Tíminn - 19.06.1949, Qupperneq 6

Tíminn - 19.06.1949, Qupperneq 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 19. júní 1949. 128. blaff liiiiiiiiini Síó Læstar dyr! 5 (Secret Beyond the Door) | | Sérkennlleg og sálfræðileg ný | 1 amerísk stórmynd, gerð af | | þýzka snillingnum FRITZ LANG I 1 Aðalhlutverk: joan Bennet | Michael Redgrave Sýnd kl. 5. 7 og 9. | Bönnuð börnum yngri en 16 ára | I Hin marg eftirspurða og skemti | | lega músikmynd: Kúbönsk Rumba | | með DESI ARNAZ og hljóm- | ’ sveit hans, King-systur og fl. | AUKAMYNDIR: Frjórar nýjar | teiknimyndir. — Sýnd kl.' 3. g —■miiniiiiiimuiHiiinwmnnwmrtmwmwmmw—aiiui vip 5KÚÍAC0TU Kapteiiminn frá Kopeniek Kaptajnen jra Köpeniclc | Sýnd kl. 7 og 9. Umhverfis jörðina 1 fyrir 25 anra I Sýnd kl. 3 og 5. SiSasta sinn. Sala hefst kl. 11 f. h. Simi 6444. | !L.«.minniinimiimnnniniinniwiinniMinimniiwii I Ua^na^jatlatbíó x Systurnar frá St. Pierre Tilkomumikil amerísk stórmynd | Lana Turner - Donna Reed | Sýnd kl. 6 og 9. .- ...£ Tarzan og I hlébaröastálkan | Sýnd kl. 2,30 og 4,30. Sími 9249. | s E aniniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiirnimiiiiiniiiiiUkUiniiiu Útlilutun listamannalauna (Framhald af 5. siðu). ílutning eigin verka, og sagan sýnir dæmi þess, að jafnvel á íyrri tímum urðu merk tón- skáld stundum tiltölulega af- kastalítil, af því að fátækt neyddi þá til að stunda jafn- rramt hljóðfæraleik eða iljómsveitarstjórn. Málarar geta eftir atvikum lokið við veigamikla mynd á skömmum úma og j afnvel selt hana sam- stundis. Hvert mannsbarn getur notið skáldrita jafnóð- ;m og þau eru lesin eða prent- ið, og rithöfundastörf eru því salin arðvænleg án tillits til istgildis, a. m. k. að því er snertir óbundið mál. Tón- ikáldin verða hinsvegar oft að vinna eins og málari, sem iregur aðeins eitt pensilstrik á iag við vinnu að mynd, sem nann lýkur ekki fyrr en eftir :narga mánuði. Tökum dæmi: Tónskáld ekur sér fyrir hendur að nemja meiri háttar tónverk yrir söngflokk og hljómsveit, :;em tekur eina eða hálfa klukkustund að flytja opin- þérlega á hljómleikum. Hann Stærstl sigurmu [ | (Kvinden i Ödemarken) | | Áhrifamikil og stórkostlega vel = | leikin finnsk stórmynd, gerð eft I I ir samnefndri sögu eftir Hannu | 1 Leminen. — Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9. Villihesturmn Eldur | Ákaflega spennandi og falleg = | amerísk hesta- og kúrekamynd i i í litum. Sýnd kl. 3 og 5. I Sala hefst kl. 11 f. h. = iiiiiiiniiiiiiuiiikiiiiiiuiiimiiiii.miiiiiiiiiiiiiiiiiii<.iiiiii' l| iUiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiimmiiiiniiiiiiiiiiinmiiii lllllllllllK Sœjarbíó iiiiiiiiiiiii | HAFNARFIRÐI | Erfðaféndur £ 5 (I de gode gamle Dage) i Sprenghlægileg og spennandi | I gamanmynd með hinum afar | | vinsælu gamanleikurum Litla og Stóra. I I Sýnd kl. 5, 7 og 9. S 1 Sími 9184. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiciiiiiiiaiiiniiiiiiiciiiiiiiiiiininiiiiiiiii ver venjulega allt að þremur árum til að semja slíkt verk og fullrita það. Til opinbers flutnings þarf hann síðan að láta afrita eða hreinrita frumritið, svo og píanoút- drátt alls verksins og loks raddhefti fyrir hverja ein- staka rödd hljóðfæra og söngs fyrir sig. Þetta kostar hann þegar nokkur þúsund krónur í beinum útgjöldum. Án þessa tilkostnaðar getur hann ekki gert sér neinar vonir um að koma verkinu á framfæri. Útgáfufélög kaupa ekki slík verk, nema sannað sé að þau muni verða arðbær. Þaö tekur svo allt að því heilt ár að æfa verkið með söng- flokk, og síðan er það venju- lega aðeins flutt opinberlega í eitt einasta sinn. Tekjur tónskáldsins hljóta því að verða tiltölulega litlar, jafn- vel þó að ríflegt gjald sé greitt fyrir flutninginn. Á ís- landi er hvorki færi á aö flytja slík verk, nema auð- veld séu viðfangs, né heldur sú lagalega réttarvernd til, sem tryggir tónskáldinu full- an arð af vinnu sinni. Semji tónskáldin styttri verk og ó- brotnari, verða ástæðurnar í hlutfalli við það eitthvað auð- iiiiiiaiiain ■ (jatnla Sió Mangararnir (The Hucksterr) | Amerísk kvikmynd, gerð eftir I | hinni frægu skáldsögu Frede- | | ricks Wakeman. | Aðalhlutverkin leika: CLARK GABLE Deborah Kerr Ava Gardner | Sidney Greenstreet | Sýnd kl. 5, 7 og 9. £ E iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii ■•»“““» Tjarnarbit ■■• HIIIIIIUIB 71. sýning Hainlet Mikið í húfi | nú eru síðustu forvöð að sjá | 1 Skemmtleg amerísk mynd um ! 1 liina stórfenglegu mynd -| duglegan auglýsingamann og = | Sýnd kl. 9. = liverju hann fœr áorkað. Maimaveiðar | Aðalhlutverk: ! (Manhunt) Edward G. Robinson Bönnuð innan 12 ára. Ralph Ricliardsson Sýnd kl. 5 og 7. Nigel Bruce Þjófiurinn frá Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bagdad 1 Sala hefst kl. 11. Sími 1182. I Sýnd kl. 3. i | = . Sala hefst kl. 11 f. h. | iiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiuuiiiiiiiiiiiiiiiiii veldari, en skilyrðin verða þó ætíð í höfuöatriöum þau sömu. Vér leyfum oss virðingar- fyllst að vísa til ræöu forseta listamannaþings, þar sem bent er á, að tónskáldin hafi orðið útundan í endurbótum á kjörum listamanna. Á þessu hefir enn ekki orðið nein breyting. Meðferð íslenzka löggjafarvaldsins á málum tónskálda gefur í skyn, að tónlistin sé fremur veigalítil listgrein, —■ en sannleikurinn er allur annar. Tónlistin er hvarvetna talin æðsta og sein- asta stig listrænnar menn- ingar og þróunar. í þessu sambandi veröur að minna á, að Menningarsjóður styður ekki enn á neinn hátt prentun tónverka, en íslenzk J tónverk, gömul og ný (m. a. eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son) liggja óprentuð og ónot- uö. Til sanns vegar má færa, að íslenzka þjóðin hefir sízt ráð á því að láta svo mikið andlegt og stjórnmálalegt afl, sem útbreiðsla tónlistar getur talizt, liggja óhagnýtt og af- skiptalaust ,þegar allar aðrar þjóðir láta einskis ófreistað til að tryggja aðstöðu sína og álitsauka meö útbreiðslu lista verka sinna og menningar. Ef íslenzka þjóöin vill eignast tónverk, sem geti á komandi tímum borið hróður hennar út um heim, þá þarf að hlynna betur að starfsemi ís- lenzkra tónskálda og út- breiöslu verka þeirra en orð- ið er. Laun einstakra tón- skálda þurfa aö vera þrisvar sinnum hærri en laun ein- stakra rithöfunda, og Menn- ingarsjóður eða ríkissjóður þarf að leggja fram nauðsyn- legt fé til fjölritunar eða prentunar tónverka". Tónlistarfélag íslands. K, vi h arcl ^jorclh : cjCará í IfFjarzíiííÁ 'UÚteiíií TífflaHH fluylijóii í Tífflanuffl 43. DAGUR ist hundgá, en hvergi sá hann hreindýr, og ekki varð hann var mannaferða. Á þessari næturgöngu sinni hugleiddi Lars, hvað gera skyldi. Þetta tiltæki yrði Löppunum dýrt spaug, ef hann kærði þá fyrir yfirvöldunum. Hann hafði séð mann læðast burtu, er hann tvístraði næfrunum og kæfði eldinn í hey- inu. En hvaða Lappi var þetta? Vissi hann það, þurfti hann ekki að leita til yfirvaldanna. Og þaö var að minnsta kosti einn, sem vissi það — Lappastúlkan, sem hann hafði litla stund haldið í fangi sér. Og hana treysti hann sér til að þekkja. hvar sem hann hitti hana. Haföi hún kannske átt hlutdeild í þessari brennutilraun? Nei — það gat ekki verið. þessi stúlka var ekki illmenni — augu hennar voru of falleg til þess. Hún var ólíkust allra til þess aö gera flugu mein. En hver hafði verið með henni? Einn eöa tveir eða fleiri Lappar? Það varð hann að fá vitneskju um. Lars afréð að halda þessu ódæði leyndu fyrst um sinn. Hinum seka yrði sjálfsagt hegnt, ef hann kærði, en það gat einnig bitnað á saklaiHum. Það var til dæmis Lappastúlkan, sem hafði gert honum viövart. Það var heppni, að henni var ofraun að flýja, er hann opnaði — þá hefði hann sjálfsagt álitið alla Lappa glæpalýð, sem aldrei yrði hegnt nógu þunglega. Honum hraus hugur við því, hversu litlu hafði munað, að nýja húsið brynni til kaldra kola — og kona hans og börn færust í eldinum. Hann kreppti höndina svo fast um staf sinna, að hnúarnir hvítn- uöu. Ný tilræði virtust ekki yfirvofandi þessa nóttina, og þegar leið að morgni, fór Lars inn. Börnin voru í fastasvefni, en Birgitta var vakandi. Lars var fámæltur. Hann ætlaði ekki að láta hana vita meira en óumflýjanlegt var um það, sem gerzt hafði. Nú var búið að setja gólf í íbúðarherbergiö. Það var úr tilhöggnum bjálkum, sem Lars hafði reynt af fremsta megni að slétta, svo aö berfætt börnin styngju sig ekki á flísum úr því. En húsgögnin voru fá og smá. Við annan vegginn voru tvö rúm, hvort upp af öðru, búin til úr greni- renglum. Stólparnir náðu alla leið upp í bjálka í loftinu. Við gluggann var borö úr viði, sem líka var aðeins höggvinn til með öxi. og loks var bekkur úr þremur drumbum, reknum saman með trétöppum. Við hinn vegginn voru reist upp nýsmíðuð skiði í klemmum, og uppi á loftbitunum var efni- viður i fleiri skíði. Þar voru líka birki- og furuhnyöjur, sem nota átti í búsmuni, aska og skálar. Lars ætlaði ekki að sitja auðum höndum á hinum löngu vetrarkvöldum. Næstu daga var Marzhlíðarfólkinu órótt innan brjósts. Hreindýrin voru komin niður í skóginn, og Lars og Birgitta vöktu til skiptis yfir heyinu á nóttunum. En það komu ekki nein hreindýr í námunda við bæinn. Lapparnir virtust hafa strangar gætur á því, að þau gerðu frumbýlingunum ekki átroðning. Sæist hreindýri bregða fyrir, var hundur óðar kominn á vettvang til þess að hrekja það aftur til skógar. Lars hélt, að hreindýrin myndu halda viðstöðulaust áfram austur á bóginn. En það var enn snjólétt þarna í suðurhlíð- unum og gott til beitar. Hreindýrin föru sér hvergi óðslega. Og alltaf var gæzlan j afn góð. Það kom aðeins endrum og ' sinnum fyrir, að hreindýr sást heiman frá bænum. J Lars reyndi hvað eftir annað að ná tali af Löppunum.En það kom fyrir ekki. Það sáust aldrei néinlr Lappar þar, sem hann _leitaði þeirra. Aðeins einu sinni komst hann í talfæri við tvo Lappa. En ekki kom þaö að neinu haldi. Þeir svörðuðu honum á lapp- nesku og virtust þar að auki þurfa að hafa hraðan á. Lars varð ygldur á svip. Skildu þeir ekki sænsku — eöa vildu þeir ekki tala við hann? Fimmta daginn, sem hreindýrin voru í grennd við Marz- hlíð, kváðu snögglega við tvö skot niðri á tanganum við vötnin. Lars datt í hug, að úlfurinn væri kominn. Iiann þreif byssu sína og skíöi. Hann sá strax mikið af hreindýraförum, er niður á tang- ann kom, og allt í einu kom hann auga á blóðbæli. Lars hleypti brúnum. Blóðugar leifar af hreindýri; lágu í fönn- inni — hann sá undir eins, að þaö var ekki úlfur, sem hér hafði verið að verki. Hreindýrið hafði verið aflífað með hníf, og beztu bitarnir skornir af skrökknuin, én annað skil- ið eftir. Y: 'XK;.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.