Tíminn - 20.07.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.07.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 20. júlí 1949 151. blað BÓLSTAÐUR VOR índvérski skáldspekingur- nn B.'N. Tagore segir ein- ivers staðar: „Það er grasið íein gerir jörðina góða heim :íö sækja.“ /íerkilegt - að hann skyldi íkkí heldur nefna gullið, gim- steina eða perlur, eða aðra nalma, kolin, olíuna eða skóg nn, sem svo margt og mikils- /ert byggist á, sem hæst ber ippi nútíðarmenninguna og nenftirnir geta ekki án verið. sei, ekkert af þessu heldur iinmitt grasið — grasið, sem -prettur svo hljóðlega að að- ■nns guðirnir heyra það. En grasið er líka yndislegt jg mjúkt. Það lætur lítið yfir iér, en er þó ýtið og kemur sér vxða fyrir. Ætli margir, sem jkipt hafa á grasi og grjóti, haíi i raun og veru veitt því ithvgli, hve munurinn er mik • 11 og gagnger? En við lifum ekki á brauði einu saman, og ekki á tómu írasi. Ætli mannkynið hafi þó íkki lengst ævi sinnar lifað .nestmegnis á grasi, bæði neint og óbeint? Lerigi vel var fæði og klæði tnannkynsins eingöngu gras- ætur, grasið lagði þannig til efhi í mat mannsbarnsins, og nuöir og ull grasætanna urðu tííni í klæði og jafnvel þak yf- .r höfuðið: tjöldin, flókatjöld og skinntjöld. Bein og horn uröu verkfæri ýms, vopn og nöld. ávona er grasið þýðingar- nikið, og svona margt eigum uð því að þakka. Og enn í dag er grasið mik- tlsverður milliliður milli hinn- .rr svokölluðu dauðu náttúru jg mannsins, og jafnvel eru nennirnir nú að komast á það stig að neyta grassins milla- .iðalaust. Hver veit hve langt /íð komumst á þeirri braut? Blaðgræna grassins og ann- arra jurta, bindur sólarljósið, jg flytur nokkuð af þeirri ó- hemju orku, sem sólin býr yf- r, til jarðarinnar. Sólin er .no.ðir lífsins á jörðunni, og græna blaðfruman er tengi- hðurinn, naflastrengurinn. Einn mikilsverðasti milli- uðurinn milli grassins og : nannsins er sauökindin. ílýrin er að vísu fóstran, sem ekki má gleyma, en ekki nafa not eða samskipti manna jg nautkindarinnar verið svo íhargþætt hér á landi, að veru æg spor hafi skilið eftir í skap löfn og þjóðarsál. Hesturinn var að vísu þarf- astí þjónninn á vissan hátt, og þjóöinni nátengdur og ómiss- :-,ndi. Og víst er um það, að þeir sem voru fæddir til að skilja og meta hesta, áttu þar konungsríki og konungdóm, sem ekki varð af þeim tekinn. En þetta varð ekki allra. Marg r voru utan við þennan unaðs heim. Þeir létu hestinn að vísu þræla fyrir sig, en leyniþráð- :mn, sem tengdi mann og hest, vantaði. Nokkru öðru máli gegndi um sauðkindina. Hún var að vissu leyti allra. Lömb- :tn vóru öllum yndi og eftir- læti. Þau og vorið sjálft voru Li.ppistaðan í fagnaði þjóðar- innar, sem þýddi ham vetrar- :ins, er hlaðist hafði utan um tnuna mannsins í skammdeg- :inui Eínn góður höfuðstaðarbúi, sagði við mig fyrir skömmu: „Ef íslendingar slíta samband sitt við sauðkindina, held ég að.þéir bíði tjón á sálu sinni.“ .Eftlrtektarverð orð, fannst Efíir Jóhaames Davíðss®ii, Hjaröai’dal mér. En ég hefi nú ævinlega haft svo mikið yndi af sauðfé. En eru nú þetta staölausir stafir? Kaj Munk segir: „Allir, sem eitthvaö hefir orðið úr, hér í Danmörku, hafa byrjað sern smalar á Jótlandsheiöum.“ í.heilagri ritningu, er mik- ið talað um hjörð og hirða. Þeir voru margir merkilegir menn, og eflaust hafa margir þeir, sem lengst kornust meðal Gyðinga, verið hjarðmenn eða smalar í æsku, fleiri en Davíð konungur. Margir fegurstu staðir í Nýjatestamentinu víkja að hjarðmennsku, og hinar dá- samlegustu líkingar og áhrifa mestu siðaprédikanir eru það- an runnar. Hugtakið Guðslamb er al- heimstákn hins saklausa og góða, þess góða máttar, sem að lokum verður þess megn- ugur að útrýma hinu illa úr mannlífinu, gera jörðina aö paradís og mennina hamingju sama. En hverfum nú heim til okk ar eigin lands og þjóðar. Hvað hefir mjúka og græna grasið og sauðkindin verið fyrir þessa þjóð? Ég segi: snarasti þátturinn í líftaug okkar, sbr. orðtakið: sveltur sauðlaust bú. Frá sauðkindinni höfum við þegið hin kostamestu næring- arefni og hið’ mesta hnossgæti vort, sauökjötið og sauöamjólk ina, og hinn „hvíta mat“ sem úr henni var unninn: smjör, skyr og osta, sem allt er þrung ið orkugefandi lífefnum. Ekki má gleyma ullinni, sem hefir skjólfatað þjóðina. Fata efni, sem er svo ágætt og hent ugt í íslenzku veðráttufari, að betra verður ekki kosið. Og ullin hefir í tvennum skilningi vermt þjóðina, bæöi þegar hún var orðin að klæð- um, og meðan hún var unnin, og er það ekki siður mikils- vert. Starf og vinna og starfs- og vinnugleðin er enn hin sann- asta og drýgsta auös- og ham- ingjuuppspretta, sem þekkist í mannheimum. Sú gleði, er starfið veitir, er ósvikul og bregst ekki, og öllum tiltæk, sem heilan hafa huga og hönd og verkefni. Það er ósannað ennþá, að nokkurt gerfiefni geti leyst vinnuna af hólmi, og fært mönnum sanna lífshamingju eða þroska. Hversu mörg kerfi iþrótta, lista eða skemmtana, sem upp verða fundin, þá er ég sannfærður um, að þau eru aðeins góð til uppfyllingar og tilbreytni, en ekki sem aðal- uppistaða athafnalífs vors. Og þess vegna er það háskaleg villukenning, að vinnan, eða efnislegt.starf, sé böl og þrælk un, sem mannkynið þurfi að losna við, en láta í þess stað dauðar vélar vinna allt fyrir sig. Merkur enskur vísindamað- ur hefir nýlega sagt, að líkam- leg vinna sé hverjum manni nauðsynleg til menntunar og andlegs þroska. Þetta er skilj- anlegt. Maðurinn hefir bæði líkama og sál, hann verður því að njóta bæði líkamlegrar og andlegrar áreynslu til þrosk- unar og fullkomnunar. Er nokkurt verk í rauninni andlaust? Öll verk, sem vel eru af hendi leýst, eru listaverk, hvort sem um er að ræða al- gengustu þj ónustustörf, eða skapandi verk. Viö getum verið sammála um þaö, að sauðkindin ís- lenzka, hafi lagt þjóðínni til margs konar efni og verkefni, bæði til lífs og þroska, skjóls og gleði, og tækja, sem voru nauðsynleg í lífsbaráttu þjóö- arinnar. Mætti rita heila bók um allt þaö, sem íslendingar hafa þegið af sauðkindinni, allt frá loöbandshempunni prestsins, sjóstakksins og húð arúlpunnar, til tólgar kertis- ins á altarinu og völunnar og leggsins í gullaskjóöu barns- ins. Sögn er til um Odd biskup Einarsson, er eitt sinn var á ferð með sveinum sínum. Iiló hann þá upp úr þurru og sagði yið svein sinn: „Á ég að segja þér Fúsi, hvað konuefmð þitt er að aðhafast núna.“ Sigfús, sveinninn, sem til var talað, og síðar varð prest- ur á Fljótsdalshéraði, kvað óvíst aö sér yrði konu auðið. Jú, biskupinn var nú ekki í neinum vafa um það. „Hún er að hlaupa við lömb á stekk austur í Bót, og hefir ekki stutt á milli sporanna.1 Þau hlaup voru þreytt á hverju byggöu bóli á landinu, allt frá .landnámstíð, er Gull- þórir tók hnet-taflið gull- og silfurbúna, af konum þeim, er rændu grákollóttu gimbrar- lömbunum og huðnukiðun- um úr stekknum á Þórisstöð- um, og fram á okkar daga, sem nú erum miðaldra. Þessa þáttar í búnaðarsög- unni sjást enn menjar á hverju byggðu- og eyðibóli, þar sem vallgrónu stekkjar- tóftirnar eru. Þar við stekkinn hefir margt manns- og konuefniö, líkt og Guðrún í Bót, æft sig undir Marabonhlaup lífs síns. Og þó að enginn viti nú, hverj ir eða hverjar settu þar met, þá hefir þjóðin notið, og við njótum enn í dag, verðlaun- anna, sem unnin voru, þ. e. orkunnar úr lífs- og gleðilind- inni, sem rann frá ásauðnum og litlu lömbunum, sem hlaup in voru uppi og sigruð af hlaupagörpunum. :k Vorið er vona- og óskastund íslendingsins. Engin þjóð á meir undir vorinu en okkar. Engin önnur þjóð á sérstakan dag, sem helgaður er komu vors og sumars. Hér valt það á svo miklu, að vorið kæmi og að vorhugurinn vaknaði, að þjóðin hafði ekki ráð á að bíöa eftir ytri kennimerkjum vorsins: að blöðin tækju út að springa eða vorveðrið kæmi. Vetur konungur vill stundum halda velli á vor fram. Þá er gott að eiga Hörpu, sem hægt er að hlakka til, og hún færir þó venjulega fylling vonanna. Lömb og blóm, grænt og mjúkt gras, blár himinn og bjartur sær, það er vorið. Yfirseta ánna og ljósastörf um burðartímann, voru ung- um og eldri fagnaðar- og un- aöaruppspretta', jafnvel í blautum mýrum og krapa- veðri. Hjáseta lambanna vor og haust, kenndi unglingunum að elska hjörðina og landið, lífið og verksvið þess. (Fraviliald á 6. síðu). Nú er Starkaður gamli aftur kominn úr bænum og' enginn veit, hvaö orðiö er af Dísu. Það var með hana eins og vindinn hans Ásgeirs, sem enginn vissi hvaðan kom og hvert fór. Starkaðar gamla er hins vegar von aftur, en meðan hann verð- ur fjarverandi, verður heimilið húsbóndalaust og sennilega stjórnlítið. Líklegast verður þetta húsbóndamál helzt leyst þannig, að einn hlaupi í skarðið í dag og annar á moi'gun. í sambandi við þetta hús- bóndamál, er ekki úr vegi að vekja athygli á því, að það virð- ist nú mjög fara í vöxt, að menn vilja ekki takast ýms á- byrgðarstörf á hendur, heldur kjósa fremur að vera undirtyll- ur. Augljóst dæmi um þetta er hinn síframlengdi umsóknar- frestur um skólastjórastöðuna við Skógaskólana. Kannske er þetta heldur ekki óeðlilegt, því að ábyrgðarstörfin eru ekki svo mikið betur launuð en undir- tyllustörfin, að menn þyki á- byrgðin og erfiðið, sem fylgir henni, tilvinnandi fyrir örlítin launamun. Það er t. d. ekki sá munur á launum skólastjóra og kennai'a, að eðlilegt sé, að menn sækist fremur eftir því fyrr- nefnda, þegar því fylgir meiri á- byrgð og miklu meira umstang. Svo ætla cg að venda mínu kvæði i kross og minnast örlítið á heimsókn verkamannaforingj- anna norrænu, sem hér eru staddir nú í einskonar heimboði Alþýðufl. Eiginlega er það ekki til annars en að vekja athygli á því, að stundum er gott aö vita ekki sannleikann. Eða ætla, að hinum norrænu gestum okkar liði vel, ef þeir vissu með sann- indum, hverskonar jafnaðar- mannaflokkur Alþýðuflokkurinn er eða hverskonar verkalýðsfor- ingi Ásgeir Ásgeirsson er, en hann hefir nú, ásamt þeim Emil og Stefáni verið dubbaður upp í : það að sitja á fundi „samvinnu- ' nefndar norrænnar alþýðuhreyf , ingar?“ Nei, ég held, að okkar ! góðu gestum myndi verða flög- j urt, ef þeir vissu allan sannleik- ann. Það er stundum gott að vita hann ekki. Svo er það kvikmyndin, sem Tjarnarbíó sýnir þessa dagana, en hún er byggð á hinni frægu ; sögu Kiplings, Dýrheimar. Hún ' er ljómandi skemmtileg og hún [ er líka lærdómsrík. Mowgli, sem var alinn upp meðal villidýra ! frumskógarins, kýs að hverfa , þangað aftur eftir að hafa um- ! gengist mennina um stund og ! kynnst háttum þeirra og hegð- i un. Ætli að það sé raunar ekki ; margir, sem munu við nána at- jhugun komast að sömu niður- ; stöðu og Mowgli eftir að hafa kynnst blessaðri menningunni, að eiginlega sé bezt og heilbrigð- ast að hverfa heim í skaut nátt- úrunnar og lifa þar í sambandi við hana og dýrin og lofa öllu hinu að eiga sig? Ég fer sjaldan á bíó og er yfir- leitt lítið hrifinn af kvikmynd- um, en þessa mynd hvet ég menn til að sjá. Ég heyrði nýlega á rakara- stofu orS, sem ég hafði ekki heyrt áöur, og var það talið rekja rætur til Guðmundar Haga. lín, þótt ekki væri hann talinn höfundur þess. Hagalín hefir nefnilega nýlega veizt að tveim- ur kvenrithöfundum allfauta- lega og því hefir verið sagt um hann, að hann sé kvenýgur, sbr. mannýgur. En ætli að það séu ekki fleiri kvenýgir en Hagalín, þótt í annari merkingu sé? Gestur. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRMUNDUR VIGFÚSSON Bæ andaðist að heimili dóttur sinnar Mávahlíð 3, 19. þessa mánaðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. fllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllMlllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIlllll R _ Eg þakka af hjarta öllum þeim, er sýndu mér hlý- | i hug með gjöfum og góðum óskum á áttræðisafmæli § I minu. Guð blessi ykkur öll. § | Elinborg Pálsdóttir Unnarholti | - 5 • IMIIIIIIMMIIIIIMIIIIIIMIIIMMIMIII IMI^IIIIIII III lllllll III111111111111111111111111111III lllll IIIIII lllll II lllllllllllll.llllllllllllllia •iiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiia ii iiii ii iiiiiiiiiiiiiiiiiin i ii i ii iiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiin mii iiimiiiiiii iim ii i iiiii i iiiii tniia tiis Brúnn í akhestur (stór), járnaður, ættaður úr Rangáívalla- I | sýslu, tapaöist frá Gunnarshólma nú í fardögum, I | merktur Von á lenda, (merkið getur máðst af) líkur 1 = eru til að mark hestsins sé tvær fjaðrir aftan vinstra. I Hundraö krónu verðlaun fær sá er vísar mér á 1 | hestinn lifandi. I V O N, Rvík. sími 4448 | I I Gunnar Sigurðsson. iiillilliliilliiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiilllliiiiiiiiiiiiiiliiiiilliiiiiiiiiliiiiiiiliiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiillilliiiliii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.