Tíminn - 23.09.1949, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 23, sept. 1949
202. blað'
Þjóðarhagur og gengismál
Niðurlag.
Hvaða leið er út úr
vandanum?
Nú spyr því hver annan!
Hvaða leið er út úr vandan-
um? Fyrir utan það að gera
rekstur ríkisbáknsins ódýr-
ári eru ráðin þrjú — eins og
ég hef áður minnst á hér í
blaðinu — en ég vil hér gera
all miklu nánari grein fyrir
ieiií'u þessara atriða en ég hef
gert áður.
EV Fýrsta ráðið er að hafa
táuhihald á fjárfestingunni,
svo kaupphlaupið um vinnu-
aflið hverfi.
Ánnað er að skipuleggja
innlenda iðnframleiðslu þann
ig; að alltaf verði á markað-
inúm nægilegt af innlendri ó-
dýrri iðnaðarvöru. Þessi skipu
iágning er mjög auðveld í
framkvæmd, enda þegar byrj
að á henni. Gegnum hana má,
éins og ég hef áður sýnt fram
‘á', auka kaupmátt peninga að
méðaltali um 5%, enda er
hér um að ræða sömu aðferð,
áém beitt er hjá öðrum þjóð-
imv.
Þriðja ráðið er gengisbreyt
ÍAg. Ekki skal ég segja hve
hiikil hún þarf að vera, en
skal geta þess, að síðastlið-
inn vetur reyndi ég að gera
mér grein fyrir því atriði og
"Kómst þá að þeirri niður-
stöðu, að 25% verðfelling inn
léndra peninga miðað við er-
lenda, mundi vera nægileg.
!;Þetta getur þó hafa breytzt
síðan, enda ekki víst að ég
hafi haft nægileg gögn í hönd
um.
Nú býst ég við að einhver
lesandi mundi segja sem svo,
ef hann næði til mín, að lítið
Samræmi væri í þessum skoð-
tíhum mínum. í greininni hér
á undan hafi ég verið að lýsa
þeirri óskapa rangsleitni, sem
breytingar á verðgildi pen-
mga hefðu í för með sér, —
eir nú vilji ég fara að auka
þessa ragnsleitni með því að
fella verðgildi peninganna út
á við líka — til viðbótar öllu
því verðfalli, sem á þeim hafi
orðið í innanlands viðskipt-
um.
Þessu er í fyrsta lagi því til
að svara, að það er fjarstæða
að hafa verðgildi sömu pen-
inga annað út á við en inn á
víð. Slíkt eru rangindi í eðli
sínu og leiðir af sér marghátt
aða spillingu. Eins og öllum
er nú kunnugt, er nú t. d. í
Epglandi hægt að kaupa eins
dags vinnu fyrir eitt sterlings
púnd, en hér heima, eftir að
púndinu hefir verið breytt í
íslérízka mynt, aðeins þriggja
stunda samskonar vinnu. Út-
gerðarmaður eða sjómaður,
sem fær sitt sterlingspund fyr
ir fiskinn sinn í Englandi, get
ur keypt þar fyrir það helm-
íngi meiri vörur, en hann fær
h'ér fyrir sínar 26 krónur, sem
hann á, lögum samkvæmt, að
fá fyrir pundið sitt. Hann er
þannig óbeinlínis sektaður
fyrir að afla þessa gjaldeyris
og skila honum. Pétur eða
Páll, sem fær svo leyfi hjá Við
skiptanefnd til að eyða pundi
sjómannsins, hann fær aftur
jafnhá verðlaun fyrir að eyða
pundinu eins og sá, sem afl-
aði þess, fékk háa sekt fyrir
að skila því. Það er þessvegna
engin furða, þó vel gangi að
eyða okkar takmarkaða gjald
eyri. — Svo fær sjómaðurinn
útflutningsstyrk úr gjaldeyris
jöfnunarsjóði. í þann sjóð
Eftir Kristjáu Friðriksson
verðum við öll að borga, hvort
sem við eyðum litlum eða
miklum útlendum gjaldeyri.
Gengisfelling þarf ekki
að vera kjaraskerðing.
Þá liggur næst að athuga,
hvað mikið það mundi raun-
verulega rýra kaup launa-
mannsins og innstæðu spari-
•fjáreigandans, ef gengið væri
fellt t. d. um 25%.
Um þetta atriði hefir verið
haldið fram hinum ótrúleg-
ustu fjarstæðum. Ég hef
heyrt því haldið fram bæði í
ræðu og riti að 25% gengis-
fall þýddi 25% launaskerð-
ingu.
Ég held því hinsvegar fram,
að launaskerðingin sé aðeins
sáralitil — og þurfi alls eng-
in að vera, þegar allt kemur
til alls. Jafnvel frekar hið
gagnstæða.
Aðferðin, sem oft hefir ver-
ið notuð til að gera sér grein
fyrir þessu atriði, er sú, að
athuga hve mikill hluti af
kaupi launamannsins gengur
til greiðslu á erlendum vör-
um. Ýmsir telja að hér á landi
muni það vera um 20—25%
að meðaltali. Maður, sem hef
ir 2000 kr. i kaup, ætti þá að
nota 400—500 kr. þannig.
(Miðað er við að tollar hald-
ist óbreyttir pr. vörueiningu).
Þá er ljóst, að kaup viðkom-
andi manns lækkar aðeins um
25% af þessum 400—500 kr.
eða sem svarar 100 kr. til 125
kr. en það eru aðeins 5—6%
af öllu kaupinu.
Önnur leið til að gera sér
grein fyrir sama atriði er sú
að meta allar neyslutekjur
(launatekjur) þjóðarinnar og
finna svo hlut erlendra
neyzluvara í heildarneyzlunni
Virðist mér að sú aðferð
hljóti að vera réttari og sýn-
ist mér sá útreikningur benda
til þess að kjaraskerðingin,
sem mundi leiða af 25% geng
isfalli, sé undir 5%.
En eins og áður er sagt, þá
er útgerðin nú „styrkt“ með
greiðslum úr gjaldeyrisjöfn-
unarsjóði. í þann sjóð greiða
allir þegnar þjóðfélagsins. Ef
útgerðin fengi rétt verð fyrir
þann erlenda gjaldeyri, sem
hún færir í þjóðarbúið, þá
gætu þessar greiðslur horfið,
þ. e. hinn illræmdi söluskatt-
ur, sem nú er lagður á alla
verzlun, í mörgum tilfellum
oft á sömu vöruna. Við það að
fella hann niður, fær neyt-
andinn aftur það sem hann
missir við gengisbreyting-
una — en auk þess fær hann
allt að 5% hækkun á verð-
gildi launa sinna, ef iðnaðar-
framleiðslan innlenda væri
skipulögð — og ef aukinn
væri innflutningur neyzlu-
vara, þá félli burt aðstaða
svartamarkaðs salans til að
skattleggja neytendur. Eru
! ótaldir þeir hundraðshlutar,
sem til hans hafa farið af
|kaupi manna undanfarin ár.
i Það er því mjög röng túlkun,
þegar verið er að tala um að
• þjóðin almennt þurfi að færa
einhverjar óskapa fórnir, þó
|að lagfært sé núverandi fjár-
málaöngþveiti. — Sannleikur
inn er sá, að það þarf engu að
fórna, ef rétt er á haldið —
nema aðstöðu svartamarkaðs
salans.
Að vonum tala nú margir
um, að með einhverju móti
þurfi að rétta hlut þess fjölda,
tiltölulega fátæku manna.
sem áttu fé á vöxtum fyrir
styrjöldina. Ef þetta væri
hægt, væri sjálfsagt réttlætis
mál að gera það, en ég er
hræddur um að slíkt reyndist
óframkvæmanlegt. — Aðal
atriðið tel ég nú vera að slá
skjaldborg um verðgildi pen-
inganna, eins og það er nú —
því með því eina móti er
hægt að koma í veg fyrir fram
haldandi rangindi gagnvart
þeim fáu, sem enn eiga spari
fé frá gömlum tíma —og ný
rangandi gagnvart þeim, sem
síðan hafa eignast eitthvert
sparifé.
Umtal um „niðurfærslú*
svonefnda er að mestu gripið
úr lausu lofti að mínum dóm,
enda hefir merking þess orðs
verið mjög á reiki aö undan-
förnu.
Sumir, sem talað hafa um
niðurfærslu, virðast hafa átt
við einskonar þvingun niður
á við á kaupi og afurðaverði.
Hugsanlegt væri að fara þessa
leið að einhverju litlu leyti,
en alveg er óhugsandi að fara
hana svo langt að ekki þurfi
gengisbreytingu samt sem áð
ur, vegna þess hve lengi þjóð
in hefir búið við hið háa verð
lag og héfir því sniðið sínar
fjármálaákvarðanir eftir því.
Ef ætti að þvinga kaup niður
t. d. svo mikið að útflutnings
atvinnuvegirnir gætu borið
sig að öðru óbreyttu, þá
mundi það þýða gjaldþrot
svo mikils fjölda einstaklinga
(vegna umsaminna afborg-
ana af skuldum meðal ann-
ars) og heilla bæja, að vand
séð er til hvers slíkt mundi
leiða.
Aðrir, sem tala um niður-
færslu, virðast meina niður-
skurð t. d. um 30% á kaupi,
afurðaverði, öllum þjónust-
um, öllum skuldum og öllum
inneignum, en láta erlenda
peninga standa í óbreyttu
verði. — Þetta mundi í eðli
sinu verka nákvæmlega eins
og tilsvarandi gengisbreyting
— og getur hver sem vill fund
ið út að svo er, með því að
leggja niður fyrir sér einstök
dæmi. Tel ég því ekki þörf á
að ræða þessa tillögu frekar.
Fleira þarf til en
gengisfellingu.
Ljóst er, að gengisbreyting
ein út af fyrir sig yrði aðeins
skammgóður vermir — ef öll
skilyrði undanfarinna ára
héldust — en með því að
minnka fjárfestinguna hæfi-
lega og auka neysiuvöruinn-
flutninginn, væru að vísu
burt numin ýms hin helztu
af þeim félagslegu orsökum
sem valda peningaverðfalli
— og bezt væri, ef þetta eitt
gæti dugað. — Ef hinsvegar
sýnir sig að þetta dugar ekki
til að festa peningaverðgildið,
(kaup, afurðaverð o. s. frv.),
þá yrði að grípa til annarra
ráða. Til dæmis virðist engin
fjarstæða að hugsa sér að
kaupgjald væri háð gerðar-
dómi, líkt og nú á sér stað
um verð landbúnaðarafurða
og í rauninni um verðlag á
ýmsum fleiri vörum.
Líka mætti hugsa sér að
ákveða með lögum aðeins
einn dag árlega, þegar breyta
mætti kaupgjaldi og verðlagi
(Framliald á 7. síðu)
ÉG VAH STADDUR heima hjá
frænku minni núna um daginn.
Það var verið að lesa skipafréttir
í útvarpið, langan og fróðlegan
lista um það, hvar hin íslenzku
flutningaskip væru stödd, þar sem
þau eru að sækja þjóðinni lífs-
björg og flytja fraraleíðslu hennar
á markað framandi landa. Ég var
að hugsa að mikill væri þessi floti
og fyrir einum 35 árum var ekkert
flutningaskip í eigu íslendinga. En
þá segir frænka: Þeir geta ekki
um hann Hæring. Mér varð það
fyrir að hlæja, en þá bætti hún
við: Ekki veit ég nema þeir séu
búnir að færa hann frá Ægisgarði.
NÚ VEIT ÉG EKKI hvað segja
má um Hæring. Ætli mér verði
ekki brigzlað um að gleðjast yfir
aflaleysi, ef ég tala meira um það
gamla og góða skip, sem Jóhann
Hafstein segir að sé eldra en svik-
in, og því úr hreinni málmi en
hafður hefir verið í skip siðan
heimsstyrjaldir hófust. Sumir segja
að engin fyrirtæki hafi viljað
tryggja skipið, ef það yrði flutt
inn á Viðeyjarsund. Þessi kvik-
saga verður vonandi fljótt og rögg-
samlega kveðin niður, ef hún er
rétt. Vel hefði Hæringur hins vegar
mátt halda togurum Gísla Jóns-
sonar félagsskap frammi fyrir
gluggum Kleppsspítalans, en sagt
er, að togarar Gísla séu nú komnir
með legsæri af að liggja þar.
ÞEGAR TALAÐ VAR UM að
kaupa síldarverksmiðjuskip, von-
uðu flestir að það yrði þannig úr
garði gert, að það gæti fært sig
milli fjarða og tekið við síld og
unnið hvar sem væri á ládauðum
sjó í landvari. Menn reiknuðu með
einhverju, sem líktist móðurskip-
um eða verksmiðjuskipum þeim,
sem fylgja veiðiflota Norðmanna
í Suðurhöf. En nú er reynslan
þessi, að Hæringur er sagður þurfa
að liggja við land.
Annars vona ég, að það að vekja
góðlátlegt umtal um þetta skip,
verði til þess, að þjóðin fái á einn
eða annan hátt fróðlega eða ýtar-
íega skýrslu um Hæring, eðli hans
og störf.
HITT TEK ÉG FRAM af gefnu
tilefni, að Hæringur er gamalt
nafn á fiskinum síld, en skipið
dregur á engan hátt nafn sitt af
gráum hærum.
MARGT ER RÆTT um gengis-
mál og mismunandi greindarlegt
sumt. Einn heyrði ég segja, að það
væri næsta óbilgjörn krafa hjá
kommúnistum, að öll útflutnings-
vara okkar yrði felld í verði um
30%. — Já, en þá lækkaði líka
það sem keypt væri í staðinn, var
svarað. — Hvernig þá, sagði hinn
fyrri, þegar afla yrði dýrtiðarsjóðn
um viðbótartekna sem þessari lækk
un á útflutningnum næmi! Hvar
myndi það lelnda nema á vör-
unni Við þvi heyrði ég ekki að
hann fengi nokkur svör.
GENGISSKRÁNING er annars
gott mál fyrir stjórnmálaskúma að
nota í áróðri, því að það eru til-
tölulega fáir, sem líta á slík mál
með víðsýni og heilbrigðri yfirsýn.
Sumir hafa lítinn skilning á þeim
efnum en aðrir miða við næsta
smávægileg atriði. Einn er á móti
gengislækkun af því að hann á
hundrað krónur í sparisjóði. Hon-
um er það minna atriði hvernig
sú atvinna, sem hann hefir allar
sínar tekjur af, gengur. Annar er
með gengislækkun af því að hann
skuldar nokkur hundruð krónur.
Víðara sjónarmið hefir hann ekki.
Og það er hægt að gera fjölda
manns ánægðan með það, að borga
til dýrtíðarsjóðs gegnum óhagstæð-
ari verzlun (tolla) og með bein-
um sköttum styrkji til atvinnuveg-
anna, þó að setja þurfi þá upp
skrifstofubákn til að reikna og
umreikna og færa á milli eins og
hentar.
Það liggur við að menn séu
stundum ánægðir með launahækk-
un, þó að henni fylgi jafn hár
beinn skattur tii styrktar þeim,
sem launin greiðir, og á þann skatt
verði svo að leggja innheimtulaun
og skrifstofukostnað.
Starkaður gamli.
Innilegt þakklæti færi ég öllum vinum og vanda-
mönnum er glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 21. þ. m.
meö heimsóknum og gjöfum. Guð blessi ykkur.
Baldvin Jónsson, Grenjum
2 afgreiðslustúlkur óskast
Húsnæði fylgir
Upplýsingum ekki svarað í síma
SamkomuhúsiS Röðull.
H V I T K Á L
Frá og með deginum í dag verður smásöluverð á
hvítkáli kr. 2,50 pr. kíló.
Sölufélag garðyrkjumanna