Tíminn - 11.03.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.03.1949, Blaðsíða 3
54. blaff TÍMINN, föstudaginn 11. marz 1949 3 Kaupmenn - Kaupfélög - Iðnrekendur Centrotex Ltd., Export Dep. 520: Woollen Piece Goods BRNO Slovakian WoII Mills, 5 af stærstu ullardúka verksmiðjum Tékkóslóvakíu, sem vér erum einkaum- boðsmenn fyrir framleiða m. a.: Fataefni Kápuefni Kjólaefni Gabardine Cheviot Klæði Ullarcrepe Prjónagarn Mjög vandaðar og ódýrar vörur í fjölbreyttu gæða og lita úrvali. Stórt sýnishornasafn fyrirliggjandi. — At- hugið verði og gæði hjá oss, áður en þér festið kaup annars staðar. Friðrik Magnússon & Co., heildverzlun, Vesturgötu 33, Reykjavík. Sími 3144 l t :: Viðkvæmni um skör fram Eftir séra Þorstcinn Björnsson | ♦♦ Fasteignagjöld — | ♦♦ ♦♦ :: Dráttarvextir I ♦♦ %• ix Fasteignaskattur til bæjarsjóðs Reykjavíkur 1949 :: ♦♦ féll í gjalddaga 2. janúar s. 1. || H Er um að ræða lóðarskatt, húsaskatt, vatnskatt og I: i Ióðarleigu. ♦: :: 4 ♦♦ Hinn 15. þ. m. fallá dráttavextir á þessa skatta. :: :: JJ Athugið sérstaklega, að allar fasteignir eru gjald- || skyldar, en hinsvegar óvíst, hvort allir gjaldseðlar j| hafi borizt réttum aðilum. j| 1 jl Borgarstjóraskrifstofan jj Tillögur hverfastjórna um fulltrúa og varafulltrúa á aðalfundi Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis 1949 liggja frammi í skrif- stofu félagsins frá 10.—16. marz að báðum þeim dög- um meðtöldum. Á sama tíma getur sérhver hverfis- maður bætt við tillögur hverfisstjórnar sinnar félags- mönnum úr sama hverfi. Reykjavík 9. marz 1949 Kjörnefndin ::::::::::::::::::::::::::::::::: AUGLYSIÐ I TIMANUM I 1. tölublaði Kirkjublaðs- ins í ár var löng grein eftir S. V. að nafni: „Einkennileg- ur fréttaburður um íslenzku kirkjuna í erlendum blöðum.“ Er það að þessu sinni séra Jóhann Hannesson biskup, sem átt hefir „furðulegt við- tal og fullt af missögnum" við eitthvert blað í útlöndum. Og er þessu þannig lýst og svo þungur dómur kveðinn yfir séra Jóhanni, að ég finn hvöt hjá mér til að segja um þetta fáein orð, enda þótt stranglega sé varað við að láta sig þá ósvinnu henda að reyna að afsaka nokkurt slíkt athæfi og hér hefir framið verið í garð kirkju vorrar. Ákæruatriðin eru 5 að tölu. 1. r • Prófessor nefndur í stað dós- ents. Missögn er þetta, ekki skal því neitað, en ástæðulítið finnst mér að gera verður út úr þeim bletti, er hún setur á kirkjuna. Enda mun þetta aðallega nefnt til að undir- byggja það uppnefni, sem síð an er haft um séra Jóh. í grein inni. Sömuleiðis sé ég ekki þá stórsynd, er á að leggja í 2. atriði. Lagaskólinn mun að- eins hafa verið kominn á lagg irnar fyrir 1911, en lækna- skólinn að vísu nokkru fyrr. 3. Prestaköll landsins sögð um um 100 og standi 14 auð. Skal játað, að sumum kann að þykja undarlegt fyrir- brigði, að prestlærður maður skuli ekki vita upp á hár tölu brauða í landinu. En hvað sem um það er, held ég samt, að fleirum hefði farið líkt og séra Jóh. að minnsta kosti mér, hvernig sem á því mis- minni eða misskilningi stend- ur. Og er nú gott að hafa fengið þessa tölu uppgefna. En hvort laus standa 12 eða 14 fer nú að mestu eftir mán- aðardegi. Er og eitt víst, að 10—12 þeirra hafa svo lengi staðið auð að varla er ástæða til að komast í upppnám þótt slegið sé fram því, að reyn- andi væri að fá norska guð- fræðinga í þessi brauð, sem enginn ísl. guðfræðingur vill. Ef meta skal hins vegar meir einhvern metnað en út- breiðslu og viðhald guðs- kristni, fyndist mér hreinleg- ast að leggja þau niður. En j nú hefir einnig verið stungið upp á því, að ég held i al- ivöru, að fá útlent verkafólk í sveitir landsins. Sýnist þá j ekki mjög úr vegi að fá þang- að fáeina presta líka. Hart kann þetta tal að þykja, en I harðari er þó sú staðreynd, j er að baki liggur. 4. Kemur þá að játningum. Séra Jóh. er sagður hafa tal- .! að miður gætilega er hann seg ir .í þessu viðtali, að hér gildi sömu lög um játningar þjóð- kirkjunnar og í Noregi. Þetta skil ég á þann veg, að hér sé eins og í Noregi lögum sam- kvæmt evangelisk-lúthersk kirkja. Annars þykist ég vita, að sumir telji samband kirkj- unnar og játninguna hér eitt- hvað á huldu og kannske svo kyndugt mál, að það væri efni í doktorsritgerð. Menn eru sem sé ekki sammála um, hvort íslenzka kirkjan er bundin 5 höfuðjátningum evangelisk-lútherskrar kirkj u eða ekki. En hvernig getur hún verið evangelisk-lúthersk kirkja, ef hún er ekkert bund in þeim gömlu ritum, er skil- greining þess kirkjuhugtaks byggist á? Enda man ég ekki betur en Einar Arnórsson hafi talið þetta lög í sínum kirkju rétti. Sú var og skoðun Jóns biskups Helgasonar. En hvað sem lög segja um þetta eða þegja, hefði mér þótt séra Jóh. tala mun ógætilegar og óskynsamlegar hefði hann dregið þetta í efa. Því að kirkjan er bundin sínum játn ingum svo framarlega sem hlutir eru bundnir af sínu formi. Á sinni tíð var oft á það minnst, að leysa þyrfti kirkjuna úr viðjum játninga. Sannara væri að kalla slíkt upplausn en lausn. Einkenni- leg er sú tilhneiging að vilja gera kirkju vora að einhvers konar sértrúarflokki eða öllu heldur flokkum. En með því að hafna játningum hennar eða telja þær ekki bindandi, er bersýnilega stefnt í þá átt. Ekkert svar við þessu er að vitna í postulann Pál og segja: grundvöllurinn er Kristur, með'því að einmitt þann sannleika er öllum játn ingum kirkjunnar ætlað að verja. Játningar eru þau varnar- virki, sem sagan ljóst sýnir að Vcu'ð að reisa útan um þann skilning, er þessum höf- uð postula Drottins Jesú var blásinn í brjóst af heilögum anda. Og að enn þurfi sann- leikurinn varnar við, er víst ekki síður augljóst á vorum dögum. Þá er 5. og síðasta atriðið er hvað mest mun hafa vald- ið þunga dómsins. Er það sú furðulega frétt „að spiritismi vaði hér uppi.“ Stundum kvað nú vera sagt, að síld vaði þótt ekki sé beinlínis svartur sjór. Og hver vill neita því, að spiritismi finnist hér inn- an kirkjunnar? Að vísu hefir slæðst sá misskilningur í frá sögnina, að hér séu mörg félög spiritisma. stafar hann sennilega af forsetanafninu í Sálarrannsóknafélagi ís- lands, sbr. forseti í. S. í. eða U. M. F. í. o. s. frv. En þótt menn séu ekki félagsbundnir mun varla sú sveit eða þorp, að ekki finnist þar fleiri eöa færri andatrúar og þar prest- ar jafnvel í bland. Og varla finnst þeim þetta mjög „ó- heppilegt.“ Er mér ekki grun- laust um, að S. V. sé það ekki heldur neinn ægilegur þyrn- ir í auga hér heima fyrir. En hvers vegna er þá „ó- heppilegt“ að minnast á þess konar utanlands? Jú, af því, að einhverjum frómum mönn um þar blöskrar aldeilis.“ Mað ur gæti því látið sér detta í hug, að hefði séra Jóh. verið annarrar trúar en hann er og sagt frá spiritismanum hér sem dæmi um hversu vel kirkja vor fylgdist með í „vís indum“, og hinn útlenzki mað ur sömuleiðis kunnað að meta þau „vísindi", að þá hefði S. V. verið sama og kannske bet ur. Held ég þess vegna, að hér sé um nokkurn tvískinnung að ræða, sprottinn af þeirri leiðu viðkvæmni fyrir áliti út lendinga, sem ýmsan þjáir á landi hér. En gallinn á þess konar viðkvæmni sýnist löng um vpra sá, að hún lýsir sér í fyrtni, en engri löngun til þess að bæta úr neinu. Get ég ekki heldur séð, að sóma- girni fyrir kirkjunnar hönd, sem fram kemur í því að verða þjótandi vondur út í mann fyrir að segja eins og honum býr í brjósti um leiðinlegt fyr (Framhald á 7. siðu). Áttræbur: Ólafur Thoríacius Læknir Olafur Thorlacius læknir er áttræður í dag. Ólafur er fæddur að Saurbæ í Eyjafirði og þar bjuggu foreldrar hans, Jón prestur Thorlacius og kona hans Kristín Rannveig Tómasdóttir. Ólafur lauk stúdentsprófi árið 1889 og prófi í læknis- fræði 1896. Vann hann síðan um nokkrun tíma á sjúkrahús um í Kaupmannahöfn. Var settur héraðslæknir i Suður- Múlasýslu árið 1898 og veitt héraðslæknisembættið í Beru fjarðarhéraði árið 1900 og gengdi því starfi óslitið unz hann fluttist til Reykjavikur árið 1928 og tók við starfi berklavarnarstjóra. Ólafur var þingmaður Suður-Múla- sýslu 1903—1908 og heima í héraði gegndi hann oft marg víslegum trúnaðarstörfum. Allan þann tíma, sem hann var héraðslæknir bjó hann á Búlandsnesi. Ólafur kvæntist árið 1898 Ragnhildi Péturs- dóttur Eggerz. Búlandsnes er í þj óðbraut og var þar löngum gestkvæmt sem að líkindum lætur, því að margir áttu er- indi við héraðslækninn. Sam- heldni þeirra hjónanna um gestrisni og hverskonar fyrir- greiðslu við þá, sem til þeirra leituðxi var frábær. Minnast héraðsbúar og margir aðrir, sem þar bar að garði Búlands nessheimilisins enn með hlýj - um huga. Þótt Ólafur sé kominn á þennan aldur heldur hann vel andlegu fjöri og er eins og fyrr gestrisinn og góður héim að sækja, gamansamur og smáglettinn. Ólafur Thorlacius tilheyi’ir þeirri kynslóð íslendinga, sem var á æskuskeiði á níunda tug síðustu aldar, á því tíma- bili, sem „landsins forni fjandi,“ hafísinn lagði árum saman leið síixa upp að strönd um þess. Ólafur var nemandi í Möðruvallaskóla frostavetur inn mikla og honum eru minnisstæðar hörkurnar þeg- ar frostið var sautján stig í íbúðum kennaranna þar. Sú kynslóð eignaðist, þrátt fyrir það afhroö, sem þjóðin leið af þeim harðindum þann manndómsþroska, sem varð aflgjafi til að hefja hana til bættra lífskjara á öllum svið um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.