Tíminn - 05.10.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.10.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 5. október 1949 212. blað Dðmsmálaráðherra flýtur mál Eftir Halldwr Kristjánsson Ýmsir telja Bjarna Bene- diktsson utanríkismálaráð- herra mesta baráttumann Sjálfstæðisflokksins. Hann sé vel greindur og vel menntað- ur. Hámenntaður lögfræðing ur á að kunna að hugsa og álykta rökrétt og tala við þá, sem hlusta eftir rökum. Auk þess er Bjami alinn upp við snjallt og þróttmikið málfar, enda bregður löngum fyrir hjá honum orðum og orða- sámböndum, sem sverja sig í þá ætt. Þannig má oft þekkja hans tök á annarri síðu Mbl. llndarlegur ruglingur. Nýlega var verið að verja utanríkismálaráðherrann með langri grein á annarri síðu Mbl. Sú grein bar á sér mark Bjarna Benediktssonar. Sá málflutingur var þó með fullum ósköpum. Þarna var því haldið fram, að framkvæmd Keflavíkur- samningsins heyrði ekki að öllu undir utanríkismálaráð- herra og er það rétt. Svo var því bætt við, að Eysteinn Jóns son væri flugmálaráðherra og því væri það hans skömm, ef flugvallarsamningur væri ekki haldinn- Fyrir flestum dómstólum myndi þessi málflutningur þykja andstyggð og háðung hverjum lögfróðum manni. Hann væri ef til vill eðlileg- ur hjá lögfræðingi, sem fall- ið hefði á héraðsdómslög- mannsprófi, en með öllu er hann ósamboðinn ráðherra og prófessor. Það hefir aldrei verið kvart að um framkvæmd Keflavík- ursamningsins að því leyti, sem hann snertir flugmálin sjálf. Það hafa engar raddir heyrzt um það, að sú flug- þjónusta, sem hann á að ann ast, væri ekki sæmilega innt af hendi. Tollgæzla og almenn rétt- argæzla heyrir ekki undir flugmálaráðherra. Það ætti dómsmálaráðherra ríkisins að vita. Þessi málflutningur Bjarna Benediktssonar er fyllilega á borð við það, að hann vísaði því frá sér og allri dómsmála stjórn og réttargæzlu, ef stol ið hefði verið úr kirkju, og segði, að það væri auðvitað kirkjumálaráðherrann, sem þetta heyrði undir. Samkvæmt þessari nýju lög fræði Bjarna Benediktssonar eru öll afbrot í sambandi við sjó og sjávarútveg sjávarút- vegsmál, sem heyra undir Jóhann Jósefsson, og á sama hátt myndi þá réttargæzlan i sveitunum heyra undir Bjarna Ásgeirsson. Það kynni því að vera, að dóms- málaráðherrann teldi það koma landbúnaðarráðherran um einum við, hvað lengi nætur sveitafólk unir við skemmtun. Ráðuneytin, sem ekki voru nefnd. Það eru önnur ráðuneyti en flugmálaráðuneytið, sem ýms mál í Keflavík falla und ir. Tollgæzla þar heyrir vit- anlega undir fjármálaráðu- neytið eins og annarsstaðar. Öll almenn réttargæzla heyr ir undir dómsmáiaráðuneyt- ið. Það er svo í Keflavík eins og annarsstaðar, þar sem ís- lenzk lögsaga nær til. , Þetta ættu þeir að vita, sem kennt hafa íslenzk lög við háskóla. Þetta veit líka Bjarni Benediktsson ósköp vel. En hann veit jafnframt, að málið er vonlaust, ef á það er litið eins og það ligg- ur fyrir. En það mætti reyna að vita, hvort sá dómstóll, sem þetta mál er nú sótt fyr- ir, dómstóll almenningsálits- ins, lætur ekki flekast af svona málflutningi. Utanríkisráðherrann treyst ir á það, að nógu margir af lesendum Mbl- séu nógu heimskir til að gleypa við þessum glaprökum sér til ó- bóta. Áliti sínu getur hann á eng an veg bjargað annan en þennan. Maður leitar skjóls. Það má vel vera rétt hjá Mbl., að utanríkismálaráðu- neytið hafi haft samráð við dómsmálaráðuneytið og fjár málaráðuneytið um fram- kvæmd Keflavíkursamnings ins. Reyndar varaðist höf- undurinn í Mbl. að nefna þessi ráðuneyti. Hann nefndi bara „önnur ráðuneyti“ og minnti menn svo á, að Ey- steinn Jónsson væri flugmála ráðherra! Mbl. má gjarnan bjáátra við að finna út, hvort van- rækslan sé meiri í því, sem heyrir undir fjármálaráðu- neytið. Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki þveginn af því, að hann hefir haft með þau málin að gera, sem van- ræksla og óstjórn í sambandi við framkvæmd Keflavíkur- samningsins er við bundin. Það er aukaatriði, hvernig reynt er þar að færa ábyrgð- ina milli embætta. Og vilji Bjarni Benedikts- son hafa hreinan skjöld í þessum málum öllum, bæði sinn skjöld og flokksins, þá verður hann að verja málið svo, að það komi í ljós, að hér sé allt hreint. Hitt er góð skrítla og á- gæt skopmynd úr íslenzku stjórnmálalífi, þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráð- herra er að reyna að leita skjöls og fela sig bak við Bjarna Benediktsson dóms- málaráðherra. Hefði trúðurinn Ólafur Thors eða aumingja Jóhann Jósefsson lagt sig í svona málflutning, var ekkert um i það að segja. Öðru máli gegn ir með æðsta mann laga og réttar á íslandi, og það fyrr- verandi prófessor, sem auk þess er hvorki kunnur að þvi að hafa prettað ríki og þjóð með fölskum faktúrum né skattaframtali. En hér ber allt að einum brunni. Það gagna hvorki gáfur né mennt un þegar á að verja íhaldið. Málstaðurinn er svo aumur, að gáfuðustu og menntuð- ustu lögfræðingar finna ekki annað en blekkingu á blekk ingu ofan þeirri vesöld til varnar. Engar gáfur og engin menntun má sér neitt við því auðnuleysi, að eiga að verja málstað gróðastéttanna á íslandi- Hvers vegna þarf íhaldið að ráðast á Búnaðar- bankann? Annars er rétt að nefna hér fleiri dæmi um örvænt- ingarfálm dómsmálaráðherr ans, þar sem hann er að berj ast fyrir sínu pólitíska lífi þessar síðustu vikur. Bóndi austur á landi skrifaði níð- grein um Búnaðarbankann fyrir það, að hann hefði byggt yfir sig í Reykjavík. Þessi grein átti aldrei að birtast í Mbl., en slæddist þó inn fyrir slysni. Lárus Jó- hannesson hrakti róginn 1 sjálfu Mbl. en samt er níð- greinin óbreytt tekin upp í ísafold og Vörð. Og dómsmála ráðherrann hefir að minnsta kosti tvisvar tekið efni henn ar upp í málflutning sinn. Nú hefir verið skýrt frá því í Tímanum, að Búnaðar- bankinn var rekinn úr því leiguhúsnæði, sem hann hafði starfað í. Það virðist vera hugsjón Bjarna Bene- diktssonar, Jóns Pálmason- ,ar og slíkra manna, að bank inn annaðhvort flytti starf- semi sína úr Reykjavík, og þá væntanlega á eitthvert eyðibýlið, eða hann væri rek inn undir beru lofti, sem eins konar torgsala. Hvorug að- ferðin mun mælast vel fyr- ir hjá bændum. Annars er það eftirtektar vert, að ádeilur Mbl. á Bún- aðarbankann eru bornar fram til liðsinnis við fram- bjóðanda Sjálfstæðismanna á Ströndum. Bjatni Bene- diktsson skilur það, að öfl- ugt kaupfélag í héraðinu og öflugur búnaðarbanki, sem á sitt eigið hús og starfar í miðstöð samgangna og verzl- unarlifs í landinu, eru óþægi legar stofnanir fyrir gull- kálfa íhaldsins. Bændur vilja vera frjálsir menn og treysta á sjálfa sig og samtök sín. Þær stofnanir almennings, sem nokkurs eru megnugar fjárhagslega, glæða sjálfs- traust og félagslegt ör- yggi fólksins, en trúin á gull- kálfa íhaldsins þrifst á van- trausti á sjálfum sér og allri almennri og skipulegri sam- hjálp. Þess vegna veit Bjarni Benediktsson, að öflugur búnaðarbanki eins og öfl- ugt kaupfélag minnkar lík- urnar fyrir kosningu manna eins og Eggerts Kristjánsson ar. Þess vegna ræðst hann á Búnaðarbankann, þegar hann ætlar að verða Eggert að liði. Allt má bjóða Valtý. Valtýr Stefánsson er aumkv unarverður af því óláni að vera ábyrgðarmaður þess blaðs, sem dómsmálaráðherr ann flytur mál sín í- Valtýr er formaður Skógræktarfé- lags íslands og vill vera trúr þeirri æskuhugsjón sinni,sem það vinnur fyrir. Hermann Jónasson hefir verið braut- ryðjandi í skógræktarmálum í grennd við Reykjavík. Það veit öll íslenzka þjóðin. Samt er lítilsvirðing húsbændanna á Valtý og fólska þeirra á svo háu stigi, að formaður Skógræktarfélagsins verður að birta á sína ábyrgð nafn- laust níð og svívirðingar um Hermann Jónasson vegna þessara ræktunarstarfa bein línis. Enginn mælist til þess, að Hermann sé látinn gagn- rýnislaus almennt, vegna (Framhald á 6. slOu> <3 Nú Vitna ég i Ólaf Thors. Mér er sagt, að hann hafi á flokks- fundi síiium um daginn brugðið upp ágætri aldarfarslýsingu, sem ég get ekki stungið undir stól, þó að ég hafi hvorki séð hana í Mbl. né Vísi. Ólafur sagði, að í sínu ung- dæml hefðu framgjarnir menn viljað freista gæfunnar með því að fást við atvinnurekstur og láta eitthvað gerast á því sviði. Nú væri þetta breytt, og ungir menn ættu framavonir sínar og metnað við það bundið, að þeir næðu vin- áttu manna eins og Sverris Júlí- ussonar og Adolfs Björnssonar. Þetta þarf ekki neinna skýr- inga. Atvinnurekstur freistar manna yfirleitt ekki, enda er t. d. bæjarútgerð orðin kosningamál Sjálfstæðisflokksins, eða svo var það að minnsta kosti í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Aftur á mótl berst sá flokkur fast gegn því, að verzlunin færist í hendur almennings. Það er allt af þvi, að stefna flokksins er sú, að ein- staklingarnir eigi að hafa það sem gróðavænlegt er, og Sjálfstæðis- flokkurinn er hættur að reyna að skapa atvinnuauðvald, — sem ó- neitanlega væri landinu styrkur, — en lifir og starfar fyrir verzl- unarauðvald, sem löngum hefir reynzt mjög vafasamt. — í sam- ræmi við stefnu flokksins og þjóð- lífslýsingu formannsins virðist mér það, að Kveldúlfsfjölskyldan á nú ekki eftir nema 2 togara, en einu sinni átti hún þá sjö. Vegna þess, að hljótt hefir ver- ið um skeið um búskap þeirra Thors-frænda í Mosfellssveit, þyk- ir mér hlýða að geta þess, að það er tæpast rétt að Lágafell sé í eyði. Það er nytjað frá Melshús- um á Seltjarnarnesi, þannig, að Melshúsakýrnar eru hafðar upp frá nokkrar vikur að sumrinu og þá er heyjað í selinu. Ekki veit ég, hvort búið er að ná inn „fyrra slætti“ á höfuðbólinu Lágafelli, en það var ekki búið um dáginn, þeg ar ég fór þar hjá garði. — Svona getur þróun málanna orðið, þeg- ar það er betra að eiga góðan vin i opinberri nefnd heldur en að eiga góða jörð. I Að vetrinum er svo jörðin höfð mannlaus. • Svo var kjósandi úr Vestur- ísafjarðarsýslu, sem spurði, hvað það skyldi eiga að þýða, að, vera að gera þetta stáss með hann Tul- inius í Mbl. Um það bii sem hann var ráðinn í framboð vestur þar á móti Ásgeiri og Sigurður Bjama son var látinn tala kjark 1 pilt- inn á íhaldshlaðinu, hittust* þeir Ásgeir og Jóhann fjármálaráð- herra að húsabaki. Dró ráðherra sjóð einn mikinn úr pússi sínum og fékk Ásgeiri og lét svo um mælt, að honum fylgdu fyrirbæn- ir Ólafs Thors um kjörfylgi, en Ásgeir þakkaði af mikilli hæ- versku, og taldi meira afrek að ná fé utan laga en með lögum. Unglingur spyr: Hvaðan er þessi vísa og um hverja?: „Landsmenn skortir lagarbál, lítið hafa að éta, vesöl mun ei seggjasál silfrið staðiz^ geta“. Þessi visa er úr alþingisrimum Valdimars Ásmundssonar og Guð- mundar Guðmundssonar. Hún er lögð í munn dönskum fésýslu- manni, sem vildi stofna tíanka hér með þeim skilyrðum, að. þessi fátæka þjóð legði niður banka sjálfrar sín, Landsbankann. War- burg þessi segir þetta við sendi- mann sinn ásamt þessu fyrir- mæli: „ Kauptu sál og sannfæring, í sóknum vertu ei linur. ,f Fullan af silfri sjóvettling sendi ég með þér vinur. Þrátt fyrir allt treystu íslend- ingar, þótt fátækir væru, betur á sjálfa sig og sinn banka þá, en hið aðflutta gull kaupmannsins. Starkaður gamli. a Læknaskipti Þeir samlagsmenn, sem réttinda njóta í Sjúkrasam- | lagi Reykjavíkur og óska að skipta um lækna frá næstu | áramótum, snúi sér til skrifstofu samlagsins, Tryggva- | götu 28, til loka þessa mánaðar, og liggur þar frammi | listi yfir lækna þá, sem yalið er um. | Læknaval getur því aðeins farið fram, að samlags- | maður sýni tryggingarskírteini sitt og skírteini beggja, 1 ef um hjón er að ræða, enda verða þau að hafa sömu | lækna. , i Reykjavík, 4. okt. 1949. | Sjiikrasaralag Reykjavíkur I 11111111111111111111111^11111111111111'11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Strætisvagnar Reykjavíkur | tilkynna: Sú breyting verður á ökutíma á leiðinni Háteigsveg- | ur—Hlíðarhverfi—Lækjartorg, að farið verður 5 mín. | fyrr frá Lækjartorgi en áður. Þannig: Fyrsta ferð kl. | 7.10 í stað 7.15 áður. Síðasta ferð kl. 23.40 í stað 23.45 | áður. v: | Breyting þessi verður frá og með sunnudeginum 2. | október 1949. I llllllllllltllllllllltlllltlllllllMlllllllltllllllllltllllltllltlllllllllllllllllllllllllllllllltltllltllllllllllllllllllllltllllfllllll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.