Tíminn - 22.07.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.07.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 22. júlí 1949 153. fola® af blaðamennsku braskaralýðsins ,Útdráttur// Jónasar Jónssonar og Morgunblaðsins úr grein Hermanns Jónassonar Gremai' þær, sem birtast íér á eftir, eru endurprent- tðar til þess að sýna bardaga tðfer'ð Morgunblaðsins. 18. íov. 1948 birti Hermann Jón- asson, a'ð' gefnum endurtekn- irn tilefnum, svohljóðandi grein í Tímanum: ...Bílasala mín hefir ver- o eitt af aðaldagskrármálum ,sjornmálatímaritsins“ Ó- eigur. Eg ætla að rekja þessa -ögu, og kann svo að fara, að /msum þyki staðreyndirnar neó nokkuð öðru móti en ainn margendurtekni sögu- ouröur. pegar ég var ráðherra, keypti ég bifreið, í stað þess rð ríkið. legði mér hana til. áú bifreið, sem ég lceypti ner fyrst, reyndist óhentug :il langferða, og seldi ég hana jg keypti aðra hentugri í hennar stað'. Verðhækkun á Mfreiðum var þá naumast romin til, enda seldi ég bif- reiðina fyrir það, sem hún hafði lcostað og greiddi toll af henni til Bílaeinkasölunnar jm leið. Nokkru áður en ég :cór úr rikisstj órninni, var bif- reið mín allmikið úr sér geng- in, og pantaði ég því nýja bifreið. En er hún kom til iandsins, vantaði Sigurði Sig- urðsson berklayfirlækni bíl til ærðalaga. Eg hafði áhuga á, að hann hefði sem bezta að- stoðú til þess að sinna hinu .nikla nauðsynjaverki sínu, berklaskoðuninni. Fékk hann þyí þessa bifreið og gerði upp við bifreiðasalann, auðvitað an þess að til mála kæmi, að ig hagnaðist á því um einn einasta eyri. Eg bað bifreiða- salann, að panta fyrir mig aðra bifreið, Er hún kom til landsins, var ég farinn úr rík Isstjórninni. Björn Rögnvalds son byggingaeftirlitsmann ríkísins vantaði þá, vegna starfa sinna, bifreiö til ferða- laga út um land. Eg skýrði þá Jjármálaráðherra frá því, að stjórnin mætti ráðstafa þess- ari bifreið minni handa .Birni Rögnvaldssyni. Eg leyfi :nér að líta svo á, að hér hafi icrekar verið um greiðasemi að ræða af minni hálfu og ég hafi a. m. k. ekki verið ámæl- isverður fyrir. En höfundur Ofeigs virðist þarna hafa iengið lcærkominn efnivið til iðju .sinnar. Tvær bifreiðar höfðu verið fluttar inn á nafn Hermanns Jónassonar og fjöldi manna hafði séð. „pappírana“ — og auðvitað seldi hann þær á svörtum markaði! Eg hefi ekki hingað til hirt um að tílta ólar viö þetta, en hér er nú sannleikurinn og fyrir hon im eru þær óvéfengjanlegu sannanir, að ég nafngreindi hér tvo kunna menn, er báðir vita og geta vottað það sem hér er sagt. Eftir að ég fór úr ríkis- stjórninni, sótti ég um inn- flutning bifreiðar í stað hinn ar gömlu, sem ég seldi. Eg íékk neitun um það hvað effc ir annað. Hafði þá um skeið að láni mjög notaða bifreið, er ég lét setja í nýja vél og gera upp hvað eftir annað með ærnum kostnaði. En að lokum fékk ég þó leyfi við- skiptaráðs til að kaupa litla bifreið. Hún reyndist elhs og ýmsar smábifreiðar ónothæf til feröalaga úti um land, og lcomst ég að raun um það eftir eina ferð. Eg skrif- aði því Viðskiptaráöi sem hafði úthlutað bifreiðinni, að úthluta henni til einhvers, sem hefði hennar not í bæn- um eða nágrenni bæjarins. Bréf mitt er dagsett 22. ágúst 1946 og endar þannig: „Ég hefi því ákveðið að selja bif- reiðina. En með því aö Viðskipta- ráð leyfði mér að kaupa hana, gef ég því hér með heimild til að ráð- stafa henni til einhvers annars. Bifreiðin er hentug fyrii' þann, sem þarf á henni að halda til notkun- ar í bænum og nágrenni. Frá upp- haflegu verði bifreiðarinnar má draga, samkvæmt mati, það sem bifreiðin kann að hafa lækkað í verði vegna notkunar, sem er fremur lítil. Svar óskast viö þókn- anlegt tækifæri.“ Svar Viðskiptaráðs er dag- sett 8. nóv. 1948 og endar þannig: „Eins og yður mun hafa ver ið tjáð munnlega, óskar Við- skiptaráð ekki að hafa af- skipti af því, hverjum þér seljið bifreiðina.“ Fékk þá starfsmaður í Bún- aðarbankanum bifreiðina fyr ir það sama og hún hafði kost að mig. Féllst þá Nýbyggingar ráð á að láta mig hafa einn af hinum yfirbyggðu jeppum, er um þessar mundir fluttust til landsins. En rétt á eftir féllst Viöskiptaráð á að láta mig fá innflutningsleyfi sem ég hafði margóskað eftir fyrir bandarískri fólksbifreið. Til- kynnti ég þá Nýbyggingaráði, að ég teldi rétt, að það úthlut aði til annars hinn yfir- byggða jeppa, er ég hafði ný- keypt samkvæmt leyfi þess. — Um þetta móttók ég bréf frá Nýbyggingarráði, er þann ig hljóðar: , „Reykjavík, 7. maí 1947. Nýbyggingarráð samþykkir, að þér ráðstafið yfirbyggðum jeppa- bíl, er þér fenguð innfluttan með tiihjálp vorri, til herra húsgagna- smiðs Sigurðar Ólafssonar, Reykja vík, er hefir sótt um innflutnings- leyfi til vor. Verður hann því strik aður út af umsóknarskrá hjá oss. Virðngarfyllst, Nýbyggingarráð Sigurður Þórðarson. Bragi Krstjáiisson. Samkvæmt þessu var leyf- ishafa að sjálfsögðu afhent bifreiðin fyrir þáverandi inn- kaupaverð. Eg ætla svo að láta þá, sem þetta lesa, dæma um það, hvort þessi sönnunargögn sýni, að ég hafi sérstaklega lagt mig fram um að græða á bílaverzlun. Eg hefi orðið þess var, að ýmsir hafa orð á því, hvernig á því standi, að ég hafi nú jeppa til afnota. Eg átti hér fyrstur Farmall-dráttarvél vegna ræktunar minnar í Fossvogi. Bóndi, sem fékk keyptan jeppabíl og var áreið anlega eins vel að honum kominn og hver annar, bað mig að skipta við sig á jepp- anum og Farmal-vélinni, og það gerði ég. Að sumu leyti er jeppinn mér hentugri en dráttarvélin, og nota ég hann aðallega til flutninga að og frá ræktunarstöð minni 1 í Fossvogi. Hef ég sannast að ! segja álitið bæði mér og öðr- jum frjálst að skipta þeim eignum, sem ég er löglega að j kominn, fyrir aðrar eignir, sem í boði eru. Bílabraskið hófst eins og annað svindl eftir 1942, þeg- ar dýrtíðinni var sleppt lausri og allt flóði í verðlitlum und- anstolnum peningum. Á þeim tíma munu flestir hafa verið meiri vinir ráðandi ríkis- stjórna og átt greiðari aðgang að innflutningsyfirvöldum en ég. Enda varð sú raunin að á meðan hinar „stóru stjórn- arfjöldskyldur" fluttu inn hverja bandarísku fólksbif- reiðina eftir aðra og seldu með tugþúsundagróöa án þess að hafa fyrir að taka þær úr umbúðunum, þótti ekki fært að veita mér inn- flutningsleyfi fyrir slíkri bif- reið í 5 ár, eða ekki fyrr en 1947. En Ófeigur minnist ekk ert á innflutning og bílabrask „stóru fjölskyldnanna". Hvernig skyldi standa á því? Sums staðar erlendis er gef- ið út ógrynni sorpblaða, sem kostuð eru af fjárglæfra- mönnum. Þau deila aldrei á svindlarana, heldur hina, sem braskararnir telja sér og atvinnu sinni hættulega. Þeir eru rægðir fyrir þá iðju, sem fjárglæframennirnir og blaöaeigendurnir sjálfir iðka. lUppskera glæfranna er með- j al annars fj ármagnið, sem varið er til að gefa þessi blöð út, sorpblöð, sem þykjast gefa l almenningi réttar upplýsing- ar og prédika siðfræði.“ j Nokkrum dögum síðar birti iLandvörn Jónasar Jónssonar það sem hann kallar „útdrátt“ I úr grein Hermanns, með þeirri athugasemd, að nú i þurfi ekki frekar vitnanna við. Morgunblaðið hefir nokkr- um sinnum í vetur vitnað í „útdrátt" Jónasar Jónssonar. Síðastliðinn sunnudag birti það hann orðrétt og segir þá, j að þetta sé frásögn Hermanns 'Jónassonar sjálfs. Þá er „út- J drátturinn“, sem Mbl. segir j að sé frásögn Hermanns Jón- assonar sjálfs, orðinn svona: „Eg keypti bifreið og seldi hana og keypti aðra oggreiddi toll af henni. Þá pantaði ég nýja bifreið, ráðstafaði henni og bað síðan bílasalann að panta fyrir mig aðra bifreið. Hana lét ég til annars marjns. Þá sótti ég um innflutning bif reiðar, í stað annarar er ég seldi. Hafði svo um skeið not- aða bifreið, setti í hana nýja vél og kostaði miklu til. Að lokum fékk ég leyfi til að kaupa litla bifreið. Seldi hana. Féllst þá Nýbyggingarráð á að láta mig hafa yfirbyggðan jeppa. Rétt á eftir fékk ég leyfi fyrir bandarískri fólks- bifreið. Seldi ég þá yfirbyggða jeppann. Hef orðið þess var að ýmsa undrar, að ég skuli nú eiga jeppa. Fékk hann frá bónda, fyrir gamla vél, sem ég átti áður og ferðast aðal- lega á honum suður í Fossvog í skemmtigarð sem ég á þar“. Uppgjöf rógberanna. Eins og grein Hermanns Jónassonar ber með sér nær hún yfir 10—20 ár — tíma- bilið frá því hann varð ráð- herra og árin síöan. Sönnun- j argögn hans eru ekki á huldu. Hann nafngrelnir tvo þekkta J embættismenn ríkisins og 1 hann birtir tvö orðrétt bréf frá tveimur opinberum stofn unum, rógberarnir reyna ekki aö hnekkja sönnunar- gögnunum sem lögð eru á borðið — ekki með einu orði Þá er gripin þessi aðferð, sem mun vera með eindæmum í íslenzkri blaðamennsku, að birta falsaðan útdrátt og ljúga því upp, að hann sé frásögn Hermanns Jónasson- ar. En vill ekki Mbl. tilnefna einhverja menn, sem hafa fengið innflutningsleyfi fyrir j bifreið, en skrifað innflutn- j ingsyfirvöldunum og beðið þau að ráðstafa bifreiðinni, þegar þeir þurftu ekki á henni aö halda. Og hæfir það alveg málstað braskaralýðsins að ráðast einmitt á þann mann, sem svo heiöarlega hefir far- ið að. Duglausir sporrakkar. En það er margt erfitt í þessari lygasögu. Hvernig stendur á því, að Mbl., sem hefir sporrakka á eftir Her- manni Jónassyni og hefir meirihluta í niðurj öfnunar- nefnd Reykjavikur og með góðri aöstoð meirihluta í öll- um æðri skattanefndum, þar á meöal skattdómarann, sem talinn er ein konar einkadóm ari íhaldsins —hvernig stend ur á því, að það kemur því ekki til leiðar, að þessi mað- ur fái refsiútsvar eöa refsi- skatt, með allri þessari bila- sölu sem hann á að hafa stundað. Á maður að trúa því, að þessir menn geri ekki skyldu sína eða séu þessir endemis aular, því að enginn þarf að efa að ekki sé vilji til stað- ar, til þess að klekkja á Her- manni Jónassyni. Ætli hitt sé ekki sönnu nær, að skatta- yfirvöldin verði aö viður- kenna staðreyndirnar. Fátæklegur rógur. Þegar litið er á þær stað- reyndir, sem Hermann Jónas son færir fram og þær bornar saman við bardagaaðferðir og margendurtekinn róg and stæðinga hans, þá kemur manni til hugar, að ekki séu mikil árásarefnin á hendur honum, fyrst grípa þarf til þeirra vinnubragða, sem hér hefir verið lýst. Í|ir6ítafréttir (Framhald af 3. síðu). Nýtt heimsmet í 4x1500 m. boöhlaupi íþróttafélagið Gávle í Sví- þjóð setti nýlega nýtt heims- met í 4x1500 m. boðhlaupi, hljóp á 15:30,2 mín, sem er 4,4 sek betra en gamla met- ið, er sama félag átti. í sveitinni voru Ingvar Bengtsson, Gösta Bergquist, Olle Áberg og Ólympíumeist- arinn Henry Eriksson og náði hann lélegustum millitíma af þessum fjórum. 4X400 m fooðhlaup. Nýlega náði sveit úr félaginu Longbranch Shore í Bandaríkjunum mjög góðum tíma í 4X400 m. boð- hlaupi hljóp á 3:08,4 mín. sem er aöeins 2/10 lakara en heimsmetið. í sveitinni voru Andy Stanfield, Frank Fox Charles Slade og McKeneey er hljóp á 46.0 sek. Gaston Reiff hljóp 3000 m á 8,05,0 mín. Nýlega náði Gaston Reiff, Belgíu, Ólympíumeistari í 5000 m., mjög góðum tíma í 3000 m. hljóp á 8:05,0 mín, og er það annar bezti tími sem náðst hefir í heiminum á þessari vegalengd. Heimsmet Gunder Hágg, Svíþjóð er 8:01.2 mín og er það bezta hlaupametið samkv. /finnsku stigatöflunni, Frakkinn Jean Vernier varð annar og setti nýtt franskt met, hljóp á 8T9,6 mín (gamla metið átti Pujazon, Evrópumeistari í 3000 m. hindrunarhlaupi). Á sama móti setti E. Gailly, Belgíu, nýtt belgískt met í 20000 m. hlaupi hljóp á 1:05.03,8, (Gailly varð þriðji á Ólympíuleikunum í maraþon hlaupi, en kom fyrstur inn á leikvanginn, eins og alíir muna, sem sáu Ólympíumynd- ina). Hollendingurinn Over- dyck setti hollenzkt met, hljóp á 1 klst. 8 mín. 3.8 sek. Frjálsar íþróttir í Þýzkalandi. Mjög góður árangur hefir náðst í Þýzkalandi í frjálsum íþróttum að undanförnu og virðast Þjóðverjar vera að ná sér mjög í íþróttum eftir stríðið, en sem kunnugt er, var Þýzkaland ein mesta í- þróttaþjóð í heimi fyrir styrj- öldina. í 100 m. hlaupi náði Leó Licke 10.5 sek. en næstir eru Fischer og Kremer með 10.7 sek. Licke náöi beztum tíma í 200 m. 21.6 sek. í fyrrasumar. í 400 m. er Voght beztur með 48.9 sek., en nokkrir aðrir eru mjög svipaðir. Heinz Ulzheimer náði í fyrra 1:51.8 mín. í 800 m„ og segja Þjóðverjar, að hann sé nýr. Rudolf Harbig (Harbig hljóp 800 m. á 1:46.6 nú og 400 m. á 46.0) og hlaupi innan við 1:50.0 í sumar. í langhlaup- um eru Þjóðverjar ekki eins góðir, beztir eru Warnemúnde með 14:43.2 í 5000 m. og Eitel með 31:49.0 í 10000 m. í stökkum hefir náðst góður árangur. Koppenwaller stökk 1.94 m. í hástökki, Luthers er með 7.39 m. í langstökki og í þrístökki er Voght með 14.34 metra. í köstunum eiga þeir þrjá „toppmenn“ en breiddin er lítil. í fyrra kastaði Storch sleggjunni 57.70 m. Bongen varpaði kúlu 15.30 m. og í spjótkasti er Will með 60.50, en búist er við að hann eigi eftir að bæta árangur sinn all- verulega. í tugþraut eru afrekin einna athyglisverðust. Gerd Luther hefir náð 6691 stigi og Kop- penwallner er lítið eitt lak- ari og báðir hafa þeir auga- stað á 7000 stigum. í kvennagreinunum er lítil framför. Þó hefir Wolff- Planck náð 45.69 í spjótkasti, sem er 12 cm. betra en hjá Olympíumeistaranum,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.