Tíminn - 30.09.1949, Side 4

Tíminn - 30.09.1949, Side 4
TÍMINN, föstudaginn 30. september 1949 208. blað Stefna S j álf stæðisflokksins er fjörráð við þjóðfélagið Það er ætlunin með þessari grein að vekja athygli á því, að þjóðfélag okkar er sjúkt og hið innra með því sjálfu býr sú hætta, sem orðið getur banamein hins unga lýðveld- is, ef ekki verður bót á ráðin í tæka tíð. Það er grunur minn, að ef komizt yrði til botns í rökkur- hyljum opinberrar fjárgæzlu og félagsmála á íslandi hin siðustu ár, kæmu i ljós ýms fyrirbrigði, se,m sízt væru betri þeim, sem hér verða nefnd. Svo gæti og farið, að betur yrði gengið eftir skila- greinum á ýmsum sviðum og opinbert siðferði batnaði held ur ef þessi mál yrðu meira rædd. En þó að öllum slíkum spádómum sé sleppt, er það von mín, að af þeim dæm- um sem hér verða nefnd, sjái menn að illa er komið og á- standið hættulegt. Til hvers er að vera heiðarlegur? Ýmsum kann að finnast Eftir Halldór Kristjánsson þannig, að ríkisvaldið sjálft hjálpar einstökum eignamönn um til að taka þunganjieyzlu- skatt af alþýðu manna. Hér hef ég hina illræmdu kjólaverzlun íhaldsins í huga. Þó á hún margar hliðstæður. Mennirnir, sem náð hafa völd um í þjóðfélaginu, nota þau til að auöga sjálfa sig, veita sér ýms forréttindi og draga sér fé frá almenningi í sinn eigin vasa. Einstök sjúkdómseinkenni Þetta eru þung orð og sæm- ir ekki annað en færa að þeim nokkur rök. Skal því nefna nokkur dæmi til skýringar sem miklu fremur eru valin til sýnis, en að þau séu tal- in tæmandi. Öll eru þau sartnar myndir af því ástandi, sem þróast hefir á síðustu árum undir fjármálaforustu Sjálfstæðisflokksins, enda öll í anda hans, og þvi hold af fyrstú að einfeldnislega sé nú | kans holdi og blóð af hans spurt. Undir niðri situr í okk- ur fléstum sú tilfinning, að það sé rétt að vera heiðar- legur og því eigum við að vera það, án tillits til þess hvern- ig það borgi sig. Þetta er arf- ur frá uppeldi og menningu liðins tíma. Þó hygg ég að flestum nútímamönnum verði það fyrir að spyrja sjálfa sig þessarár spurningar með ýms- um hætti og svörin munu oft verða á þá leið, að það borgi sig engan veginn að vera heiðarlegur. Með tilliti til allra aðstæðna og þess hvern- ig áðrir fara að, grunar mig að ýmsum finnist, að það sé bara úrelt og óheppileg sér- vizka að vilja vera heiðar- legur, og sú sérvizka geti kom- ið sér illa á ýmsan hátt. En þjóðfélag okkar gerir töluvert til að þrýsta mönnum á þá leið, að álykta á þennan hátt. Að því vil ég nú færa nokk- ur rök, enda er hér mikið í húfi fyrir íslenzka menningu og sjálfstæði og framtíð þjóð- arinnar. Er þjóðfélagið heiðarlegt? Styrkur lýðræðisríkis verður að liggja í þvi, að ríkisvald- ið sé fólkinu vernd. Alþýðan á að mega treysta rikisvald- inu, geta lagt sig örugg í vernd þess og forsjá í fullu trausti um að yfir hagsmunum sín- um sé vakað. Á þennan hátt fá menn ást og öryggistil- finningu gagnvart þjóðfélag- inu, elska ríki sitt og treysta því. Finnist mönnum hinsvegar, að ríkisvaldið sé misnotað og látið auðga einn á annrra kostnað, hlýtur þetta allt að snúast við. Þá finnst mönn- um, að þjóðfélagið sé ófreskja, sem ofsæki þá. Því miður eru alvarleg brögð að því, að gróðamenn landsins hafi notað aðstöðu sína til áhrifa og valda hin síðustu ár til þess, að mynd sumra þegnanna af ríkinu yrði ófreskjumyndin. í skjóli ríkisvaldsins sjálfs er stofn- að til svartamarkaðs með nauðsynjavörur, auk þess sem skömmtun lífsnauðsynj a er blóði. Sum atriðin heyra bein- línis undir fjármálaráðherra og eru því fordæmi, sem skap ast hafa undir stjórn og ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.1 Önnur eru hinsvegar almenn- ' ara eðlis, en eru þó rökrétt afleiðing þess andrúmslofts, sem Sjálfstæöisflokkurinn myndar. Hvað er forseta- brennivínlð? Frægt er orðið hið svokall- aða forsetabrennivín, en það er þannig tilkomið, að ríkis- stjórnin ákvað einu sinni að veita nokkrum mönnum þau fríðindi, að þeir mættu fá áfengi í verzlun ríkisins undir kostnaðarverði, álagningar- laust og ótollað. Urðu í þess- um hópi forsetar þingsins, og ráðherrar og nokkrir menn aðrir. Reynt hefir verið í um- ræðum að setja þessi fríðindi í samband við opinbera risnú, en það er alls ekki rétt. Risna hins opinbera er færð á þess reikning undandráttarlaust. Þetta eru bara hlunnindi, sem lögð eru ofan á laun mannanna í trássi við lands- lög. Ekki veit ég hve mikið þessi réttindi hafa verið notuð. Það er ekki auglýst og for- seti sameinaðs þings neitaði fulltrúa sjálfs alþingis í fjár- veitinganefnd um upplýsingar í því sambandi á síðastliðn- um vetri. Þjóðin fær ekki neitt um það að frétta nema á skotspónum. En sagt er, að sumir noti þennan rétt ó- spart kosningaárin og sam- kvæmt þeim sögum, sem ganga um úttekt Áka Jakobs- sonar, er því líkast, sem hann hafi stofnað til laun- sölu með ráðherrabrennivín, og þá væntanlega fyrir flokks sjóðinn. Ólöglegar launabætur. Mér er sagt, að hvérjum skrifstofustjóra stórnarráðs- ins hafi verið greiddar 2500 krónur siðastliðið ár auk fullra launa og var þessi við- bót kennd við risnu. Enginn veit þó hver sú risna er, því aö láti þessir embættismenn mann fá kaffi vegna hins op- inbera, færa þeir það vitan- lega á reikning þess en ekki sinn. Opinbera risnu á lika að greiða samkvæmt reikn- ingi og ákveðinni fjárveit- ingu fyrirfram, en ekki sletta einhverri viðbót af handa- hófi ofan á persónuleg emb- ættislaun. Fylgi sérstakur gestagangur einhverjum emb- ættum án þess að falli und- ir opinbera risnu, ber að gæta þess við ákvörðun launa laga um embættislaunin. En þetta „risnufé" skrifstofu- stjóranna sé ég ekki að sé annað en heimildarlaust sótt í ríkissjóðinn til glaðnings viðkomandi embættismönn- um, þvert ofan í ákvæði launalaganna. Taxtar og færslur. Til eru dæmi um það, að opinberir starfsmenn hafi fengið aðra setta í sín störf einstaka daga, við matsgerð- ir og úrskurði svo að þeir gætu þá stund unnið sem embættislausir menn og lög- fræðilegir umboðsmenn máls aðila og hlotið fyrir margra vikna eða jafnvel margra mánaðalaun samkvæmt viður kenndum taxta lögfræðinga. Þann taxta verður ríkissjóð- ur einatt að greiða, þó að hann hafi fjölda lögfræðinga í fastri þjónustu sinni. Sem dæmi um það, hvað menn láta ríkissjóðinn borga iyrir sig, skal það nefnt hér, að einn háttsettur vörður laga og réttar gaf út reikn- ing á ríkissjóð vegna ferða- kostnaðar síns út úr bænum til að vera við jarðarför föð- ur síns. Sýnist það þó lítið hafa snert ríkissjóðinn og hagsmuni hans, hvort hann fylgdi foreldrum sínum til grafar eða ekki. En þessi reikningur varð áritaður í tveimur ráðuneytum áður en ríkisféhirðir greiddi hann, svo sem vera ber. Ætla mætti af sumu öðru, að þetta for- dæmi hafi þótt glæsilegt til eftirbreytni og því verið tek- ið með fögnuði. Kaup fyrir að athuga verkin sín. Sem dæmi um það, hvern- íg ríkisvaldið er látið launa mönnum, ef ástæða þykir til að gera vel við þá, er það, að Gísli alþm. Jónsson fékk 300 þúsund krónur fyrir eftir- í lit með smíði „nýsköpunar- togaranna“ 30. Auk þess hefir honum samkvæmt þeim samn ingi verið endurgreiddur út- lagður kostnaður við eftir- lit með smíði skipanna 246. 801, króna og 61 eyrir, en á- skilið var í samningi hans við Ólaf Thors að hann fengi „allan ferðakostnað og uppi- hald í Bretlandi fyrir sig og sína aðstoðarmenn, sem að verkinu vinna, skeytakostn- að og önnur útgjöld í sam- ba.ndi við verkið". í framhaldi af þessu hefir sami Gísli svo fengið 100 þús. íyrir eftirlit með smíði 10 íog- ara, sem núverandi stiórn samdi um smíði á og 20 þús- (Framhald d 5. síðuj B. J. kemur hér enn með pistil um þjóðskipulag Ráðstjórnar- ríkjanna. Ekki vil ég varna lion- um máls, enda gott að annarra manna túlkun en mín kómi fram, en ekki veit ég hvort við berum gæfu til samkomulags, því að nú tekur það að hvarfla að mér, að hann skilji ekki hlut- ina jarðneskri skilningu, hvað sem er nú um andlegu spektina En bréf hans er svo: „Starkaður gamli birtir þann 21. sept. kafla úr síðara bréfi mínu um stjórnarskrá Ráðstjórn arríkjanna og kann ég honum þakkir fyrir. Að vísu sleppir hann kafla úr bréfinu, sem fjallaði um fullyrðingar hans urn bönn gegn nánar tilteknu frelsi þar eystra. Mætti það, ásamt þögn hans í síðara svarinu e. t. v. skoðast sem óbein yfirlýsing um það, að hann væri fallinn frá fyrri villu í þessu efni. Áður én lengra er haldið verð- ur að benda á þá staðreynd, sem Starlcaður gamli virðist gleyma, að stjórnarskrá Ráðstjórnar- ríkjanna er stjórnarskrá sósí- alistísks ríkjasambands, en ekki auðvaldsríkis. Grundvallarhug- myndir um rétt og rangt, glæpi eða ekki glæpi, eru því nokkuð aðrar. f sósíalistísku þjóðfélagi er það talinn glæpur, að einn maður sölsi undir sig arð af vinnu annarra manna, þótt slíkt sé löglegt hér og í öðrum auð- valdslöndum. Ef slíkur réttur til arðráns væri viðurkenndur, og leyfður í stjórnarskránni, væri kippt stoðunum undan auðvalds þjóðfélaginu, ef hverjum manni væri veittur réttur til að ræna eða stela hvaða eign, sem hann hefði ágirnd á. Mér skilst að hér sé ekki leyfilegt að mynda þjófa- eða ræningjafélög, eða a. m. k. mundi hinu opinbera skylt að hefta starfsemi þejrra. Á sama hátt er i Ráðstjórnarríkjunum bannað að stofna félög til að arð ræna menn, jafnvel þótt til þess væru notaðar aðferðir, sem teld- ust löglegar hér í auðvaldsheim- inum. Með þessu er svarað spurn ingum Starkaðar um það, hvort „Tíminn“ fengi að koma út i Ráðstjórnarríkjunum, „Heim- dallur“ starfsfrelsi o. s. frv. Svo lengi sem þessir aðilar virtu rétt hvers manns til að njóta óskerts arðs af vinnu sinni væri starfs- frelsið tryggt, en færu þeir að vinna að arðráni í einhverri mynd væri stjórnarskráin brot- in og starfsfrelsið úr sögunni." Ég vil halda mér við aðalat- riði þessara mála, — muninn á lýðræði og einræði. Hann er ekki sá, að allt þurfi að vera betur gert í lýðræðislöndunum. Ef til vill er einveldi að mörgu leyti bezta stjórnin, ef góður maður stjórnar. En það er eins og Einar Þveræingur sagði um konungana, að þeir hafa löng- um verið misjafnir, og þó þessi sé góður, sem nú er, sem ég vel trúi — munum vér ekki aðeins gera sjálfum oss það ófrelsi, heldur niðjum vorum — Við B. J. játum líklega báðir, að hagsmunir bænda, verka- manna og sjómanna fari sam- an. Það má sjálfsagt telja iðn- aðarmenn og alla launþega með. Við höfum, allir íslendingar, sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þó erum við skiptir í fjóra stjórnmálaflokka, og samt eru þeir ef til vill flestir, sem eng- um flokknum vilja teljast eins og málum er komið. Okkur greinir á um það, hvað sé hinurn sameiginlegu hags- munum fyrir beztu. Alls staðar greinir menn á um það, að ein- hverju leyti. í lýðræðislöndum eins og hér er þeim ágreiningi skotið til þjóðarinnar. Almenningur kýs sér fulltrúa til að stjórna. Allir mega bjóða fram og flytja mál sitt við þjóðina. í einræðislöndum eins og Ráð- stjórnarríkjunum er það ákveð- inn flokkur, eða nánar tiltekið ríkisstjórnin ein, sem leggur úr- skurð á það, hvað skuli teljast bezt. Þetta er aðalatriðið á stjórn- skipulaginu og það kemúr ekk- ert hinu við í hvoru landinu lífskjör séu betri, göfugri menn og svo framvegis. Það er annað mál, sjálfsagt merkilegt líka, en við skulurn ekki hlaupa frá um- ræðum um hitt þess vegna. í Rússlandi er aðeins einn flokk- ur leyfður og hann hefir öll áróðurstækin og þau eru tryggð honum með stjórnarskránni. Þessum flokki fær enginn að mótmæla. Og' þjóðin er aldrei látin velja milli lians og ann- arra. í samræmi við þetta á svo rík- isstjórnin í Moskvu „að túlka gildandi lög“ landsins. Það er ekki eins og hér á Vesturlönd- um, að dómstólar skeri úr um það, hvernig lögin skuli skilja og hvað sé í samræmi við þau. Þar þarf ríkisstjórnin aldrei að ótt- ast, að annar skilningur og önn- ur túlkun á lögum en hennar sjálfrar komi til greina. Þegar við B. J. erum orðnir sammála um það, sem ég kalla hér aðalatriði fyrstu umræðu okkar, gæti ég vel hugsað mér að ræða við hann hvort muni vera heppilegra stjórnarform, hið austræna eða vestræna. En það er ekki tímabært að tala um það, fyrri en við erum sammála um aðalatriði rússneskrar stjórn skipunar. Starkaður gamli. ■uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiimiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin m Atvi n na Stúlkur geta fengið atvinnu í verksmiðju vorri. Vinnufatagerð íslands h.f. Þverholti 17. ■aiiiuiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiHiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiii

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.