Tíminn - 24.10.1948, Page 1
Bitstjórii
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarjlokkurinn
SJcrifstofur l Edduhúsinu
Ritstjórnarsímar:
4373 og 2353
AfgreiSslu- og auglýs-
ingasími 2323
Prentsmiðjan Edda
32. árg.
Reykjavík, sunnudaginn 24. okt. 1948.
235. blað
Hinni nýju gistihú
greiðslubyggingu á
víkurflui
Ýnisar i'Ielri byggugapfraffiikvænidlr í
fsaun veginn að hcfjast á velllmim.
Formaður flugráðs, fíugmálastjórz og forystumenn am-
eríska flugfélagsins, sem starfrækir Keflavíkurflugvöllinn,
buðu fréttamönnum í gær að skoða mannvirki þau, sem ver-
ið er nú að gera á velHnum. Hin mikla g'stihúss- og af-
greiðslubygging verður fullgerð um næstu áramót og verið
er að hefja ýmsar flezri byggmgarframkvæmdir. FuIIgert er
nú einnig allstórt hús, þar sem starfrækt er þvottahús,
brauðgerðarhús og frystihús.
Fréttamönnunum gafst kost
ur á að fljúga með annarri
björgunarflugvél þeirri, sem
er á Keflavíkurvelli, frá
Reykjavík suður á Keflavík-
urvöll, og einnig skoðuðu þeir
björgunarútbúnað þann, sem
flugvélar þessar liafa, en það
eru meðal annars björgunar-
bátar, búnir vistum og örygg
istækjum, og geta flugvélarn
ar sleppt þeim hjá mönnum,
sem eru í nauðum staddir á
sjó.
Agnar Kofoed-Hansen, flug
vallarstj óri Reykj avíkurflug-
vallar gat þess í ræðu, að
Keflavíkurflugvöllurinn væri
með stærstu og fullkomnustu
flugvöllum i álfunni, þótt
hann gæti nú ekki lengur tal
izt sá stærsti. Hann sagði, að
völlurinn væri búinn öllum
fullkomnustu tækjum til
þess að veita flugvélum að-
stoð, og hefði það m. a. kom-
ið vel í ljós fyrir nokkrum
dögum, er tveggja hreyfla or-
ustuflugvél, sem var alger-
lega villt yfir íslandi, hefði
verið hjálpað til að Ienda, og
hefðu flugvélin þó verið svo
ísuð, að flugmaðurinn sá
ekki út um gluggann.
Hann sagði enn fremur, að
það væri gömul norræn hefð
að halda gerða samninga og
sýna drengskap í viðskiptum.
Samvinna , við hina bandar-
ísku menn á vellinum hefði
verið hin ákjósanlegasta. ís-
lendingar hefðu reynt að
sýna þeim drenglyndi í skipt-
um og hlotið hið sama í móti.
Óeirðir í Helsingfors
Nokkrar óeirðir urðu í Hels
ingfors í gær. Höfðu kommún
istar efnt til útifundar þar
og hófu nokkrir fundarmenn
grjótkast að lögreglunni. Lög
reglan reyndi að koma á friði
og reglu og varð að beita
kyifum til þess að dreifa
mannfjöldanum. Kommún-
istar hafa nú krafizt þess,
að lögreglumönnum þeim,
sem hér áttu hlut að máli
verði vikið frá starfi.
Gistzhúsið og flugafgreiðsl-
an fullgerð um áramót.
Hörður Bjarnason, skipu-
lagsstjóri ríkis’ns, sem haft
hefir yfirumsjón með hinum
nýju byggingaframkvæmd-
um á vellinum af hálfu ís-
lendinga, sýndi fréttamönn-
unum bygg'ngarnar og lýsti
þe’m. Er gert ráð fyrir, að
þessi nýja bygging verði full-
gerð um áramót. Upphaflega
átti hún að vera til í þessum
mánuði, en hefir se’nkað af
ýmsum óviðráðanlegum or-
sökum.
Þetta nýja hús er stórbygg-
ing, 100 metra löng, tvær hæð
ir og um 14 þús. rúmmetrar.
Á neðri hæð hússins eru
afgreiðslusalir fyr!r flugvél-
ar, tollgæzlu, flugfélög, Ferða
skrifstofu rikisins, veðurþjón
ustu o. m. fl. Á efri hæð húss-
ins verður gistihús. Eru þar
herbergi fyrir 68 gesti og allt
rúmgott og vandað. Segja má
þó, sagði skipulagsstjóri, að
þetta húsrými sé þegar orð-
ið of lítið áður en það er full-
gert, svo mjög hefir umferð-
in um völlinn aukizt.
Er því gert ráð fyrir að
hefja von bráðar nýja gisti-
húsbyggingu við suöurhlið
bessa húss, og verða þar
fimmtíu herbergi. Þetta gisti
hús og afgreiðslustöð verður
með því allra vandaðasta, sem
þekkist á nokkurri flugstöð í
heiminum. Húsið er byggt úr
stálgrind og klætt utan með
alúmíníum, svipuðu því, sem
notað er nú í flugvélar. Inn-
rétt’ng er að miklu leyti úr
ljósu birki og hin fegursta.
Þá er einnig lokið stórri
steinbyggingu á vellinum. Er
þar þvottahús, brauðgerðar-
hús og frystihús, búið full-
komnustu tækjum. Tók
þvottahúsið til starfa á mámi
daginn var.
Hafin bygging íbúðarhúsa.
Þá er og í þann veg;nn að
hefjast bygging íbúðarhúsa
fyrir starfsmenn á vellinum.
Verða fyrst byggð 6 hús með
8 íbúðum hvert. Verða byggð
14 slík hús á næstu árum. Þá
er einnig ráðgert að byggja
skóla, samkomuhús o. fl.
Verkföllin í Frakklandi hafa dregiS a3 sér athygli alls heimsins undan
farna daga og hefir sums staðar komið tii all alvariegra átaka milli
lögreglunnar og vérkfállsmanna. Iícfir sums staðar .iafnvel verið i skrokk átti Auður
beiít skotvopnum gegn verkfallsmönnuni. Myndin er af hópgöngu jr Kálfastl'Önd í
verkfallsmanna í franskri borg.
Lifandi laxar íSuítir Or
Þrettán þúsund
kindum slátrað
á Húsavík
Slátrun sauðfjár hjá Kaup-
félagi Þingeyinga á Húsavík
er nú fyrir nokkru lokið.
Slátrað var um þrettán þús-
und fjár. Var sláturféð yfir-
leitt vænt, heldur vænna en
í meðallagi. Meðalvigt allra
c* kanna, sem voru veghir
var 14,39 kg. er það meira
en einu kg. minna en í fyrra,
en þá fylgdi allur nýrnamör
skrokkunum.
Hæst meöalvigt var hjá
Eiðt Ásgirimssyni bónda að
Þóroddsstööum í Kinn- Lagði
hann inn fjórtán lambhrúta,
sem höfðu meðalvx'gt 18,68
kg. Jafnvænsta féð mun Páll
Guðmundsson bóndi i Engi-
dal í Báröardal. Lagöi hann
inn 70 dilka er höfðu meðal
þunga 18,26 kg. Þyngsta dilk-
ísleifsdótt
Mývatns-
sveit. Vóg hann 26 kg. Mest-
ur hluti fjársins, sem slátraö
var á Húsavík var flutt á bíl-
um á sláturstað. Tókust þeir
Jlutningar mjög vel og ekki
sást nokkur skrokkur mar-
Laxar merkíir í þremnr ám í haust.
í hausí verða gerðar nýstárlegar tilraunir með Iaxa-
merkingar og laxaflutninga hér á landi, sem gera má ráð
fyrir, aö margir landsmenn hafi gaman a£ að fylgjast með.
Hefir blaðamaður frá Tímanum snúið sér til Þórs Guöjóns-
sonar veiðhnálastjóra og fengið hjá honum upplýsingar um
Iaxamerkingarnar í haust.
Merkí við þrjár ár.
í naust veröa laxar merlct-
ir við þrjár ár. Fara merk-
ingarnar fram í sambandi
við laxaklakið, þannig að
notað er tækifærið að merkja
þá fiska, sem búið er að
fanga, til að ná úr hrognum.
Verða laxarnir merktir eftir
að búið er að kreista úr þeim
hrognin, áður en þeim er
sleppt aftur í árnar.
í haust fara merkingar
fram við Elliðaárnar, við
klakhúsið hjá Hvassafelli í
Norðurárdal og við Sogiö, þar
sem merktir verða laxar úr
Soginu og Stóru-Laxá. Við
Norðurá verða merktir Iaxar
úr fleiri ám í Borgarfirði.
Merkingarnar fara aðallega
fram um og eftir næstu mán-
aðamót, eða um sama leyti
og klakið byrjar.
Laxar fluttir lifandi
á landi.
í sambandi við laxamerk-
inguna við Elliðaárnar fara
fram all nýstárlegar tilraun-
ir. Verða merktir laxar, sem
teknir hafa verið úr Elliða-
ánum. Verða fyrst tekin úr
þeim hrogn, en þeir síðan
| merktir og flutt.'r upp í Borg
arfjörð og þeim sleppt þar í
Flókadalsá.
Þykir mönnum fróðlegt að
sjá, hvern árangur merking-
ar þessar sýna, en hér er um
að ræöa milli 50 og 60 laxa.
Ef þessir merktu la,xar veið-
ast, má fá nokkra hugmynd
um göngu laxanna milli ánna
og hvort þeir sækja aftur til
sinnar fyrri ár, þótt þeim
hafi verið sleppt annars
staðar.
PalestínumáHnu
frestað um viku
í stjérnmálanefnd
S. Þ.
Sfcjórnir ísraels og Líbanon
hafa kært hvoi aöra til S. Þ.
vegna griðrofa, er þær telja
að framin hafi verið. Stjórn-
máianefnd S. Þ. hefir þó á-
kveðið að fresta umræðum
um Palestínumálið i eina
viku, og telja ísraelsmenn
það mjög óhyggilegt-
mn.
Bramnglia ræðir
við Vishinsky
Bramuglia forseti Öryggis-
ráösins ræddi við Vishinsky
í gær um tillögur þær, sem
þau sex ríki, sem hlutlaús
eru um Berlínardeiluna, hafa
borið fram. Ekki er vitað um
þær viðræður, né hvernig
Rússar muni muni bregðast
við tillögunum og afgreiðslu
þeirra í ráðinu. Fulltrúar
fjórveldanna munu ræöa við
stjörnir landa sinna um helg
ina, en máliö ver'ður tekiö fyr
ir að nýju á mánudaginn.
Sameinuðu bjóði
ar þriggja ára
í gær voru liðin þrjú ár
frá stofnun S. Þ. var þess
minnzt á fundi allsherjar-
þingsins í gær. Dr. Ewatt að-
alforseti þingsins flutti ræðu
og kvað S. Þ. þegar hafa orð-
ið til mikils gagns. Hefði starf
semi þeirra bjargað þúsund-
um manna frá hungurdáuða
og" lægt ófriðarhorfur víða í
heiminum, e';,n.kum i Pale-
stínu. Ewatt deildi rnjög á
þá menn, sem ælu stöðugfc á
því, aö starfsemi S. Þ. væri
gagnslaus. Þeir væru aðeins
til óþurftar og leggðu fæstir
nokkuö af mörkum til þess að
bæta ástandiö i heiminum.