Tíminn - 19.08.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.08.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 19. ágúst 1949 174. blaff. Unitarískir brautryðjendur pað myndi erfitt næsta að ikveða um uppruna hinnar mitarisku trúar; grundvall- dríega er hún eldri en sjálfur íristindómurinn, því eingyðis ruin blómgaðist víða um iönd löngu áður en Kristur Qóf kenningar sína. Svo var >ap til dæmis með Zóróism- dhn í Persalandi og Gyðinga- iótnlnn hjá Israelitum. Krist- ur var eingyðistrúar maður dlveg áreiðanlega. Það sést meðal annars á því að hann iclutti bænir sínar til eins guös en ekki þriggja eða iLeiri. Alveg óhugsanlegt að áann hefði byrjað faðirvorið með orðunum „Faðir vor“, ef aann hefði verið fjölgyðistrú- ar. Innan kristninnar hafa alltaf verið æði margir, sem héldu fast við frumtrú sína a einn guð, enda var það eðli- ;Iegt, þar sem kristindómur- inn óx í fyrstu beint upp af gyöingdóminum, sem lagði af ar mikla áherzlu á eingyðis- hugmyndina. Aftur á móti var heiðingjunum gjarnara að trúa á marga guði svo sem var siðvenja Grikkja og Róm- verja. Mér er nær að halda, að þríeindar kenningin hafi verið borin fram til að sam- ræma skoðanir heiðingja og Gyðinga á þessu atriði. Marg- ir sagnfræðingar, svo sem .Gibbons, hallaðist að þeirri skoðun. Reynt var með of- sóknum að þrýsta kirkjunum til að afneita þessari eingyð- istrú. Samt náði hún rótfestu i ýmsum löndum, svo sem í Póllandi, Ungver j alandi og Transylvaníu. Náði únitara- trúin þá svo mikilli útbreiðslu að kaþólskunni fannst sér af henni hin mesta hætta stafa og hóf grimmustu ofsókn á móti henni. Fór að lokum svo, að hún var kvalin til dauða i mörgum löndum en samt iifði alltaf einhver angi henn ar við rótina, einkum við há- skóla álfunnar. Bar einna mest á þessu þar sem upp- lýsingin var mest og manns- andinn frjálsastur. Hjá ensk- um vísindamönnum tók hún einkum að dafna og átti drjúg ítök í andlegu lífi há- skólanna, bæði við Oxford og Cambridge. ★ Einn af helztu vísindamönn um Breta á átjándu öld var presturinn Joseph Priestley, sá sem uppgötvaði súrefni and- rúmsloftsins og þýðingu þess. Með loftefnarannsókn- um sínum gerði hann álíka gagn í sinni grein og Harvey T læknisfræðinni með því að rannsaka blóðrásina. Mende- liff hinn rússneski fyr.ir efna fræðina með því að skil- greina frumefnin, og Newton þýzkur fyrir eðlisfræðina með þvi að uppgötva þyngdarlög- málið. ,f.Arið 1791 var Priestley prestur við fjölmennan söfn- úð~ 1 Bermingham borg í Eng- ^lþojdi. Hafði þá í nokkur ár ’staðið mikill styrr um hann ,og hinar únitarisku kenning- ar hans. Hafði klerkalýður landsins, sem rétttrúaðan caldi sig, æst fólkið upp á móti hinni annarlegu kenn- ingu. Stóð Horsley erkidjákni' einkum fyrir þessum ofsókn- am. Fór svo að lýðurinn var æstur til hermdarverka og i þriggja daga skrílsæði voru mörg hús brennd og þar með bókasafn og tilraunastöð Fyrirlestur efíir séra II. E. Jolmsoia Unitara-kirkjuhreyfingin er mjög útbreidd í Norður- Ameríku, en uppruna sinn rekur hún til Ítalíu, en þar hófst hún á síðari hluta 1G. aldar og breiddist þaðan út um Mið- Evrópu. Unitarar trúa aðeins á einn Guð (ekki þríeinan) og telja Ivrist aðeins hafa verið góðan og mikilhæfan mann, er flutti kenningar hans. Margir Vestur-íslendingar eru unitarar. í síðari hluta fyrirlesturs séra H. E. Johnson er einkum sagt frá hinum fræga kennimanni og mælskumanni William Ellery Canning. .......... ................ Priestleys. Var safnaðarfólki jhans og fylgismönnum hvergi . þyrmt. Sannaðist síðar að jkirkjuhöfðingjarnir höfðu staðið fyrir þessu athæfi, því þeim þótti slík aðferð örugg- ari og fljóvirkari en að draga menn fyrir dómstólana eins og áður hafði verið siður. Ekki svo að skilja að sú að- ferð hafi ekki borið árangur því frá ár'inu 1662, þegar lög- in voru samin gegn villutrú- armönnum á Englandi, höfðu sextíu þúsund manns verið settir í fangelsi fyrir trú sína og af þeim höfðu átta þús- undir dáið í dyflyssu eða ver- ið brenndir samkvæmt dómi. Svona var nú ástandið á Englandi í þá tíð en samt verra á meginlandi norður- álfunnar. Má af þessu ráða hversu mikla sannfæringu og dyrfsku það krafðist að ger- ast uppreisnarmaður gegn kenningum og j átningum kirkjunnar. Eftir árásina í Berming- ham fengu vinir Priestleys hann til að flytja til Ameriku. Hérna megin hafsins naut hann verndar slíkra manna sem John Adams og Thom- asar Jeffersons, — báðir þess ir menn urðu forsetar Banda ríkjanna — og Benjamíns Franklins, sem einnig hallað- ist að únitariskum skoðunum auk þess sem hann dáðist að Priestley sem vísindamanni. Leið honum nú fremur vel og hélt rannsóknarstarfi sínu á- fram en stofnaöi stóran söfn- uð í Philadelphia. Hann gekkst líka fyrir því að stofna sameignar og samvinnufélag í Northumberland í Pennsyl- vaníu. Þetta félag var stofn- aö með frjálsum samtökum en átti sér skamman aldur. Ekki má samt skilja að Priest- ley væri látinn í friði hér í Ameríku. Hann var ofsóttur bæði af sumum auðvaldssinn um og kirkjumönnum til dag- anna enda, en naut að hinu leyti verndar og aðstoðar margra frjálslyndra og hátt- settra manna, að honum hélzt uppi að flytja kenningar sín ar og útbreiða þekkingu sína. Þrátt fyrir sínar róttæku kenningar bæði í rúmmálum og hagfræöi. Fyrir hans áhrif tók únitarisminn að ná mik- illi útbreiðslu og föstum rót- um í Ameríku. Ameríka hefur framleitt og uppalið mörg mikilmenni og amerískir andansmenn og frelsis vinir hafa skráð og boðað hinar skýrustu yfirlýs- ingar um jafnrétti, sem finn- anlegar eru í bókmenntum veraldar. Af slíkum mönnum var enginn meiri en Thomas Jefferson enda mun hann ávallt teljast í hópi þriggja mestu forseta Bandaríkjanna. — (hinir eru: Lincoln og F. D. Roosevelt). Lif hans og skoðanir voru, sem annara mikilmenna í fylsta samræmi við trú hans, hann var sann- ur únitari í dýpsta og ein- lægasta skilningi þess og taldi það vera únitari langtum meira en að afneita eilífri glötun og játa trú sína á einn guð, að vera únitari er að lifa og starfa þannig að öll vor orð og æði beri þess vott að við trúum á guð föður, uppsprettu alls kærleika, allr- ar fegurðar og alls sannleika. Trúa því ennfremur að heim- urinn sé hans musteri og gera það gott sem vér frekast megn um sé hin eina og sanna guðs- dýrkun. Hjá engum manni ber öllu meira á þessari trú, þessum únitarisma en hjá hinum fræga forseta og frelsis fröm uði, Jefferson. Hann hinn auð ugi landeigandi skoðaði auð sinn ekki sem forréttindi, heldur vildi hann að allir mættu komast í efni og njóta þeirrar ánægju og frelsis sem efnalegt sjálfstæði veitir. Hann var uppalinn í æðstu menntastofnun síns lands og sinnar samtíðar en skoðaði menntunina ekki sem sérrétt- indi auðstéttanna, heldur veldi gera hana að allra hlut- skifti. — Hann naut aðstöðu til þess að koma sínum skoð- unum á framfæri og vildi gefa öllum kost á því. Til þess að menn gætu komið hugsunum sínum á framfæri kom hann á fót alþýðuskólum og stofnaði háskóla. Hann hafði þá trú, að ef fólkinu gæfist færi á að rannsaka hvert mál eftir vöxtum, mætti heilbrigðri hyggju fólksins fyrir því trúa, að finna sann- leikann og að sannleikurinn gerði menn frjálsa, — frjálsa við hleypidóma, hverskyns andlegt ofstæki og blindandi þröngsýni. Hann var í fáum orðum sagt sannúr únitari sem trúði í orði og verki á yfirlýsingu þeirra um föður- eðli guðs, bræðralag mann- anna. Þessvegna var hann sannur lýðræöissinni en án þessarar trúar verður engin í .verunni lýðræðismaður, því þessi trú gefur mönnum djörf ung til að trúa á framfarir mannkynsins fyrir guðleg- heit mannanna, fyrir skyld- leika mannlegrar sálar við föð urinn algóða og alvitra. Þessi guðlegheit bitrust Jeff- erson i Jesu fyrst og fremst, sem manni og fyrir þá opin- berun visku og veglyndis gat hann aldrei vantreyst mönn- um sem Jesús kallar sína bræður og sínar systur. Sjálf ur er Jeffer/an hin glæsta mynd og^ifinn gnæfandi tind ur í hinu ameríska lýðræði og vonandi brotna allar aft- urhalds og andbiltingaöldur á þeim múrvegg, sem hlað- inn var í árdaga af þeim sem sagði: „Ef kenningar Krists hefðu verið heiminum flutt- (Framliald á 6. síðu) í nýútkominni Heimskringlu segir Soffonías Thorkelsson,sem er mörgum að góðu kunnur hér heima, frá þjóðræknisstarfi ís- lendinga á Victoraeyjunni, sem liggur undan vesturströnd Kanada. Læt ég hana fara hér á eftir sem lítið dæmi um það, hvernig landar okkar vestra reyna að halda hópinn, þrátt íyrir erfiðar aðstæður: „Fyrsti íslenzki þjóðminning- ardagur var haldinn, af íslend- ingum í Victoria, B. C., þann 19. júní.s.l. Komu þeir saman í ald- ingarði Dr. Jóhannesar Pálsson ar og konu hans Sigríðar. Er þar hinn fegursti lundur, og að öllu leyti hinn ákjósanlegasti til úti- funda. Þar getur hópur manna sólbaðað sig í grasinu og einnig fundið sér hlé fyrir sól, vindum og regni. Auk aldintrjánna, sem þar eru til yndis og afnota, rís fjall við bæjardyr doktorsins, með himingnæfandi furu og cedar trjám, og fleiri tegunda, sem ritarinn kann ekki nöfn á. Nú rekur mig minni til hinna merkilegu „Willows," sem þar vaxa, margar af hverjum stofni, og hver grein allt að 12 þuml- um í þvermál og að því skapi háar. Þá er önnur willow þar einnig merkileg, er nokkuð smærri en hin, en hefir það til síns ágætis, að hún verður snjó hvít á vorin af blómskrúði, eins og snjórinn á fjöllunum. Galli á gjöf Njarðar er sá, að á landi þessu er meira grjót en frjómold, verður því ekki nema nokkur hluti þessa lands dokt- orsins og sonar hans Haraldar, notaður til annars en bithaga eða skógræktar. Svo er mesti partur þessarar eyjar snarbratt ir klettahjallar og melhólar, en þrátt fyrir allt það er eyjan þó langsamlega frjósamasta skóg- ræktarland Kanada; mun meir en helmingur alis timburs, sem framleitt er í Kanada, koma frá þessari litlu eyju. Svo hefir það verið til mjög margra ára. Ég segi litlu eyju, því hún verður varla greind á landa- bréfi við vesturströnd Kanada, þó að hún sé yfir 250 mílur á lengd og allt að 50 mílur á breidd. En nú man ég það, að ég ætlaði að segja ykkur af þ j óðminningardeginum. Það eru töluvert margir fs- lendingar um hana alla, og rétt ómögulegt að ná til þeirra eða finna þá, eða gera sér ljósa grein fyrir hvað þeir eru marg- ir, en þó hygg ég að þeir séu um tvö. hundruð, en það er á- gizkan ein. Það hefir næstum enginn fé- lagsskapur verið meðal íslenzku eyjarskeggjanna, og fæstir ! þeirra kynnzt hver öðrum nema ! þá þeir hafi mætzt af tilviljun, j þar til í vetur að Mrs. Rósa Ey- jólfsson Semple og Miss Sigrún S. Johnson stungu saman nefj- um og boöuöu nokkrar konur og stúlkur saman til fundar við sig. Árangurinn var sá, að þær stofnuðu íslenzkt kvenféiag, sem hefir haldið fundi sína mánaðarlega síðan, og stóðu þessar konur og stúlkur fyrir því að haldinn var íslendinga- dagur að Victoria. íslendingum verður ekki ann að sagt, en að þeim heppnaðist þetta vel, og lofar það góðu í framtíðinni. Ég var kosinn til að stýra deg inum, en Dr. Pálsson var aðal- ræðumaðurinn og skemmti vel. — Einnig var kvæði lesið upp eftir Rósu Eyjólfsson Semple. Fólkið söng mörg íslenzk lög bæði sér og fundarstjóranum til mikillar ánægju. Þar var með okkur gestur austan úr fjöllum, stálfræðing- urinn frægi, Jón Ólafsson, mað- urinn, sem framleiddi betra stál, harðara og stilltara en nokkur annar stálgerðarmaður í Kanada. Nú er hann hættur þeirri iðn, og situr nú sem sigurvegari þar sem þið Winnipeg-búar kallið vestur í Klettafjöllum, við Sal- min Arm, í hinu fagra og frjó- sama héraði, er það einn part- ur af Okanagan dalnum, sem er frægt um allar jarðir Kanada fyrir gæði aldina þeirra er þar vaxa. Þar á hann stóran bú- garð; 20 ekrur undir aldin- trjám, auk kornræktar og gripa, segir hann að sér falli sá starfi betur en að standa yfir mökkn- um úr stálbræðsluofninum, blanda hvítglóandi málmnum og rannsaka prufur efnafræðis lega með sýrum. Gesturinn var kvaddur til að segja fréttir, varð hann vel við tilmælum fundarstjórans og fór það vel úr hendi. Veðrið var líka hið ákjósan- legasta; hvorki heitt né kalt, þurrt né blautt og ekki neitt annað en blessuð blíða. Svo er það jafnan á eyju þessari. Að skemmtiskránni lokinni framreiddu konurnar hinar á- gætustu veitingar, og mun fólk ið hafa farið heim til sín, vel mett af mat og skemmtunum, og glatt og ánægt.“ Hér lýkur frásögn Soffonías- ar. Það er gaman fyrir okkur Is- lendinga heima að heyra frá þjóðræknisstarfi frænda okkar vestra. En á það að vera okkur nóg? Leggjum við sjálfir nægi- lega hönd á plóginn til að efla það og styrkja? Heimamaður. W.V.V.V.V.V.V.W.V.W, '.V.W.V Tökum að okkur smíði á alls konar stólagrindum ■; ■; eftir pöntun. Eigum nú á lager nokkrar birgðir af armstólagrindum. í s í; Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. ;■ £ Trésmiðjan HERCULES h.f., Blönduhlíð £ við Hafnarfjaröarveg. — Sími 7295 .v laiiiDiBuaiB,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.