Tíminn - 25.07.1948, Qupperneq 4

Tíminn - 25.07.1948, Qupperneq 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 25.júlí 1948. 163. blað' J' Accu.se! — Frægasta blaða- grein í heimi Eftir Kr. Aainat Þessi grein um einhver fræjgustu málaferli veraldarsög- unnar, Dreyfussmálið, er þýdd úr norska samvinnublaðinu Kooperatören. Fyrir hálfri öld, 13. janúar 1898 birti Farísarblaöið „L'Aú- rore“ opið bréf til forseta rík- Clemenceau. Teikning frá dögum Dreyfus málsins. isins undir fyrirsögninni: „J’Accuse“ — Ég ákæri! Höf- undurinn var Emile- Zola rit- höfúiidur og þetta hvassa á- deilubréf vakti svo mikla at- hygli um allan heim, að dæmalaust er um blaðagrein bæði fyrr og síðar. Þetta bréf var lesið hér heima í Noregi og menn hrif- ust með í baráttunni um Al- fred Dreýfus. Það eru fimmtíu ár síðan þetta gerðist, en við höfum nú á síðustu tímum reynt svo mikið af sama anda og hugarfari og kom Zola tii að skrifa þetta bréf, að við höfum fulla ástæðu til að minnast baráttu hans. Ennþá lifum við tíma kyn- þáttaofsókna, þj óðernishat- urs og fordóma, svo hyl- djúpra, að óhugsandi ætti að vera á okkar tímum. Því er ástæðá til, að við höfum þetta bréf fyrir augum, munum það og notum það til að vekja sof- andi samvizkur og glæða réttlætiskennd. Eftir hrakfarirnar 1870—71 var óspart reynt í, Frakklandi að finna einhverja, sem bæru sök á ósigrinum. Talsmenn stríðsheiðurs og hermannsæru Frakka vildu ekki horfast í augu við sannleikann, en reyndu að skýra ófarirnar með svikum og kenna Gyðingum og mótmælendatrúarmönnum um þær. Kaþólska kirkjan átti mikil ítök með þjóðinni, og lýðveldið var.ekki alls stað- ar vinsælt. Kaþólsku blöðin ólu líka á Gyðingahatri og fjandskap við mótmælendur. Innan herforingj astéttarinn- ar breiddist út Gyðingahatur og reis hærra og hærra. Með því var jarövegurinn bæði plægður og herfaður og borið í hann fyrir alit það illgresi spilliiigarinnar, sem síðan dafnaði með frönsku þjóð- inni. Svo kom Dreyfusmálið og leiddi í ljós ósköp af lygi og svikum, fölsunum og siðferði- legum ræfildómi, svo að at- hygli alls iieimsins beindist um tíma að því, sem gerðist í Frakklandi. í september 1894 fékk upp- lýsingadeild franslca hersins ódagsetta skrá um nokkur hernaðarskjöl, sem " afhent hefðu verið fulltrúa þýzka hersins í París. Einum af yf- irmönnum deildarinnar, Fa- fare ofursta, þótti þessi skrá hafá líkingu með rithönd Al- freds Dreyfuss höfuðsmanns. Dreyfus var Gyðingur, og af þeim sökum illa séður í stétt sinni. Fabre ofursti hélt að þetta væri hönd Dreyfuss og snéri sér strax til yfirmanna sinna, sem létu skriftarsér- fræðinga athuga málið. Kunn ur sérfræðingur í skrift, Ber- tillori, taldi að þetta væri skrifað með hendi Dreyfuss. Og svo var Dreyfus handtek- inn. Snjókúlan fór að veita. Hefði Dreyfus ekki verið Gyðingur, hefði málið farið allt öðru vísi. Nú þurftti bara að finna átyllur til að dæma hann eftir. Eiginlega var hann dæmdur þegar í stað, er hann var handtekinn. Dreyfus neit- aði því, að hann væri sekur, en upp frá þessu einbeitti öll herforingjastéttin sér að því, að fá hann dæmdan og fjar- lægðan frá hernum. Allur blaðakostur þeirra, sem halddnir voru Gyðinga- hatri, kaþólskra manna og hinna þjóðræknu, hóf nú ó- geðslega baráttu til að koma Dreyfusi á kné. Það var engin þörf að bíða eftir sönnunum hans vegna. Hann var Gyðing ur og það var nóg. í snatri var rekinn saman herréttur, — ekki til að rannsaka hvort Dreyfus væri sekur, — held- ;ur 'til ’.að dæma hann. Og dómurinn féll í desember 1894 og ákvað ævilanga út- legð í frönsku sakamannaný- lendunni Guyana. Til að heröa á dómnum og gera hann sér- staklega þúngan, var ákveðið að Dreýfus skyldi vera á lítilli eyju úti fyrir ströndinni, — Djöflaeyju. Þar bjó hann al- einn í litlu steinhúsi. Það var úmkringt skíðgarði og stóðu vopnaðir hermenn vörð utan garðsins. Stranglega var þeim bannað að tala við fangann. En þétta var aöeins fyrsta atriði hins mikla leiks, sem Alfred Dreyfus fyrir herréttinum í Kennes. átti eftir að hrista allan hinn menntaða heim. Tveimur ár- um eftir að Dreyfus var dæmdur, var majór, sem Piqu- art hét, forstöðumaður upþ- .lýsingadeildarinnar. Dag nokkurn kom starfsmaður stofnunar hans með bréf, sem skrifað var utan á til Ester- hazys majórs. Það var rifið í tætlur, en hafði fundist þann- ig í bréfakörfu í hótelinu, sem þýzki sendiherrann bjó í. Efni bréfsins var alvarlegt fyrir Esterhazy og benti til þess, að hann hefði látið Þjóðverjum í té hernaðarleg leyndarmál. Piquart majór rannsakaði Emil Zola nú hvers konar maður þessi Esterhazy væri. Kom þá í ijós, að heldur illt orð lá á honum. Af tilviljun bar Piqúart majór rithönd Esterhazys saman við skriftina á skjalinu, sem Dreyfus var dæmdur fyrir. Sér til mikillar furðu sá hann glöggf og greinilega, að það var sama höndin. Hann varð þá viss um, að það var Ester- hazy en ekki Dreyfus, sem var sekur, og fór a'ð athuga máls- skjölin. Sá hann þá brátt, að þar var ekki til hin minnsta sönnun fyrir sekt Dreyfuss. Hann fór til yfirmanna sinna, en þeir vöruðu hann við og báðu hann að vera varkáran. Smám saman varð öllum þeim herforingjum, sem tóku þátt í að dæma Dreyfus, ljóst, að hér var hætta á ferðum. Yrði Esterhazy dæmdur en Dreyfus sýknaður, væri það hneykslis- mál fyrir þá. Aftur hafði blaða kostur klerkavaldsins og Gyð- ingahatursins verk aö vinna. Piquart majór fékk fyrirmæli yfirmanna sinna um að þegja. Þeir sögðu, að enginn fengi neift að vita, ef hann þegði. En heiðarleiki og réttlætis- kennd Piquarts sagði honum að tala. Hann fór ekki dult með það, að hann ætlaði að rannsaka málið í heild. Þá fékk hann skipun um að yfir- gefa París. Hann var sendur suður í Tunis og hafður á hin- um afskekktustu stöðum. Her- foringjarnir og félagsskapur þeirra hafði gert sér ljóst, að það var hættulegt, að hér væri heiðarlegur maður og við hann yröi að losna sem allra fyrst. Nú komu fram ýmsar fyrir- spurnir í fulltrúadeild þings- ins, en öllum var þeim vísað frá og þeir, sem dirfðust að spyrja, voru ófrægðir og of- sóttir með ýmsu móti. Bróðir Dreyfuss höfuðsmanns, Mat- hieu Dreyfus, ákærði Ester- hazy opinberlega fyrir að hafa skrifað það bréf, sem Dreyfus var dæmdur fyrir. Fyrir her- rétti í janúar 1898 var hann sýknaður í einu hljóði. Nú var þetta orðin hin ægilegasta flækja með falsbréfum og fölskum skeytum og skjölum, svo að menn vissu hvorki upp né niður. Flestum virtist málið svo flókið, að vonlaust væri að (Framhald á 5. síðu) Sumarleyfin og orloíin standa sem hæst. Margar stofnanir eru lokaðar en í öðrum vantar kann- ske alla reyndustu og fróðustu menn, svo að þeir, sem eftir sitja, geta ef til vill fá erindi afgreitt_ Fjöldi manns er utan bæjar, hann er úti í Danmörku, austur á Hér- aði, norður í Vaglaskógi, vestur á Snæfellsnesi. Þannig eru svörin, ef spurt er um fólk, náist þá í nokkurn svo fróðan, að hann kunni nokkru að svara. Menn fara í hópum úr bænum og koma aftur með bílum, skipum og flugvélum. En það er líka hægt að ferðast, án þess að fá langt frí. Á fimmtu- daginn skauzt ég til Vestfjarða í vinnutíma mínum. Ég kepptist við á miovikudaginn og byrjaði eld- snemma á fimmtudag að undirbúa svo, að handritin lægju tilbúin til prentunar. Klukkan 9 var mér sagt að mæta á skrifstofu Loft- leiða 15 mínútum fyrir 10. Þá var brugðið við að sækja ferðafé- lagann, sem var símalaus vestur 1 bæ og komast niður eftir með pjönkur sínar. Og 5 minútum fyrir 10 var allt liðið komið út á flugvöll. Það drógst óskemmtilega, að komast burt af flugvellinum. Alls vorum við þar í fulla þrjá stundar fjórðunga og er það löng bið og leiðinleg í slíkri hraðferð. En loks- ins er okkur vísað í flugvélina og 15 mínútum fyrir 11 tekur hún skriðið út á völlinn og lyftir sér til flugs. Eftir svipstundu sjáum við borgina beint undir okkur. Það er gaman að horfa á hana úr lofti í fulium sumarskrúða. Víst er hún falleg í rökkri kvöldsins þegar ljós er í hverjum glugga, en hún er líka yndisleg hæstan sumar daginn, þegar sólin geislar hana og skrúðgrænir skógarrunnar brosa sums staöar óslitnir að húsabaki langan veg milli gatna. En þessi yndissjón verður óðara að baki. Nú er það höfnin, þar sem Ingólfur Arnarson stendur uppi á þurru í Slippnum, — togarinn, vel að merkja. Síðan eyjarnar við höfn- ina, Kjalarnesið rétt undir glugg- anum og svo erum við beint yfir Akranesi. Það er gaman að sjá er taðan í flekkjunum eða ný- slegin og er það fremur undan- tekning, eí nokkurs staðar sjást múgar eítir orf og ljá. Slægjan er langir, beinir rimar og skákir, vél- slegiö tún. Þegar kemur að Snæfellsnesi verður vart við þoku og Flatey er það síðasta sem við sjáum. Svo er flogið inn yfir þokuþykkni. Þoku lijúpurinn þyrlast fyrir neðan, ljós grár eins og táin ull, og sums staðar eru djúpar gjótur niður í þessa bólstra, þar sem tásan þynn- ist stöðugt iyþynnra og þynnra, unz hún verður að engu. En nú hverfur okkur sól og dag- ur. og ekkert sést nema grá móð- an við gluggann. En þetta er ekki lengi. Flugmaðurinn hækkar flugið og það er gaman að koma úr kaf- inu eftir litla stund, upp í sólskinö. Fyrir neðan liggur þokuhafið mjallhvít breið'a, svo vítt sem aug- að eygir, engu lík, nema sólbjarm- aðri mjallarauðn öræfanna góð- viörisdag á útmánuðum. Loks sést í fjall, bratta klettótta hlíð. Og þarna er sjór, lítill vogur luktur hömrum og hengiflugum. Þarna er bær við sjóinn. Nú erum við yfir Suðurfjörðum í Arnarfirði. Þetta var Fossfjörður. Svo hverf- ur allt, en þarna er þá Trostans- fjörður en svo hverfur a’lt unz við sjáum skyndilega út eítir Dýra- fir'ði. Dálitla stund fáum við að sjá þessar mjúku og kvenlegu lín- ur landslagsins, sem virðast þó næsiík fágætar á Vestfjörðum, en síðan er öll þessi fegurð skyndi- lega hjúpuð aftur. Öðru hverju sjáum við þó heiðardal fyrir neðan. Nú er flogið yfir Lambadalsskarð og allt í einu sjáum við fjallabrúnir við Önundaifjörð. Á samri stundu svífum við í björtu yfir sveitinni og sjáum hana vel. Einn hringur milli fjalla yfir Flateyri, dálítill sveigur inn fyrir höfnina og svo er sjórinn snertur og bráðum er komiö upp í fjöru. Það er skipt um nokkra farþegar og flutning og ýtt frá landi. Eftir fáeinar mínútur eys vélin yfir sig lö'örinu og svo er hún á lofti. En þegar hún kemur norður yfir Beiðadalsheiði er þokan meiri og dekkri þar. Þó er hún ljós ofan og hæstu fjallaeggjar standa upp úr, eins og hvalir miklir liggi sof- andi í sjólokunum með bökin ofan sjávar. Nú erum við komin norður al Bjarnarnúpi. Vélin beygir inn á Djúpið' og stingur sér niður í þoku- hafið. Eftir góða stund sjáum við sjó inn undir Æðey. Þokan er síð í hlíð'unum en undir henni er flogið yfir Djúpið og út fyrir Arnar nes, inn Skutulsf jörðinn og yfir ísa fjörð', þar sem íslendingar hafa byggt flöt þök lekalaus og Suður- tanginn sveigist eins og kálfsrófa eða kattarstýri langt inn og yfir undir land. Það er snúið við yfir nýslegnum túnunuii í Tungu og eftir örstund erum við í fjörunni á ísafirði. Fólk fer út og inn og svo er farið til baka, út á Djúpið. upp í þokuna og upp úr henni. Klukkan tvö situr vélin á flug- vellinum í Reykjavík og nokkrum mínútum seinna sit ég eins og ekkert hafi í skorizt yfir próförk- um og umbroti. Slíkur getur hrað- inn verið á ferðalögum Pétur landshornasirkill. I :: Hjartanlega þakka ég börnum mínum, vinum og « :! 2. júlí síðastliðinn. Klemens Jónsson, Dýrastöðum I :: nágrönnum auðsýndan sóma og vináttu með heim- :: H sóknum, gjöfum og kveðjum á sjötugsafmæli míínu «♦ :: :: Útvegum 1. flokks stimpluö egg til verzlana og greiða sölustaða úti á landi. Ábyrgð tekin á góðri og vand- aðri vöru. Eggjasölusamlagið , Þverveg 36 — Reykjavík. Sími 2761

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.