Tíminn - 24.10.1948, Síða 3

Tíminn - 24.10.1948, Síða 3
235. blað TÍMINN, sunnudaginn 24. okt. 1948. 3 LeiUfélmj ReyUjiuvíkur: Gullna hlihih Sótt í brunna sögunnar Bréf frá Jóni ritara til Jóns Sigurðssonar Gullna hliöið er verk, sem íslendingar rnega vera stoltir af. Það er þannig frá því geng ið af hálfu höfundar og með- ferð íslenzkra leikenda, er verkinu samboðin. Er sjálft verkið, bæoi við samningu og meðferð á sviði, byggt á gam- alli og góðri islenzkri menn- ingu. Þannig er Gullna hliðið íslenzk eign, •— alþjóðareign, — og það eru allar likur til, að það verði það um langan ald- ur, — ísienzkur leikur, sem alþjóö þekkir og tileinkar sér. Gullna hliðið er ódauöleg lýsing á baráttueðli kúgaðs og fátæks íslendings. Jón kotbóndi á í bazii alla sína ævi. Hann er að öorum þrseði uppreistarmaður gegn öllum stjórnarvöldum á himni og jörðu og virðir hvorki guðs né manna lög nema að takmörk- uöu leyti. Hann leyfir sér aö gagnrýna og meta sjálfur jafnt guðsorð sem konungs- boð. En samfara þessu her- skáa sjálfstæði er hann hrotti og harðjaxt. Hann hefir allt- af verið 1 sjálfsvörn, — bar- áttu upp á líf og dauða. Sú barátta hefir hert hann. Kjarkur hans hefir vaxið en líka kuldi og harka. Því virð- ist Jón á yfirborðinu verri maður en hann er. Jafnfrarnt því, sem Gullna hliðið er lýsing á Jóni bónda, geymir það aðra mynd engu síðri, þar sem er kerlingin kona hans. Þs.r er lýsing á hinum umhyggjusama og. verndandi kærleika, sem! aldrei þreytist eða bugast, en j vex af hverri raun, sem' mætir á þeirri leið, sem j liggur ástvininum til bjarg- J ar. Báðár þessar persónulýs- i ingar eru meira en íslenzkar.1 Þær eru óháðar löndum og þjóðum og eiga alls staðar i við, þar sem mannlegt eðli og mannleg barátta kemur við sögu. Hins vegar opnar þekk- ing á íslenzkri þjóðtrú og ís- lenzkri menningu liðins tíma leiðina til skilnings á því umhverfi, sem þessi barátta er háð í. Sýning leikfélagsins á Gullna hliðinu að þessu sinni er með ágætum. Arndís Björnsdóttir túlk- ar vel þolinmóða og þraut- seiga elju og umhyggju kerl- ingar að bjarga velferð bónda síns og gera hlut hans sem beztan. Sá leikur er bæði fagur og sannur. Brynjólfur Jóhannesson hefir margt gert vel.'en sjald- an mun honum hafa tekizt betur, en þegar hann heldur uppi svörum fyrir sál Jóns bónda, sem er hneppt í skjóðu kerlingar. Hortugur og djarf- yrtur berst hann sinni bar- áttu æðrulaust, þó að hlutur hans sé þröngur. Hér verður ekki fjölyrt um leik annarra í þessu verki, en margt, er þar vel gert. Þjófur, böðull, drykkjumað- ur, frilla Jóns og sýslumaður eru allt eftirminnilegar per- sónur, þó að kynning þeirra sé skammvinn. Óvinurinn er ósvikinn drýs- ill, lymskur og flár, sem bæði getur verið' ísmeygileg- ur freistari og aðgangsfrekur og kann vel að bregða fyrir sig djöfullegu glotti, en eng- inn höfuðfjandi er þetta. Það er heldur ekki nauðsyn- legt, en enginn mun efast um hvoru megin persónan stend- ur eða hver erindi hún rekur. Steingerður Guðmunds- son fer með hlutverk Maríu meyjar af mildi og blíðu, en óneitanlega vantar í það há- tignina, sem ætti að vera samfara. En þetta hlutverk krefst óvenjulega mikils, svo að þvi séu gerð full skil. í heild má segja það, að þetta leikrit er heppilegt til flutnings, því að þar fer sam- an gamansemi og fyndni og veigamikill boðskapur. Þetta er því skemmtilegur leikur, sem skilur þó eftir áhrif, sem geymast vel. Og það eru slík viðfangsefni, sem Leikfél’agið ætti að finna sér, því að það hefir öll tök á að vaxa af þeim. H. Kr. ÚTSÖLUSTAÐIR i í REYKJAVÍK ! Vesturbær: j Vesturgötu 53 West-End. ! Fjólu, Vesturgötu ísbúðin, Vesturgötu 16 ; Miðbær: Bókastöð Eimreiðar- innar Tóbaksbúðin Kolasundi Austurbær: Veitingastofan Gosi. Söluturninn við Lækj- artorg Bókabúð KRON Laugaveg 45 Veitingastofan Florida, Veitingastofan Óðins- götu 5. Bókaverzlunin, Sam- túni 12 Söluturn Austurbæjar Verzlunin Ás. Flugvallarhótelið. Jóhannes Elíasson — lögfræðingur — Skrifstofa Austurstræti 5. III. hæð. (Nýja Búnað'arbankahúsinu) Viðtalstinii 5—7. — Sími 7738. Kvenfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Mýrarhúsaskóla. Verzl. Eyþórs Halldórs- sonar, Víðimel. Pöntunarfé- laginu, Fálkagötu. Reynivöll- um í Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs G. Gunnlaugssonar, Austurstræti. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 EF YÐUR VANTAR skemmtlega bók til lesturs eða gjafa, þá farið í Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, Laugaveg 10. Jón Jónsson, er kallaður var „rilari", var fa>ddur 1811 og lézl 1883. Hann var sonur Jóns Johnsens frá Stóra- Ármóti, bæjarfógeta i Alaborg. Þótt Jón væri alinn upp í Damnörku, talaði hann og ritaði íslenzku mætavel, enda var hann þjóðrækinn og góður Islendingur. Þegar stift- amtmannsembættinu var breytt í landshöfðingjadæmi (1. apríl 1873), varð Jón Jónsson landshöfðingjaritari. Hann var lögfræðingur að menntun, ákaflega geðríkur maður og kappsfullur, framúrskarandi dugnaðar- og starfsmaður. Þau tiu ár, sem hann gegndi hér embælti, kom hann mjög við sögu Reykjavíkurbæjar og raunar landsins alls. Auk hinna föstu cmbætlisstarfa voru honum falin mörg trún- aðarstörf önnur, fjárkláðafógetastarf, rannsóknarstörf í hinum svonefndu Elliðaármálum, bæjarstjórnar- og ál- þingismannsstörf. Jón ritari stofnaði blaðið Víkvcrja, skömmu eftir að hann tók við embætti sinu við landshöfðingjadæmið, og koni það út um fimmtán mánaða skeið. Þótt Víkierji lifði ckki lengur en þetta, skipar liann merkilegt rúm i sögu islenzkrar blaðamennsku. Hann er fjörmeiri og skemmtilegri c-n íslenzk blöð köiðu áður verið, með meiri nýtízku blæ. Jóni ,.ritara“ er svo lýst, að hann háfi verið „géfu- maður mikill og læiður í lögum, en ör og ákaflyndur, bar- dagamaður liiim mesti og óhlifinn mótstöðumönnum sín- um, en valinenni í aðra röndina. ,,I cngu var hann mcðal- maður“, var kveðið eftir hann látinn. Fremur var hami ófríður sýnum, með mikinn herðakistil." (Jón Helgason). Þótt Jón ritari væri samstarfsma ður Hilmars Finsens landshöfðingja og vinur hans mikill, dáðist hann einnig mjög að Jóni Sigurðssyni, eins og gliiggt kemur fram í „Víkverja", s\ o og bréfi þvi, scm hér fer á eftir. Eins og bréf þetta ber með séiyhefir J. S. verið all- tortrygginn i garð dönsku stjórnarinnar í tilefni af stjórn- arskránni 1874, enda er vitað, að lianu var mjög óánægð- ur með sum ákvæði hennar. Þess skal ennfremur getið Lil skýringar, að Jón Sigurðs- son hafði, meðal annars fyrir áeggjan margra \ina sinna í Reykjavík, sótt um rektorsémbæltið, sem losnað hafði við lát Jens bróður hans. Fór liann fram á það, að ýms- ar umbætur yrðu gerðar á skólanum, en þegár þær kröfur voru eigi teknar til greiua, tók hanu aftur umsókn sína. G. G. Reykjavík, 6. maí 1874. Háttvirti góði vinur! Ástar þakkir fyrir ið ágæta bréf, sem ég meðtók frá yður með siðasta pósti. Ég þyk- ist hafa sterkar taugar, en ég get eigi neit- að því, að mér verði stundum hálfillt, þeg- ar ég heyri svo marga góða landa lýsa van- trausti sínu á stjórnarfyrirkomulagi því, sem nú er orðið og verður hér á landi, og á þeim manni, sem hefir verið og er sálin í þessum breytingum. Ég hefi oft spurt sjálfan mig: Getur það verið ætlun stjórnarinnar með þessu fyrirkomulagi, að kúga landa þína eða svipta þá þjóð'erni sínu? Ég hefi hugs- að með sjálfum mér, að mér hefði verið þúsund sinnum betra aö vera kyrr við kjöt- katlana í Álaborg, en að vera með í slíku verki; en ég get enn eigi séð, og hefi eigi haft neina ástæðu til að halda, að slík ráð búi undir hjá stjórninni, og ég held, að þér gerið henni rangt til meö því að kalla aug- lýsingu konungs „flærðarskjal“. En þó þér nú heföuð rétt að mæla hér, þó stjórnin hefði allt annað í hyggju með oss en hún þorir að láta í veðri vaka, væri þá ekki skynsamlegast af íslendingum að ganga á lagið? Þegar konungur vor talar til vor sem sérstakrar þjóðar, þegar hann í auglýsingu viðurkennir, — eður sýnist að viðurkenna —, in þjóðlegu réttindi vor, þá sýnist mér, að vér ættum, þó vér grunuðum hann eða stjórn hans um græzku, að vera eins ein- lægir við hann og hann við oss, og ég sé eigi, að vér með þakkarávarpi, sem svari til hinnar konunglegu aúglýsingar, gerum ann- að en að slá það, sem konungur hefir mælt um in sérstöku réttindi vor, fast. Þaö, sem þér segið' um að stjórnarskráin sé octroy (valdboð), get ég eigi fallizt á, og hvernig verður octroy hugmyndin samrýmd með ávarpi alþingis til konungs í fyrra? Annað er það, að eigi allar greinir í skránni eru eins og vér hefðum kosi'ö þær, en batnandi manni er bezt að lifa, og þér takið sjálfir fram, að stjórnarskráin verði, hvernig sem fer, að binda enda á sjálfdæmishjal stjórn- arinnar. Nú er tíminn kominn fyrir oss ís- lendinga sjálfa að vinna aðframförum vor- um, nú verðum vér að hætta að fleygja flestum sorgum vorum á stjórnina, og nú skal það' sýna sig, hvort við erum þeir menn, sem vér látum í veðri vaka. Ég hefi góða von um að þetta muni reynast, þó vind- urinn, og að nokkru leyti óáreiðanlegleikinn, ef til vill, sé meiri hjá oss en hann ætti að vei'a. Ég held, að þessi vindur, hvort sem hann kemur fram í stjórnargreinum Norð- anfara eða i sumarkveðjum Þjóðólfs, sé éin- ungis á ýfirborðinu, og að íheginhluti þjóð- arinnar sé ráðsettur og stilitur. Ég hefi stundum þótzt geta lesið milli línanná í inum síðari árum af Nýjum félagsritump aö þér efaðist um að þjóðin hefði nógu mikla menntun til að taka sjálf við stjórninni, og þaö gleður mig nú að sjá, að það hefir eigi verið þessi efi, sem aftraði yður frá að hætta við exil*) yðar og setjast að á milli vor; eh þess vegna veröur skaðinn af að missa yður eigi minni, og maður þarf eigi að lifa marga mánuði í Revkjavík til að sjá, hvað mikiö oss vantar hús hér eins og yðar hús. Þér hefð'uð orðið sannur faðir allra stúdenta og skólapilta. Allur drykkjuskapur hefði hætt af sjálfum sér, og ekkert hefði meira en hingaðkoma yðar, getað stutt að þvi að gera Reykjavík að íslenzkum bæ og þannig gera hana alveg maklega til að verða hof- uðstaöur landsins. Að mínu áliti vantar mik- ið í, að Reykjavík með rétti geti verið þetta. Flestallt fólkið hefir mesta interessu 'fýíir kjaftæði og fyrir að éta og drekka, og þ'að hús, þar sem gestrisnin og menntuninnær mest, er danskt; en til hvers á að haldá' á- fram þessum harmatölum? Þjóðvinafélagsalmanakið er ég náttúr- lega búinn að kaupa, en verð aö frestá áð lesa það eður stúdera það, þangað til pq^t- arnir eru farnir! Idean er ágæt, og ég< hafði hugsað mér, ef Víkverji borgaði sig, að láta kaupendur hans fá slíkt almanak, en nú þarf þess eigi. Ég hafði t. d. viljað hafa í slíku almanaki eins konar islenzkan „hof og statskalender“, eður embættismannatal, og skýringar á póstlögunum, bréfburðargjald innlent og héðan til útlanda m. m. Á ég að hugsa um að útvega yður hvorttveggja eða annaðhvort næsta ár? Ég skal með ánægju útvega yður allt smávegis frá landshöfð- ingjadæminu, ef þér vilduð gjöra svo vel að tilgreina, hvað þér viljið hafa. Það er ekki að hugsa til að koma til landshöfðingjans um slíkt, hann er alveg upptekinn af pri- vatbréfaskriftum, veizlum og heimsóknum, eftir að inn officielli póstur nú loksins er búinn. Ávarp Halldórs og allra inna annara kon- ungkjörnu og þjóðkjörnu þingmanna til konungs, sem ég hefi getið um við yður, fer nú til Hafnar. Það er ritað í anda biskups- ins eður af honum, með tilstyrk Halldórs. Sumt má finna að því, en menn vona, að það skuli hafa það að verkum, að konurigur komi sjálfur hingað í sumar. Þá ættuð þér að koma með honum, eða getum vér;! eigi átt von á því? .... .... Fyrirgefið þér nú þetta bréf, það er ó- vandað bæði að efni og orðfæri, en ég get eigi stillt mig um að tala og rita til yðar eins og þér væruð minn nánasti ættingi. Víst er það, 'að þér í mörgu hafið verið minn and- legi faðir, þó þér ef til vill eigi sjálfir vitið það. Ég bið yður að bera húsfreyju yðar, frú Thorgrímsen, Sigurði fóstra yðar, Birni Jónssyni og mörgum öðrum löndum mínar beztu kveðjur. Yðar skuldbundinn og elskandi __________ Jón Jónsson. *) Exil = útlegð, dvöl fjarri œttlandi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.