Tíminn - 24.10.1948, Síða 4

Tíminn - 24.10.1948, Síða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 24. okt. 1948. 235. blað vermg a aflabrö Pjói'Öa síldarleyslsárið norð anlands hefir nú enn aukiö skuldabagga þeirra manna, sem við þessa útgerö hafa fengist að undanförnu, auk þe,ssa sem það hefir bakað þjóðinni allri stórra vandræða á mörgum sviðum. Nær und- antekningarlaust má nú svo segia, að félög jafnt sem ein- staklingar, sem þátt hafa tek ið í útgerð þessari, séxx nú svo báglega staddir, að þeir eigi hvergi nærri fyrir skuldum. Aætlaöur taprekstur af síld Efrútgerðinni í sumar mun vera eitthvað á milli 15 og 20 íxtilljónir. Þessi sama útgerð hefir fengið styi'ktarlán, sem nemur annari eins upphæð, yegna tapreksturs á árunum 1946 og 1947. Það er því alveg áúgijóst mál, að slíkt hætíu- sp'il, sem síldarútvegurinn hefir reynst þessi seinustu ár, getur vart haldið áfram leng ur. Fjárhagsleg geta einstakl •'ftiga. lánsstofnana og ríkis leýfir það ekki, þótt hinsveg- ar margir eigi bágt með að trúa því, að svo geti farið, að .síldin gangi ekki á þessar -slóðir um ófyrirsjáanlega alangt tímabil enn. Af þessum ástæðum hefir það aldrei verið tilfinnan- íegra en nú hversu skammt við erum á veg komnir hvað snexáir raixnsókn og vísinda- Jega þekkingu á þessu sviði, annars hefði, ef til vill, getað bjargað okkur frá ein- hvjerju af því mikla tjóni, sem áð þekkingarskortur samfara ógætilegu ofurkappi á sinn drjúga þátt í. Fjárhagslega héfir okkur fundist það of- , raun að leggja rannsóknum í þágu sjávarútvegsins það til, sepi talist getur lágmark frá íxjóðhagslegu sjónarmiði. Þanixig hafa vísindamönnum okkar ekki verið sköpuð þau skilyrði til rannsókna, svo að af störfum þeirra gæti verið mikills að væxxta. Þetta muxx- um við harma nú, og muixum áö sjálfsögðu fallast á, að þjðo, sem á að miklu le>ti af ■ komumöguleika sína grudvall aða á sjávarútvegi, má ekki látá slík mál svo afskiptalaus, sem rauxx er á. : Ðanir, sem eru ekki neitt sériega stór fiskiveiðaþjóð, gætu verið okkur til fyrir- myndar í þessum efnum. Þeim hefir þótt fiskveiðarnar þess vii’ði, að rannsókxx 1 þágu þeiira væri sómi sýndur. Það er þó eftirtektarvert hversu lítill sá hundraðshluti af framleiðshifjármagni þe»ii'ra er: bundinn í útgerðinni- En þegar við athugum allt það xnikla fjármagn, sem við höf- um í þessari atvinnugrein, og berum svo saman við opinbert framlag til rannsókna á sviði þeirra mála, þá sjáum við hversu áberandi lítið það er, burt séð fi'á þeirri þýðingu, senx þessi, atvinnuvegur hefir fyrir þjóðina. Enda þótt síldarleysið við NÓrÖurland sé hið alvar- legasta mál fyrir alla okkar af J komu, þá er sagaix- um við- j horf til fiskveiðanna almennt. ekki nema að hálfu leyti sögð. Ef litið er t. d. til tog- araútgerðarinnar þá er það sannast mála, að ef nærri því ófyrirsjáanleg atvik hefðu Efíis* Alfoiis Pálmason. ekki konxið til, tsfiskmarkað urinxx í Þýzkalandi, þá má telja nærri víst, aö allur sá floti hefði stöðvast, eða að minnsta kosti færst íxær barmi gjaldþrota. Auk þess sem stór hætta er á því, að ís- fiskmarkaöurinn geti tapast, eða að minnsta kosti rýrixað verulega, er fisktregða að verða mjög tilfinnaixleg. Afla brögð á okkar fyrr svo ágæt- um nxiðunx virðast fara ört minxxkaixdi, aixnað hvort af því að svo mjög gengur á fiskstofninn, eða þá af því, að stór breyting hefir orðið á fiskgöngum, nema hvor- tvegga þetta komi til. Þótt markaður hefði vei'iö góður í Bretlandi í sumar, þá mundi það hafa reynst all erfitt fyr ir skipin að fá í sig fullfermi af þeim fiski, sem boölegur þykir á þanxx markað. Botnvörpuveiðarnar hafa hafa fært okkur milljónaauð, eins og öðrum þeim þjóöum, er þessar veiðar hafa stund- áð. Þegar þessi veiðiaðferð var upptekin, þá þóttust sum ir sjá, að ráixyrkja þessi mundi koma okkur í koll ,síð- ar. Allir sjá nú, að þessar til- gátur hafa reyxxst réttar. Tal ið er að hin fiskfátækari mið, t. d. við Færeyjar, hafi eyðst af völdum botnvörpuveiða. Aukiix veiöi í Norðursjónum eftir það hlé, sem þar varð á veiðum vegna stríðsins, og svo aftur ört minkaxxdi afla7 brögð þar, tiltölulega stuttu eftir að allur sá nxikli floti leitaði þangað að loknu stríðinu, virðist gefa glögga hugmynd um eyðileggixxgar- mátt þessa veiðitækis^ Fram hjá okkur getur það heldur ekki farið, hversu áberandi fljótt fiskur virðist ganga til þurðar á þeim miöum, senx margir togarar stuixda veiðar á. Fiskurimx kemur að vísu enn á hixx þekktu fiskimið, en hversu lengi stendur sá fisk- ur nú? Hverxxig er nú að verða á hiixum tiltölulega nýju fiski miðum, svo sem á Halanunx? Á Þórsbanka (út af Suðaust- urlandi) fengu togara mjög góðann afla nú íxýlega, en svo virðist sem sá fiskur gengi þar til þurrðar á mjög skömm um tíma. Allt bexxdir þetta til þess að fiskmagxxið sé miklu nxinna, en það áður var. Þessari óskaplegu rányrkju, togveiðununx, og afleiðingum þeii-ra, virðumst við gefa lít- inn gaum, minkandi afla- brögðum svörum við nú með stórkostlega auknum togara- flota, útbúnum dýrum tækj- um til marg aukinna afkasta- Við réttlætum vitanlega þess ar gjörðir okkar með því, að það.sé ekki betra að láta út- lendinga eina um þessa gjör- eyðingu fiskimiða okkar, án þess að við njótum eimxig þess stundarhagixaðar. Þó seint sé, þá eru þá augu manna að opixast fyrir því að fá landhelgið stækkað, sem vitanlega er þjóðai'búskapn- um álíka nauðsyxx og bónd- anum er girðing um dýrmætt ræktarland, ef hann lætur sér ekki á sama standa hvort hann flosnar upp af jöröinni, eða að hamx geti haldið bú- skapnunx áfram á heixni. Þeir, sem kynnu að lesa lín ur þessar, nxunu xxú ef til vill segja sem svo, að það sé vanda lítið að draga upp svartar myndir af þessu ástandi, en hafa svo ekkert til þess að benda á tjl úrlausnar eða hjálpar í þessum efxxunx. Þess ar línur eru ekki skrifaðar xxema í þeim eina tilgaxxgi, að vekja menn til umhugsunar um þessi alvarlegu mái, því f'estum muix skiljast, að mál þessi eru stærri eix svo, að það sé á valdi nokkur mamxs að gera neinar þær tillögur, sem breytt gætu viðhorfinu fljót- lega. Þótt hér verði gerðar að eins smávægilegar tilraunir til þess að benda á eitthvað tíl að bæta úr. Eixxs og ég hefi bent á, þá má ekki svo til gaxxga leixgur, að við vanrækjum rannsóknir á þessu sviði. Til þess verðum við að kosta miklu. Strax á xxæsta vori verðunx við að hafa skapað vísindamöixixunx okkar, sem að vísu eru fáir, betri skilyrði til ramxsókixa. Þeir þurfa ef til vill að geta brugðið sér dálítið íxorður í íshafið, með viðeigandi tækja útbúnað, fyrir þann tínxa og á þeim tíma, sem við venju- lega búumst við síldinni að Norðurlaixdi. Ef slík raixix- sóknarskilyrði hefðu verið fyrir heixdi í vor, er undirbún ingur undir sildveiðar átti að hefjast, og við átt svo snjalla vísindanxemx á þessu sviði, að þeir hefðu t. d. getað sagt okk ur það þá, að sökum þeii’ra sterku áhrifa, sem gætti af Pólstraumnum (kaldur sjór snauður söltunx og öðrunx þeim efnum, sem séu skil-, yrði fyrir myndun þeirra líf- rænu efna eða gróðurs) séu ekki íxeiixar líkur fyrir því að hiixar venjulegu síldargöng- ur geri vart við sig. Þetta voixa ég að mömxum skiljist að er eiixgöngu sagt sem dæmi, ekki af neinni þekk- ingu- Það atriði að svara þeirri áleitxxu spurningu, hvað því gat valdið, að hin venju- lega norðurlandssíld lét ekki sjá sig, er að sjálfsögðu of mikið raixnsókixarefni til þess að ólærðir menn leyfi sér að gera tilraun til þess að svara henni, þótt maður geti látið sér detta í hug, að rannsókn- ir á hafstraumum, veöurfari á hinum ýmsu stöðum, sjávar hita og fleiru séu ef til vill hin merkilegustu raixnsókn- arefixi, þegar leitað er eftir skilyrðum fyrir mynduix hiixs frumstæðasta gróðurs í sjálf- um sjóixum, sem tilvera allra annara lífvera byggist senixi- lega á. Stækkuix á laixdhelginu, á- samt fullkomnum haf- og fiskirannsóknum tel ég hið veigamesta og haldbezta fyr- ir þjóðina í framtíðimxi. Minkandi afli hlýtur að krefjast þess, að við verðum að hagnýta okkur hann enn betur og leggja meiri áherzlu á fjölbreytni framleiðslunn- ar. Við lxöfum ekki nein efni á því að halda úti 200 til 300 skipum á síldveiðar við Norð urland, meö öllum þeiixx dýra (Framhald á C. síðu). Ég liefi hlerað þaS, að komið hafi til málaferla út af blaðaskrifum, sem tíminn flutti á síðasta vetri. Þar sem ætla má að lesendur Tím ans hafi gaman af að frétta af þessu, segi ég frá því eins og ég veit sannast og réttast, þó að ég hafi ekki verið beðinn þess. Purkumál heyri ég, að þetta mál er kallað. Það er sprottið af skrif- um þeii-ra ágætu manna, Runólís sandgræðslustjóra og Sigurðar frá Brún. Eins og menn muna, deildu þeir urn hesta og spannst mai'gt fleira inn í umræðurnar. þó að mér þyki varlegast að hafa sem fæst af því eftir, eins og málum er nú komið. Svo fóru leikar, að Sigurður frá Brún stefndi Runólfi og hefir mér skilizt, að hann byggi kæru sína fyrst og fremst á niörandi og óviö urkvæmilegum orðum Runólfs um framliðna hryssu, — Snældu Sigurð ar, — en hún er nú löngu látin. En með því, að Sigurður hafði nokk uð létt á hjarta sínu áður en hann stefndi, þá þótti Runólfi, sem hann hefði sjálfur ofmælt og hefir hann því gert gagnáhlaup í málaferlun- um og gagnstefnt Sigurði. Og þann ig munu málin standa eins og nú er komið sögu. í sambandi þið þetta Purkumál kemur mér í hug saga um gamalt mál. Það mun hafa verið nokkru eftir aldamótin síðustu, að maður, sem Lárus hét, og kona nokkur, Björg að nafni, vestur á ísafirði, komu fyrir sýslumann og kærðu hvort annað fyrir uppnefni og virð ingarlaust umtal, en þau áttu sér bæði auknefni eins og fyrir kom urn gott fólk vestur þar, en ekki veit ég um tildrög þeirra nafngifta. Lárus sagði, að kerlingin hefði kallað sig Lalla vinkil en hún sagði hinsvegar, að hann hefði nefnt sig Tittlinga-Björgu. Bæði fluttu þau mál sitt af kappi og hraða. Sýslu- maður hlýddi á málflutninginn um hríð, en þegar hann komst að, kvað © j hann upp dómsorð sitt og féll úr- skurður hans á þessa leið: „Lalli vinkill og tittlinga-Björg! Talcist í hendur og sættist." Ég geri ekki ráð fyrir, að þessir ágætu Jjxenn, sem hér eiga nú hlut að máli, fái neinn úrskurð í lík- ingu við þetta hjá sínum dómstói- um. En ég -held nú samt, að það sé gott, þegar farið hefir í hart milli manna út af orðakasti eins og hér er urn að ræða, að minnast hins gamla og góða úx-skurðar og það er það eina, sem ég legg til málanna: Takist í hendur og sætt- ist. Eitt vísdómsorð úr Þjóðviljanum ætla ég að lofa ykkur að heyra. Þar er verið að lýsa komu vetrar- ins á Njálsgötuna á fimmtudaginn og þetta sagt: „Hann er ámóta leið inlegur og montinn sveitamaður, sem þeysir í hlaðið hjá friðsömu fólki, sveiflar svipunni eins og hann eigi heiminn og heimtar gistingu.“ Þeir eru ekki í vandræðum með náttúrulýsingai'nar þar, Svo ætla cg að minnast á eina venju, sem mjög er að breiðast út í ræðu og riti. Það er sá siður að segja, að þetta og hitt sé gert af einhverjum. Jóni var bjargað af heimamönnum. Greinin er skrifuð af Bjarna o. s. frv. Ég segi ekki, að þetta sé rangt, en bezt er að nota það í hófi. Annars getur farið svo, að við hættum að skilja okkur sjálfa, t. d. ef við segjum. Félagið var unnið af kommúnistum. Þá veit enginn hvort kommúnistar unnu félagið eða aðrir unnu það af þeim. Ég held það sé góð regla að segja sem svo: Heimamenn björg- uðu. Bjarni skrifaði. Kommúnistar unnu eða töpuðu og svo framvegis en nota hina myndina hóflega að þetta sé gert af þessum. Ég minn-i ist á þetta af því, að mér finnst að hér sé það að verða algengast, sem ég kann lakar við. Starkaður gamli. '♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• lílfy blówictlúÉ Opnum í dag kicmaiJerjtunina tttfamnt á Njáisgötu 65 « jH « I « !« ! ♦ ■» ' tt ♦ ♦ ♦♦ r ** H A boðstólum margs koixar afskorirx blóm og pottaplöt- :: tt ur. — Ennfremur tökum við að okkur alls konar blóma H 4 | :: ♦♦ :: U skreytingar. — Sími 2434- — Reyixið viðskiptin. p Ágúst Jónsson, Sólborg Einarsdóttir, ii Helga Pálsdóttir :: ♦♦ H Ú « *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦♦♦♦♦$♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$$ ** ♦♦ :: H I « « | ♦: Ég undirritaður tek að mér að hreinsa æðardún. Ég |1 ♦♦ ♦♦ « vimx með nýtýsku tækjum sem fara mjög vel með « « dúninn, og skila honum sem algerðrj fyrsta flokks « « vöru. H ♦♦ :: Prófið tæki þessi með því að seixda mér óhreinsaðan « Æðardúnshreinsun « dúix ykkar, og þiö muniö sannfærast um gildi þeirra ♦♦ og gæði. Dúninn þarf að vera vel þurr og hiústur. Sím- stöð Hábæ Vogum. Einnig er hægt aö tala við mig í ♦: síma 1504 Reykjavík « Sólvöllum, Vogum 19. okt 1948 Pétur Jónsson :: ♦♦ :: « «

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.