Tíminn - 17.08.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.08.1949, Blaðsíða 4
 TÍMINN, miðvikudaginn 17. ágúst 1949 / 172. blað Hin nýja breiðfylkin ÞAÐ BER SJALDAN við, að erjur séu með blööum S j álf stæðisf lokksins og Al- pýöuflokksins. Með blöðun- um ríkir svipað bræðralag og igerizt með ráðherrum þess- ara flokka í ríkisstjórninni. >egar krafist er afnáms for- réttindaskipulagsins í verzl- unarmálunum, snúast ráð- herrár „alþýðunnar“ og bur- geisanna einhuga til varnar málstað forréttindamann- anna. Þegar manndómsleysi þessara ráðamanna hefir leitt :nýja dýrtíðaröldu yfir þjóð- :ina og mjög aukið á erfið- :íeika atvinnuveganna standa blöð flokkanna saman að því að brígsla Framsóknarmönn ■jm um ábyrgðarleysi og sund'rungaráróður, af því að Framsóknarmenn vilja ekki una því að þjóðarbúið fljóti sófandi að feigðarósi fjár- hagslegs hruns, heldur krefj ast þeir skynsamlegra að- gerða nú þegar og eru fúsir að láta dóm kjósendanna í landinu ganga um stefnur ílokkanna ef hinir flokkarn- ír vilj a. heldur halda áfram værðarsvefninum. Ekki verð ur úr því skorið af skrifum blaðanna, hvort Alþýðu- ílokknum og Sjálfstæðis- i flokknum er verr við kosn- ingar í haust. Báðir láta sem kosningar séu bein árás á kjósendurna í landinu og pólitískt herbragð Framsókn arflokksins. Sjálfum finnst þeim engin ástæða til kosn- inga, lítur helzt út fyrir að þeir telji ástandið í fjárhags- og..atvinnumálum í frægasta lagi. A. m. k. hafa þeir ekk- ert tekið undir tillögur þær, sem Framsóknarflokkurinn hefir borið fram til þess að afstýra vandræðunum, og er það þó lakara, að þeir hafal heldur engar gagntillögur I Eitstjjórnargrein tar Degi. xlutt. Báðir flokkarnir hafa lagt meginkapp á að ófrægja! tillögur Framsóknarmanna! og brígsla þeim um að rjúfa i borgaralega samvinnu. Loks láta- þessir fyrrverandi sam- starfsmenn kommúnista, sejn Framsóknarmenn bíði þess eins að hefja samstarf við hinn landlausa lýð um lands mál. í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM j um fjárlagafrumvarpið í maí mánuði s.l-, lét Eysteinn Jóns son ráðherra svo ummælt af hálfu Framsóknarflokksins, að flokkurinn mundi ekki una því lengur en fram á sumarið, að ekkert væri gert i dýrtíðar- og fjárhagsmál- um af hálfu ríkisvaldsins, enda væri fyrirsjáanlegt, að fjárlög yrðu ekki afgreidd á næsta þingi nema gripið væri til sérstakra ráðstafana. Þár með var því yfirlýst þeg ar á s.l. vori af hálfu Fram- sóknrflokksins, að hann væri ófús að halda áfram núver- antíí'’stjórnarsamstarfi, nema vetúleg lífsvenjubreyting yrði méðál ráðamanna Alþýðu- ílokksins og Sjálfstæðisflokks ins. Þessi lífsvenjubreyting er ókomin enn. Fyrir aðgerð- ir -þessara flokka, var nýrri dýítíðaröldu hleypt af stað. AWasr tillögur er stefndu að þvi’áð auka kaupmátt pen- íngahna voru ýmist svæfðar eða felldar, í þess stað var ný kauphækkunarskriða sett af stað; að verulegu leyti bein- linis fyrir tilverknað þessara flokka. Um þær aðgerðir var ekki nein eining meðal stjórn arflokkanna. Framsóknar- flokkurinn stóð allur á móti þeim. Tveir stjórnarflokk- anna unnu saman að því að fella og svæfða margs konar tillögur Framsóknarmanna til lagfæringar á verzlunarmál- um, húsnæðismálum, verð- lagsmálum o. s. frv. Og þeir fluttu sjálfir engar tillögur í staðinn. Af þessu má vera augljóst, að það er ekkert nema lágkúrulegur rógur þegar blöð Sjálfstæðisflokks ins og Alþýðuflokksins reyna að telja kjósendum trú um að aflabresturinn á síldar- miðunum hafi orðið til þess að Framsóknarflokkurinn hafi sett dýrtíðarmálin á oddin nú og krefjist aðgerða í þeim en kosninga ella. Breiðfylkingin í ríkisstjórn- inni vissi það þegar fyrir þinglokin, að reikningsskil mundu verða í sumar. Afla- leysið nú í sumar gerir slík reikningsskil vitaskuld meira aðkallandi, en þau hefðu ekki verið umflúin þótt síld- in hefði veiðzt. Það er enn- fremur augljóst, að skraf þessara flokka um það, að Framsóknarmenn séu að rjúfa eininguna meðal borg- araflokkanna. er úr lausu lofti gripið. Samspil Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins er fyrir alllöngu komið á það stig, að eining um hin mikilsverðustu mál er ekki fyrir hendi innan rík isstjórnarinnar og borgara- legu flokkanna. Þegar þann- ig er ástatt, er það vitaskuld heiðarlegast og mest í anda lýðræðisins, að skjóta ágrein ingnum til kjósendanna í landinu- Hitt væri óheiðar- legt, að breiða yfir ágreining inn, aðhafast ekkert og reyna að telja þjóðinni trú um að allt sé „með blóma“ í at- vinnumálum og fjármálum. Framsóknarmenn vilja eng- an hlut eiga að slíkum for- tölum. Sjálfstæðisflokkurinn og aðstoðarlið hans geta þar einir að verið. LOKS ER það samstarfið við hinn landlausa lýð. Þaö er næsta spaugilegt að heyra þá menn, sem hörmuðu það sárlega 1947 að kommúnistar skyldu þá vera ófáanlegir til þess að sitja lengur í ríkis- stjórn með þeim, brígsla flokki, sem aldrei hefir haft neitt samneyti við kommún- ista, um löngun til samstarfs við þá. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir að samstarfið við komm únista 1944—1947, hefði ver- ið „kollsteypa“ í stefnu flokks ins. Hver veit hvenær sagan endurtekur sig? Sjálfstæðis- blöðin höfðu margsinnis lýst landráðaeðli kommúnista, skömmu fyrir faðmlögin 1944. Þau tala digurt nú, en sömu mennirnir, sem réðu koll- steypunni miklu 1944, eru enn í dag valdamestu menn Sjálfstæðisflokksins. Blöð þeirra lýsa ekki innstu hug- renningum þeirra í dag. Framsóknarmenn hafa aldrei starfað með kommúnistum og munu aldrei gera það. Sjálfstæðisflokkurinn hefir leitt þá upp í ráðherrastól- ana og leyft þeim að vinna margvísleg óhæfuverk í skjóli valdanna. Enn í dag sitja kommúnistar og Sjálf- stæðismenn í bróðurlegri ein ingu í bæjarstjórn ísafjarð- ar. Þeirri samvinnu ræður maðurinn, sem skrifar inn- fjálgu leiðarana í Morgun- blaðið um kommúnistahætt- una. ÞAÐ ER nauðsynlegt fyrir kjösendur að horfa fram á veginn og gera sér grein fyrir því, með hvaða ráðum þjóð- arbúskapnum verði aftur komið á réttan kjöl. Fram- sóknarflokkurinn hefir gert sínar tillögur og er þess al- búinn að leggja þær undir dóm þjóðarinnar. Hinir flokk arnir hafa engar tillögur gert, þeir hafa gefizt upp við að standa gegn dýrtíðinni, virðast helzt hafa áhuga fyr- ir því um þessar mundir að róla sem lengst í ráðherra- stólunum. Blöð þeirra bera vott um áhugann fyrir því að sitja. Ábyrgir kjósendur munu naumast telja setuna það bjargráðið, sem koma skal. Fyrir því munu þeir fylkja sér um tillögur Fram sóknarmanna og gefa fyrr- verandi samstarfsmönnum kommúnista hæfilega og nauðsynlega ráðningu. SILFURBRUÐKAUP Hjónin Benedikt Guðjóns- son og Ingibjörg Guðnadótt- ir í Nefsholti í Holtum áttu 25 ára hjúskaparafmæli 13. júlí s.l. Komu þá saman nokkrir frændur og vinir þeirra og fögnttðu með þeim, er þau minntust aldarfjórð- ungs farsældar í hjónabandi. Þau Benedikt og Ingibjörg hafa búið þessi 25 ár í Nefs- holti, þar sem Benedikt er borinn og barnfæddur, og alla tíð notið mikilla vinsælda sveitunga sinna, því að þau bera í brjósti einlæga góövild til allra samferðamanna. — Þau hafa eignast 7 börn og fram að þessu notið mikils barnaláns- Eru börn þeirra Nefsholts-hjóna gædd óvenju góðum námshæfileikum og í skóla foreldranna hafa þau numið j?óða siði. Benedikt hefir riotið trausts félaga sinna í sókn og sveit. Hefir lengi verið í sóknarnefnd og gagnhollur kirkju sinni. Benedikt hefir lengi verið í hreppsnefnd og fræðslu- nefnd og oft gegnt trúnaðar- störfum í Kf. Rangæinga í Rauðalæk, enda er hann góð- gjarn vitsmunamaður og vandaður til orða og verka. Af þessu stutta yfirliti er ljóst, aö þau Benedikt og Ingibjörg í Nefsholti hafa verið sómi sinnar stéttar, og þótt þau hafi stundum búið við skorinn skammt efna- lega, hafa þau jafnan búið við mikla mannkosti og þess vegna fylgja þeim einlægar blessunaróskir frá nágrönn- um og sveitungum og fjöl- mörgum vinum er þau leggja leið sína áfram inn í hina ókunnu framtíð. Þ. R. Frá trésmíðameistara út á landi (M. F.) hefir borist grein sú, sem hér fer á eftir: Ef við lítum yfir sögu lið- inna kynslóða er þar eitt óbreyt anlegt lögmál, sem hefir sama gildi í dag og á dögum hellis- búans. Fyrsta hugsun og þrá hverrar fjölskyldu, hefir verið að eignast sitt eigið heimili. Náttúran sjálf hefir verið hlið- holl mannkyninu í þeim efn- um, enda lærðu frumbyggjar jarðarinnar að sníða sér þar stakk eftir vexti og notfæra sér þær aðstæður og skilyrði þeirra tíma, sem vit þeirra leyfði. — Hellisbúinn skreytti heimili sitt með skinnum þeirra dýra, sem hann aflaöi sér til matar. Skóg- arbúinn reisti sér hús úr strá- um og leir, sem var við hend- ina. Eskimóarnir byggðu hús sín úr snjó og skinnum, og hjarðmennirnir höfðu tjöld, sem þeir gátu flutt með sér. — Hver fjöldskylda átti sitt eigið heimili og hafa sennilega unað glaðar við sitt. Tímarnir breyttust og tæknin óx, þræla- og lénstímabilið hélt innreið sína. Heimili voru lögð í rústir og fjölskyldum tvístrað. Ánauð og kúgun voru í algleym ingi, en sama þráin og vonin um að eignast heimili hélt líf- inu í hinum kúguðu. Mannskepnan hafði fundið nýja leið til fjáröflunar. Léns- herrann og þrælaeigendur söfn- uðu auði í sínar hirzlur og byggðu sér hallir og skrauthýsi, en geymslukofa fyrir þræla sína. Enn breytast tímarnir, þræla- hald var að nafni til afnumið, en þjóðarauðurinn er enn í fárra manna höndum. Nýja að- ferð varo að finna til fjáröflun- ar. Stórhýsi voru byggð. Húsa- brask varð ný atvinnugrein. — Hægt var að leigja út húsa- kynni handa þeim, sem ekki höfðu aðstæður að byggja sér heimili. Skrauthýsi voru byggð fyrir gjöld þeirra er leiguna greiddu. Hinir ríku sáu enn fyrir því að tekjur þeirra rýrnuðu ekki. Þeim tókst að telja forráðamönn um þjóðfélagsins trú um, að það yrði að byggja fyrir framtíðina. Þetta var að vísu glæsileg hug- mynd, og forráðamenn bæjarfé- laga og annarra stofnana inn- leiddu það fyrirkomulag í húsa- gerð, að einungis dýr og ramgerð hús voru reist. En breytingar og aðstæður hinna ýmsu tíma leyfðu ekki að slíkt væri hægt. Að vísu risu upp stór og glæsi- leg hús, en þjóðarauðurinn leyfði ekki að slíkt væri fyrir alla. Með hinum nýju reglugerðum um húsabyggingar hefir bænd- um og verkamönnum veríð gert ókleift að byggja yfir sig og sína af eigin ramleik, við þær að- stæður, sem þeir eiga nú við að bua. Bóndinn má ekki byggja eft ir því, sem efni hans og aðstæð- ur leyía. Hann verður að byggja fyrir næstu kynslóðir. En tekjur bóndans leyfa ekki að hann byggi fyrir næstu kynslóðir. Það verður einnig að taka drjúgan skerf frá þjóðarheildinni. Verka- menn verða að láta sér nægja að vera leiguliðar, eða búa í hreysum, utangarðs í þjóðfé- laginu. Og enn er haldið áfram sörnu braut, þrátt fyrir að fyrirkomu- lag og gerð húsa breytist ár frá ári, og þörfin fyrir fleiri og ódýrari hús vaxi dag frá degi. Tími reynslunnar er þó orðinn nógu langur til að læra af honum. Bóndinn, sem eyddi orku sinni og fé til að byggja fyrir næstu kynslóðir, er nú horfinn Sonur hans, sem nú er að stofna heimili, óskar ekki eftir að búa í húsi gamla bónd- ans. Hann vill ráða því sjálfur, hvernig hans eigið heimili á að vera. í dag sést. því í fag- urri sveit hús í eyði, sem gamli bóndinn hafði eytt miklu fé og orku til að gera að framtíðar- heimili. I kaupstöðum verja menn andvirði nýrra húsa til lagfær- ingar og breytinga á þeim hús- um, sem byggð voru fyrir 15 til 20 árum, til að samræma þau kröfu nútímans. Það er því hin mesta fásinna, að eyða helm- ingi meira fé til húsagerðar en annars væri þörf, í þeim eina tilgangi, að láta þau endast í 100 til 200 ár. Það er alveg víst, að næsta kynslóð kærir sig ekkert um að við séum nú að byggja fyrir sig, og slá upp ein- hverjum steinkumböldum, sem vont er að fjarlægja. Einnig er það hrein fjarstæða að eyða þjóðartekjunum í dýr og ram- gjör hús meðan stór hluti þjóð- arinnar er látinn hýrast í geymsluskúrum og bröggum. Það er áreiðanlega mál til komið, að við hugsum fyrst og fremst um að byggja yfir nú- lifandi kynslóð og hættum öll- um hégómahætti og flottskap, meðan þjóðartekjurnar leyfa það ekki.“ Hér lýkur svo grein trésmíða- meistarans og skal þetta mál ekki orðlengt að sinni. Heimamaður. ÚTBOÐ Þeir, sem gera vilja tilboð í að reisa hús á lóð Landsspítalans, vitji uppdrátta og útboðslýsinga á teiknistofu húsameistara ríkisins. Reykjavík, 16. ágúst 1949 GUÐJÓN SAMÚELSSON. AUGLYSIÐ I TIMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.