Tíminn - 11.08.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.08.1948, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 11. ágúst 1948. 175. blað Mörg fögur fyrirheit voru bæjarbúum gefin við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Ekki hvað sízt á sviði húsnæðis- málanna. Það má teljast tímabært að taka nokkuð til athugunar á hvern hátt méirihluti bæjar- stjórnarinnar hefir unnið fyr ir bæjarbúa að því að leysa húsnæðisvandræðin. Bærinn hefir' látið byggja allmargar íbúðir í stórum sambygging- um við Skúlagötu og Löngu- hlíð. Það laglega hefir forráða- mönnum bæjarins tekizt, að byggingar þessar eru a. m. k. % dýrari en sambærilegar byggingar er byggingarfélög hafa byggt, og allt að helm- ingi dýrari en einstaka mönn um hefir tekizt að byggja fyr- ir, á sama tíma. Samkvæmt þeim upplýsing um sem nú eru fram komnar kostar hver teningsmeter í húsunum við Skúlagötu kr. 473.00 og í húsunum við Lönguhlíð og Miklubraut kr. 445.00. Sambærileg hús, sem Bygg ingarfélag verkamanna í Reykjavík hefir byggt, kosta kr. 333.00 hver teningsmeter og hjá Byggingarfélagi al- þýðu í Hafnarfirði hefir ten- 1 ingsmeterinn kostað kr. 345.00, Það er einnig kunnugt, að í hinni stóru sambyggingu Eskihlíð 16, sem byggð er á svipuðum tímum og * þessi hús, kostaði hver teningsmet er eigi meira en kr. 320.00. íbúðirnar í Eskihlíð 16 eru sízt minna vandaðar en bæj- arbyggingítfnar og um margt sennilega betri til afnota. Sama má segja um verka- mannabústaðina. Vitað er, að einstaklingar hafa á þessum árum byggt á- gæt íbúðarhús, sem eigi hafa kostað meira en 250.00— 270.00 kr. hver teningsmeter, þó vinna þeirra sjálfra sé aö fullu reiknuð. Teijniistofa landbúnaðar- ins telur, að hús sem byggð voru 1947 í sveitum landsins og hafa öll nýtízku þægindi hafi eigi kostað iheira að jafnaði en kr. 220.00—230.00 hver teningsmeter. Aðeins tvö hús eru talin hafa farið upp í kr. 300.00 hver tenings- meter. Það má segja, að Reykvík- ingar séu þolinmóðir, ef þeim finnst ekki nóg komið fyrir þá af stjórn Sjálfstæðis flokksins á bænum, a. m. k. þeim hluta þeirra, sem þarf að leigja eða kaupa húsnæði. Það getur hver maður sagt sér sjálfur, hvernig eftirliti og vinnubrögðum, hefir verið háttað við þessar byggingár sem kosta Y^—Yz meira en sambærilegar byggingar ein- staklinga og félaga sem byggja á sama tíma. Þó má ætla að bærinn hefði getað gert betri innkaup á efni en einstaklingar. En ekki bólar á því að bæjarstjórnin sjái neitt bogið við þetta, eða telji ástæðu til að athuga þetta neitt frekar. Óneitan- lega væti gaman að sjá bygg- ingareikningana og bera þá saman við byggingareikn- inga annarra. Hvernig skyldi bændum Eftir Hunnes Pálsson frá tJndirfelli. landsins ganga búskapurinn, ef 3 herbergi og eldhús í hús- um þeirra þyrftu að kosta 180 þúsund krónur. Þar sem ekk- ert sveitabýli kemst af með minna en 4 herbergi og eld- hús auk mikilia geymslna. Eða hvernig ætli að smáút- gerðarmenn og verkamenn í kauptúnum út um land gætu lifað í þetta dýru húsnæði. En ef betur er að gáð, þá blæðir allri þjóðinni fyrir það hneiksli, sem hér hefir þróast undir handarjaðri bæjar- stjórnar Reykjavíkur og fyr- ir atbeina hennar. Að því mun vikið síðar. Skúlagötu- íbúðirnar voru leigðar út en Lönguhlíðarhúsin eru aug- lýst til sölu. Kjörin sem bærin býður upp á er: að borga út 70 þús. og greiða svo að auki mán- aðariega sem svarar hárri húsaleigu, eða kr. 780.00 á mánuöi í 10 ár, en úr því sem nemur hæfilegri-leigu í næstu 40 ár. Tæplega munu efnaminni borgarar bæjarins geta sætt þessum kjörum, og er því hætt við, að fólkið sem fékk loforð um bættan hag og bjartara húsnæði við sein- ustu bæjarstjórnarkosningar. Megi áfram hýrast í bröggum og kjöllurum. En það verða aðrir menn, sem græða á húsbygginga- hneyksli bæjarins. Á síðustu verðbólgu árum hefir sá atvinnuvegur að byggja og selja hús í Reykja- vík, verið einn sá álitlegasti. Það er vitaö, að ýmsir at- orkusamir og hyggnir fjár- plógsmenn, hafa grætt milj- ónir á slíkum framkvæmd- um. Þó hafa þeir allir selt mun ódýrara, en bærinn telur sig þurfa að selja þriggja her bergja íbúðir. Hjá sumum byggingarfélögunum voru þriggja herbergja íbúðir seldar s.l. ár fyrir 50—60 þús. kr. lægra en bærinn selur nú. Þó var ætlað, að þeir, sem seldu, græddu a. m. k. 35—45 þús. kr. á hverri íbúð. Reykja víkurbúar mega því áreiðan- lega biðja guð að forða sér frá byggingaframkvæmdum bæjarstjórnarinnar, þegar einstakir fjárplógsmenn geta boðið þeim upp á Yí betri kjör. Það má fullyrða, að bygg- ingabrask bæjarstjórnarinn- ar hækkar allt húsaverð í bænum í stórum stíl, og um leið alla húsaleigu. Borgarstjóri Reykjavíkur getur tæpast horft með vel- þóknun yfir það, sem hann heíir gert, og þótt það harla gott, nema hann sé að yfir- lögðu ráði að hjálpa þeim mönnum, sem byggja hús til að selja þau eða leigja. En hvar liggur hundurinn grafinn? Sjálfstæðisflokkurinn hefir lengi legið undir þeim grun, að hann væri tæki nokkurra ríkustu manna landsins, til þess að hjálpa þeim til að græða meira. Þeir menn, sem á stríðsárunum og síðar, lögðu það fyrir sig að byggja hús og selja„ eða braska með gömul hús.hafa sízt verið eft- . irbátar hinna margumtöluðu j heildsala, í því, að rista breið an þveng af hrygglengju ná- ; unga síns í peningalegu til- liti, og sennilega hafa öngvir | menn grætt eins mikið og 1 húsabraskarar, og öngvir | aukið eins á dýrtíðina. Þessum mönnum hjálpar . bæjarstjórnin dyggilega á tvennan hátt. í fyrsta lagi með því að 'gera byggingar sínar Yí dýr- ' ari, en það dýrasta sem ein- í staklingar hafa byggt og selt, og gera því einstökum húsa- bröskurum hægra um vik að ; græöa meira, en þeir hafa nokkru sinn getað gert hing- að til. í öðru lagi hefir bæj- I arstjórnin með byggingar- ' framkvæmdum sínum lagt | eins þungt lóð og hún getur, j á þá metaskál, er sanna á, að framkvæmdir þess opinbera hljóti alltaf vera dýrari en 'einstaklinganna. t Með öðrum orðum: Henni I hefir tekizt að sanna með I byggingabraski sínu, að það er Ya verra að láta bæjarfélag ið byggja, en einstaka gróða- menn, og það þó þeir fái að græða á byggii^gum sínum : eins og þeir hafa samvizku til. Slíkt verður að teljast j heppilegt fyrir vissa tegund , manna. | En hvað hugsa aumingja þj óðnýtingarflokkarnir ? Ef dæma á eftir framferði kommaleiðtoganna síðustu ! ár, má ætla, að þeir brosi í kampinn c£ hugsi að það sé bezt allt sem vitlausast í borgaralegu þjóðfélagi. Ætla má, að Aiþýðuflokks- leiðtogunum líði ekki vel, en þeir þurfa að sýna stóra bróður þclinmæði og lang- lundargeð. Eitt er þó alltaf víst í þessu máli, og það ér það, að þess- ar síðustu framkvæmdir bæjarstjórnar Reykjavíkur hækka allt húsaverð og alla húsaleigu frá því sem veriö hefir, og gera mun verra að ráðast aö verðbólgudraugn- um. Ráðleysi bæjarstjórnar Reykjavíkur og gróðafíkn þeirra, er nota flokkinn sem tæki, til að græða meira, á- samt hóflausri og hlífðar- lausri baráttu upplausnar- aflanna til að gera allt at- vinnulíf óstarfhæft, hefir komið atvinnulífi þjóðarinn- ar í það horf að gefa þarf með flestri framleiðslu lands manna, og til þess verður rík- issjóður að verja tugum milj- óna. Enginn vafi er á því, að dýrtíðin í Reykjavík veld- ur aukinni dýrtíð á öllú landinu. Reykjavík er þannig sett, að hún sýgur til sín arðinn af striti allra landsbúa. Bæði í gegnum verzlunina, opinbera starfsemi, skóla og fjárflutn- ing ut»n úr byggðum lands- ins. Fjárplógsmenn og fagfélög með bæjarstjórn í broddi fylk ingar hafa orsakað það, að mikill hluti Reykvíkinga verð ur að láta Ys—Ys af öllum tekjum sínum í húsaleigu. Launastéttirnar hafa lítt reynt önnur ráð gegn arðráni (Framhald á 6. siðuj. I>aö rignir. Eftir mai'gra daga þurrk er loks komiS regn. Við er- um vanari öðru en því, að mæðast yfir því, að sólin skíni og ekki komi dropi úr lofti. Þær eru svo fáar sólskinsstundirnar okkar og rigningardagarnir eru svo rnargir, gráir og drúpandi. En hóf er bezt að hafa í allan máta og þurrkdag- j arnir gæt'u líka orðið gráir og , þreytandi hér í Reykjavik. Rykið er þreytandi. Og þaö virð- ! ist alltaf geta orðið meira og meira eftir því, sem þurrkarnir ganga , lengur. j Ég' átti leið um Noröurmýrina nýlega. Ég var að virð'a fyrir mér , gróðurinn í görðunum. Þykkt ryk- ; | lag sat á öllum trjágreinum og blöðum. Og sums staðar voru blöð- j 1 in orðin svört á röndunum, farin að visna upp og skrælna. Það er , I hryggðarmynd að horfa á þetta. j i En það er eins og djúpur rakur j | jarðvegur mýrarinnar dugi ekki j j til að bjarga trjánum og veita j þeim lífsþrótt til að vérjast ryki götunnar. Og eftir- að hafa athugaö , þetta og annað eins, þykir okkur j eðlilegt að taka undir hið forn- , kveðna, þegar gróðrarskúrinn fell- j ur og svalandi, mildir clropar skola , j rykinu af grænum blööunum: — ' Þá lét drottinn koma regn. i j Það hefir verið góð hcyskapartíð um land allt undanfarið. Þ:ð þykir j æskilegt við heyskapinn að hafa1 i sólríkt sumar. Það er alltaf gaman ' að vinna í góðu veðri og auk þess,! er þurrkurinn alltaf lreppilegur, j að minnsta kosti að vissu marki. £n fjölmargir bændur vilja samt hafa rigningu með annan tímann. j Ráektaða landið er svo lítið ennþá ' hjá mörgum bóndanum, að honum I veitir ekki af að fá fulla sprettu af því tvis.var á sumri, ef hey- skapurinn á að ganga æskiiega og búskapurinn að ganga skemmtilega. En ti' .þess að það geti orðið þarf að hafa sprettutíð alit sumarið eða að minnsta kosti að því marki, aö jörð og gras skrælni ekki. Því er langt í frá, að því sé illa tekið í sveitum, þó að rigni dag og dag og við vonurn að þetta verði ekki nema skapleg gróðrarskúr í þetta sin'n, rétt til að binda rykiö' á götunum og svala gróðri í görðum og túnum. Skólagarðana viö Lönguhlíð ætt uð þið að sjá. Ég heí ekki kynnt mér þá neitt umfram, sem aðrir blaðalesendur hafa gert, en svo gekk ég þar framhjá núna á sunnu daginn. Þaö er fallegt að líta yfir beðin með kálinu og blómunum. Þau eru vel hirt og skemmtilega. Svo er allstór jaröeplaakur, sem líka er fallcgur að sjá. Það er ástæða ti! að fagna þess- ari nýbreytni. Ég er viss um. að þetta er þáttur, scm á eítir aö verða merkilegur liður í uppeidis- starfi skólanna í Reykjavík. Og þó að þetta sé aöeins lítilfjörleg byrjun, sem nær aðeins til fárra barna hefir það löngum sýnt sig aö mjór er mikils vísir, og svo mun líka veröa liér. En til aö vísa ykkur á það sem fal'egt er og ástæða til að' gleðja sig við vildi ég segja ykkur frá þéssu. Svo veit ég líka, að ef þið skoðið þennan stað og kynnist starfinu þar, hlýtur þaö að flýta fyrir æskilegri þróun og meiri fram- kvæmdum í málinu. Og það er önnur hliðin og þó í samræmi við hina fyrri, því að við munum öll gleðjast yfir vexti og viðgangi þess arar starfsemi al'lrar. Pétim landshornasirkill • i -r Höfum venjulega úrval af I karlmannafötum úr sterkum ■ íslenzkum efnum. frá Bergstaðastræti 28. Sími 6465. Augiýsið í S ÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.