður, sem
svo stendur 50% Sjálfstæðis-
maður + 50% Kommúnisti
== stefnulegt núll. Þar er hin
rétta lýsing á því hvað er
að vera Framsóknarmaður.“
Höfundur virðist kunna
ýmsar listir, sem ekki eru á
alþýðufæri, eins og það að
hallast til beggja hliða í senn.
Mætti því ætla að hann hefði
klofið á öfugum enda. Þó að
hann slagi, mun hann naum-
ast slaga í tvær áttir í einu,
en vel má vera að hann sjái
bæði skakkt og tvöfalt. Hér
mun þurfa skýringar sérfræð
inga við, ef þetta á að skilj-
ast, því að venjulegir menn
standa beinir og hallast ekki,
þegar þeir standa jafnt í báða
fætur.
— En hverjum finnst ann-
ars þessi tilvitnuðu ummæli
sverja sig í ætt við pólitiska
fræðslu?
Vínföng og vínföng.
Jón Pálmason brýtur heil-
ann um það í blaði sínu hverj
ir séu alþýðuvinir, og mun
hann lítt hafa orðið þeirra
var í Bandaríkjum allra
stétta, Sjálfstæðisflokknum.
Talar hann í því sambandi
um þá menn, sem „eru yfir
alþýðuna hafnir, en alþýðan
má teygja sig upp til að leita
vinfanga við“.
Þetta nýyrði forsetans staf
ar sennilega af áhrifum frá
orðinu vínföng, og mætti þá
sérstaklega lúta að þeirri vin
áttu, sem grundvölluö er á
forsetabrennivíni og notkun
þess.
En þar sem Tíminn er ekki
skrifaður fyrir Jón Pálmason
þykir ástæðulaust að útskýra
orðiö alþýðuvinir.
Blaðalesandi er á ferðinni og
sendir okkur lítið aðfinnslubréf um
merkilegt mál.
„Frcttaflutning blaðanna væri
ástæða til að minnast á litilshátt-
ar. Það er engu líkara en harð-
pólitískir menn hafi náð því valdi
yfir +éttaþjónustu dagblaðanna
að fréttaflutningur þeirra sé orð-
inn flokkslegur áróður.
Það er auðvitað eðlilegt að blöðin
haldi fram þeim fréttum, sem
hægt er að telja liðsinni við þeirra
málstað. Um það skal ekki sakast,
en hitt er verra, ef þau leiða alveg
hjá sér að segja merkar fréttir.
Þá er þeim farið að svipa til þeirra,
sem byggja fylgi sitt á blekkingum
og þröngsýni, — því, að fólkið viti
nógu lítið og alls ekki þetta eða
hitt. Slík vinnubrögð eru í beinni
andstöðu við anda og hugsjón
lýðræðisins.
Eins og allir vita helgar Þjóð-
viljinn sinn fréttaflutning því tak-
marki að níða Bandarikin og alla,
sem vilja eiga gott við þau. Morgun
blaðið vinnur hinsvegar að því,
að ófrægja kommúnista og alla
þeirra starfsemi hvar í heiminum
sem er. Og Alþýðublaðið helgar
sig að verulegu leyti sömu hug-
sjón.
Mér þykir því vænt um það,
að ég hef heyrt ýmsa hafa orð á
þeirri sérstöðu, sem Tíminn hefði
að þessu leyti. Hann lýsir ekki átök
unum milli Rússa og Bandaríkja-
manna í rímna- eða reyfarastíl,
þar sem aðrir eru hin mestu ill-
menni og hundingjar, sem allt
vilja illt yera, en hinu megin eru
hetjur prúðar, sem hvorki hafa
blett né hrukku. Og vantar þó
ekki. að Tíminn taki málefna-
lega afstöðu en hann veit aðeins,
að „illt og gott“ miðast ekki ein-
göngu við afstöðu manna til Rússa
og Bandaríkjamanna.
Hitt er svo annað, að frétta-
þjónusta íslenzkra blaða og raunar
útvarpsins líka, virðist vera heldur
léleg. ,
Hér mætti nefna ýms dæmi
um þrælkun fréttamennskunnar
undir f’.okkssjónarmið að hætti ein
ræðisríkja. Hvenær hefir Mbl. get-
ið um framfararviðleitni í löndum
kommúnista? Hvenær hefir Þjóð-
viljinn viðurkennt að í Bandarikj-
unum heföu menn fullt málfrelsi
og mættu meira að segja stofna
nýjan flokk gegn stjórninni og
göinlu flokkunum? Kvenær hafa
blöð sýnt annað eins frjálslyndi
og Tíminn, þegar hann skýrir frá
þegnlegri hugsjónavinnu sjálfboða
hjá Titó og þvi takmarki hans, að
gera alla landsmenn sína læsa?
Þó vita allir að Tíminn er á móti
stjórnarháttum Júgóslava.
Þjóðviljinn gat um það fyrir
finnsku kosningarnar, að Rússar
hefðu gefið Pinnum upp hálfar
stríðsskaðabæturnar. Nú hefir veriö
skýrt frá því í öorum blöðum, að
þetta yrði svikiö. Þjóðviljinn hefir
ekki mótmælt, en hann hefir held-
ur ekki sagt frá þessu.
Það er ekki gott í efni, ef blöð
lýðræðisflokka eru farin að beita
aðferðum einræðismanna að æsa
fólkið upp til fylgis við sig með
einlitum íréttum, þannig, að það
viti ekki nema sumt og hafi því
rangar hugmyndir. Auðvitað er það
mikill munur, að menn neiðast
stundum til að líta á hin blöðin,
og sumir eru undir valdi þeirra.
En við megum ekki gleyma því,
að með einhliða fréttaburði er
verið að reyna, að gera okkur
öfgafullt ofstækisfólk.“
Þvi einu vil ég bæta hér við.
að ég hef heyrt það fundið að
Tímanum, að hann væri pólitískt
ónýtur í flutningi erlendra frétta.
Ég heyrði líka ungípi íslending,
sem kom frá þriggja ára náms-
dvöl í Danmörku, segja, að frétt-
irnar í Vísi hefðu stundum verið
ægilegri en atburðirnir sjálfir. Hins
vegar held ég, að okkur ætti að
geta komið saman um það,
þegar málin eru rólega rædd að okk
ur sé öllum fyrir beztu, og raunar
mikils virði, að fréttaþjónustan sé
réttorð og óhlutdræg.
Pétur landshornasirkill
Jarffarför
Herborgar I>«>rarins(lóttur,
fyrrum rjómabússtýru,
fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 26. þ. m.,
kl. 15y2. — Jarffarförinni verður útvarpaff.
Vandamenn.
I Hreðavatnsskáli
Vegna þrálátra auglýsinga o. fl. frá forráðamönnum
| Hótel Hreðavatns h.f. skal tekið fram, að ég einn rek
| Hreðavatnsskála.
| Sérstaklega vil ég þó biðja menn um að rugla ekki
| saman dansleikjum þessara forráðamanna og starfsemi
I minni, þótt þeir auglýsi þá í Hreðavatnsskála í al-
| gerðri óþökk eiganda.
Vigfús Guðimmdsson
AUGLÝSIÐ í TÍMANLJM
lUlllllllllUUIUUllUIUUIUIIilUIIUIIIIHUIIIIIIUHUIIUUIIIimiHIIIUMlÉIIIIHIHIHMIIIMIIHIMIir'