Tíminn - 18.09.1949, Síða 5

Tíminn - 18.09.1949, Síða 5
198. blaS TÍMINN, sunnudaginn 18. september 1949 Sunnud. 18. sept. Framboðin í Reykja- Framboðslistar Álþýðu- flokksins og Sj álfstæðfsflokks ins voru birtir í gær og hafa þá allir flokkarnir, nema Sosialistaflokkúrinn, lagt fram framboðslista sína. Hjá Sosialistaflokknum eru fram- boðserfiðleikarnir miklir, því að ekki þykir nú lengúr þor- andi, að listinn sé skipaður kommúnistum einum. Því hefir verið leitað til ýmissa manna í öðrum flokkum og þeim boðið öruggt sæti á lista flokksins og það látið fylgja, að þeir mættu starfa óháðir flokknum, er á þing kæmi. Allir þeir, sem komm- únistar hafa þannig leltað til, hafa hafnað þessu tilboði, og eru því horfur á, að kommún- istar geti ekki haft neinn nýjan lit á lista sínum. Við- leitni þeirra í þá átt gefur hinsvegar glöggt til kynna, að þeir telji fylgi sitt minnk- andi og þessvegná þúrfi að fa nýtt blóð, ef þannig væri heldur hægt að hresSa upp á það. Listar Sjálfstæðisflökksins og Alþýðuflokksins béra það með sér, að þar eru sigur- horfur taldar minni en við seinustu kosningar. Hjá SjálfstæðiSflÖkknum var uppstillingunni þá hagað þannig, að Bjarni Benedikts- son var í sjötta sæti, þvi að það var taíið baráttusætið á listanum. Nú er enginn af aðalfyrirliðujn flokksins hafð- ur í þessu sæti og ér þar með sýnt, að það er ekki talið baráttusætið lengúr. Röðunin á listanum sýnir, að' Sjálf- stæðisflokkurinn reiknar í mesta lagi með fjórum kjör- dæmakosnum og hefir alla aðalforsprakka sína tryggða, þótt þeir kjördæma- kosnu verði ekki nema þrír. Hjá Alþýðuflokknúm er þetta sama sagán. Þar var Haraldur Guðmundsson seinast í þriðja sæti, sem þá var talið baráttusæti á list- anum. Nú er hann settur í fyrsta sæti, en í þriðja sætið er sett kona, sém ekki er hægt að segja nema gott eitt um í einkalifinu, en he'fir hins vegar reynst svo lítill skörung ur á hinu opinbefa starfslífi, að hún var látin"hætta setu í bæjarstjórn eftir að hafa ver- ið þar eitt kjörtímabil. Sést á því, að framboð hennar er ekki alvarlega meint, enda vita allir að Alþýðuflokkurinn má telja sig sælan, ef hann kemur Haraldi að sem kjör- dæmakosnum og Gýl'fa sem uppbótarmanni. Þanhig hefir stjórnarforusta Stefáns og Emils leikið hann a,ð verð- leikum. Margir þeir menn, sem drögu mest fýlgi að lista flokksins síðást, heituðu með öllu að vera á hónum nú, og þó er fráfallið enn meira meðal hinna óbréyttu liðs- manna. ' ' - Það sýnir líka, að Alþýðu- flokkurinn er búinn að missa þann stéttárgtúhdvöll, sem hann áður liafði, að há'nn hef ir nú engan' mann í vonar- sætum á lista síhum, ér hefir ítök í verkaiýðshreyfingunni. Þvert á möti er þeim manni Kosningaspja Atkvæði, sem þurfa að færast til1. Þegar farið er að reikna, hvað lítið þurfi að breytast fylgi flokka og frambjóðenda í einstökum kjördæmum, svo að úrslit breytist, skulu menn hafa þetta í huga. Miðað við síðustu kosning- ar nægir að færa 32 atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum í Dölum, svo að Framsóknar- flokkurinn vinni. Á Akureyri vantar 59 atkvæði frá Sjálf- stæðisflokknum, í Vestur-ísa fjarðarsýslu 35 atkvæði frá Ásgeiri og í Suður-Múlasýslu 45 atkvæði frá kommúnist- um, svo að Framsóknarflokk- urinn vinni sætin. Svo eru það rétt um hundrað atkvæði sem Framsóknarflokkurinn þarf að ná frá Sjálfstæðis-i flokknum í hverju eftirtal-1 inna kjördæma til að vinna: Barðastrandansýslu, Austur- Húnavatnssýslu, Snæfellsnes sýslu og Eyjafjarðarsýslu. Þegar þess er svo gáð, að í öllum þessum kjördæmum er meira og minna af fólki, sem kosið hefir Alþýðuflokk- inn og Sósíalistaflokkinn í þeirri von, að þeir væru ís- lenzkir umbótaflokkar, má telja víst, að Framsóknar- flokkurinn fái drjúgt af at- kvæðum þaðan, eftir það sem á undan er komið og reynsl- an hefir leitt í ljós. Sigurhorfur Framsóknar- flokksins í þessum kjördæm- um eru því mjög álitlegar og vissan öruggari, ef vel er nú unnið af flokksmönnum. Hégómi Morgunblaðsins. Mbl. og Alþbl. vilja láta svo sem það sé hégómi, þó að fjárfestingarleyfi séu ekki tengd við innflutningsleyfi, og verzlanir í héruðum lands ins fái ekki að flytja inn nema lítinn hluta þess vöru- magns, sem nauðsynlegur er vegna þeirrar fjárfestingar, sem þar er leyfð. Mbl. heldur að þeim, sem byggja hús úti um land, sé sama hvort var- an kemur á þeirra höfn beint frá útlöndum eða þeir verði að leita hana uppi í Reykja- vík og kaupa hana þar, jafn- vel á svörtum markaði, eða verða án hennar ella. Þeirsem verða að borga þúsundir kr. í óþarfan kostnaö, álagningu flutningsgjald o. s. frv-. vegna þessa Sjálfstæöisskipulags, þurfa ekki að spyrja Mbl. og frambjóðendur þess, hvort þetta sé hégómi. Hræddur við sitt eigið andlit. Flokkur kommúnista er nú hræddur við sjálfan sig og^ þorir ekki að láta sitt rétta andlit sjást í kosningunum. Alltaf er verið að breiða yfir nafn og númer Moskvuút- gerðarinnar og reyna að fá einhvern almennan, þjóðleg- an vinstri lit á fyrirtækið, þó að illa gangi. Þannig er reynt að þvæla Finnboga Rút Valdi marssyni í framboð í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og sótzt eftir að fá utanflokks- menn á listann í Reykjavík, jafnvel í efstu sæti. Og kosn- ingasjóöur er ekki kenndur við flokkinn, heldur nefndur „Kosningasjóður stjórnarand stöðunnar.“ Þetta allt sýnir, að nú finna kommúnistar að fylg- ið er í hættu, nema línan frá Moskvu verði vandlega fal- inn jarðstrengur, sem fólkið sér ekki. Tiltrú og kynferði. Það er misskilningur hjá Alþýðublaðinu, að vonir um kosningu Rannveigar Þor- steinsdóttur séu bundnar við það, að hún sé kona. Ætli að félag starfsmanna ríkisins hafi kosið hana að formanni bara af því að hún er kona? Þannig mætti líka spyrja í sambandi við annan trúnað, sem Rannveigu hefir verið sýndur. Hins vegar má vel vera, að aðrir flokkar hafi „bara konu“ til sýnis ein- hvers staðar í fallsætum list- anna og er þá óskandi, að þær komi ekki hart niður, eins og Alþýðublaðið orðar það. Hitt er annað mál, að vegna persónulegra verðleika og reyn.slu liðinna ára má vænta þess, að margar konur þessa bæjar telji heppilegra að fela Rannveigu umboð sitt en liðsmönnum skömmtunarráð- herrans, hvort sem þeir kunna að verða karlmenn eða kvenmenn, þegar til kemur. Ekki mútur. Mbl. tekur það oft fram, að Strandamenn ættu ekki að þurfa neinar mútur til þess að kjósa Eggert. Þeim ætti að vera nóg að sjá og vita, að maðurinn er ríkur og þeir geti á þann hátt séð, að hann sé líklegur til fengsællar for- ustu- Blaðið telur mikil með- mæli með frambjóðanda sín- sparkað, sem stundum hefir verið nefndur „seinasti verka- lýðsleiðtoginn í Alþýðuflokkn um,“ en það er Sigurjón Ólafs son. Framboð Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins sýna, þannig, að þessir flokkar reikna ekki með fylgisaukn- ingu og, þá gera kommúnist- arnir það allra síst, eins og sést á því, hve síðbúinn listi þeirra er og hve mikið þeir reyna til þess að fá utan- flokksmenn á hann. Eini flokkurinn, sem gengur því til kosninganna í Reykjavík að þessu sinni með baráttuhug og sigurtrú, er Framsóknar- flokkurinn. Hann veit, að fylgi hans hefir vaxið í bæn- um seinustu árin og framboð hans mælist hvarvetna vel fyrir. Rannveig Þorsteinsdótt ir hefir sýnt það meö hinum margháttuðu störfum sínum, að það væri fengur fyrir þing ið að fá nýjan og mikilhæfan starfskraft, eins og hún er. Þessvegna mun hún safna um sig fylgi út fyrir raðir flokks síns, eins og allir mikilhæfir frambjóðendur gera. Hinir flokkarnir bj óða hinsvegar ekki upp á neina nýja starfs- krafta og mun það ekki auka trúna á þeim. Framsóknarmenn hafa því allar ástæður til að ganga með miklum baráttuhug til kosninganna í Reykjavík. Þeir mega vera vissir um sigur, ef vel er unnið. Hinsvegar veltur mikið á vinnunni. Með sam- stiltu átaki munu reykvískir Framsóknarmenn geta gert sigur flokks síns mikinn í kosningunum 23. október. um, að hann sé fésterkur maður, rétt eins og hann muni kaupa í sig vit og heið- arleika til löggjafarstarfa. Hingað til hefir enginn sakað Strandamenn um að þiggja mútur, og menn eru heldur ekki hræddir um að Eggert nái kosningu. En hvaða erindi telur Mbl. að umræður um persónulegan efnahag heildsalans eigi inn í kosningabaráttuna? Það er sjálft margbúið að segja, að maöurinn sé ríkur. Er það kannske ætlun blaðsins, að Strandamenn græði á við- skiptum við Eggert, það sem Reykvíkingar tapa í verzlun við hann? En Strandamenn munu sjá sér mestan hag í því, að fella Eggert sem rækilegast. Raddir nábúunna Eftirfarandi athugun um bændur og Sjálfstæðisflokk- inn birtir Dagur á miðviku- daginn: „Þcgar litið er á næst síð- asta „isl.“ blasir við um- byggja hans fyrir bænda- stéttinni. — Leiðari blaðsins nefnist: „Var landbúnaður- inn afskiptur“. — Reynir höfundur af miklum vilja en lítilli getu að sýna fram á, að stefna nýsköpunarstjórnar- innar í landbúnaðarmálum hafi verið slíkt ágæti, að bændum væri nær að kné- krjúpa í lotningu fyrir Sjálf- stæðisflokknum, en að virða Framsóknarflokkinn viðlits. Á hinni síðunni er svo grein: „Bændur eiga ekki crfitt val“, sem skrifuð er til áréttingar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir sem sé lýst því yfir, að hann muni fylgja stefnu fyrrver- andi stjórnar í landbúnaðar- málum. Samkv. skýrslum Viðskipta- ráðs var gjaldeyriseyðsla árin 1945 og 1946, 566 og 736 millj. kr., eða samtals 1302 millj. kr. Hvað mikið var af þessum gífurlegu upphæðum veitt til kaupa á vélum og Iandbún- aðarvörum? Árið 1945 voru það 13.5 millj. kr. og 1946 14.5 millj. kr., eða samtals um 28 millj. kr. Hlutfallið af gjald- eyrisleyfisveitingum alls þessi tvö ár og leyfisveitingum til kaupa á fyrrnefndum land- búnaðartækjum var þessi ný- sköpunarár 28/1302 = 1/46. Hin „stórglæsilega nýsköpun- arstefna“ Sjálfstæðisfl. - ætl- aði bændum um það bil fimmtugasta hlutann af gjaldeyrinum. Nú fitjar flokkur allra stétta! upp á því sama. Óskapá rausn, að einn allra þýðingarmesti at- vinnuvegur þjóðarinnar eigi þá náð í vændum, ef .... Kannske Sjálfstæðisfl. ætli aftur að velja 25 fulltrúa í Búnaðarráð til þess að ráða verðlagningu afurða bænda, ef .... Já, ef landsmenn skilja nú einu sinni, að eina bjargráð- ið er að veita Sjálfstæðisfl. meiri hluta! Það er ósköp hætt viö því, að það verði ekki Sjálfstæðis- flokknum til tekna, að bænd- ur athuga þessar staðreyndir, en það hafa þeir yfirleitt gert nú þegar. Anglýsið i Tímanuiu. ■V Hverjir ótías? k o sniagarr? Það hefir að vonuip vakic: athygli margra, að blög.allra þriggja andstöðuflokka Fran sóknarmanna eru með.,<ólunc og ónot í garð Framspknar flokksins út af því, að þing skuli hafa verið rofið pg;boð- að til Alþingiskosninga é. þessu hausti. Það er rétt, að Framsókn- arflokkurinn óskaði þess, a<: þingið yrði rofið. Hann gerðr. það, þegar fullreynt var, ac fyrrverandi samstarfsflokka! hans í ríkisstjórninni, vildc ekkert tillit taka til tillagna hans að svo stöddu og voru sjálfir úrræðalausir um lausr. aðkallandi vandamála. Hanr gerði þetta í trausti þess, ac kjósendur létu þessi mál til sín taka og jafnframt meí' það fyrir augum, að öðrun flokkum eða forystumönnum þeirra kynni að verða þess auðið að læra eitthvað af þvi í kosningunum, sem þeir af þessu virðast hafa ólært. Framsóknarflokkurinn tóh; þessa ákvörðun, enda þótv honum hafi jafnan verið þa8 ljóst, hverjir gallar eru á, haustkosningum í þessu mis- viðrasama landi Hann hætt, á það vegna þess, að sú ný breytni, sem upp var tekirr. að hans tilhlutan 1942, ac heimta fleiri en einn kjör- dag, auk hinnar alménni heimildar um kjördagsfrest- un, sem kosningalög gerá ráí fyrir, hefir þegar verið reynd og virðist vera sæmileg trygg ing fyrir því, að kjörsókr verði viðunandi. Hann gerði það m. a. vegna, þess, að hann veit, að ’ þac félk, sem kynni að verða fyriv einhverjum erfiðleikum al: þessum sökum, er yfirlelitt a- hugasamt um þau mál, er al- mannaheill varða, og gengur að því að skipa málum þjóð arinnar eins og hverju öðrv skyldustarfi. Nú er það svo, að meni, eiga ekki að greiða atkvæðc um það við kosningarnar, hvort þegar gerð ákvorðurt um kjördag 23. október hafr verið heppileg eða ekki. Þat út af fyrir sig er ekki kosn- ingamál, heldur allt annað og meira. Hins vegar hefij1 það virzt svo, að andstæðing unum hafi allt að þessu ekki Iegið neitt annað á hjarta í. sambandi við kosningarnar. Þeir hafa hingað til alls ekkv reynt til þess að gera greir. fyrir stefnu sinni eða úrræð- um, hafa eiginlega ekkerv fram að færa nema meira nöldur út af því, að kosning- arnar skuli endaniega hafa verið ákveðnar. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn láta í þat skína, að ekkert hafi legic á. Þó er eins og þeir séu hálf- hræddir við að segja þetta berum orðum. Það er reyndaj skiljanlegt, að þeim sé uvr. og ó, því að almennt muri svo á litið, að sá flokkur, seir, hvetur til kosninga, hafi a- stæðu til að gera ráð íyrn' að kosningarnar verði hou um hagstæðar. Þetta vilja þeir aúðvítac ekki viðurkenna. En óluhdir og ónotin eru eins konar o sjálfráðar athafnir, og staít. af ótta þessara flokka sjálfra við dóm kjósendanná, sen ekki verði lengur umflúhm Sama máli gegnir un kommúnista, hinn ýflrlýsta, (Fraviliald á ‘S&íSu}

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.