Tíminn - 20.09.1949, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriðjudaginn 20. september, 1949
199. blað
f tii heiía
í dagv
Sólin kom.upp kl. 7.03.
Sólarlag kl.. 19.37.
Árdegisfló'ð kl. 4.45.
Síðdegisflóð kl. 17.07.
1 nóíit.
Næturlæknir er í læknavarð-
slofunni i Austurbæjarskólan-
lun, sími 5030.
. Nseturvörður er í lyfjabú'ðinni
Iðunn 7911.
Næturakstur annast bifreiða-
stöðin Hreyfill, sími 6633. _
Útvarpih
Útvarpið í kvöld.
Fastir liðir eins og venjulega.
Ki. 20.20 Tónleikar: Strengja-
kvartett í D-dúr (K499) eftir
Mozart (plötur). 20.45 Erindi:
Víkingar Suðurhafa — Polynesíu
menn (Baldur Bjarnason mag.).
21.10 Tónleikar: José Iturbi leik-
ur á píanó (nýjar plötur). 21.25
Upplestur: ,,Jankó litli,“ smá-
saga eftir Henryk Sienkiewicz
(Edda Kvaran leikkona). 21.45
Tónleikar: André Kostelanetz og
hljómsveit hans leika. (nýjar
plötur). 22.00 Fréttir og veður-
fregnir. 22.05 Vinsæl lög (plöt-
ur). 22.30 Dagskrárlok.
Hvar eru skipinP
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Kaupmanna
höfn 18. sept. til Reykjavíkur.
Dettifoss er í Kapmannahöfn.
Fjallfoss kom til Leith 18. sept.,
fór baðan i gær til Kaupmanna-
hafnar. Goðafoss kom til Reykja
víkur 15. sept. frá Hull. Lagar-
foss fór frá Reykjavík 17. sept.
til London, Antwerpen og Rott-
erdam. Selfoss fór frá Reykja-
vík 14. sept. austur og norður um
land. Tröllafoss kom til Reykja-
víkur 18. sept. frá New York.
Vatnajökull kom til Reykjavík-
ur 17. sept frá Leith.
Einarsson & Zoéga.
Foldin er væntanleg til Reykja
víkur síðdegis í dag. Lingestroom
er í Amsterdam.
Ríkisskip.
Hekla er í Álaborg. Esja er í
Reykjavík og fer í kvöld kl. 21.00
vestur um land til Akureyrar.
Herðubreið er í Reykjavík og fer
í kvöld kl. 20.00 austur um land
tii Vopnafjarðar. Þyrill er í
Faxaflóa. Skjaldbreið er í Rvík
Ilér sjást tvær nýjar tegundir af töskum, sem er álitið að muni
vera í tízku í vetur. — Önnur myndin sýnir samlcvæmistösku,
en hin venjulega götutösku.
„Svífur að hausti“
Kvöldsýiiing
í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30.
Húsið opnað kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2.
Darlsad til ki. 1. Næsta sýning annað kvöld (miðvikudag).
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 á morgun.
Lokadansleikur
(parabali) verður að Jaðri n.k. laugardag, 24. þ.m.
Askriftarlisti liggur frammi hjá Sigurði Guðmundssyni, Laugarveg*
12, sími 1980 og Agústi Fr. Guðmundssyni, Laugarveg 38, sími
7290.
Stjórn Jaðars.
í gær var flogið til Vestmanna
eyja og Akureyrar.
Gullfaxi fór í morgun til
Prestwick og London og er vænt-
anlegur aftur til Reykjavíkur kl.
18.30 á morgun.
Árnað heilla
Hjónaefni.
Síðastl. laugardag opinberuðu
trúlofun sína, ungfrú Svafa Guð
bergsdóttir, Leifsgötu 25, og
Hákon Elívarðsson, klæðskera-
nemi, Bergstaðastr. 28.
Úr ýmsum áttum
Fermingarbörn.
Fermingarböx-n Laugarnes-
prestakalls eru beðin að koma
til viðtals í Laugarneskirkju
(austurdyr) n. k. fimmtudag kl.
5 e. h. Séra Garðar Svavarsson.
Málverkasýning
Harðar Ágústssonar er opin
daglega frá kl. 11—23. Sýningin
hefir verið ágætlega sótt og
margar mýndir hafa selst.
Börn
í skóla Svövu Þorsteinsdóttur
að Laugaveg 166 mæti í dag kl.
4—5 e. h.
Kvennréttindafélag Islands
heldur fund miðvikudaginn
21. þ. m. kl. 8,300 í Aðalstærti.
Fundarefni: Formaður segir
ferðasögu frá Hollandi og sýnir
skuggamyndir.
Valur—Víkingur 1:0 —
K.R.—Fram 2:0.
Haustmót Reykjavíkur, Kal-
stad-mótið, í knattspyrnu hélt
áfram s.l. laugardag og voru
lekinir tveir leikir. Fyrri leikur-
inn var milli Vals og Víkings og
vann Valur með einu marki gegn
engu eftir frekar lélegan leik,
enda vantaði marga góða menn
í bæði liðin, sérstaklega þó hjá
Víking. Sveinn Helgason skoraði
mark Vals.
Seinni leikurinn var milli K.
K. og Fram og vann K.R. með
tveim mörkum gegn engu. Þessi
leikur var mun skemmtilegri og
var á köflum all vel leikinn. —
Mörk K.R. skoruðu Ari Gíslason
og Gunnar Guðmannsson.
Knattspyrna.
Starfsmenn Pepsi-Cola og
Coca-Cola kepptu nýlega í knatt
spyrnu við Ungmennafélagið
Afturelding í Mosfellssveit og
fóru leikar þannig að Cola-menn
unnu með tveimur mörkum gegn
einu.
Góður árangur
í kringlukasti.
Nýlega náði Þorsteinn Löve í.
R. ágætum árangri í kringlu-
kasti á innanfélagsmóti. Kastaði
hann 43.89 m. og er það annar
bezti árangur íslendings í
I kringlukasti. Aðeins Gunnar
Huseby hefir kastað lengra.
AUGLÝSING
Fiskiðnaöarnámskeið sjávarútvegsmálaráðuneyt-
isins verður sett i Hamarshúsinu Reykjavík, þann 15.
okt. n.k. kl. 2 e.h. Ef rúm leyfir verður tekið á móti
umsóknum um þáttöku í námskeiðinu til 1. okt.
n.k. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
fiskmatsstjóra Hamarshúsinu, símar 6858 og 7406-
Fiskmatsstjóri.
Flugferðir
Loftleiðir.
í gær var ekkert flogið vegna
óhagstæðs veðurs.
í dag er ásætlað að fljúga til
Vestmannaeyja (2 ferðir), Akur
eyrár, Isafjarðar og Patreks-
fjarðar.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Vestmannaeyja (2 ferðir),
Akureyrar, Isafjai’ðar, Siglufjarð
ar, Kirkjubæjarklausturs og Fag
urhólsmýrar.
„Hekla“ kom frá London og
Prestwick kl. 13.20 í gær. Fer kl.
14.00 í dag til Kaupmannah.
Flugfélag Islands.
í dag eru áætlunarferðir til
Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna
eyja, Isafjarðar, Kópaskers og
Siglufjarðar.
Á morgun eru ráðgerðar ferð-
ir.til Akureyrar (2 ferðir, Vest-
mannaeyja, Hólmavíkur, Isa-
fjarðar, Blönduóss og Siglufj.
Rafgeymar og útvarpsgjöld
Þótt víða sé komið rafmagn
í landinu, eru þau þó enn
býsna mörg sveitaheimilin, sem
verða að vera án þess Með-
al margs annars verða þessi
heimili að nota útvarpstæki, sem
gerð eru fyrir i-afgeyma.
Eins og kunnugt er endast út-
varpsrafgeymar misjafnlega. —
Þeir þurfa oft endurnýjunar við.
Nú er það hins vegar svo, að um
langt skeið hafa útvarpsraf-
geymar alls ekki fengizt, að
minnsta kosti sums staðar á
landinu. Af þessum sökum er
nú svo komið, að fjölmörg við-
tæki í sveitum eru óvirk.
Þetta er óhæft ástand. Það
verður að knýja á um það, að
völ sé nauðsynlegra rafgeyma,
svo að stofnanir, sem komið hef
ir verið á fót með miklum kostn-
aði og árlega er kostað stórfé til
rekstrar á, komi landsmönnum
nokkurn veginn að tilætluðum
notum.
En meðan ekki er hægt að
fullnægja svo sjálfsögðum til-
mælum, er það lágmarkskrafa,
að þeir, sem ekki hafa not tækja
sinna vegna skorts á rafgeym-
um, séu ekki krafðir um afnota-
gjöldin, fyrr en úr þessu tekst
að bæta. Annað er ósanngirni
og annað ekki.
Það er vinsamleg ósk, að þetta
verði tekið til alverlegrar íhug
unar. J. H.
iimiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiimiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiimiiimtiiiiiiMiMitiiiiiiiiua
]templarar I
Almenn templarasamkoma að Jaðri annað kvöld, §
| þriðjudag og hefst hún kl. 9.
Til skemmtunar verður meðal annars:
1. Frásaga: Óskar Clausen rithöfundur
2. Fíanósóló: Kr. Hoffmann
3. Gamanvísur: Emelía Jónasdóttir leikkona
4. Tvöfaldur kvartett: Stjórnandi O. Guðjónsson |
3. Gamanvísur: Emelía Jónasdóttir leikkona
5. Söngur: Cowboy iög, sungin og leikin af Snorra §
1 Halldórssyni
6. Palladómar: Númi Þorbjörnsson
7. Harmonikuleikur: Jan Moravek
8. Dans, hljómsveit leikur
Farið verður frá G.T-húsinu kl. 8,30
Tilkynnið þátttöku í Bókabúð Æskunnar sem fyrst |
I í dag vegna mikillar aðsóknar.
1 Stjórn Jaðars
I =
iiimmmiiiiimiiimmiimmiiiiiiiiiii iiiiiiiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiimiimimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiia
Nokkrar saumastúlkur
óskast.
Ktæðaverzlun Andrésar Andréssonar
Sími 81250.
—n—in — n — n — n — n — u —i u — l — c — n — n — n — o — u — u — u — o — o — n—«x
>tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiimmiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimuMiiiiiiiiiiiiiimiiimtmiiiiiiuMiiiiiimiitmiifi
1 brúnn, 3v., fallegur, af ágætu kyni í báðar ættir, er til sölu.
I Upplýsingar gefur Guðmundur Þorláksson, Seljabrekku í Mos-
fellssveit.
íiiimiimmmmiiiiiiimimmiiiimnimii 1111111111111 m■mimiimimiimmMimiimimmiiiiiiMiiiiiiiM MiiuiniiiM
iiiiiiifHiiimiiiiiiiiiiiiimiiiHMiiHiiiiiimiiMiiiiimB